Dagblaðið Vísir - DV - 10.09.1983, Blaðsíða 14

Dagblaðið Vísir - DV - 10.09.1983, Blaðsíða 14
14 DV. LAUGARDAGUR10. SEPTEMBER1983. Charlie Parker, eöa Bird eins og hann var kallaöur, er einn af frægustu jassleikurum sem uppi hafa verið. Hann var einn af aöalhljóðfæraleikur- um og frumkvöðlum bíbopsins. Hann er dæmi um mikinn listamann sem deyr á hátindi ferils, sem lifði hátt og hefur veriö tilbeðinn eftir dauða sinn. Hér er tæpt á nokkrum þáttum úr stuttri ævi Charlie Parker. Parker sagði þetta um eiturlyf: „Sérhver tónlistarmaöur sem segir að hann spili betur eftir að hafa reykt, sprautað sig eða hellt í sig brennivíni er hreinn lygari. Allir þessir snjöllu ungu menn sem halda að maður sé til- neyddur að deyfa sig með einhverju til að vera góður jassmaður eru ruglaðir. Það passar ekki. Það veit ég af biturri reynslu.” Charlie Parker: Lifði hútt iifM stutt hann væri vakandi og hljómsveitin fór að leika en Bird svaf áfram. Þegar kom að hans sólói rak Scoops Carfey, sem sat við hliðina á honum í saxa- hópnum, olnbogann í síöuna á honum. Bird hljóp á sokkaleistunum að hljóð- nemanumogbyrjaöiaöblása..” Áfafí Tony Scott segir frá Charlie Parker og Dizzy Gillespie: Þegar Bird og Diz komu á Strætið voru allir yfir sig hrifn- ir og enginn komst nálægt því að spila eins og þeir gerðu. Aö lokum gerðu þeir plötur og þá gátu menn stælt og fetað sig frá þeim punkti. Allir voru að gera tilraunir um 1942 en enginn hafði kom- ið sér upp stíl fram að því. Bird sá fyrir því að ýta breytingunum af stað. Ein- kennilegur hlutur með Bird og áhrif hans á Strætið er aö stíllinn sem hann Parker og Miles Davis. Charlie Parker með bassaleikaranum Tommy Potter. Charlie Parker fæddist 29. ágúst 1920 en þegar hann dó 1955 sögðu læknarnir sem krufðu hann að hann hefði eins getað verið 55 eins og 35 ára. I uppvexti skorti hann ást og öryggi heimilisins. Það voru engir tónlistar- menn í hans fjölskyldu. Hann lék á baátonsaxófón þrettán ára og bætti altsaxófóni við nokkrum árum síðar. Þaö er enn ekkert vitað um hvers vegna Charlie Parker gerðist tónlistar- maður. Al> saxófónistinn, I Gigi Grece, sem var einn af,bestu vinum hans, sagði: „Parker var náttúrlegur sniil- ingur. Ef hann hefði gerst pípulagn- ingamaöur þá býst ég við að hann hefði orðið mjög fær. Fimmtán ára gamall fór Charlie að sjá fyrir sér sjálfur. „Við urðum að spiia,” sagði hann, ,,frá því níu um kvöldið til fimm um morguninn án þess að taka okkur hlé. Við fengum venju- lega einn eða einn dollar og tuttugu og fimm sent fyrir k völdið. Þegar hann var sautján ára gekk Charlie Parker í hljómsveit Jay Mc- Shann ’s er var dæmigert Kansas City riff and blues band. Það er vafasamt hvort Parker átti sér einhverja fyrir- mynd. Liklega var stíli hans sjálfskap- aður frá upphafi. Astæðan fyrir því að margir félagar hans álitu spilastíl hans hræðilegan var sú að hann var öðruvísi. Fyrsta jammið Parker segir sjálfur frá því þegar hann byr jaði að spila á jam sessionum. „Það var þegar ég var nýbyrjaður að læra að spila. Eg kunni pínulítið af Lazy River og Honeysuckle Rose, og ég spilaði það litla sem ég kunni. Ég stóð mig ágætlega þangað til ég reyndi að dobla tempóið í Body and Soul. Þeir ætluðu allir vitiausir aö veröa úr hlátri. Ég fór heim og grét og það liðu þrír mánuðir áður en ég lék aftur.” Raunveruleg skólun og hefð sem Parker hafði var blúsinn. Hann heyrði hann stöðugt í Kansas City og lék hann kvöld eftir kvöld með Jay McShann. Fyrsta plata sem Charlie Parker spil- aði á var Confessin’ the Blues. Þaö var árið 1941 með hljómsveit Jay McShann þegar þeir komu til New York. Dóp Parker fór í fyrstu ekki langt frá Kansas City. Hann átti gleðisnautt lif og var orðinn dópisti næstum því um leið og tóniistarmaður. Hann var orð- inn fómarlamb heróíns fimmtán ára' gamall. Hann lék með Jay McShann fram til 1941. Nokkur hlé urðu þó á því starfi. Eitt sinn lenti hann í steininum í tutt- ugu og einn dag fýrir að neita að borga leigubíl. Þá tók hann einn túr til Chi- cago og kom þangað skitugur og illa til reika eins og hann hefði komið út úr flutningsvagni. En hann lék afburða- vel. Þegar Parker lék eitt sinn á jam session í Kansas City með félögum úr Basie bandinu og enginn þoldi það sem hann var að blása, henti trommarinn, Jo Jones, symbal yfir allt herbergið til að sýna álit sitt. Bird, eins og Charlie Parker var kaliaður, pakkaði saxófón- inum sínum niður oe fór. Parker var leitandi í tónlist sinni og tók þátt í hverri einustu jam session sem hann komst í þegar hann var ekki aö spila með Jay McShann. Hann kom 1941 til New York með þeirri hljóm- sveit. Þeir léku í Savory Ballroom í Hariem. McShann hljómsveitin yfirgaf New York. Parker fór með til Detroit. Þá þoldi hann ekki lengur skipulagðar útsetningarnar og yfirgaf hljómsveit-í ina án þess aö láta vita. Hann var aldrei neitt mikið fyrir stórsveitir. Eft- ir að hafa gengið úr McShann hljóm-l sveitinni fór Charlie Parker næstuml daglega til Monton’s í Harlem. Þar lék hljómsveit skipuð Thelonius Monk á pí- anó, Charlie Christian á gítar, Joe Guy) á trompet, Nick Fenton á bassa og Kenny Clarke á trommur. Þessi staður var staöurinn þar sem boptónlistin kristallaöist. Með útblásnar kinnar Þama leiddu Parker og Dizzy Gille- spie saman hesta sína og urðu brátt óaðskiljanlegir. Þeir léku saman 1943 í hljómsveit Earl Hines og 1944 voru þeir báðir með Billy Eckstine. Sama ár stjómuðu þeir saman kombói á 52. stræti sem varð bopgatan. Þeir gerðu sína fyrstu upptöku saman 1944. Billy Eckstine söngvari segir þessa sögu af Parker frá því aö þeir voru saman í hljómsveit Roy Eldridge. „I annaö hvert skipti sem við áttum að fara á svið vantaði Bú-d eða hann kom of seint. Þá sat hann yfirleitt einhvers staðar og svaf. Hann var næstum aldrei meö í fyrsta setti (lögunumfyrir fyrsta hlé). Earl fór smám saman út í það að dæma hann í sekt í hvert skipti semhannsáhann. Viö hinir réðumst líka á hann því við vorum samheldinn hópur og viö sögð- um: „Það er ferlegt að þú mætir ekki maður því hljómsveitin hljómar ekki eins og hún á að gera þegar það eru bara fjórir saxar og allt er skrifað fyr- irfimm.” Þegar við fórum aö spila á Paradise Theater í Detroit sagði Bird. „Nú kem ég ekki of seint aftur. Ég sef hér í saln- um á nóttunni til þess að veröa örugg- lega hér.” Við sögöum: „Okei, þú verður að ákveða það sjálfur.” Næsta dag mætt- um viö og Bird var ekki kominn frekar en vant var. Þegar viö vorum búnir að spila allt síðdegið næsta og vorum á leið af sviöinu heyröum við merkiiegt hljóð. Við litum undir sviðiö og þaöan kom Bird skríöandi. Hann hafði þá sof- ið undir sviðinu allan timann. 1 annaö skipti var Bird, sem alltaf var með sólgleraugu, sofandi með út- blásnar kinnar og saxinn uppi í sér á sviöinu, á meðan skemmtiatriði fór fram. Hann hafði það líka fyrir siö að fara úr skónum og vera meö fætuma ofan á þeim á meðan hann spilaði. Earl haföi ekki hugmynd um annaö en aö kom meö var leikinn á öll önnur hljóð- færi en á altsax. Astæðan var sú að hann var svo framúrskarandi á altó- inn.” Charlie Parker fann í kvintettskipan bíbopsins hljóðfæraskipunina sem hon- um geöjaðist best. Sax, trompet og rytmasveit skipuö þremur. Kvintett Charlie Parker varð eins mikilvægur í samtímadjassi og Hot Five Louis Arm- strong hafði verið hefðbundnum. Meö kvintetti sínum gerði Parker mikilvægustu kombóupptökur bíbops- ins. Parker tók átján ára gamlan trompetista, Miles Davis, inn í kvint- ett sinn. Davis átti eftir að verða aðal- impróviserari næsta þreps í jassþróun- inni. Parker hvatti Davis til þess að leita að sínum eigin stil. Parker fékk eitt megináfall lífs síns 1946. Hann fékk þaö við upptökur á Lover Man í Dial hljóðverinu. Þegar Charlie kom heim kveikti hann eld í hótelherberginu sínu og hljóp nakinn og æpandi fram í móttökuna. Parker tók upp með stórri strengja- sveit 1950. Þetta reyndist eina aröbæra fyrirtækið sem Parker lagði í á ferli sínum. Fanatíkerar í hópi aðdáenda hans töldu hann hafa gerst sekan um kommersíalisma og það fékk töluvert á hann. Brahms uppáhald Charlie Parker var aldrei ánægöur með sig. Hann vissi aldrei hvemig átti að svara spumingunni um hvaða upp- töku hann teldi sína bestu. Sem svar

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.