Dagblaðið Vísir - DV - 10.09.1983, Blaðsíða 15

Dagblaðið Vísir - DV - 10.09.1983, Blaðsíða 15
DV. LAUGARDAGUK10. SEPTEMBER1983. Þarna er Parker ásamt Dizzy GiUespie. Parker með trompetleikaranum Robert „Red” Rodney.! speglinum er Dizzy GUlespie. I Massey HaU 1953. Bud PoweU á pianó, CharUe Mingus á bassa, Max Roach á trommur, Dizzi GUlespie á trompet og CharUe Parker á altsaxótón. við hver væri uppáhaldstónlistarmað- ur sinn hafði hann jassmann í þriðja sæti, Duke ElUngton. Á undan honum komu Brahms og Schönberg. Á eftir honum komu Hindemith og Stra- vinsky. En fram fyrir alla tónUstar- menn tók hann þó persneska skáldið OmarKhayyám. Á þessum tíma drakk Parker æ meira í örvæntingarfullri tilraun til að halda sig frá eiturlyfjum og forðast jafnframt hörmungar veruleikans. Á sama tíma og varla spilaði tónlistar- maður í heiminum sem ekki var undir áhrifum frá Parker þá lék hann undir lokin lítið. Sagt var að hann hefði gefist upp. Hann dó 12. mars 1955. Hann haföi verið fluttur á spítala og var að horfa á sjónvarpsþátt og hló. Hláturinn breytt- ist í hósta. Hann reyndi að standa upp, hóstaöi aftur og féll aftur. Hann hafði verið fluttur á sjúkrahús af heimili vinkonu sinnar, Nica De- Koeningswarter. Þar hafði hann byrj- að að kasta upp blóöi og kallað var á lækni. Þegar læknirinn spurði þennan mann, sem haföi verið í eiturlyfjum frá fimmtán ára aldri og drukkið eins og svampur, hvort hann drykki svar- aöi hann með mikilli íroníu: „Eg fæ mér stöku sinnum sérrí fyrir kvöld- verð.” Heimildir: The Joachim Berendt Jazz book, Joachim Berendt. From Satchmo to Miles, Leonard Feather. Jam session, Shapiro og Hentot'f. Opið ALLAN HREVFÍLL STÆRSTA BIFREIÐASTÖÐ BORGPS^ K | íf -SGV.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.