Dagblaðið Vísir - DV - 23.07.1983, Blaðsíða 35

Dagblaðið Vísir - DV - 23.07.1983, Blaðsíða 35
DV. LAUGARDAGUR 23. JULl 1983. 35 Kvikmyndir Kvikmyndir Já, þaö er bágt ástandið í Brasilíu og útlendar skuldir ógurlegar eins og heyra má í erlendum fréttum. Sið- ferði valdhafanna er jafnbágborið og greiðsluhallinn við útlönd er óhag- stæður og það virðist ekki síst koma niður á ungmennum í landinu. Og ungmennin eru ekki svo fá. I upphafi Saga tm ara Heimur Pixote getur talist allU 'ueli. nwrðingja og melldudölgs kvikmyndarinnar Pixote mætir leik- stjóri hennar, Hector Babenco, fyrir framan myndavélarnar og fer með stuttan kafla úr manntalsskýrlsum í heimalandi sínu. Helmingurinn af brasilisku þjóðinni er yngri en 21 árs, tuttugu milljónir eru á barnsaldri og þrjár milljónir þessara barna eru heimilislausar. Að þessum orðum mæltum snýr Babenco sér að slömmunum í Sao Paulo og sýnir inn í heim heimilislausu barnanna. I ljós. kemur að sá heimur er verri en bág- borinn, — hann er hryllilegur. Samkvæmt brasilískum lögum má ekki dæma eða fangelsa neinn sem er yngri en átján ára fyrir brot af neinu tagi. Þetta vita alls konar glæpa- hundar og nota börn óspart til að fremja jafnt smáa sem stóra glæpi, alit frá smygli upp í morð. Kvikmyndin Pixote dregur nafn sitt af aðalpersónunni, tíu ára polla, sem hefur þegar bragðað bæði súrt og sætt í tilverunni. Hann er heimilis- og munaðarlaus og aðaláhugamál hans er að lifa með einhver ju móti af allar hörmungarnar sem hann þarf að ganga í gegnum. Og það er öruggt að áhugamálið er í reynd alveg fullt starf. Betrunarhælið Áhorfendur kynnast Pixote þegar lögreglan smalar saman hópi vand- ræðabarna og -unglinga og sendir hann á betrunarhæli. Það er um það bil það versta sem komið getur fyrir brasilískt bam á glapstigum og erfitt að sjá hvers vegna ekki má senda drengina beint í fangelsi; tæpast geta þau verið verri en betrunar- hælin. Á hælinu kemst Pixote fljótlega að því að stóru strákamir nauðga þeim yngri og fara með þá að vild sinni. Verðirnir á hælinu ganga svo í skrokk á eldri strákunum, limlesta suma en drepa aðra. Raunar er fantaskapur þessara varða i Plxote aldeilis ótrúlegur. Félagar Pixote af götunni em þeir Liiica (Jorge Juliao), sautján ára kynviliingur, og Diego (Jose Nilson des Santos) og þeir lenda um leið og hann í „betrunarskólanum”. Drengj- unum líkar vistin i þessu víti aö vonum illa, ekki sist Pixote sem er einn þeirra minnstu á staðnum og • þar af leiöandi sérstaklega illa settur. I sameiningu tekst drengjun- um þrem að sleppa og njóta til þess sérstakrar aðstsoðar Dito (Gilberto Moura) én sú hjálparhella er jafn- framt elskhugi Lilica. Drengirnir taka fljótt til við fyrri iðju, stela veskjum af gömlum konum og ráðast á fólk sem þeir telja sig geta féflett. Til stærri tíöinda dregur þegar þeir komast undir handarjaðar Cristals (Tony Tom- ado) en hann stundar smásöluversl- un með eiturlyf. Strákamir taka þegar að stunda sendiferðir fyrir eiturlyfjaverslunina en lenda I vondu máli þegar hóra nokkur vill fá dá- h'tinn afslátt af kókaínskammtinum sínum. Pixote verður til þess aö sálga kvenmanninum og strákamir taka aftur til fótanna. A flóttanum hendir þá óvænt happ, þeir komast að samningum við melludólg og kaupa „rekstrarleyfi” að áfengis- Brasilíski leikst jórinn Hector Babenco hefur heldur betur vakið athygli á ástandinu í heimalandi sínu með kvikmyndinni Pixote. Hán segir frá tíu vetra átigangsbarni sem ekki á sér viðreisnar von sjúkri vændiskonu sem komin er á tiltölulega óarðbæran aldur. Sueli heitir konuveslingurinn sem Marilia Pera leikur. Annað morð Drengirnir lifa á því að selja að- gang að Sueli en til að drýgja tekj- urnar ræna þeir einnig viöskiptavini hennar. 1 átökum við einn þeirra fremur Pixote annað morð og kemst upp með það eins og í fyrra skiptið. En eftir morðið leysist klikan upp og drengimir halda hver sína leið. Einn þeirra hverfur á vit feðranna en Pix- ote skokkar út i buskann, svohtill strákhnokki sem í rauninni er ekki annað en gallharður og ótíndur glæpahundur og morðingi. Auðvitað er þarft og stundum til bóta aö segja skelfilegar sögur úr raunvemleikanum en Hector Bab- enco hefur verið borið á brýn að hann velti sér fuhmikið upp úr eymdinni. Eftir honum er haft að hann telji eymdina í Brasilíu ekki sitt vanda- mál heldur stjórnvalda og auðvitað er það satt. En það er heldur gæfu- legra fyrir leikstjóra að finna th með viðfangsefninu heldur en að fá sem mest út úr því að heyra undrunaróp áhorfenda. Ljót saga hefur líka komist á kreik um meðferð Babencos á Femando Ramos de Silva, htla stráknum sem leikur Pixote. De Silva er úr slömm- inu og hann og fjölskylda hans á hvorki í sig né á. Engu aö síöur segir sagan að honum hafi verið borguð smánarlaun fyrir leik sinn og síðan sendur heim i eymdina. Svipuð saga komst raunar á kreik þegar Herzog kvikmyndaöi Fitzcaraldo. Þá flutti hann hundmð indiána langa vegu frá heimabyggð sinni með flugvél og hét þeim heimferð, en það loforð mun ekki hafa verið efnt. Aumt ástand Hvað sem satt kann að vera um launamál de Silva er alveg öruggt að það myndi heyra undir lög um' bamavernd i Vestur-Evrópu að láta barn leika í kvikmynd á borð við Pix- ote. Tíu ára leikarinn horfir upp á leiknar nauðganir, morð og fóstur- eyðingar. Meðferð hórunnar Sueli á honum er hræðileg því hún lætur bliðlega að honum en hrindir honum síðan frá sér með hrottaskap og háði. Pixote naut gífurlegrar hylli i heimalandinu Brasilíu þegar hún var frumsýnd. Það má geta þess að fyrirtækið sem framleiddi myndina er ríkisrekið svo ekki kunna yfirvöld einu sinni að skammast sín í þvísa landi. Myndin hefur svo verið sýnd í rúmt ár í Bandaríkjunum og malað gull. Ovíst er meö öllu að nokkuð af því gulli komi brasiliskum glæpa- mönnum á bamsaldri nokkurn tímann til góða og þaö skiptir þá iitlu þó nokkrir Vesturlandabúar stynji lágt í bíó og finnist ástandið ósköp aumt hjá Brössunum. Pixote var frumsýnd í Englandi, Hollandi og Danmörku í vor og þar hafa menn meiri efasemdir um myndina heldur en bandarískir gagnrýnendur sem þykir Babenco hafa unnið mikið þrekvirki. Einhver hlýtur að taka sig til og flytja Pbcote til Islands svo hver fái dæmt fyrir sig. Ef til vill er myndin líka þegar komin í videoleigumar en þar ætti henni að vera vel fagnað. Ekki þætti mér ólíklegt að Pixote kæmi illa út hjá kvikmyndaeftirlit- inu íslenska. Auðvitað var það þarft verk hjá Babenco að hreyfa við ósómanum í sínu heimalandi, en það er sorglegt ef svo fer sem horfir að myndin hafi lítil áhrif til hins betra fyrir þá sem mest líöa í Brasiliu. Ef til vill verða þó einhverjar gjaldeyristekjur af myndinni og ekki mun af veita ef Brasilíustjórn á að geta borgaö vaxtavexti af framlengdum fram- lengingum erlendra lána. -SKJ. Við og við eru gerðar í heiminum kvikmyndir sem greina frá því hvaða ógæfu ungmenni geta rátað í. Skemmst er að minnast CHRISTIANA F. frá Þýska- landi. Christiana varð eiturlyfjaþræll um fermingaraldur og lagðist af þeim sökum í hvers kyns ólifnað. Þrátt fyrir allt náði stúlkan sér þó aftur á strik og saga hennar hefur verið gefin út á bók og síðan kvikmynduð. Bæði bókin og kvikmyndin hafa borist til íslands og vakið mikla athygli eins og vert er. Nú er komin til Vestur- Evrópu mynd frá Brasilíu sem mínnir um sumt á mynd- ina um Christiana hina þýsku. Hún ber nafnið PIXOTE (borið fram Pshótt, — eða þannig) og fjallar um tíu ára gamlan morðingja og melludólg, — ég verð ekki hissa þó að einhverjir hvái.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.