Dagblaðið Vísir - DV - 10.09.1983, Blaðsíða 11

Dagblaðið Vísir - DV - 10.09.1983, Blaðsíða 11
10 DV. LAUGARDAGUR10. SEPTEMBER1983 Svana Gudmundssonar um vitneskju manna og hugmyndir um það sem er alhetmurmn ii DV. LAUGARDAGUR10. SEPTEMBER1983. M-101, falleg þyrilvetrarbraut, elns og okkar, séð að ofan (eða neðan). Á hlið sýnast vetrarbrautir flatar og þunnar. í svona kerfi eru e.t.v. 100 þúsund milljón sólir. Geimþoka þessi er innan vetrarbrautar okkar og heitir lónið. Hún er úr lýsandi gasi og mörg hundruð ljósár í þvermál. Deplamir eru sólir sem eru mun nær en geimþokan. Flestir hafa einhvern tíma hugleitt stjömuhimininn á björtu vetrarkvöldi. Hvaö er í alheiminum? Hve stór er hann? Hvemig er hann í laginu? Svona áleitnar spurningar eru erfiðar til svars. Eftir skamma stund hafa menn týnt þræðinum í hugleiðingum og undr- ast helst hve flókið og stórt veraldar- undrið hlýtur að vera. Áleitnar spurningar En þegar allt kemur til alls er vitn- eskja vísindanna um alheiminn mikil, þótt ekki sé hún almenningseign, enda margt sérhæft og flókiö í þeim efnum. Vitneskjan eykst sífellt hraðar og þá er eðlilegt að almenningur fái hlutdeild í fleiri þekkingarbrotum. Nú eru stað- reyndir kunnar sem engan hefði dreymt lun fyrir 20 árum. Um aldir hafa margar heimsmyndir orðið til á ólíkum menningarsvæðum — og fallið hver af annarri. Kristalhimnar mið- alda Evrópu með jörðinni í miðju eru broslegar fommin jar. Nú vita menn meira um efniö í al- heiminum en takmörk hans og þróun. Má vel vera að gátur alheimsins verði ráönar eftir 50 ár, — jafnvel á skemmri tíma. Ekki er ástæða til ann- ars en að halda að svo fari, nema að menn vilji trúa blint á endalausa leyndardóma og yfirskilvitleg fyrir- bæri. Skoðum fyrst efnið í alheiminum. Sólkerfi og vetrarbrautir Langmest af efni alheimsins er ein- faldasta frumefnið, vetni. Vetni er loft- tegund úr einni rafeind og einni rót- eind. Meðalþéttleikinn í geimnum er svo lítill að það má mæla hann í einu vetnisatómi í hverjum rúmmetra. I reynd er þéttleikinn misjafn. Mest af rúminu hefur fyrrnefndan litinn þétt- leika, en á stangli eru svo ýmis fyrir- bæri þar sem þéttleikinn er meiri, — allt upp í t.d. einn fimmta af þéttleika vatns (sól) eða fimmfaldan þann þétt- leika (bergpláneta). Þessi þéttu fyrir- bæri eru afar lítill hluti alheimsins. Fáein prósent af efni alheimsins (bæði í lausu og í fyrirbærum) eru hin 102 frumefnin sem þekkt eru. Mest af því er aftur helíum (tvær rafeindir og tvær róteindir) en ýmsar aðrar loft- tegundir, þung frumefni og geimryk (t.d. kísiil og kolefni) eru þar einnig. Sólir og plánetur innihalda oft mikiö af þessum efnum. Lausa efnið í geimnum er að langmestu leyti ósýnilegt. Helst má sjá þaö í svonefndum geimþokum. Osýniiega efnið kemur fram með út- varpsgeislun sem menn nema og geta því gert sér nokkra grein fyrir því. Bundna efnið myndar hins vegar him- inhnettina og svo aftur stærri einingar úr þeim. Himinhnettir er safnheiti. Að sleppt- um atómum, geimryki, loftsteinum og smástimum eru smæstu sjálfstæðu einingar alheimsins eða fyrirbæri ávallt kúlulaga. Annars vegar eru þetta sólir (sólstjörnur) og hins vegar plánetur (reikistjörnur eða tungl). Sól- imar eru velflestar stór hnattlaga loft- tegundaský (mest vetni) þar sem eitt frumefni breytist í annað við ógnarhita (milljónir gráða) og -þrýsting. Okkar sól, meö sína 1,5 milljónir kílómetra sem þvermál, er varla meðalsól. Sól- imar myndast við samdrátt í geimskýi og þegar mestallt vetnið hefur breyst í helíum í þeim stækka þær og kólna og hefst þá ný keðjuverkun (helíum breytist í annað efni og þannig koll af kolli). Ræður svo heildarmassi sólar- innar því hvort hún hrynur f rekar hægt saman í þétta pínulitla smástjörnu (hvítan dverg) eöa springur og mynd- ar sérkennileg fyrirbæri (tifstjömu eða svarthol) sem minnst verður á í næstu grein. Við slíkar hamfarir skilar sólin ýmsum frumefnum út í geiminn. Gæti þar vissulega farið efni í nýjar geimþokur, nýjar sólir.. . Hvaðan skyldi jámiö í blóðinu þínu annars veraættað? Plánetumar sveima í sporöskjulaga brautum um sólimar. Raunar hefur ekki tekist fyllilega að staðfesta að plánetur hringsóli um næstu sólir við okkur vegna þess aö þær era svo smáar miðaö við fjarlægðir þangað. En líkumar eru yfirgnæfandi. Plánet- ur geta verið allmargar saman um eina sól. I okkar sólkerfi eru þær níu. Yfir fjömtíu tungl (vasaútgáfur af plánetum) snúast um þær til samans, en tunglin eru úr bergi eða ís. Plánet- urnar sem við þekkjum eru annað- hvort úr bergi, lofttegundum (þjöpp- uðum í fast efni innst) eða ís (Plútó). Sól og plánetur kallast sólkerfi. Sólir geta oft snúist hvor um aðra, sérstaklega eru tvístimi algeng. Mörg sólkerfi geta haft svipaðan hraða í geimnum og mynda þá svo- nefndar þyrpingar. Fjöldi sóla í þyrp- ingu leikur á bilinu nokkrir tugir til nokkurra þúsunda. Fjöldinn allur af þyrpingum, dá- góður slatti af geimþokum og mikið af lausu efni myndar svo næstu einingu, vetrarbraut. I vetrarbrautum eru milljónir eða milljarðar af sólum, auk alls annars ónefnds. Til era litlar, óreglulegar eöa sporöskjulaga vetrar- brautir, aðeins með fáeinum tugum milljóna sólna eða hundruðum millj- óna. Aðrar, nokkra sjaldgæfari, inni- halda þúsundir eða hundrað þúsunda milljónirsólna. Okkar vetrarbraut er flöt og hiingiðulaga (þyrilvetrarbraut) meö um eitt hundrað þúsund milljón sólum, mörgum geimþokum og ansi mörgum plánetum. . . A milli sólkerfanna í henni er víðast hvar nærri galtómur geimurinn meö örlitlu af vetni í hverj- um rúmmetra, sums staöar þó í grein- anlegumþokum. Vetrarbrautirnar virðast mynda hópa, meö nokkrum tugum eöa hundr- uðum vetrarbrauta hver. Grannhópur- inn meö okkar vetrarbraut inniheldur um25einingar. Ómælisvíddir... í Ijósárum Hér aö framan var rakið hvemig efnishluti alheimsins er uppbyggður. Enn er þó eftir að gæða myndina vídd. Heppilegur fjarlægðakvarði í geimn- um nefnist ljósár. Það er sú vegalengd sem ljós fer á einu ári, — nálægt 10 milljónir milljóna (eða 10 billjónir) kílómetra. Minni einingar geta heitið ljósklukkustund eða ljóssekúnda, en hún er um 300 þús. kílómetrar. Vegalengdin frá jörðu til tungls er rúm ljóssekúnda, en frá jöröu til sólar eru 8 ljósmínútur (150 milljónir km). Stærð alls sólkerfis okkar er um ein ljósklukkustund. Af því má sjá að sól- kerfin eru mjög lítil á ljósáramæli- kvarðanum og þar með á alheims- mælikvarðanum. Hugsum okkur nú að sólkerfi okkar væri á stærð við baun. Að næsta sól- kerfi, næstu baun, eru þá 25 metrar. I raun eru þaö um 4 ljósár. Tuttugu og fimm metrar milli bauna, — þannig eru sólkerfin líklega dreifö um ytri hluta vetrarbrautarinnar. Gerum nú 25 metrana að einum sentímetra. Sólkerfi okkar og grannsólkerfið eru þá orðin að smásæjum kornum. I þessum mælikvarða væru hátt í 60 metrar inn að miðju vetrarbrautarinn- ar og hún sjálf væri a.m.k. 200 m í þvermál. I reynd eru það eitt hundrað þúsund ljósár. Loks skulum við gera þessi hundrað þús. ljósár að einum sentímetra. Vetrarbrautin er á stærð við bláber. Hvað er þá langt í næsta bláber; næstu stóru vetrarbraut? Fjóröungur úr metra eða 25 sentímetr- ar. I alvöru eru þetta um tvær og hálf milljón ljósára. Ef við leyfum okkur að láta þessa fjarlægð vera meðalfjar- lægö milli vetrarbrauta í alheiminum myndu 16 bláber vera á hverjum fer- metra, en 64 bláber í hverjum rúm- metra. Nú vaknar spumingin: — Hve marg- ir eru fermetrarnir eða rúmmetrarn- ir? Hve stór er alheimurinn? Þaö er ekki vitað. Ástæðan er sú að vísindatæki, t.d. sjónaukar eða út- varphlustar, draga ei nema tak- markaða vegalengd. Menn hafa séð eða hlustað út í 10 milljaröa ljósára fjarlægð (10 þúsund milljón ljósár). Það er 4000 sinnum lengri vegalengd en til næstu vetrarbrautar. Með því að færa tæki út fyrir lofthjúp jarðar má margfalda þessa vegalengd innan skamms. En það mun samt ekki duga til. Annaðhvort er rúmið óendanlega stórt (og við því aldrei fær um að mæla stærðina) eða þá að rúmið eöa sjón- hæfni okkar er takmörkuð á einhvem þann hátt sem við skiljum ekki enn. Ef svo er þarf fyrst nýjar vísindakenning- ar til, áður en stærð alheimsins verður ljósari. Sem sagt: Við vitum ekki hve stór al- heimurinn er en getum nú skoðað hluta hans sem er um 20 milljarðar ljósára í þvermál. I næstu grein verður minnst á ýmsar hliðar fjarlægðaákvarðana í geimnum. Lögun rúmsins Spekingurinn Lúkresíus (95—55 f.Kr.) hélt því fram að alheimurinn breiddi úr sér í allar áttir, óendanlegur og alls staðar eins. Þetta er heims- mynd stjömufræðinnar í grófum drátt- um, enn sem komið er. Nú glíma stjömufræðingar og aðrir vísinda- menn við aö skilgreina tímann, athuga lögun rúmsins o.f 1. Samstaða er um að hafna því aö ein- hver sérstök miðja sé í alheiminum. Ýmiss konar geislun er jafndreifð um geiminn og alheimurinn því talinn einsleitur. Skoöanir eru skiptari um lögun rúmsins. Við erum vön því að skoða eða upplifa hreyfingu sem sýna má með blýanti á blaði. Kúlulögun jarðar hefur t.d. lítil áhrif á skynjun okkar. Hreyfingu mína þar má sýna með beinni línu. En þessi gamalgróni hugsunarháttur hæfir ekki geimnum í stórum sniöum. Allir geta séö að rúmið umhverfis okkur er að minnsta kosti þrívítt (teningur er t.d. þrívíður). Ekki er útilokað aö rúmiö hafi fleiri víddir sem við getum ekki (eða getum ekki enn) skynjað. I þrívíðu rúmi einu getur geimurinn verið meö tvennu móti sem víkur frá hefðbundnum hugmyndum okkar. Á blaði myndu tvær beinar línur sem ég byrja að teikna samsíða aldrei skerast. I staö þess get ég hugsað mér kúlulaga rúm þar sem línur mynda hringi og beinar h'nur sem ég byrja aö draga samsíða skerast fyrr eða síðar. Þetta er annað frávikið. Hin rúm- myndin er þannig að aliar línur era bognar, en skerast aldrei. Hún líkist helst söðh. Það er hitt frávikið. Auövit- að þarf að skera úr um hver lögun rúmsins er og rétt vitneskja mun varða okkur miklu. Hér er ekki um leik1 að hugmyndum að ræða. Ef við eigum áö átta okkur á alheiminum er ekki nóg að gera sér grein fyrir efninu í hon- um eða fjarlægðum eins og reynt er í fyrri hluta greinarinnar. Jafnmikil- vægt er að vita hvemig ferlar ljóss og efnis eru í víðáttunni. Þegar þaö er vit- að; þegar menn vita hvemig skilja beri tímann; þegar menn vita meira um t.d. þyngdarafliö og rúmvíddir; þá ráðast margar gátur. Enginn ætti að foröast að hugleiða vitneskju um alheiminn, jafnvel þótt hugtök, tölur eða yfirgrip verkefna séu stór eða „handan mannlegs ímyndun- arafls”. Bæði ímyndunarafl okkar og þekking eru ekki gefnar stærðir, óum- breytanlegar, heldur í stööugri fram- för.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.