Dagblaðið Vísir - DV - 23.07.1983, Blaðsíða 44

Dagblaðið Vísir - DV - 23.07.1983, Blaðsíða 44
ÁRMÚLA 38 REYKJAVÍK, SÍMI 82166 OG 83830. ^ EMíbridge: Island sigr- aði Svíþjóð Island sigraði Svíþjóð 15—5 í 9. umferð Evrópumótsins í bridge í gær og var það þriöji sigurleikur Islands í síðustu fjórum umferðunum. Frakk- land vann Holland 18—2 og jók aðeins forskot sitt. Pólland vann Israel 14—6, Bretland vann Italíu 14—6, Irland vann Noreg 17—3, Ungverjaland Danmörku 17—3 og Þýskaland Finnland 20—0. Frakkar eru efstir með 156 stig, Pól- verjar aðrir með 143,5 st., Þjóðverjar þriðju meö 138 og Belgar fjóröu með 136,5 , 30 stigum á undan Itölum sem eru í 5. sæti. Islendingar hafa 56 stig og eruí20.sæti24þátttökuþjóða. -hsím. Félagsmála- ráðuneyti: Misræmi athugað Félagsmálaráöherra, Alexander Stefánsson, hefur ákveðið að skipa nefnd til að athuga endurskipulagn- ingu á matskerfi Fasteignamats ríkis- ins og Brunabótamatsins, uppbygg- ingu og framkvæmd, með samræm- ingu fyrir augum. Hallgrímur Dal- berg, ráðuneytisstjóri í félagsmála- ráöuneytinu, segir að tilefni þessarar nefndarskipunar sé meint misræmi á endurstofnsverði og brunabótamati 17 húsa á Patreksfirði en það misræmi var 26,4 prósent, eins og fram kemur í tíðindum sem Fasteignamat ríkisins sendi frá sér. 1 nefndinni koma til með að sitja fulltrúar frá Brunabótafélagi Islands, Húsatryggingum Reykja- víkurborgar, Samvinnutryggingum, Samhandi ísl. sveitarfélaga og Fast- eignamati ríkisins. SLS Hestarnir hlupu fyrir bifreiðina — annar drapst á staðnum og hinn varð aðaflífa Ekið var á tvo hesta rétt norðan við Hafnará í Borgarfirði nú í vikunni. Drapst annar hesturinn á staðnum en hinnvarðaöaflífa. Hestarnir hlupu upp á veginn og í veg fyrir bíl sem þar bar að. Áttí ó'ku- maðurinn ekki von á því að þeir tækju á sprettinn fyrir bílinn og varð of seinn að hemla. Eins og fyrr segir drapst annar hesturinn samstundis en hinn varð aö aflífa á staðnum. Bíllinn skemmdist mikið en var þó ökuhæfur á eftir. -klp LOKI Það þokast ál-leiðis 27022 AUGLÝSINGAR SÍÐUMÚLA 33 SAAÁAUGLÝSINGAR —AFGREIÐSLA SKRIFSTOFUR ÞVERHOLTI 11 86611 RITSTJÓRN SÍÐUMÚLA 12—14 Vann til verðlauna Í300 manna söngkeppni: „STÓR DAGUR” — segir Kristinn Sigmundsson söngvari „Þetta var stór dagur,” sagði Kristinn Sigmundsson söngvari. Hann hlaut i gærdag aukaverðlaun í hinni frægu Belvedere tónlistar- keppni i Vínarborg. Verðlaunin eru dágóð peningaupphæð sem óperan í Fíiadelfíu í Bandaríkjunum veitti. Alls tóku 296 söngvarar fré mörgum löndum þátt í keppninni. Þar af voru 50 söngvarar sem fengið höföu verölaun í öðrum söngkeppn-j um. Keppnin í gær var sú fjórða. Smám saman féllu keppendur úr og i gær voru aðeins 17 eftlr. Þar af fengu 7 verðlaun. Kristinn var einn þeirra.| Árangur hans er sérlega frækilegur þegar tekið er tiliit til þess að hann hefur aðeins stundað söngnám í Vín- arborg í 1 ár og tvö ár áður hér helma. Sigurvegari í keppninni varð holl- enskur bassi, Harry Peters. Kristni bjóðast í kjöifar keppninn- ar ýmis taekifæri. Hann fór í gær- kvöldi til Bregenz, borgar við Boden- vataið þar sem haldln er mikil lista- hátíð. Þar hakia sigurvegarar og nokkrir aörir úr keppninni óperutón- leika sem útvarpaö verður beínt og sjónvarpaö um alla Evrópu. Þá hafa streymt að tilboö um að syngja um alla Evrópu og búiö er að ákveða þrenna tónleika í Austurriki, eina í1 Ungverjalandi og einnig eina á Italíu. Auk þess var viðtal viö Kristin í útbreiddu tónlistarriti, Opem Welt. Kristinn kemur heim í byrjun ágúst til að hvíla sig og fer síöan aftur til Vínar næsta haust að syngja aðalhlutverkið i óperunni Don Gio- vanni. Operan í Filadelfíu vill fá hann sem fyrst en hann sagðist ekki vita hvenær hann færi vestur um haf. DS. Kristinn Sigmundsson og Asgerður Þórisdóttir, kona hans. DV-mynd GVA. Heilmikið kassabilarall fór fram í Hafnarfirði í gær. 27 bílar tóku þátt í keppninni, hver með tveimur öktóA mönnum, ungum og hressum möi# um. Sigurvegarar urðu Davii Harrysson og Harry Harrysson. 1 I örðu sæti voru Haraldur Logi Hrafn- M kelsson, Elías Ivarsson og Jól.amr f Öli Filippusson. I þriðja sætí, höínuðu Halldór Hafsteinsson og Daöi Lárus- son. -DV-mynd Bj. Álviðræðurnar: ÞOKASTISAM- KOMULAGSÁTT „Við höfum komist þó nokkuð áfram en þaö er enn nokkur skoðana- ágreiningur og enn skortir ýmislegt á til að samkomulag náist. Ég er vongóður um að verulegur árangur náist á næsta fundi sem verður síðari hluta ágústmánaðar.” Svo mæltist Jóhannesi Nordal, formanni samn- inganefndar um stóriöju, er samn- ingafundi nefndarinnar og fulltrúa Alusuisse og ÍSAL lauk í gær. I fréttatilkynningu, sem gefin var út að fundi loknum, segir: „Rætt var um ágreiningsmál vegna ISAL, end- urskoðun samninga milli Alusuisse og íslenska ríkisins, þar á meðal orkuverðtilISAL.” „Samningaviðræðurnar hafa gengið nokkuð vel,” sagði dr. Miilier, formaður nefndar Alusuisse. „Þetta eru mjög flókin mál og eðlilegt að viðræður taki langan tíma. Við höfum náð góðu sambandi viö núver- andi samninganefnd og við reynum að skilja sjónarmið hver annars. Það er mögulegt að samkomulag ná- ist á næsta fundi en það er ekki ör- uggt,” sagði dr. Miiller. „Þessi mál verður að leysa í heild,” sagði dr. Jóhannes Nordal. „Það rikja vissulega ólík sjónarmið. Það er eins og gengur, menn vilja alltaf selja dýrt og kaupa ódýrt. Það er ekkert hæft í því að viðræður hafi strandað á kröfu um 50% hækkun orkuverðs. Viðræðurnar halda áfram og við vonumst til að ná sam- komulagi um að setja deilumálin í einfaldari gerðardóm og ná sam- komulagi um Önnur atriði sem rædd hafa verið: hækkun orkuverðs, stækkun álbræðslunnar og hugsan- legan nýjan eignaraöila,” sagði dr. JóhannesNordal. -ás. Bíll ofan í skurð — þrjár stúlkur slösuðust Þrjár stúlkur slösuðust í fyrrakvöld í bílveltu við bæinn Foss á Síðu í Vestur- Skaftafellssýslu í fyrrakvöld. Stúlk- urnar, sem eru allar innan tvítugs, voru fluttar á heilsugæslustöðina á Kirkjubæjarklaustri þar sem gert var að sárum þeirra. Meiðsli þeirra reynd- ustekkialvarleg. „Þaö var mikil mildi að ekki fór verr,” sagði Hörður Davíðsson, lög- reglumaður á Kirkjubæjarklaustri. „Bíllinn fór út í skurð og þakið lagðist niður. Það var vata í skurðinum,” sagði Hörður. Bíllinn, Fíat 127, er gjörónýtur. Stúlkurnar mæta aftur til vinnu sinnar á Edduhótelinu á Klaustri í dag. -KMU ADAMO HÆTTUR VIÐ Svo virðist sem ekki ætli að verða af kaupum Nígeríumannsins Adamo á einni af DC-8 þotum Flugleiða, TF- FLB. Nígeríumaðurinn hefur ekkert látið frá sér heyra um kaupin nýlega. Flugleiðamenn eru orðnir vantrúaðir á að þeim takist aö selja þotuna að sinni. Nígeríumaðurinn gerði Flugleiðum 'kauptilboð upp á þrjár milljónir Bandaríkjadala í vor. Tilboðið var háð því skilyrði að hann fengi leyfi yfir- valda í heimalandi sínu til gjaldeyris- yfirfærslu. Ur viðskiptalífi Nígeríu hefur DV fregnað að Adamo hafi kippt að sér höndum þegar hann fékk upplýsingar um að gera mætti hagstæðari flugvéla- kaup en hann ætlaði að gera við Flug- leiðir. -KMU.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.