Alþýðublaðið - 15.06.1921, Blaðsíða 4

Alþýðublaðið - 15.06.1921, Blaðsíða 4
4 ALÞYÐUBL AÐIÐ Rafmagnsleiðslur. Straumnum hefir þegar verið hieypt á götuæðaraar og menn ættu ekki að draga lengur að láta okkur leggja rafleiðslur um hús sín. Við skoðum húsin og segjum um kostnað ókeypis. — Komið i tima, meðan hægt er að afgreiða pantanir yðar. — H.f. Hlti & Ljós. Símar 830 og 322. Ráðskonustarfið við sjúkrahúsið á Isafirði er laust 1. sept. næstk. — Árslaun 1500 krónur, fæði og húsnæði — Allar upplýsingar fást hjá undirrituðum, sem tekur á móti umsóknum til 10. ágúst næstkomandi. ísafirði, 9. júní 1921. Héraðslæknirinn. Aiþýðublaðið er óðýrasta, íjölbreyttasta eg bezta dagblað landsins. Kanp- Ið það og leslð, þá getlð þlð alðrei án þéss rerið. Htilt og þrifin súlka eða unglingur óskast í hæga vist á fáment heimiii nú þegar. A. v. á. Tilkynning. Jóh. Norðfjörð, úrsmiður & juveller, verzlar nú fyrst um sinn í skrif- stofum Viðskiftafélagsins, Aðalstræti 8, húsi Gamla Bio) Þar verða afhentar viðgerðir á úrnm og tekið á móti úrnm til viðgerðar. — Hefi tekið á leigu Laugaveg 10 og flyt þangað svo fljótt sem unt er. — Niðnrsett verð á öllnm vðrnm. — Margar góðar og fáséðar tækifærisgjafir úr gulli og silfri. — Jóh. Noiðfjðrð. Rafveita Reykj avikur. Ritstjóri og ábyrgðarmaður: ólafur Friðriksson. Prenbsmiðjan Gutenberg. Þeir, sem óska að fá fullnaðar löggildingu sem rafmagnsvirkjar fyrir Reykjavík, eru beðnir að senda umsóknir þess efnis til rafmagns- stjórnar Reykjavíkur fyrir lok þ. m. — Upplýsingar um löggildingar- skilyrðin fást á skrifstofu rafmagnsveitunnar. — Rafmagnsstjórnin. J«ek Loxdett'. Æflntjrl. það þegar eg fór. Það er töluverður mergur í henni, litlu stúlkunni þinni." „Hún er félagi minn," leiðrétti Sheldon. „Já, hún er fyrirtak — og lætur sér ekki alt fyrir brjósti brenna. Hugsa sér hvíta konu á Malaita og á Poonga-Poonga........það er satt, eg gleymdi að segja þér, að hún hefir talið Burnett á að lána sér átta rifla handa bátshöfn sinni og þrjá kassa af sprengipúðri. Þú mundir hlægja ef þú sæir, hvernig hún snýr öllum óaldarlýðnum á Guvutu í kringum sig. Og þú ættir að sjá þá reyna að vera kurteisa og leggja á ráð. Drott- inn minn, hún er dásamleg, þessi unglingsstúlka. Hún setur alt á annan endann; hún er hreinasti byltinga- maður. Hún hefir þotið yfir Guvutu og Tulagi eins og hvirfilbylur; hvert einasta kvikindi þar er bálskotið í henni — að undanteknum Raff. Hann er fjúkandi reið- ui út af uppboðinu og rak framan í hana samninginn sem hann hafði við Munster. En hvað gerði hún — hún þakkaði fyrir, las hann yfir og benti á það, að þó Miínster væri skuldbundinn til að láta Morgan & Raft fá alla þá verkamenn sem hann réði, þá væri honum hvergi bannað að leigja Emily undir annan flutning. Þama er samningurinn þinn, sagði hún þegar hún rétti honum hann aftur. — Þetta er ágætur samningur. En mundu það, næst þegar þú gerir samning, að slá varnagla í honum við því, sem nú hefir komið fyrir. Og, sem eg lifi, þá gafst hann upp. En nú fæ eg vind og verð að sigla. Vertu sæll, vinur góður. Eg vona að sú litla verði heppin. Martha er fjandans gott skip, og hún gæti tekið að sér starf Jessic," XVII. KAFLI. Þegar Sheldon kom utan af ekrunni daginn eftir til þess að borða, sá hann, að trúboðskipið Apostk var lagst á höfninni, og voru skipsmenn að flytja í land tvær hryssur og fola. Sheldon þekti strax, að þar voru komnir hestar landstjórans, og hann þóttist þess viss að Jóhanna hefði keypt þá. Það mátti segja, að hún hélt hótun sína um að hrista þurr bein Salomonseyj- anna, og hann bjóst við öllu illu. „Þetta er frá Jóhönnu," sagði Welshmere, trúboðs- læknirinn, þegar hann sté á land og þeir heilsuðust, „Llka eru hnakkar frammi 1 skipinu; og hérna er bréf frá henni. Og líka kem eg með skipstjórann af Flibberty- Gibbet." Aður en Sheldon hefði tlma til að heilsa honum, stökk Ólson upp úr bátnum og óð á honum: „Hún heíir stolið Flibbsrty, hr. Sheldón. Hreint og beint hlaupist á brott með skipið. Hún er hringlandi viílaus. Það er henni að kenna að eg hefi fengið hita- veikiskast. Það fekk eg af reiði. Og hún hefir fylt mig — blindfylt mig." Welshmere skellihló. „Hún er nú reyndar ekki spilt að öllu leyti, hún Jóhanna þín. Hún hefir fengið þrjá menn til að afneita öllu víni, og innsiglað í því tilfelli wisky þeirra. Þú þekkir þá vel — Brahms, Gurtis og Fowler. Hún hefir þá með sér Flióberty." „Nú er hún þar skipstjóri sjálf," greip Ólson fram i. „Og lnin siglir skútunni í strand, svo sannarlega sem drottinn hefir ekki skapað Salomonseyjarnar." Welshmere reyndi að vera skelkaður á svipinn, en fór að hlægja aftur. „Hún kann að koma ár sinni fyrir borð," sagði hann. „Eg reyndi að komast hjá því að flytja hestana hingað. Eg sagðist ekki geta tekið flutning með, vegna þess að Apostle hefði ekki leyfi til að flytja farangur, og að eg ætlaði til Savo og norðurhluta Guadalcanar. En hvað stoðaði það? — Hvað um borgunina, sagði hún, eg gæti tekið hestana, af því' eg væri góður maður, og þegar hún næði Martha út, mundi hún gera mér greiða á staðinn,"

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.