Dagblaðið Vísir - DV - 08.11.1983, Blaðsíða 3

Dagblaðið Vísir - DV - 08.11.1983, Blaðsíða 3
*%-% **rr,i?a7í?\»iV* raT. f r»v»'i>'V;rT rr«. DV. ÞRIÐJUDAGUR 8. NOVEMBER1983. Krafla föl fyrir tvö þúsund milljónir getur skilað gróða eftir 25 áry segir raf magnsveitust jóri Ef Kröfluvirkjun lendir á sölulista fjármálaráöherra, verður hún föl fyrir líklega rúmar 2.000 milljónir króna. En sú upphæð svarar til skuldastöðu fyrirtækisins með öllum fjármagnskostnaði. Hingað til hafa allar framkvæmdir og allur fjár- magnskostnaður verið á lánum og ekkert verið borgað af þeim ennþá. Rafmagnsveitur ríkisins reka virkjunina nú í umboði ríkisins. Með samningi við Landsvirkjun kaupir það fyrirtæki tiltekna orku frá Kröfluvirkjun, einkum yfir veturinn. Mesta framleiðsla er nú um 20 mega- vött í senn. Ef látið verður þar við sitja getur Kröfluvirkjun aldrei borgað skuld- irnar niður samkvæmt nýlegri úttekt RARIK. Ef hins vegar virkjunin verður stækkuö í 60 megavatta fram- leiðslugetu, sem upphaflega var áætlað, og aðstæður breytast ekki til hins verra frá því sem nú er, nást skuldirnar niður á 25 árum. Þá er sem sagt ekki reiknað með því að al- mennt raforkuverð verði hækkað vegna Kröf luvirk junar, heldur að nú- verandi verð frá Landsvirkjun dugi, að sögn Kristjáns Jónssonar rafmagns veitustj óra. Afskriftartími gufuaflsvirkjana er metin 25 ár á móti 40 árum þegar um vatnsaflsvirkjanir er að ræða. Hins vegar endast virkjanirnar yfirleitt miklu lengur sé vel um þær hirt. Þvi gæti væntanlegur eigandi Kröflu- virkjunar séð fram á umtalsverðan gróða af kaupum sinum eftir þessi 25 ár,árið2008. HERB. Bláfjöll bíða gesta — vantar örlítinn snjó Aðeins vantar herslumuninn að hægt verði að opna skiðalandið í Bláfjöllum. Leiðrétting I frétt Regínu um ljós á bryggju- stúfnum á Gjögri átti að standa — að einnig sé komið ljós í saltfiskmóttöku Kaupfélags Strandamanna. Einnig var dóttursonur Regínu sagður vera fóstursonur hennar. Þetta leiðréttist hér með og eru viðkomandi beðnir velvirðingar á mistökunum. Að sögn Stefáns Kristjánssonar íþróttafulltrúa, sem athugaði skíða- landið um síðustu helgi ásamt fleirum, er þar nú púðursnjór þannig gerður að menn sökkva í gegnum hann og niður á jörð. Þyrfti ekki nema að snjóa eilítið meira til að mál væru komin í gott lag og hægt yrði að opna svæðið. Allt annað í Bláfjöllum stendur tilbúið nema ef vera rityldi stóra lyftan. Beðið er eftir manni frá Austurríki til að.gefa henni endanlegan stimpil, sá aðili er nú i Bandarík junum sömu erinda og kemur hér við í bakaleiðinni. „Við viljum ekki opna hana fyrr en Austurríkismaður- inn hefur gefið grænt ljós og þá verður ábyrgðin einnig þeirra,” sagði Stefán Kristjánsson. ___ -EIR. /Urvaí) \ KJÖRINN / \ FÉLAGI / Frá sýningunni Scandinavia Today íSafnahúsinu á Húsavík. DV-mynd: Ingibjörg Magnúsdóttir. Fimm sýningar á fjórum vikum — í Saf nahúsinu á Húsavík Frá Ingibjörgu Magnúsdóttur, fréttaritara DV á Húsavík: Fimm sýningar voru í Safnahúsinu á Húsavik í október. Listmálarinn öm Ingi frá Akureyri sýndi 36 myndir helgina 7.-9. okt. Aðsókn var góð. Tekinn var í notkun salur á neðstu hæð Safnahússins við opnun sýningar- innar Scandinavia Today. Sýningin varfrál3.til23.okt. Sýningin var unnin i samvinnu menntamálaráðuneytis og Menningarstofnunar Bandaríkjanna og samanstóð af myndum frá sýningunni í Bandarik junum. Við opnun sýngarinnar komu fram listamennirnir Hólmfríður Benediktsdóttir sópransöngkona og trompetleikarinn Martín Anderson, við undirleik Soffiu Guðmundsdóttur píanóleikara. Um áttatíu manns voru viðstaddir. Ingvar Þorvaldsson listmálari sýndi 14. til 17. okt. 30 vatnslitamyndir. Þetta var 14. sýning Ingvars, hann býr í Reykjavík en er fæddur og uppalinn á Húsavík. Ingvar sagði að ágæt aðstaöa væri í húsinutilsýninga. Töluvert af myndunum væru frá Húsavík og nágrenni og gott væri að koma í heimahagana með sýningu. Næsta málverkasýning var opnuð 28. október, en þá sýndi finnski málarinn Veijo Piispa 25 myndir. Sýning hans stóö í þr já daga. Sama dag og Veijo opnaöi sína sýningu sýndi Húsavíkurbær einnig teikningar af skipulagi bæjarins. Forstöðumaður Safnahússins er FinnurKristjánsson. -JGH UNO! 84. NÝ SEND/NG ER KOMIN. SÍÐASTA SENDING SELD/ST UPP Á 3 V/KUM. TRYGG/Ð YKKUR BÍL í TÍMA. HVAÐ SEGJA SERFRÆÐINGAR UM FIA T UNO: Sighvatur Blöndal I Morgunblaðinu: FIA T UNO . . . það er í raun með ólíkindum hversu mikið rými er fyrir ökumann og farþega... Aksturs- eiginleikar bílsins komu mér verulega á óvart. Þeir eru mjög góðir. Bíllinn liggur velhvort heldur ekið er hratt á steyptum vegum eða úti á hefðbundnum holóttum malarvegum. . . Um er að ræða óvenju rúmgóðan smábíl sem hefur auk þess mjög góða aksturseiginleika. CAR MAGAZINE: FIAT UNO er e.t.v. besti smábíll sem nokkru sinni hefur verið framleiddur (possibly the best smal/ car ever made). Ómar Ragnarsson I DV: Merkasti FIAT i tólf ár. Helstu kostir bílsins eru: góðir aksturseiginleikar, óvenju rómgott farþegarými, þróuð hönnun, góð fjöðrun, gott útsýni, þægileg útfærsla á farangurs- rými, sparneytni, hagstætt verð. VERÐUR HANN BÍLL ÁRSINS 1984? RUMGOÐUR - SPARNEYTINN - SNAR OG LIPUR Iegill I I VILHJÁLMSSONHF i FI ATi Smiðjuvegi 4, Kópavogi. Símar 77200 - 77202

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.