Dagblaðið Vísir - DV - 10.09.1983, Blaðsíða 3

Dagblaðið Vísir - DV - 10.09.1983, Blaðsíða 3
BttibfrMftAgÐftGURAQ-1 £EPTjEMR£Fl?83. 1 3 HENRIPRADIN: illt land á Ætlar að gera myndasýningu um ísland Amsterdam - Paris Vikuferð 30. sept. Nú sláum við saman tveimur skemmtilegustu borgum megin- landsins og kynnumst því besta sem hvor um sig hefur upp á að bjóða. Verðkr. 16.350.- miðað við gistingu í 2ja manna herbergi. Innifalið: Flug til og frá Amsterdam, gisting í3næturáVictoriahóteli í Amsterdam, 4 nætur á Mondial hóteli í París, skoðunarferðir um París og til Versala, rútuferð Amsterdam-París-Amsterdam og íslensk fararstjórn. Barnaafsláttur kr. 4000.- Samvinnuferdir-Landsýn AUSTURSTRÆT112 - SÍMAR 27077 & 28899 Svona ferðast Henri Pradin um ísiand. Hann hefur verið á ferð um ísland í tvo mánuði til að taka litskyggnur sem hann ætiar siðan að sýna i Frakklandi. D V-mynd Helgi. „Þaö virtist, á þeim myndum sem ég haföi séö frá Islandi, að þar væri ekkert nema eldfjöll og fuglar. En þegar ég kom til Reykjavíkur uppgötv- aði ég að hér var líka fólk,” segir Henri Pradin, ungur Frakki sem kom hingaö meö ferju 6. júli og ætlar aö vera til 14. september. Hann hefur feröast um landið á Kawasaki 1100 og tekiö myndir sem hann ætlar síðan aö nota til aö byggja upp sýningu af gerð sem nefnd er Diaporama. Við slíka sýningu er hann meö nokkrar skyggnusýningarvélar og segulband. Hann vinnur upp feröasögu og sýnir myndir á einu tjaldi eða fleiri í einu. Við þetta semur hann síðan frá- sögn með ívafi tónlistar og ferðast svo um og sýnir. Hann sagðist raunar vonast tii þess að geta komið hingað aftur í vetur, tekið myndir af sömu stöðum og hann myndaði í sumar þannig að hann gæti sýnt mun árstíð- anna. Hann vonast til þess aö geta fariö með sýninguna um Island á festival i Royan í Frakklandi sem haldið verður íapríll984. Henri, sem er frá Suður-Frakklandi, var nokkuð ánægður með ferð sína hingað til lands og lét mjög vel af veru sinni í námunda við bóndabýli í Gils- flrði. Einnig var hann mjög hrifinn af Isafirði. Hann sagðist hafa farið yfir Sprengi- sand á hjólinu stóra og þá hefði hann oft verið hræddur því ef eitthvað hefði komiö fyrir þá hefði hann ekkert getað gert aleinn. Hjólið hans vegur 300 kíló og hann ræður ekkert við að draga það upp ef það festist. Til þess aö komast yfir óbrúaðar ár þurfti Henri að byrja á því að vaða yfir ána í klofstigvélum og athuga hvort nokkrir stórir steinar væru á leiðinni. Þegar því var lokið þurfti hann aö skipta farangrinum og ganga með hjólinu margar ferðir yfir ána þangaö til allt var komið á réttan' bakka. Henri reiknar með að taka hér í allt um það bil sex þúsund myndir en sýningin verður byggð upp af um það bil þúsund skyggnum sem sumar hverjar verða auðvitað samsettar. Til þess að ráða við peningahlið ferðarinnar nýtur Henri styrkja frá nokkrum fyrirtækjum. Hann fær ókeypis filmur frá Agfa, Continental sér honum fyrir dekkjum og fleiri fyrirtæki koma við sögu. Hann sagðist með þessu móti akkúrat skrimta. Henri sagðist hafa veriö á ferö á mótorhjóli og að taka myndir í tíu ár og heföi áreiðanlega ekið um 150.000 km á þessum tíma. Hann hefur gert svipaðar myndir um líf bónda i Frakk- landi, dvalist í Tyrklandi, Alsír og víðar. -SGV. Tvær ogievm? RYMINGARSALA 20—50% AFSLÁTTUR Tepprlrnd Grensásvegi 13, Reykjavik, simar 91-83577 og 91-83430, Tryggvabraut 22, Akureyri, sími 96-25055. 16.®®'

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.