Dagblaðið Vísir - DV - 10.09.1983, Blaðsíða 24

Dagblaðið Vísir - DV - 10.09.1983, Blaðsíða 24
Daninn Hjálmar Sandffy er eitt af fdrnarlömbum hins uggvænlega sjiikdóms AIDS: Hann likist einna helst uppgjafaher- manni sem liggur þungt haldinn eftir margra ára vosbúö á vígstöðvum seinni heimsstyrjaldarinnar. Hann er náhvítur í framan og ákaflega veiklu- legur að sjá. Háríð er rytjulegt og sums staðar sést í beran skallann þar sem það hefur dottið af. Kinnamar eru innfallnar og djúpir skuggar liggja umhverfis sljó og mött augun. „Ég er hræddur. . . . Læknarnir hafa sagt aö ég lifi þetta kannski af. Kannski. Það er allt sem þeir geta sagt. En hingaö til hefur enginn, enginn í heiminum lifað við þennan sjúkdóm lengur en í þrjú ár. Þeir deyja allir sem sýkjast. Ég veit því ekki hvaöa vonir ég á að gera mér um mína framtíö. Ætliþærséunokkrar....?” — Þetta segir Hjálmar Sanday sem er þrjátíu og fimm ára, teiknari að mennt. Hann liggur á stofu þrjátíu og fimm á sjúkrahúsinu í Hvidovre í Kaupmannahöfn. Hann er haldinn hinum illræmda sjúkdómi AIDS; áunn- unni ofnæmisbæklun sem einkum sækir á hómósexúalt fólk, svo og ýmsa eiturlyfjasjúklinga. Þessi hræðilegi sjúkdómur hefur verið nefndur okkar tíma ,,svarti dauði” og þykir þar vera komiö réttnefni á hann, sakir þess að hann er banvænn og enginn þeirra sem hingað til hafa fengið sjúkdóminn hafa lifað hann af. Við hlið Hjálmars á stofu þrjátíu og f imm á sjúkrahúsinu í Hv i dovre liggur annar ungur maður sem er haldinn sama krankleika og hann. Þeir eru tveir af sjö Dönum sem hafa fengið AIDS svo vitað sé um, og þeir tveir Danir sem enn lifa með hann. Hinir fimm eru þegar dánir. Það er ekki mikill umgangur á sjúkrastofunni þar sem þessir tveir Danir liggja. Þeir tala ekki mikiö saman, enda hafa þeir ekki mikinn þrótt til þess. Þeir liggja bara í rúmum sínum — og bíða.... dauðans. Ef læknavísindin finna ekki von bráðar lyf gegn sjúkdómnum sem þeir eru haldnir er úti um þá. Hjálmar Sandey varð var við sjúk- dóm sinn fyrir liðlega einu og hálfu ári. Þá var hann stór og stæðilegur maður, rúm sjötíu kíló að þyngd. En þegar hann var lagður inn, hafði hann lagt af um tuttugu kiló. I sjúkralegunni hefur hann bætt við sig nokkrum kílóum meö hjálp sykurvatns sem er eina næringin sem helst niðri í honum. ,,Ég hef ekki hugmynd um hvar og hvenær ég smitaðist,” segir Hjálmar. ,,Sagt er að bakterían sem veldur þessum sjúkdómi geti verið lengi í likamanum áður en hún fer að gera vart við sig, þannig að erfitt er að gera sér grein fyrir smittimanum. Lækn- arnir segja að smitið berist meö blóði. .. ” Sjúkdómseinkenni AIDS eru vægast sagt hræðileg og óhugnanleg. Þau eru til að mynda kaldur sviti sem sprettur út á sjúklingnum af og til, niður- gangur, andþrengsli, þroti í sogeitlum og slæmur hósti. Þá missir sjúklingur- inn allan mótstöðukraft í líkamanum og í kjölfarið fýlgir jafnan húðkrabbi og lungnabólga. Sem fyrr segir starfaði Hjálmar Sandey sem teiknarí áður en hann komst í kynni við AIDS. Reyndar var hann mjög þekktur og viðurkenndur listamaður á sinu sviði, og teiknaði meöal annars i ýmis dönsk blöö og tímarít, svo og i ýmsar barnabækur. Nú liggur hann hins vegar mæddur og þreyttur í sjúkrarúmi sinu og biöur þess eins að kraftaveik fái bjargað honum frá hryllilegum dauödaga. „Eitt hið hræðilegasta við þennan sjúkdóm er,” segir Hjálmar ,,að maður lifir allan tímann við óvissu. Maður hefur ekki minnstu hugmyndir um likumar á að dauðinn sæki mann næstu nótt eða maöur fái lifað i mánuö í viðbót, eða jafnvel nokkur ár. Allt eins get ég dáiö innan fárra mínútna frá því ég segi þessi orð. Það er ömurlegt að búa við þennan ótta og hann er nokkuð sem maður getur aigan veginn vanist Auðvitað vil eg lifa, þaö er min heitasta ósk aö fá að komast aftur á lappir. Eg held í vonina, en ég veit jafnframt, að hún er veik.....”, segir þessi danski AIDS- sjúklingur. ..Étf held í vonina. þött hún sé veih99 Eitt fullkomnasta bankakerfi í heimi er í þjónustu IBM: Þetta bankakerfi nefnist RETAIN. Það nær um allan heim. Frá íslandi til Istanbul, Cameroon til Colorado. Kerfið tryggir viðskiptavinum IBM örugga þjónustu og sparar þeim stórfé með tímasparnaði. RETAIN kerfið er í reynd upplýs- ingabanki fyrir tæknifólk IBM, fólkið, sem sér um þjónustu IBM vél- og hugbúnaðar hérlendis sem erlendis. RETAIN geymir upplýsing- ar sínar víðsvegar um heiminn. Þaðan er miðlað tækniupplýsing- um, sem eru sífellt endurbættar með nýjum upplýsingum hvaðan- æva úr heiminum. Þurfi starfsmaður í tæknideild IBM í Skaftahlíðinni að fá upp- lýsingar frá starfsbræðrum sínum í Austurríki um mögulega lausn á viðhaldsvandamáli á ísafirði, sem þolir enga bið, fær hann upplýsing- ar og leiðbeiningar frá RETAIN á nokkrum andartökum - beint á tölvuskerm. IBM er komið i beint samband við bankakerfið! Það er engin upplýsingaþjónusta um tæknivandamál fullkomnari. Engin. Skaftahlíð 24 105 Reykjavík Sími 27700 \

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.