Dagblaðið Vísir - DV - 27.10.1983, Blaðsíða 8

Dagblaðið Vísir - DV - 27.10.1983, Blaðsíða 8
DV. FIMMTUDAGUR 27. OKTOBER1983. Útlönd Útlönd Útlönd Útlönd Mótspyrna Kúbumanna brotin á bak aftur Þaö er búist við því aö Bandaríkin grípi til neitunarvaldsins síöar í dag á fundi Öryggisráðs Sameinuöu þjóö- anna þegar ályktunartillaga um for- dæmingu á innrásinni á Grenada veröurborinupp. Flutningsaöilar tillögunnar, Guy- ana, Nicaragua og Zimbabwe, eiga þá möguleika á aö óska aukafundar alls- herjarþingsins, þar sem neitunarvaldi yröi ekki komiö viö. 1 Washington er sagt aö innrásarliðiö á Grenada hafi tekiö 600 Kúbumenn til fanga og aö mótspyrna hafi að mestu verið barin niöur. — Bandaríkjamenn hafa misst sex menn fallna, 33 særöa og átta er saknað. Weinberger varnarmálaráöherra sagöi aö komið hefði á óvart seigla mótspyrnunnar og var 800 manna liðs- auki sendur flugleiðis til eyjarinnar í gær. Kúbumennirnir, sem sagöir eru vera verkamenn til aðstoðar viö flugvallar- gerö Grenadamanna, voru vopnaðir sovéskum rifflum og hríöskota- byssum, auk loftvarnavopna. Kúbustjóm segir að mótspyrna kúbönsku verkamannanna hafi aö síðustu veriö brotin á bak aftur meö Hafa stöðugt verið að end- urnýja eld- flaugar sínar austantjalds loftárásum. 1 yfirlýsingu í Havana var sagt aö síöast heföu staöiö gegn innrás- arliöinu sex kúbanskir verkamain sem völdu fremur dauöann en aö gefast upp. Heföu þeir fallið meö kúbanska fánann í höndunum. I Washington var sagt aö innrásar- liðiö heföi sótt til höfuöborgarinnar St. George í gær og tekið til fanga þar kúbanskan ofursta. Hjá honum höföu fundist leyniskjöl sem hald var lagt á. Bandarísk yfirvöld hafa byrjaö aö Maurice Bishop, fyrrum forsstis- ráöherra Grenada, efndi tii vináttu- sambands við Castro á Kúbu, sem sendi honum harðskeytta kúbanska verkamenn. þreifa fyrir sér viö kúbönsku stjómina um hvernig og hvenær senda megi kúbönsku fangana 600 heim. Fiugmóðurskipið Independence sem Bandaríkjamenn hafa haft í Karíbahafinu til styrktar innrásarliðinu á Grenada. Ræða um skipt- ingu Barentshafs Sovétmenn hafa ákveðiö aö taka aö nýju upp viðræður viö Norömenn um skiptingu landgrunnsins í Barentshafi, en sérfræðingar telja þar vænlega möguleika til olíu- og gasvinnslu. Samningaviöræður hafa verið ákveönar í Moskvu dagana 12. til 16. desember, en þær hafa nú legið niöri í þrjú ár. Síðan Norðmenn og Rússar áttu síöast fundi um þessi mál, hefur verið Stækk- uðuaf hormóna- gjöfinni Með því aö gefa smávöxnu fólki tilbúinn vaxtarhormón má gera þaö hærra í loftinu, samkvæmt skýrslu f jögurra vísindamanna viö Kaliforníuháskóla. Dr. Guy van Vliet og starfs- bræöur hans höfðu fimmtán smá- vaxna unglinga til meöferðar og gáfu þeim vaxtarhormón sem leiddi til þess aö þeir stækkuöu. I ritgerö, sem birtist í „New England Joumal of Médecine”, segja þeir að þróun á sviði gena- rannsókna hafi auðveldaö aö ein- angra vaxtarhormón. Þeir segja þó ótímabært og óæskilegt aö taka lág- vaxin ungmenni til hormónameð- feröar fyrr en gengið hef ur veriö úr skugga um hverjar aukaverkanir fylgja hormónagjöfinni þegar til lengri tíma er litið. leitaö eftir aöstoö Norömanna til oliu- leitar og vinnslu á þeim hluta Barents- hafsins sem ekki fer á milli mála aö til- heyrir Sovétríkjunum. Viöræður hófust fyrst 1974, en aðal- þrefið hefur staöiö um viö hvaö skuli Svenn Stray, utanríkisráöherra Noregs, sagöi í gær aö Sovétmenn heföu um hríö verið aö endumýja kjamorkuhlaönar eldflaugar sínar, skammdrægar, sem þeir áttu í Var- sjárbandalagsríkjunum. I fréttatilkynningu sagöi Stray utanríkisráöherra, að Sovétmenn heföu haft um 230 „froskeldflaugar” (draga 70 km) í Austur-Evrópu en þær mætti útbúa kjarnaoddum. En Sovét- menn hefðu um hríö verið að skipta á þessum eldflaugum og nýrri útgáfum sem em SS-21 flaugamar. Sagöi Stray aö um 30 skotpallar væru fyrir SS-21-eldflaugar í Austur-' Þýskalandi um þessar mundir. Norski ráðherrann var að f jalla um yfirlýsingu sovéska varnarmála- ráöuneytisins á mánudaginn var aö fjölgað mundi kjarnaeldflaugum í A- Evrópu ef eldflaugaáætlun NATO kæmi til framkvæmda. miöaö við skiptingu landgrunnsins. Sovétmenn hafa viljað miöa við beina línu, sem dregin yrði frá landamærun- um til norðurpólsins en Norömenn fylgja miölínureglunni, eins og Haf- réttarsáttmálinn byggir á. Umsjón: Guðmundur Pétursson og Ólafur B. Guðnason lí LEITA ENN í RÚSTUNUM Haldið er áfram að leita í rústum bækistöðva bandarísku friðargæslusveitarinnar í Beirút og eru nú 220 bandariskir dátar taldir af eftir sprengitilræðið. 75 Bandaríkjamenn eru sagðir hafa særst i sprengingunni, sem eyðilagði bækistöðina, margra hæða byggingu. í bækistöð frönsku friðargæslusveitarinnar, sem sömuieiðis var sprengd í loft upp, eru enn að koma í leitimar lík franskra fallhlifarhermanna. Tiu fundust i gær og eru 54 taldir af. Fjögurra er enn saknað. Eldflaugum var skotið að bækistöðvum bandarisku friðargæslunnar í gær í Beirút en skothriðinni var hætt þegar Bandarikjamennimir svöraðu henni.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.