Dagblaðið Vísir - DV - 10.09.1983, Blaðsíða 19

Dagblaðið Vísir - DV - 10.09.1983, Blaðsíða 19
DV. LAUGARDAGUR10. SEPTEMBER1983. 19 Kvikmyndir Kvikmyndir Kvikmyndir aö henni aö breyta einkunnum sínum íminni hennar. Dag nokkurn gefur hann tölvunni skipun um að leita aö forritum fyrir tölvuleiki. Einn þeirra leikja sem tölvan stingur upp á er „Falkens Maze”, sem kenndur er við þekktan forritara og tölvuspeking sem haföi lengi glímt við aö útbúa forrit sem kenndi tölvunni aö draga ályktanir og læra af mistökum. Tölvan tekur völdin Fyrir tilviljun dettur David niður á lykilorðið sem gefur honum aögang að WOPR tölvunni sem var hönnuð af sjálfum Falken. Tölvan er þvítil- búin til að fara í stríösleik þar sem andstæðingurinn sé Rússland. Næsta dag verður David skelfingu lostinn þegar hann Ies morgunblöðin og fréttir að herinn sé kominn í vamar- stöðu og búist sé viö kjarnorkuárás frá Rússum. Hann gerir sér grein fyrir að það var hann sjálfur sem setti aðvörunarkerfið í gang. Þegar David reynir að stoppa leikinn segir tölvan nei og vill halda áfram. Allt fer þó vel þótt litlu muni að illa fari undir lok myndarinnar. Tölvan fær einnig sitt tækifæri til að draga sínar ályktanir enda eru síðustu upp- lýsingar og yfirlýsingar sem hún lét frá sér um þetta mál á þessa leið: „Kjamorkustríð er skrítinn leikur. Eina leiöin til að vinna er að spila allsekkert.” Það sem tengir þessar tvær mynd- ir saman þ.e. Blue Thunder og Wargames er hve hættulegt geti verið aö ofnota og misnota alla þessa tækni sem er í kringum okkur. Tölvu- misnotkun er að verða æ algengari og nýlega mátti lesa um skólakrakka í Bandaríkjunum sem komust inn í trúnaðarupplýsingar í tölvubanka sjúkrahúss með því að nota tölvu skólans, símalínur og giska svo á lykilorð minnisbankans. Hver er John Badham? Það er frekar óvenjulegt fyrir kvikmyndaleikstjóra að hafa há- skólapróf í heimspeki en það hefur John Badham. Eftir aö hafa út- skrifast úr háskólanum í Yale ákvaö hann að nema leikhúsleikstjóm í Yale Drama skólanum. Síðar fluttist Badham til Hollywood en reyndist erfitt að fá vinnu við leikstjóm. Endaði hann með að fá vinnu við að flokka póst hjá Universal kvik- myndaverinu. Á þessum tíma vildu allir verða kvikmyndaframleiðendur en aðeins fáir útvaldir hlutu hnossið. Eins var mikiö sótt í stöður aöstoðarkvik- myndaframleiðenda en aldrei tókst Badham að komast í þá stöðu. Þess í stað fékk hann vinnu við að velja leikara í hlutverk fyrir kvikmynda- framleiðendur. Þannig kynnist hann mörgum framleiðendum og gekk með þá von í maganum að einhver þeirra gæfi honum tækifæri til að spreyta sig. Badham hafði verið að vinna mjög mikið með Bili Sackheim og dag einn þegar kvikmynda átti 3 minútna kynningarmynd spurði Sackheim: „Getur þú ekki kvik- myndað þetta.” Þar meö var ísinn brotinn og skömmu síðar bauðst Badham að leikstýra sjónvarps- þætti. Badham kunnu illa við að vinna fyrir sjónvarpið. Honum fannst niðurdrepandi að vinna við þætti sem honum fundust innihaldslausir. Hann var kröfuharður á handrit og það var ekki fyrr en hann var búinn að afneita 45 kvikmyndahandritum að hann sló til og leikstýrði sinni fyrstu kvikmynd sem var Bingo Long. Síðan kom frægöin með Saturday Night Fever eins og búið var að greina frá. Mörgum hafa fundist myndir Badham innihaldslitlar og litið lagt í að reyna að byggja upp persónuleika þeirra sem fram koma. Aðrir telja Badham fagmann sem kann að gera spennandi myndir og sem sé ekkert að íþyng ja áhorfendum með boðskap né predikun. Eflaust hafa báðir þess- ir hópar eitthvað til síns máls en erfitt er að fullyrða þar sem aöeins 6 myndir liggja að baki þessum dóm- um. Því er rétt að gefa Badham meiri tíma til að sýna hvað í honum býr. B.H. Nú eru um sex ár liðin síðan John Travolta heillaði landsmenn með diskódansi sínum í myndinni Saturday Night Fever. Þessi mynd varö gífurlega vinsæl hérlendis sem og erlendis og mátti heyra tónlistina úr myndinni sem samin var af Bee Gees í öllum óskalagaþáttum Ríkis- útvarpsins. Diskómenningin hafði haldið innreið sína hér á Islandi. Þótt allir könnuðust við Travolta og Bee Gees þá vissu fáir hver stóð að baki gerð myndinnar Saturday Night Fever. Það var ungur leik- stjóri að nafni John Badham sem hér var að gera sína aðra mynd í fullri lengd. Frumraun hans í kvikmynda- gerð var The Bingo Long Travelling AU-Star and Motor Kings, mynd sem lítiö fór fyrir. En það er aUtaf erfitt að fylgja eftir vinsælum myndum. Því liðu tvö ár áður en Badham tók að sér að leikstýra annarri mynd og var það Dracula sem gerö var 1979. Þar var Frank LangeUa í hlutverki Dracula og einnig kom fram í mynd- inni Sir Laurence Olivier. Myndin hlaut nokkuð góðar viðtökur en varð ekki jafnvinsæl og Staturday Night Fever. Enn á ný reyndi Badham fyrir sér og kvikmyndaði Whose Life is it Anyway (1981) eftir samnefndu verki sem hefur veriö sýnt í Iðnó af Leikfélagi Reykjavíkur. En líkt og með Dracula myndina þá létu vin- sældirnar á sér standa. Þótt Richard Leikstjórinn John Badham rœflir vifl Roy Scheider sem fór mefl aflalhlutverkið IBLUE THUNDER Dreyfuss færi með aöalhlutverkið af stakri prýöi féU myndin fljótt í gleymsku. Tvö tromp á hendi En margt bendir til þess að þaö herrans ár 1983 verði gott fyrir John Badham. Tvær kvikmyndir eftir hann voru settar í dreifingu í sumar og virðast báðar þeirra hafa náð töluverðum vinsældum vestan hafs. Fyrri myndin, Blue Thunder, var gerö í fyrra þótt hún birtist ekki fyrr en í ár á hvíta tjaldinu. Frank Murphy (Roy Scheider) er lögreglu- þjónn í Los Angeles. Starf hans er aö fljúga þyrilvængju yfir borginni að nóttu tii ásamt aðstoöarmanni sínum Lymangood (Daniel Stern). Murphy hafði barist í Víetnam og virðist enn eiga við geörænar truflanir að stríöa. Af og til leitar hugurinn aftur til stríðsins og endurvekur þá martröð sem Murphy gekk þar í gegnum. Þar sem ólympíuleikarnir 1984 verða haldnir í Los Angeles er yfir- maður Murphys áhyggjufullur út af þeim vandamálum sem viðvíkja öryggisgæslu keppninnar. Hann sýnír Murphy nýjustu uppfinningu flug- hersins sem er sérstaklega útbúin þyrla sem nota má til öryggisgæslu og til að bæla niður óeirðir. Ber þyrlan nafnið Blue Thunder. Leikurinn æsist Þegar æfingaflugmaður hersins sýnir Murphy hvemig eigi að með- höndla þennan nýja grip áttar Murphy sig á því að hér var kominn sá maður sem oftast birtist í mar- tröðum hans. Hann fer að rannsaka málið og kemst fljótlega að raun um að þessi fyrrverandi Víetnamflug- maður var ásamt félaga sinum að brugga launráð. Ætlunin var að efna til mikilla óeirða svo tækifæri fengist til að reyna Blue Thunder við raun- verulegar aðstæður. Murphey ákveð- ur að taka málið í sínar hendur en áður en upp er staðiö er búið að drepa félaga hans og stela Blue Thunder. Því er ekki aö neita að efnisþráður Blue Thunder hljómar dálítið ævin- týralega. „Það lá aUtaf ljóst fyrir að þetta átti að vera spennandi hasar- mynd en þó frábrugðin öörum mynd- um í sama flokki”, var haft eftir John Badham í blaðaviðtali. „Hér var ekki um að ræöa kappakstur á bilum heldur vorum við með þyril- vængjur inni í miðri borginni. Þetta hafði aldrei verið gert í kvikmyndum og hljómaði eins og góður efniviður í kvikmynd. Dálítill boðskapur, mikið af hasar og spennu og því góð popp- kornsmynd.” Að mörgu leyti má líkja saman þessari mynd Badham og nýjustu mynd Clint Eastwood Firefox. Báðar fjalla þær um flugvélar sem tækni- lega séö hafa yfirburði gagnvart öðr- um vélum. Einnig sækir Badham JOH\ BADHAM Á FULLRIFERÐ John Badham sendi f r á sér tvær kvfkmyndir í sumar sem nádu miklum vinsældum vestan haf s. Voru þad myndirnar Blue Thunder og Wargames persónuemkenni Murphy til eldri mynda Clint Eastwood, þ.e. lögreglumannsins Harry sem fyrst kom fram á sjónarsviðiö á hvíta tjaldinu í myndinni Dirty Harry áriö 1971. Kjarnorkuárás Hins vegar sækja bæði Firefox og Blue Thunder hugmyndir og tækni í loftbardögum til Star Wars mynda George Lucas. Síðari mynd John Badham heitir Wargames og hefur verið með vin- sælustu myndum sumarsins í Banda- ríkjunum. Hún flytur mun meiri boð- skap en Blue Thunder og er talin vera ádeila á vígbúnaðarkapphlaup stórþjóðanna. Eftir aö hafa haldið æfingu og kannað viðbrögð hermanna gegn yfirvofandi kjarnorkuárás ákveður Hór sést þyrilvœngjan Blue Thunder I samnefndri mynd. Krakkarnir sem komu af stafl kjarnorkustyrjöld mefl misnotkun tölvu IWARGAMES. bandaríski herinn að þeim sé ekki treystandi til að bregöast rétt við hugsanlegri árás. Þess í stað er ákveðið að láta tölvu meta og ákveða hvenær og hvemig skuli varist kjarn- orkuárás á landiö. Verkefnið fær stór tölva sem gengur undir nafninu WOPR. Samtímis er ungur skólapilt- ur í Seattle, David að nafni, að sýna skólasystur sinni hvemig hann gat í gegnum heimilistölvuna sína fengið aðgang að tölvu skólans og fyrirskip-

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.