Dagblaðið Vísir - DV - 10.09.1983, Blaðsíða 16

Dagblaðið Vísir - DV - 10.09.1983, Blaðsíða 16
DV. LAUGARDAGUR10. SEPTEMBER1983. \ 16 Þeir eru 9MWMAjlf AK Nokkrir f allegir nytjahlutir Ein af þversögnum nútimans er að horfinn tími er ekki á nokkurn hátt afgreiddur eða lokiö, segir danski arkitektinn, Niels Kryger. Hann held- ur áfram: Það sem kom fram í gær er enn í brennipunktinum. Áhuginn fyrir því sem gerðist, sem er af- markað í fortíðinni, er meiri en nokkru sinni fyrr. Það er róandi aö virða fyrir sér tímaskeið sem hægt er að fá sæmilegt yfirlit yfir. Tíma- skeið sem enn bergmála til okkar tíma. Þetta er í dag gjaman kallað nostalgia, heimþrá eftir horfnum dögum. Þaö má kalla það veruleika- flótta og allir raunsæir menn fagna þeirri lýsingu. Snúruklemmur úr tró Þetta viðhorf til fortíðar sýnir auðvitað ekkert annað en aö viðkom- andi er illa upplýstur, því hvaða tímaskeið hefur ekki sótt næringu og not af til þess arfs sem fortíðin skil- aði því? Hvaða tímaskeið getur sagt sig vera sprottið fram óháð umhverf- inu? Hversu byltingarsinnaðan sem maöur kann að telja sig þá er uppreisnin aldrei nema uppreisn gegn tímabilinu sem á undan kemur. Það flýr enginn frá samhengi nútím- ans og hugsunina um þetta samhengi er gaman að gæla við. Efnislegt umhverfi okkar er ná- kvæm speglun hæfileika okkar og vilja til að gera sýnir okkar að veru- leika. Þaö á við um snúruklemmur úr tré, um íbúöina, um bílinn, um brauöið, um fallegustu fötin sem við eigum og þau einföldustu — um allt sem við sjáum í kringum okkur. Þegar áhuginn fyrir fortiðinni blossar upp segja sumir að það sé kreppumerki. Þeir hnykla brýmar og spyrja rannsakandi hvort við vilj- um ekki kannast við okkar eigin tíma? Þeir krefjast síðan afsakana eða aö minnsta kosti þess að maður fari út í aðra sálma vegna sektar- kenndar. Það þarf alls ekki að sýna fyrirlitn- ingu eða flótta frá nútímanum að róta örh'tið í þeirri mold sem við erum öll komin af. Þvert á móti hefur sýn í fortíðina orðið nútíman- um mikill hvati. Hefðbundið dæmi er uppgötvun endurreisnar á klassísk- um heimi Miðjarðarhafsins sem varð ótæmandi innblástur fyrir allar mannlegar athafnir. Mikill hvati sem setur mark sitt á öll viðhorf hins vestræna manns í dag. 1 hversdagslífinu er einnig athyglisvert að athuga straumana. 1 þeirri iðu nýgerðra hluta sem við erum vön að lifa í og erum kannski mjög hrifin af, meira vegna fjörsins en gæðanna, þá standa enn nokkrar klassískar uppfinningar eins og granít sem ekki veðrast svo auðveld- lega. Hjólbörur, öxi Það eru hlutir sem halda gildi sinu áratugum saman. Hlutir þar sem lögun og notagildi hafa á svo ótvíræð- an hátt náð saman að þeir eiga sér fáa keppinauta. Hversdagsleg verkfæri má gjarn- an virða fyrir sér með gleði og virð- ingu: Hjólbörur, öxin, skóflan og sögin eru glæsilegar framlengingar útlima okkar alveg eins og málið og stafrófið er tæki andans. Þær h'nur sem á eftir fara, og myndir, segja frá tilgerðarlausum hlutum úr púsluspili lifsins. Hlutum sem við þekkjum öll og sem við jafn- vel með nokkurri furðu sjáum að standast tímans tönn. Þessir hlutir eru ekki til í dag vegna þess að einhverjir fortíðar- sjúkir haldi þeim lifandi. Þeir eru einfaldlega til vegna þess að þeir eru hlaðnir persónuleika. 1 þeim hafa hönd og andi fundið hvort annað. Þetta eru klassíkerar. Sumt er nafn- laust, í öðrum tilvikum þekkir maður upphafið og þeir eru margir hlutimir í viðbót við þá sem hér eru valdir. Það er gaman aö gleðjast meö þeim því í þeim býr margt sem teygir sig út yfir augnablikiö. Þeir eru athyglisverðir og svo eldast þeir alhr með virðingu. Þýtt /SGV PINNA- STÓLLINN Pinnastóllinn á sér langa sögu. Hann rekur ættir sínar suður í lönd. Það sniðuga við gerðina er aö fléttan í sætinu heldur viðnum í stólnum saman í einskonar búri. I gamla daga, þegar límtækni var léleg og oft ónákvæm smíði, var þetta afgerandi kostur. /Vcr<32>\ HLUTIRURTRE I þunnum furuspæninum sem hægt er að flétta í nytsamar og fisléttar körfur í alls konar lögun, kemur einn mikilvægasti eiginleiki þessa efnis í ljós: Mikill styrkur í hlutfalli við þyngd, stinnt í samanburði við þvermál, mikið viðnám gegn raka og sliti. Tréhlutir lifa góðu lífi við hlið vara sem gerðar eru úr stáli keramiki, næloni, plasti og öðru góðu úr nægtarhomi iðnfram- leiðslunnar. Sleifarnar þola snertingu við brennheita pönn- una, skurðarbrettin mynda mót- stöðu sem ekki slævir hnífinn og endast mannsaldra. Kökukeflið hefur annað og táknrænt gildi, ekki síst þegar dregur nær jól- um. Sameiginlegt með þessum gripum er að þeir fara vel í hendi og halda virðingu sinni þó að þeir verði fyrir töluverðu hnjaski. LEGUSTOLLINN Legustóllinn hefur lifað svo kynslóðum skiptir. Bygginguna með beinum beykistöfum, tengdum saman í stillanlega grind sem ber klæðisræmu. þekkja allir. Bygging hans, sem minnir á skæri, er töluvert fyrir augað og lítið fyrir fing- uma ef maður er dálítið óhepp- inn og klemmir sig. Þar sem klubstóllinn er stöðugastur í set- stellingu þá er þessi það þegar maður er útafliggjandi. Legustóllinn er til í mörgum tilbrigðum aö sama þemanu. Þaö eru til fótaskemlar og sól- skermar við og hann er meira að segja til tveggja manna. Það er nýtískuuppfinning. Við hliðina á stólnum er hin sí- gilda brúna tekanna með glerj- ungi sem sýnir tímaleysi sem einungis göfugt áhald getur stát- aðaf. KLUBSTOLLINN Klubstóllinn er klassíker sem fáir aðrir meðbiölar um plássið í garðinum hafa getað slegið við. Hann er til í ýmiskonar útgáfum eins og ættingi hans, legustóllinn. Það er hægt að brjóta hann sam- an fyrir veturinn, hann krefst ekki herragarðs en maður getur fengið lúxustilfinningu í faðmi hans. Ef maður fyllist drambi fellur maður þegar aftur fyrir sig því ef satt skal segja þá er jafnvægispunktur hans ekki sér- lega velskilgreinanlegur, sér- staklega ekki þegar tímar líða og festingamar fara að vera lausari. En hann er tryggur og það er hægt að gera við hann með lítilli fyrirhöfn. HLUTIR ÚR LEIR Brenndur leir á ennþá vel við í mörgum hlutum hversdagsins. Mattrauðu blómapottarnir eru gott dæmi. Þá leggjum við ekki lítið upp úr fallegri skál, könnu eða kertastjaka úr brenndum leir.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.