Dagblaðið Vísir - DV - 10.09.1983, Síða 4

Dagblaðið Vísir - DV - 10.09.1983, Síða 4
.4 rBV .vIAU»AHÐACU«J0..SEF1'I5MBííR 1983. Þar daf naði eitt sinn blémlegasta athaf nalíf landsins og vélar mölnðu gnll Djúpuvík er lítiö kauptún sem stendur innarlega í Reykjarfirdi á Ströndum. Þar er nú enginn búsettur. Má stadurinn þess vegna heita eini draugabœrinn á landinu sem rís undir því nafni. Ödruvísi mönnum áður brá. Á fyrri hluta þessarar aldar og allt fram til 1950 var blómlegt athafnalíf á Djúpuvík. Þar störf- uðu hundruð Islendinga yfir sumartímann við síldarsöltun og vinnslu. Vélar möluðu gull. Síldarspekúlantar græddu á tá og fingri. Og Djúpuvík var þá bœr sem allir þekktu. Bjartsýnin bjó þar. Nú er hann nœsta gleymdur. Síldarœvin- týrið úti. íbúar staðarins eru burtflúnir fyrir margt löngu. Ægistór mannvirki standa þar í niðurníðslu. Bryggjur eru að hrynja eða hrundar. Vélar og tœki og stór- eflis grútargeymar ryðga þar og tœrast upp í sjávarbarningnum. Og heyra má drauga- leg ískur í húshjöllum og reisulegum býlum þar sem vindur fer um fyrrum dvalarstaði fólksins sem á Djúpuvík bjó. Texti: Sigminidur Ernir Riínarsson Myndir: Þengill Valdimarsson og fleiri Saga Djúpuvíkur og byggöar þar skiptist í rauninni í tvö tímabil. Annað þeirra spannar árin milli 1917 og 1919 þegar EUas Stefánsson útgerðarmaður kom þar upp síldarsöltunarstöð með allmiklum mannvirkjum. Hann hafði tugi manna í vinnu hjá sér. En fyrir- tæki Elíasar á Djúpuvík varð skamm- líft eins og ártölin hér að framan sýna og byggð lá lengi niöri á staðnum. Það var ekki fyrr en árið 1935 að farið var að vinna aftur síld á Djúpu- vík. Þá var annaö fyrirtæki komið til sögunnar og búið að kaupa vinnslutæk- in sem fyrir voru í víkinni. Þetta var Djúpavík hf., og var gengi þess meö þvílíkum ágætum lengi framan af að gróöinn skipti mörgum hundruðum þúsunda árlega. En svo dalaði síld- veiðin á Húnaflóa, þegar nærri dró lok- um fimmta áratugarins, og ekki var lengur arðbært að sinna þeim fáu tittum sem úr sjó komu. Síðasta árið sem Djúpavík hf. vann sUd á staðnum var 1950. Eftir það fækkaöi íbúum Djúpuvíkur jafnt og þétt þar til hún fór í eyöi á siðasta áratug. Faöir Djúpuvíkur Elías Stefánsson útgerðarmann, sem áður er nefndur, má kalla föður Djúpuvikur. Hann var ættaður frá Eyrarbakka, ómenntaður maður, en fór út í útgerð og lánaðist sú starfsemi það vel að eftir fá ár var hann taUnn meöal auöugustu manna á Islandi. Á fyrri stríðsárunum var velgengni hans mest en sú velgengni endaði þó meö gjaldþroti þegar verðfaU varö á sUd- inni seinni hluta sumars 1919.' Elías þótti merkilegur maður fyrir margra hluta sakir, ekki þó vegna þess, að hann væri greindur umfram aöra menn eða fjölhæfari, en það var eins og gæfan héldi fast í höndina á honum. Hann vátryggði til dæmis aldrei skip sín og átti þó sex eða sjö. En ekkert óhapp henti sem oUi honum fjárhagstjóni fyrr en hrun það er áður um getur geröi hann févana. Elías var alla ævi ókvæntur og barn- laus og hélt ekki heimUi heldur borðaði á matsölu, jafnan með vinnumönnum sínum. Þaö var á árinu 1916 er Húnaflói var fuUur af silfri hafsins aö Elías fór aö líta í kringum sig eftir heppUegum stað til aö vinna aö síldarsöltun. Honum var bent á Djúpuvík í Reykjarfirði en þar hafði ekkert verið um að vera svo elstu menn mundu eftir. Og þar var óbyggt. En víkin er skjólsæl og vel gerö sem skipalægi frá náttúrunnar hendi. Og staðhættir þar eru líka mjög hagfeUdir fyrir sUdarsöltun því mjög skuggsælt er í Djúpuvík á sumrum og þess vegna svalt. Þaö var því margt sem mælti með því að Elías leigði sér lóðir og aðstöðu í Djúpuvík á þessum tíma. Sem hann svo gerði vorið 1917. Þar lét hann byggja hús og bryggjur, íbúðarhús handa sddarsöltunarstúlk- um og ööru starfsfóUíi og einnig hús fyrir verslun. Þessar byggingar voru báðar úr timbri og eru ennþá uppi- standandi. Þriöja húsið í Djúpuvík var svo reist vorið 1918 og þá strax leigt Oskari HaUdórssyni er þá hóf sUdar- söltun á staðnum um leið og EUas. Mannlíf ið á staðnum Þarna á Djúpuvík var geysimikiU rekstur mUU áranna 1917 og 1919. Veiði var ágæt á þessum tímum. Það var ekki óalgengt að síldarskipm sem lögðu á hinum ýmsu tímum sólar- hringsins kæmu inn með fuUfermi eftir eitt dægur eöa jafnvel skemmri tíma. Stúlkurnar sem unnu á stööinni hjá EUasi voru venjulega fimmtíu til sex- tíu og svo var margt karlmanna sem unnu beykisstörf og annaö það sem með þurfti. Svo aö segja allt verkafóUc- iö varaðkomiö. Ymsir kunna að álíta að þar sem svo margt fólk var saman komið hafi oft veriö glatt á hjaUa. En svo var þó ekki segja þeir sem minnast þessara stunda á Djúpuvík. Magnús Magnússon er einn þeirra og starfaði hann sem síldarmatsmaður hjá EUasi. Segist honum svo frá mannUfinu á staðnum þau þr jú ár sem hann vann þar: — Eg man ekki eftir neinu baUi eUegar öðrum mannfagnaði sem viö starfsmennirnir vorum þátttakendur í. Það var svo mikið að gera og enginn munur hversdags og helgistundar. Síldin var tvímælalaust áhugaverðasti aðUinn í þeirri lífsmynd sem þama var dregin. Fyrir utan veiðiskip Elíasar komu þar oft togarar frá öðrum útgerðarfé- lögum og lögðu upp afla. Þar sem vinn- an var svona feiknamikU varö þénusta fólksins góö. Kaupiö var að vísu lágt en fólkið lifði ódýrt. Já, Ufið þarna var ákaflega siðsam- legt. Það er þó kannski stundum erfitt að draga mörkin miUi þess siösamlega og ósiðsamlega. En þaö var ósköp Utiö um að vera, tU dæmis því nær enginn samdráttur miUi karls og konu. Nú, ekki var drykkjuskapurinn. Þetta var á bannárunum og því ekki víða fanga aö leita. Helst gátum viö kreist ein- hverja lögg út úr blessuöum lækninum. Hann var hjálpsamur ætti hann eitt- hvað til. En það voru margar þyrstar sáUr. — En síldarævintýrið í þetta sinnið var úti í sumarlok 1919. Verðfall varð á silfri hafsins á erlendum mörkuðum, og því fór sem fór meöal sUdarspekúl- i J' v--*- -iaMHnr ■ r* A Vinnuflokkur við byggingu síldarverksmiðju Djúpuvikur hf. Sixpenssri og pokabuxur (sjé iengst Aflaskipið Garðar fré Hafnarflrði við löndunarkranann é DJÚpuvik. Þessi löndunarkrani var til hssgri) timasatja myndlna betur an margt annað. fyrstur sinnar tegundar sem settur var upp hérlendis.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.