Dagblaðið Vísir - DV - 23.07.1983, Blaðsíða 39

Dagblaðið Vísir - DV - 23.07.1983, Blaðsíða 39
DV. L AUG ARD AGUR 23. JULH963. 39 SMÆLKI Culture Club verður á ferðinni með nýja plötu á haustdögum sem þegar hefur veriö skírð: Colour By Numb- ers . . Friöarhljómleikunum, sem fyrirhugaðir voru í Gautaborg, með Meat Loaf sem feitasta bitann, hefur verið aflýst. The Band átti líka að koma fram í þetta eina sinn, en því miður.. . Líkur eru á að þrjár banda- riskar stórstjörnur troði upp í Royal Albert Hall í Bretlandi í haust, Mich- ael Jackson, Diana Ross og Lionel Richie. Hljómleikunum á að sjón- varpa út um gervalla heimsbyggðina með gervihnetti og íslenska sjón- varpinu hér með bent á að verða sér- úti um eina rás .. .Rod Stewart hefur sex sinnum komist á topp breska listans og þar með er hann kominn upp að hliðinni á Slade, en fyrir ofan hann eru enn Rolling Stones (8), Abba (9), Cliff Richard (10) og Bítlarnir og Presley (17) . . . I fyrra seldust aðeins tvær plötur í yfir tveimur milljónum eintaka í Bandaríkjunum. Nú þegar árið 1983 er hálfnað hefur Thriller Michaels Jacksons þegar selst í sex milljónum eintaka og Business As Usual með Men At Work í fimm milljónum ein- taka .. . Tennisstjörnur tengjast rokkinu með sérstökiun hætti. Bjart- asta von Breta í tennis, Jo Durie, gaf á dögunum úr smáskífu, kínverska stúlkan Hu Na kemur fram í laginu Living In China meö kanadísku hljómsveitinni Men Without Hats, Jimmy Connors söng með Lionel Rlchie í fyrra og McEnroe liðsinnti fyrrum liðsmanni Eagles, Glenn Frey, meö síðustu sóló^lötu. þegar ég er heima og hugsaði með mér — ég hef ekki samið lag í háa herrans tíð sem hægt er að söngla með.” Það er ekki bara söngurinn sem er ofboðlítið breyttur, lögin sjálf eru pínulítið af öörum toga en vant er. Meðal annars er lag á plötunni sem heitir ,,Svamp”, delta blues lag a la John Lee Hooker, að því er Byrne segir, — og það sem undrun vekur: ástarsöngur (!) „This Must Be the Place”, sá fyrsti sem Byme hefur samið. David Byme hefur kynnt sér tón- list meðal þjóða þriðja heimsins og víðar, skrifað grein um athuganir sínar: It Aint Rock’n’Roll But I Like It, og áhrifa þessa hefur gætt veru- lega í hans tónsmíðum. Nú segir hann að fólki hætti til að ofmeta framandi tónlist og sjálfur hafi hann litiö of fræðilega á hana. „Poppið er mín menning,” segir hann, „það þekki ég best og ég ætti að játa það fyrirsjálfummér.” Talking Heads átti í nokkrum brösum með umslag nýjustu plöt- unnar. Byrne vildi hafa það sjálf- stætt listaverk og fékk bandarískan listamann, Robert Rauschenberg, til þess að vinna verkið. Hann gerði plastumslag með glærum hring sem snýst, en enginn fékkst til þess að framleiða umslagiö á verði sem ekki hefði í för með sér hækkun á plötunni út úr búð. Engu að síður var tak- markað upplag af plötunni framleitt í þessum umbúðum og selt á hærra verði en platan almennt. Sjálfur mál- aði svo Byme hulstur plötunnar og skreytti með fjórum myndum af „drukknum stól” sem teknar voru á ævagömlu hóteli fyrir tveimur árum. I Talking Heads em: David Byrne, Chris Frantz, Tina Wey- mouth og Jerry Harrison. Byme og Frantz stofnuðu fyrstu hljómsveit sína árið 1974: The Artistics. Ári síðar var Talking Heads stofnuð. -Gsnl. Tveir forkólfar í breskri nýrómantík hafa sameinast undir einum hatti; Mick I Karn (Japan) og Midge Ure (Ultravox). Þeir hafa gefið út 2ja laga plötu og | hyggja á frekara samstarf á næstunni. ing Heads ugglaust sú hljómsveit sem mestrar virðingar nýtur. Slíkar hljómsveitir hafa að sönnu sjaldan hlotið almenna hylli á plötumörkuð- um og ef til vill verður það aldrei skýrt til fulls hvers vegna jafnfram- sækin hljómsveit og Talking Heads er skyndilega komin i hóp þeirra sem selja hvað best. Gegndarlaust lof um hljómsveitir kann að hafa sitt að segja ... en liafa ekki margar hljómsveitir sömu sögu aö segja án þess að fá hljómgrunn hjá fjöldan- um? Svar: jú. Hvað um það: Talking Heads sýnir á sér nýja hlið á Speaking In Tongues. Effektamir frá Afríku heyrast ekki meir, undiraldan er ekki jafnþung og fyrr og platan öll einfaldari en við eigum að venjast frá Talking Heads. Það er meira að segja hægt að söngla með sumum lögunum! „Eg hef gaman af þvi að syngja,” segir David Byrne, ,,og að þessu sinni reyni ég að syngja meira en áður. Þar eð ég nýt þess að syngja ætti ég að gefa mér tækifæri að syngja utan sturtuklefans. Eg syng með plötum annarra flytjenda „Á þessari plötu em eingöngu popplög,” er haft eftir David Byme, söngvara og lagasmiðl bljómsveitarinnar Talking Heads, um nýju plötuna, Speaking In Tongues. Flestar aðrar hljómsveitir þyrftu tspast að taka það fram að plötur þeirra hefðu að geyma popp- lög, en um Talking Heads gegnir öðm máli. Popplög hafa aldrei verið sérgrein hennar. Af hljómsveitum sem spruttu upp úr bandarísku nýbylgjunni er Talk- Sjón- varpið rokkar endum vestra Það hefur tspast farið framhjá mörgum að breskir flytjendur hafa á síðustu mánuðum látið s meira að sér kveða á bandariska vinssldalist- anum — og um daginn gerðist það í fyrsta sinn i sögu bandariska listans að innlendir flytjendur vom í minni- hluta. Af útlendingunum vom Bretar langfjölmennastlr, 33 lög af 100, en ' Kanadabúar og Astralir líka margir auk nokkurra frá öðrum þjóðum heims. Og ástæðan: videoiö! I Bandaríkj- unum em nú starfandi kapalsjón- vörp sem senda út rokk á myndbönd- um allan sólarhringinn. Þessi starf- semi hefur gjörbreytt vinsældalist- um í Bandaríkjunum og breskar hljómsveitir njóta einkum góðs af sökum þess að þær bjóða almennt upp á bestu myndböndin eins og við þekkjum úr SkonrokkL Fram til þessa hafa breskar hljómsveitir sjaldnast náð vemlegum árangri á Bandaríkjamarkaði án þess að flengjast þar fram og aftur í hljóm- leikaferðalögum. Videoið hefur fært rokkunnendum vestra hljómsveitirn- ar heim í stofu og í kjölfarið hafa fylgt stórauknar vinsældir breskra flytjenda. Starfsemi kapalsjón- varpsstöövanna hefur aukinheldur haft í för með sér aukna sölu á hljóm- plötum og nú er í undirbúningi í Bret- landi að koma á laggimar kapalsjón- varpi sem á að senda út rokkefni allan sólarhringinn. Þess er vænst að starfsemin geti hafist um næstu ára- mót. Á sama tíma og mikil gróska er í þessum málum í löndum næst okkur sætum við afarkostum: plötuverð sennilega hvergi hærra í álfunni og eina rokkþættinum í sjónvarpi (hálf- tíma þætti hálfsmánaðarlega) kippt út yfir sumarmánuöina. — og Bretar eiga greiðan aðgangað rokkunn-

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.