Dagblaðið Vísir - DV - 27.10.1983, Blaðsíða 13

Dagblaðið Vísir - DV - 27.10.1983, Blaðsíða 13
DV. FIMMTUDAGUR 27. OKTOBER1983. 13 Birgir Birgir Isleifur Gunnarsson er þeirra reyndastur í stjórnmálum. Fyrst var hann lengi borgarfulltrúi og síðar borgarstjóri. Ýmsir hafa fundið honum það til foráttu að hann væri ekki nægilega afgerandi í framgöngu sinni, sumir hafa talið að ekki yrðu nægilega glögg tímamót ef hann tæki við af Geir, þar sem með nokkrum sanni mætti segja aö hann væri póli- tískur fóstursonur hans. Á móti þessu kemur að hann er reynslumestur þeirra sem eftir sætinu sækjast. Hann er þekktur fyrir mikinn dugnaö í þingsölum og að setja sig ákaflega vel inn í mál. Enda þótt hann hafi ekki verið hlutlaus í innanflokks- átökum undanfarin ár einkenndi mikil prúðmennska afskipti hans þar sem annars staðar, svo óvildarmenn á hann fáa ef nokkra. Hann er talinn standa heldur höllum fæti í samkeppninni um formannssætið, en miklar vinsældir í þingliði geta reynst honum notadrjúg- ar þegar þingmenn hitta landsfundar- fulltrúa úr kjördæmum sínum. Friðrik Að ýmsu leyti stendur Friðrik Sophusson best að vígi, þar sem hann er varaformaður flokksins. Það var hann kosinn á erfiðleikatímum, þegar menn lögöu mikla áherslu á að kveða ágreining niður. Friðrik hafði vissa samúð meö „órólegu deildinni” í flokknum, en stóð samt sem klettur með flokksforystunni þegar rikisstjómin var mynduð árið 1980. Hann gætti samt, eins og Birgir, fyllstu prúmennsku í þeim deihim. Friðrik er orðinn þaulvanur þingstörf- um og hefur eins og Birgir orð á sér fyrir dugnaö og ósérhlífni í störfum þar. Hann er öllu skeleggari baráttu- maöur og mikill ,stemmningsmaöur” á fundum og nýtur sín best þegar haröast er aðhonum sótt. Þorsteinn Þorsteinn hefur það á móti sér að vera reynslulítill í þingstörfum en á móti segja margir aö nýir vendir sópi best. Ljóst er að Þorsteinn hefur mikið fylgi innan flokksins og margir telja hann í svipinn sigurstranglegastan. Þorsteinn er haröur baráttumaður og hefur vakið á sér athygli fyrir það að tala um hlutina á skiljanlegu máli, jafnvel þótt efnahagsmál séu til um- ræðu. Nokkur ljóður þykir sumum flokksbræðrum á hans ráði að hann vildi eftir síðustu kosningar ganga til samstarfs viö Alþýðubandaíagið um stjóm landsins, en þá þótti flestum öðmm fullreynt að erfitt yrði að ná stjórn á efnahagsmálum við þeirra hlið. Væntanlega hefur þarna veriö reynsluleysi um að kenna, segja stuðn- ingsmenn hans og benda jafnframt á aö hann njóti virðingar í launþega- samtökunum, þrátt fyrir harða afstöðu sem talsmaður vinnuveitenda um ára- bil. Formaðurinn ókominn fram? Enda þótt flestir geti verið sammála um það að hver þessara þriggja manna sem væri gæti tekið að sér for- mennsku flokksins hafa undanfarna daga heyrst raddir meðal flokks- manna um að þeir séu einhvem veginn of líkir, og spuming sé hvort þeir dugi nægilega vel í þeim brimróðri sem bíður skipstjóra þjóðarskúfunnar næstu árin. Sannast sagna er að þegar margir frambjóðendur til embættis þykja keimlíkir getur nýr maður átt leikinn ef hann kemur fram á réttri stundu. Það verður hins vegar að segjast eins og er að ólíklegt er að það gerist á seinustu stundu í þessu tilfelli, þar sem frambjóöendumir hafa rekið harða kosningabaráttu og eymamerkt sér fulltrúa hvaðanæva af landinu. I raun er ekki um marga menn að ræða, sem gætu komið þannig fram og „stolið senunni”. Ymsir nefna nú Albert Guömundsson fjármála- ráðherra, sem vafah'tið er vinsælasti maður ríkisstjórnarinnar, þótt ótrú- legt verði að teljast, þar sem hann er fjármálaráöherra í kreppustjóm. Ekki er vafi á að fylgi flokksins myndi eflast fremur en hitt ef hann tæki við formennsku. Annar maður sem heyrist einnig nefndur er Sverrir Hermanns- son iðnaðarráðherra. Hann er harðjaxl og húmoristi í senn, maður sem vel myndi duga í brimróöri og er frábær kappræðumaður eins og dæmin sanna. Hér skal engu spáð um hvort þessir menn blandast í formannsslaginn, kannski hafa þeir hvorugur áhuga á því. En við hinir bíðum spenntir úrslit- anna og sjáum hvað setur. Magnús Bjarnfreðsson „ENGINN BREYTIR SJÁLFUM SÉR” Kristinn nokkur Snæland skrifar stundum kjallaragreinar í DV. Yfirleitt þykja mér þær greinar vondar, og þó er mér sagt aö hann hafi um skeið verið Vestfiröingur. En 19. okt. sl. skrifar hann grein í DV, sem ég get veriö sammála í flestum atriðum. Þar er hann að bera í bætifláka fyrir Steingrím Hermannsson, forsætisráðherra, vegna margumtalaðra bílakaupa, auk þess sem hann fjallar nokkuð um bíla- og bílstjóramál ráðherra almennt. Það er vitaskuld alveg rétt hjá Kristni að ráðherrar eiga að hafa góða bíla. Það er líka rétt hjá honum að þeir eiga helst ekki að aka sjálfir, allra hluta vegna, heldur hafa góða bílstjóra sem þeir geta treyst og ekki er hætta á aö beri það á torg sem ráðherrann kann að hugsa upphátt í bílnum á leiðinni á milli funda. Hins vegar er sennilega misskilningur aö halda að það sé best tryggt meö þvi að bílstjórinn ,,sé úr hópi flokks- manna og náinn samstarfsmaður”. Og má þó vel vera að þaö eigi ennþá við í Framsóknarflokknum. En mér finnst Kristinn ekki fara nógu langt í grein sinni. Það er nefnilega ekki aðeins sjálfsagt mál að ráðherrar búi við bifreiðakost góðan, heldur þarf alveg sérstaklega að vanda bíla undir forsætisráöherra vorn núverandi. Þessa fullyrðingu byggi ég á nokkurri reynslu. Fyrir aldar- fjóröungi réttum, sumarið 1958, vann ég nefnilega á snærum Steingríms Hermannssonar. Hann var þá framámaður í fyrirtæki sem hét Verklegar framkvæmdir, jafnframt því sem hann var forstjóri Rann- sóknaráðs ríkisins. Þetta fyrirtæki var upphaflega stofnaö utanum Grímsárvirkjun, en var á þessum tíma farið að færa út kvíamar og fékk þetta ár það verkefni að leggja rafmagnslínu frá Reykjavík upp í Hvalfjörð vegna sementsverk- smiðjunnar á Akranesi. Eg fékk sumarvinnu við þessa línulögn. Það er skylt að taka það fram að þetta var góð vinna og fyrirtækið gerði í alla staði vel við okkur sem Kjallarinn Krlst ján Bersi Ólafsson hjá því unnu. Steingrímur hafði verkfræðilegt eftirlit meö verkinu og haföi því meira saman viö okkur að sælda en aðrir stjómendur. Hann kom oft á staðinn til aö fylgjast með hvernig gengi. Aldrei minnist ég þess þó að hann stæði okkur að vinnusvikum, enda þekktum við hann alltaf í mikilli fjarlægð á aksturslaginu, rykmekkinum og hraðanum. Steingrímur ók þá amerískri drossíu með U-númeri, sem hefur sennilega verið formlega í eigu fyrirtækisins og skráð við Grímsárvirkjun. Rafmagnslínan var auðvitað ekki lögö eftir þjóðvegin- um, og þess vegna þurfti Steingrím- ur oftast að aka síðasta spölinn utan vegar, þegar hann kom á okkar fund. En hann dró yfirleitt ekkert úr hraöanum, þótt veginn þryti, heldur göslaðist áfram á fullu yfir móa og mela, stokka og steina og hvað sem fyrir var. Það merkilega var að hann komst yfirleitt þangaö sem hann ætlaöi sér. En það er mjög vafasamt að bíllinn hafi verið orðinn upp á marga fiska eftir sumarið. Enginn breytir sjálfum sér svo aö heitið geti, segir í gamalli vísu og eru oft orö að sönnu. Ég get ekki að því gert að mér þykir ýmislegt í stjórnarháttum Steingríms Hermannssonar og ríkis- stjómar hans minna á aksturslagið uppi á Kjalamesi forðum daga. Þá komst hann að vísu yfirleitt það sem hann ætlaði sér. En gerir hann það núna? P.S. Eg sé í Þjóðviljanum aö forn- vinur minn, Jón Guðjónsson á Flat- eyri, kenndur við Veðrará, hefur veriö inni á svipuðum þankagangi og ég. Hann líkir Steingrími við Lenna í sögunni Mýs og menn eftir Steinbeek. Þar er trúlega of djúpt í árinni tekið. En þjösnaskapur hlýtur alltaf að vera dálítið hættulegur. Ekkert síður þótt tilgangurinn sé góður. Kristján Bersi Úlafsson skólameistari. NY EFNAHAGSSTEFNA kynnt fyrirfram. Gengis-, peninga- og ríkisfjármálastefnan er því aöilum vinnumarkaðarins kunn áður en til samningsgeröar kemur. Þetta er ný aðferö við stjórn efnahagsmála hér á landi, þó henni sé í meira eða minna mæli beitt víöast hvar í öðmm löndum, sem við berum okkur saman við. Nýju eða gömlu úrræðin Þaö er ákaflega mikilvægt aö þessi hagstjórnartilraun takist. Ekki verður annaö séð en að í sama farið sæki, ef þessi nýja efnahagsstefna nær ekki framað gangaog festa rætur. Það eru ekki nema tveir meginkostir fyrir hendi. Ný efnahagsstefna felur í sér leið til betri lífskjara. Gömlu úrræðin þýða aö menn sitja áfram í sjálfheldu verð- bólgunnar í sífellt verri vist. Gott samráð og samstarf milli ríkis- stjómarinnar og aðila vinnumarkaðar- ins getur ráðið miklu um árangur efna- hagsstefnunnar. Aðilar vinnu- markaðarins hafa mikilvægu hlutverki að gegna, bæði aö því er varðar skipt- ingu takmarkaðra þjóðartekna og ráð- stafanir til aö auka afköst þjóðar- búsins. Það eru hin raunverulegu vandamál en ekki launahækkanir í verðminni krónum. Ákaflega mikil- vægt er aö þeir aðilar, sem taka þær ákvarðanir sem mestu varða um þróun efnahagslífsins, leggi sitt af mörkum til að þær breyttu hag- stjórnaraöferðir, sem hér hefur verið lýst, skili sem bestum árangri. Gagn- rýni á hins vegar fyllsta rétt á sér, einkum ef bent er á betri kosti. Þórður Friðjónsson hagfræðingur. „Samiö hefur verið um mismunandi mikia veröbóigu meö lifskjara- og kaupmáttarskerðingu í „kaup- bæti"."

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.