Dagblaðið Vísir - DV - 27.10.1983, Blaðsíða 4

Dagblaðið Vísir - DV - 27.10.1983, Blaðsíða 4
4 DV. FIMMTUDAGUR 27. OKTOBER1983. 63,6prósent þeirra sem afstööu taka eru fylgjandi veru varnar/iðsins. Niðurstöður skoðanakönnunar DV Niðurstöður skoðanakönnunarinnar urðu þessar. Til samanburðar eru niðurstöður nokkurra eldri skoðanakannana um afstöðu fólks til varnarliðsins: Nú 1980 1976 1971 1970 1968 Fylgjandi 51,8% *53,8% 43,7% 53% 40% 57% Andvígir 29,7% 30,8% 41,7% 26,5% 33% 33% Óákveðnir 15% 15,3% 14,7% 20,5% 27% 10% Svara ekki 3,5% Ef aðeins eru teknir þeir, sem tóku afstöðu, verða niðurstöðurnar þessar. Til saman- burðar eru eldri skoðanakannanir um af- stöðu til varnarliðsins: Nú 1980 1976 1971 1970 1968 Fylgjandi 63,6% 63,6% 51,2% 66,7% 54,8% 63,3% Andvígir 36,4% 36,4% 48,8% 33,3% 45,2% 36,7% Talsverður meirihluti fylgjandi áframhaldandi veru varnarliðsins hér SAMA UTK0MA 0G VAR FYRIR ÞREMUR ÁRUM Talsverður meirihluti landsmanna vill að varnarliðiö dveljist hér áfram að sinni, samkvæmt skoðanakönnun, sem DV gerði fyrir rúmri viku. Þegar teknir eru þeir, sem tóku afstöðu í könnuninni, kemur út nákvæmlega hið sama og úr skoöanakönnun fyrir þrem- urárum. Nú reyndust 311 af 600 manna úrtaki fylgjandi dvöl vamarliðsins hér, eða íkönniininni: „Skrattagangur í heiminum” „Eins og sakir standa styð ég veru varnarliösins hér,” sagði karl á Austurlandi þegar hann svaraði spumingunni i skoðanakönnun DV. „Fylgjandi vamariiðinu eins og ástandið er,” sagði kona á Suður- nesjum. „Það er öryggi fyrir Is- lendinga að hafa hér her,” sagði karl á Reykjavíkursvæðinu. „Miðað við skrattaganginn í heiminum í dag er sennilega illskást aö hafa hér her svo að menn haldi ekki að hægt sé að ganga yfir okkur á skítugum skón- um,” sagði karl á Reykjavíkursvæð- inu. „Ekki betra aö fá Rússana,” sagði karl á Reykjavíkursvæðinu. „Það em blikur á lofti, því kýs ég herinn,” sagði annar. „Höfum ekki ráð á að láta herinn fara eins og málum er háttað,” sagði kona á Reykjavíkursvæðinu. „Rússarnir éta okkur annars undir eins,” sagði karl á Vestfjörðum. .JFylgjandi, en þeir hafa ekki veriö látnir gera nógu mikið hér. Þaö ætti. að láta þá leggja vegi og byggja brýr og flugvelli,” sagði kona á Reykja- víkursvæðinu. „Landið má ekki vera vamarlaust. Við emm ósköp lítil og minnimáttar og gætum lítið einsöm- ul,"sagðiönnur. „Égerámótiöllum her, en eins og staðan er í alþjóða- málum held ég aö það sé nauðsynlegt að hafa vamarliðið,” sagði kona á Reykjavíkursvæðinu. „Eg vil endi- lega hafa herinn, en mér finnst að hann mætti borga meira fyrir dvöl- ina hér,” sagði kona í Bolungarvík. „Háskalegt" „Mér virðist herinn ekkert hafa hér að gera,” sagði karl á Reykja- vikursvæöinu, á hinn bóginn. „And- vigur. Dvöl varnarliðsins hefur skapað vandamál hér. Það er ekki nóg hugsað um atvinnuuppbyggingu á svæðínu,” sagði karl úti á landi. „Eg sé ekki fram á að ástandið versnaði, þótt herinn færi,” sagði kari á Reykjavíkursvæðinu. „Eg vil allan her burt úr heiminum,” sagði kari á Reykjavíkursvæöinu. „Eg hef aldrei verið fylgjandi því og óskað að herinn væri farinn fyrir lifandi lopgu,” sagði kona á Suöurnesjum. „Vamarliðið á ekkert erindi hér á landi,” sgaði kona á Austurlandi. , ,Það er stórháskalegt að hafa herinn hér. Þáð á eftir aö koma á daginn,” sagöi karl á Reykjavikursvæðinu. „Ég sé enga meiningu í að hafa her hér á landi,” sagði karl á Reykjavík- ursvæðinu. „Herinn er ekki hérna til að verja okkur, því má hann fara,” sagði karl á Reykjavíkursvæðinu. -HH. Svo mælir Svarthöfði Svo mælir Svarthöf ði Svo mælir Svarthöfði Viðbrögð á beinni línu frá Washington Þá láta menn sem svo, að Banda- ríkjamenn hafi hlaupið á sig, þegar þeir héldu til Grenada, eyju í kara- bíska sjónum, til að skakka þar ieik- inn ásamt sex Mið-Ameríku rikjum, eftir að vinstri foringja miklum hafði verið steypt þar af stóli, og nýr vinstri maður tekinn við, sem nú finnst hvergi. Á hinni beinu línu út- varpsins frá Washington er okkur þulið, að Bandaríkjamenn séu næst- um allir á móti þessari aðgerð nema ef vera skyldi Reagan, Bandaríkja- forseti einn. Og Margaret Thatcher er sögð í öngum sínum af því þetta voru ekki Falklandseyjar. Þannig mælist aðgerðin á Grenada illa fyrir í fjölmiðlum, og lítur svo út á beinu, iinunni, að heimamenn í Bandarikj- unum séu um það bil að hörfa frá öll- um stöðvum í heiminum, hvort sem það er Beirút, Mið-Ameríka eða Grenada. Og það síðasta sem frést hefur er, að menn vestra líki aðför- inni, að Grenada, með fimmtán hundruð manna liði, víð stríðið í Víet- nam. Minna mátti það ekki vera. Satt er það að Bandarikjamenn hafa stórum siöferðilegum skyldum. að gegna. Gjarnan er höfðað til þess- ara skyldna í þau fáu skipti, sem þeir láta ekki kommúnista vaða ofan í sig, en hvað Grenada snertir þá var kominn þangað fjöldi rússneskra sérfræðinga, item vopnaðir barna- kennarar og læknar frá Kúbu. Þetta lið var þarna, þótt því hafi verið margiýst yfir að Bandaríkjamenn telja sig hafa heimild til afskipta af aðgerðum Rússa á Mið-Ameriku- svæðinu. Þeir voru því fyrir löngu búnir að fremja siðferðisafbrotið í Grenada áður en rússnesku sérfræð- ingarnir komu þangaö. Þær furöulegu fréttir berast svo. frá Grenada, beint ofan í siðferðis- brot Bandarikjamanna, að mest hafi mannfalliö orðið meðal Kúbu-manna á Grenada, sem ails ekki eiga þar heima. Tólf Kúbumenn hafa fallið, en sjálfur sannleikspostulinn Kastró Kúbustjóri hefur lýst því yfir að á Grenada séu mestmegnis barna- kennarar og læknar. Vinstri foringi Grenada, sem skotinn var af öðrum vinstri foringja fyrir nokkrum dög- um, mun hafa látið Kúbumönnum í té léttar byssur að sögn Kastrós. Það mun vera skýringin á því að tólf barnakennarar og læknar liggja nú fallnir í valnum á þessum eyjarrassi í karabiska sjónum. Nú hefur samist svo á milli Banda- ríkjamanna og þeirra sex þjóða, sem stóðu að þessari aðgerð meö þeim, að Bandarikjamenn fari á brott frá Grenada en þjóðirnar sex sjéi um lög og rétt á eynni fram að kosningum eyjarskeggja. Það er náttúrlega bölvað klúður að nú skuli stefna í kosningar á Grenada eftir að einn vlnstri maður hefur skotið annan vinstri mann, en líklega verður við það að sitja, hver svo sem óánægjan kann að vera í Bandarikjunum sam- kvæmt beinu linunni frá Washington. Lítið hefur verið getiö um þær framkvæmdir, sem fyrir dyrum stóðu á Grenada fyrir tilstilli kúb- anskra barnakennara, lækna og rússneskra ráðgjafa. Þar var verið. að byggja svo stóran flugvöll, að gár- ungar sögðu að hann næði yfir aUa eyna. Svo mun nú ekki vera, en flug- vöUurinn átti að nægja stærstu far- þegaþotum, þ.e. vera sömu stærðar og voldugustu herþotur þurfa tU sinna nota. Litlar fréttir berast af þessum framkvæmdum eftir beinu linunni frá Washington, enda dýrt að vcra að tíunda á símatima forsendur fyrir aðgerðum sex Mið-Ameríku- rikja á Grenada. Það voru nefnUega þessi ríki, sem báðu Bandarikja- menn að skerast í leikinn með sér. Svo viU hins vegar til að í Mið- Ameríku er uppi stórt plott um yfir- töku kommúnista. Og Grenada, með sinn væntanlega stóra flugvöU, iigg- ur rétt undan austurströndum þess- ara rUtja. Hins vegar ber að harma það, að barnakennurum og iæknum frá Kúbu skuii hafa verið fengin vopn í hendur með þeim afleiðingum að tólf þeirra féllu fjarri ættjörð sinni við skyldustörf, sem koma próf- ession þeirra ekki við. Svarthöfði. U.J

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.