Dagblaðið Vísir - DV - 27.10.1983, Blaðsíða 12

Dagblaðið Vísir - DV - 27.10.1983, Blaðsíða 12
1 Útgáfufélag: FRJÁLS FJÖLMIÐLUN HF. Stjórnarformaðurog útgáfustjóri: SVEINN R. EYJÓLFSSON. Framkvæmdastjóri og útgáfustjóri: HÖROUR EINARSSON. Ritstjórar: JÓNAS KRISTJÁNSSON og ELLERT B. SCHRAM. Aöstoóarrilstjóri: HAUKUR HELGASON. Fréttastjórar: JÓNAS HARALDSSON og ÓSKAR MAGNÚSSON. Auglýsingastjó^ar: PÁLL STEFÁNSSON og INGÓLFUR P. STEINSSON. Ritstjórn: SÍÐUMÚLA t2—14. Sl'MI 86AI1. Auglýsingar: SÍÐUMÚLA 33. SÍMI 27022. Afgreiðsla,áskriftir,smáauglýsingar,skrifstofa: ÞVERHOLTI11. SÍMI27022. Sími ritstjómar: 86611. Setning, umbrot, mynda-og plotugerð: HILMIR HF„ SlÐUMÚLA 12. P rentun: Árvakur hf„ Skeifunni 19. Áskriftarverð á mánuði 250 kr. Verð í lausasöiu 22 kr. Helgarblaö 25 kr. S/ð/aus slagorðabæklingur Svonefndur Upplýsingabæklingur ríkisstjórnarinnar, sem sendur var til allra heimila landsins, er ómerkilegur áróðursbæklingur af því tagi, er stjórnmálaflokkarnir senda kjósendum til að rugla þá fyrir kosningar. Bæklingurinn er greinilega framleiddur á auglýsinga- stofu, þar sem umbúðir eru taldar brýnni en innihald. Enda hefur hún ekki séð ástæðu til að merkja sér bækling- inn, svo sem slíkar gera, þegar þær eru ánægðar með sig. Bæklingurinn felst í skreytingum og slagorðum til varnar bráðabirgðalögum ríkisstjórnarinnar og öðrum gerðum hennar í sumar. Hann gerir enga tilraun til að út- skýra gerðirnar eöa rökstyðja þær á annan hátt. Ríkisstjórnir hér og erlendis hafa einstaka sinnum gef- ið út svonefndar Hvítar bækur til aö skýra meiriháttar stefnubreytingar. Þar hefur verið beitt rökum og útreikn- ingum til aö koma umræðunni á málefnalegt stig. Ekkert fordæmi er hins vegar fyrir hinum nýkomna auglýsingabæklingi ríkisstjórnarinnar. í honum eru ein- göngu tuggin upp gömul slagorð úr stjórnmálarimmum sumarsins. Hann er gersamlega laus við aö vera mál- efnalegur. Áróður þessi fyrir stjórnarstefnu Framsóknarflokksins og Sjálfstæðisflokksins kostar skattgreiðendur í landinu 320 þúsund krónur. Stjórnarflokkarnir hyggjast nefnilega ekki borga sinn áróður sjálfir. Steingrímur Hermannsson hefur hér í blaðinu reynt að verja þennan óverjandi slagorðabækling með því að verið sé „að reyna að upplýsa fólk sem mest um það, sem verið sé að gera”. Hvílíkt endemis rugl. Hugsanlega hefði verið verjandi að gefa út Hvíta bók með ítarlegum upplýsingum um geröir ríkisstjórnarinn- ar ásamt útskýringum á þeim og þá ekki síður athuga- semdum og efasemdum, sem komið hafa úr ýmsum átt- um. Bæklingur með einhliða upphrópunum um ágæti stjórn- arstefnu Framsóknarflokksins og Sjálfstæðisflokksins og engu öðru innihaldi á hins vegar ekkert skylt við Hvítar bækur og á auðvitað að greiðast úr flokkssjóðunum. Stjórnarandstaðan á alþingi þarf að fylgja þessu hneykslismáli vel eftir alla leið yfir í ríkisendurskoðun, — með kröfum um, að 320 þúsunda reikningurinn verði sendur þeim tveimur flokkum, sem peningunum stálu. Hitt er svo athyglisvert, að ráðherrar tveggja stærstu stjórnmálaflokkanna skuli vera á svo lágu siðferðisstigi, að þeir sjái ekki, hvað er athugavert við útgáfu pólitískra áróðursbæklinga á kostnað skattgreiðenda. Þetta er alveg í stíl við þá yfirlýstu skoðun forsætis- ráöherra, að honum finnist óviðkunnanlegt og raunar ófært að fara á skíði í ríkisbíl. Þess vegna hefur ríkiö þurft að gefa honum hálfan bíl og skatt af hlunnindunum. Meðan íslenzk stjórnmál eru á þessu stigi sjáiftektar á fjármunum almennings, er engin von til, að almenningur öðlist traust á stjórnmálamönnum og hætti að líta á þá sem lukkuriddara og hálfgildings sjóræningja. 320 þúsund króna slagorðabæklingur í umbúðum frá auglýsingastofu og alls engu efnislegu innihaldi er dapur- legur áróöur fyrir ríkisstjórn, sem með þessu hefur eink- um auglýst, aö hún þurfi á siðvæðingu að halda. Jónas Kristjánsson. __________DV. FIMMTUDAGÚR 27. OKTOÍbER 1983. SPENNANDI LEIÐTOGAVAL Landsfundur Sjálfstæöisflokksins sem nú er á næsta leiti er vafalítið sá pólitíski atburður sem athygli mun beinast hvaö mest að hérlendis næstu dagana. Þá verður valinn nýr for- maður í þessum langstærsta stjóm- málaflokki okkar, maður sem hafa mun mikil áhrif á allan gang þjóðmála næstu árin. Val hans skiptir alla lands- menn því miklu máli. Skin og skúrir hjá Geir Geir Hallgrímsson lætur þá af for- mennsku í Sjálfstæöisflokknum. Oþarft er að rifja upp að skoðanir hafa veriö skiptar um formennskuferil hans. Hann hefur veriö umdeildur bæöi innan flokks og utan sem flokksfor- maður, þótt fáir hafi orðiö til þess aö draga almenna mannkosti hans í efa. Hann hefur leitt Sjálfstæðisflokkinn til glæstra sigra og það hefur einnig verið hans hlutskipti aö vera í forsvari fyrir hann á stundum ósigurs. Hvoru tveggja hefur hann mætt með æðru- leysi, ósigrum hefur hann tekið með karlmennsku og verið f jarri því að of- metnast, þegar vel hefur gengiö. Það hefur fallið í hans hlut aö reyna aö rétta þjóðarskútuna viö og þurr- ausa hana þegar of djarft hefur veriö siglt og slíkt er ekki vinsælt hlutverk eins og dæmin sanna. Gegn honum hefur verið beint miklu persónuníði bæði frá pólitískum andstæðingum og einnig ýmsum þeim sem samleið hafa þóst eiga með honum. Svo dapurlegt sem það er, þá er pólitíkin svo mis- kunnarlaus að þegar slíkur áróður festir rætur er ákaflega erfitt fyrir menn aö hrinda honum. Hið góða sem þeir kunna aö gera fellur ævinlega í skuggann fyrir lágkúrulegu smjatti hins svokallaða almenningsálits. Kjallari á fimmtudegi Magnús Bjamf reðsson Ýmsum þótti niðurlæging hans alger, þegar kjósendur Sjálfstæðis- flokksins settu hann í sjöunda sæti framboðslistans í Reykjavík við síöustu alþingiskosningar. Vafalítið hafa þeir tímar verið honum ákaflega erfiöir. En líklega hefur íslenskur Formannssætið eftirsóknarvert? Af viðbrögðum aö minnsta kosti þriggja manna í Sjálfstæðisflokknum aö dæma virðist formannssætið býsna eftirsóknarvert. Raunar sætir þaö engri furðu. Þeir sem á annaö borö gera stjórnmál aö ævistarfi gera þaö til þess að hafa áhrif, og óvíða gefst til þess betra tækifæri en í formannssæti stærsta stjómmálaflokksins. Sá sem það sæti skipar á nokkurn veginn víst að hljóta fyrr eða síðar stól forsætis- ráðherra og hafa þannig mest áhrif allra manna á almenna stefnumótun í íslenskum stjómmálum. Engu að síður hlýtur hver sá sem tekur það starf að sér aö gera sér það ljóst að hann gengur í mikla ljóna- gryfju. Vart verður fyrr búið aö til- kynna úrslit í formannskjöri en post- ular persónuníðsins verða famir að vefa vef sinn. Hvenær hann verður svo breiddur fyrir almenningssjónir mun fara eftir því hvenær þörf verður á því talin, hvort talið verður vænlegra til árangurs að skjalla hinn nýja formann fyrst í stað eða hóta honum, jafnvel reyna að eyðileggja hann pólitískt. En hver hinna þriggja sem tilkynnt hafa framboð sitt er líklegastur til stjómmálamaður sjaldan sýnt meiri æðraleysi en hann gerði þá. I stað þess að dagar hans sem stjórnmálamanns væru taldir hverfur hann af sviðinu meðfullri sæmd. sigurs? Því getur sennilega enginn svarað fyrr en á landsfundinum sjálf- um. Allt eru þetta ágætismenn og að ýmsu leyti líkir — sumum mun jafnvel finnast þeir fulllíkir. Sú efnahagsstefna, sem mörkuð hefur verið fyrir næsta ár og kemur fram í þjóöhagsáætlun og fjárlaga- frumvarpi, brýtur blaö í sögu hag- stjórnar á islandi. Ríkisstjómin hefur tilkynnt fyrirfram stefnu sína á öllum meginsviðum hagstjórnar. Mörkuð hefur veriö samræmd heildarstefna í gengis-, peninga- og ríkisfjármálum, sem miöast við hvort tveggja í senn; aö ná jafnvægi i þjóöarbúskapnum og áframhaldandi hjöönun verðbólgu. Almenn eftirspurnarstjórn í stað einhliða launastefnu Þessi stefnubreyting var boöuð svo í stefnuyfirlýsingu ríkisstjórnarinnar: ,,Festa verði sköpuö með raunhæfri gengisstefnu, sem ásamt aðhalds- samri fjármála- og peningastefnu myndi umgerð ákvarðana í efna- hagslífinu. Að loknum aðlögunar- tíma beri aðilar vinnumarkaðarins ábyrgð á samningum um kaup og kjör í ljósi hinnar opinbera stefnu í gengis- og kjaramálum.” I þessari tilvitnun felst kjami nýrrar efnahagsstefnu. Höfuðáhersla er lögð á aimenna eftirspurnarstjóm, þ.e. beitingu ríkisfjármála og peninga- mála, til að ná þeim markmiðum í efnahagslífinu, sem aö er keppt. Stefnan er mörkuð fyrirfram, þannig að aðrir aöilar í hagkerfinu geti tekiö sínar ákvarðanir á eigin ábyrgð með þá vitneskju fyrir hendi, hvemig gengi, peningamálum og ríkisfjármál- um verður skipað í næstu f ramtíð. Á liönum áratugum hefur megin- áherslan hins vegar verið lögð á launa- stefnu. Launastefnan hefur verið fólg- in.í því að grípa meö beinum hætti inn í launa- og verðákvarðanir í efnahags- lífinu. Hin almennu hagstjórnartæki hafa verið hlutlaus í meira eða minna mæli, ríkisfjármálin og peningamálin hafa lagaö sig eftir á að niðurstöðum Kjallarinn Þórður Friðjónsson kjarasamninga og öðram ákvörðunum í hagkerfinu. Togstreitan um skiptingu þjóðar- tekna hefur því verið aflraunir, án raunverulegrar ábyrgöar þeirra aðila, sem tókust á hverju sinni. Ef eitthvað fór úrskeiöis í þeim átökum, t.d. of mikil launahækkun knúin fram miðað við getu þjóðarbúsins, var gengiö út frá að ríkisstjómin leysti vandann meö seðlaprentun og verðbólgu eða með því aö rjúfa gerða samninga. I því sambandi má m.a. benda á, að á a.m.k. síðustu tíu árum hefur Alþýöu- sambandi Islands og Vinnuveitenda- sambandi Islands ekki tekist að gera kjarasamning til lengri tíma (árs eða svo), utan einu sinni, án þess að við- komandi ríkisstjóm sæi sig tilneydda tilaðrjúfa þá. Þessi stefna gekk fyrst um sinn um margt allvel, a.m.k. aö því er virtist, en smám saman seig á ógæfuhliðina. Veröbólgan magnaðist stöðugt, stóð í besta falli í stað á góðum stundum en gekk aldrei raunverulega niður, a.m.k. á síðari áram, erlendar skuldir jukust og efnahagsstarfsemin almennt þoldi verr og verr áganginn. Sífellt stærri brestirkomuíljós. Mark/eysi kjarasamninga Áherslan á launastefnu á undanförn- um áratugum, ásamt undanlátssamri eftirspurnarstjóm, hefur haft mark- leysi kjarasamninga í för með sér. Laun hafa hækkað um mörg þúsund prósent á síðustu tíu árum eða svo, á meðan kaupmáttur hefur aukist um eins stafs tölu. Forystumenn launþega hafa í reynd ákveðið hækkun launa í peningum. Hvers vegna ættu atvinnu- rekendur aö standa gegn launahækkun ef þeir geta mætt henni með verð- hækkun? Niðurstaðan er sú, að samiö hefur verið um mismunandi mikla verðbólgu meö lífskjara- og kaup- máttarskerðingu í „kaupbæti”, vegna þess að vaxandi verðbólga hefur haldiö afköstum efnahagsstarfseminnar niðri. Nýrri efnahagsstefnu er beint gegn þessum vítahring. Launastefna, sem felst í beinum inngripum ríkisstjómar, verður aflögð. Þess í staö er aöilum vinnumarkaðarins ætlaö að semja á ábyrgan hátt um laun og kjör, enda er það hlutverk þessara aðila. Til þess aö auövelda þessum aðilum samnings- gerðina, er stefna ríkisstjórnarinnar á öllum meginsviðum hagstjómar til- áfk „Ekki verður annað séð en að í sama farið sæki, ef þessi nýja efnahagsstefna nær ekki fram að ganga og festa rætur.j”

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.