Dagblaðið Vísir - DV - 08.11.1983, Blaðsíða 4

Dagblaðið Vísir - DV - 08.11.1983, Blaðsíða 4
DV. ÞRIÐJUDAGUR 8. NOVEMBER1983. 4 StjómmálayfirlýsingSjálfstæðisflokksins: Stuðningur við ríkis- stjórn, fylgjandi frjáls- um samningsrétti, minnka enn umsvif m1#ÍcÍho — 80%lántilhúsbyggj- lllSinS endafelldút Stjómmálayfirlýsing 25. landsfund- ar Sjálfstæðisflokksins var samþykkt á fundinum í gærmorgun. Þar er meöal annars aö finna eftirfarandi kafla: „Landsfundur Sjálfstæöisflokksins lýsir yfir eindregnum stuðningi viö ríkisstjórnina og hvetur hana til að tryggja til frambúöar þann árangur sem náöst hefur. Af fullri einurð veröur að koma verðbólgunni , þegar á næsta ári, niöur á þaö stig sem er í helstu viðskiptalöndum Islend- inga.. . Sjálfstæðisflokkurinn er fylgjandi frjálsum samningsrétti og telur brýnt aö samið veröi um kaup og kjör innan þeirra marka sem stööugt gengi og ytri aðstæður setja atvinnuvegum og þjóöarbúi. I baráttunni við verðbólg- una veröur aö gæta þess aö afkoma þeirra sem verst eru settir veröi tryggö, meöal annars með aðgerðum í skattamálum. Haldiö veröi áfram aö lækka skatta og tolla, sem leggjast meö miklum þunga á ýmsar neyslu- vörur, jafnframt því sem unnið veröi að heildarendurskoðun tollskrár. Skattur af almennum launatekjum veröi afnuminn í áföngum.. . . Minnka veröur enn umsvif ríkisins, selja ríkisfyrirtæki, breyta viðskipta- bönkum í eigu ríkisins í almennings- hlutafélög og færa verkefni og tekju- stofna til sveitarfélaga eftir því sem kostur er. Fjárfestingarlánasjóöum verði heimiluð bein lánsfjáröflun. Hvarvetna verður aö beita aöhaldi í ríkisrekstrinum og leita nýrra leiöa til aö þaö fjármagn sem ríkið hefur til umráöa bæði til rekstrar og fram- kvæmda nýtist á sem bestan og hag- kvæmastan hátt. Sýna veröur fyllstu ábyrgö í ríkisfjármálum og tryggja eftir föngum haúalausan rekstur ríkis- sjóös.. . Atvinnuvegunum verður ávallt aö búa þau starfsskilyröi að framleiðsla og framleiöni geti aukist og góður rekstur skilaö arði. Meö því móti verður atvinnuvegunum gert kleift aö ná því réttmæta og eölilega markmiöi, aö dagvinnulaun einstaklings nægi til framfærslu meöalf jölskyldu. Afnema þarf mismunun milli rekstrarforma í atvinnulífinu og tryggja aö lítil fyrirtæki búi viö sambærileg skilyröi af opinberri hálfu og hin stærri. Framtak einstaklinga í atvinnurekstri veröur aö örva meö því aö draga úr skattlagningu á áhættu- f jármagni og afnema hömlur og höft.” I yfirlýsingunni er því fagnaö aö lán Byggingasjóös ríkisins hafi hækkaö um 50%. I upphaflegu tillögunni stóð ennfremur, ,,en ítrekar um leið aö margyfirlýstu markmiði Sjálfstæöis- flokksins um 80% lánafyrirgreiðslu til allra þeirra sem byggja eöa kaupa íbúö í fyrsta sinn veröi náöí áföngum”, en þetta var fellt út í endanlegri gerð stjórnmálayfirlýsingarinnar. I stjórnmálayfirlýsingu lands- fundarins segir ennfremur aö Sjálf- stæðisflokkurinn leggi áherslu á aö lokiö verði við þá endurskoðun stjómarskrárinnar sem nú stendur yfir og þær breytingar á kosninga- skipan sem samþykktar voru á Alþingi siöastliöiö vor veröi staðf estar. -ÖEF. ENN ÁRANGURSLAUS LEIT Á BREIÐAFIRÐI Lík tveggja skipverja, sem fórust með Hafeminum SH 122 á Breiða- firöi 31. október eru enn ófundin. Eins og kunnugt er björguðust þrír skipverjar af sex manna áhöfn en aðeins hefur fundist lík eins þeirra þriggjasemfómst. Viö sjópróf hjá sýslumanns- embættinu í Stykkishólmi kom fram að báturinn fékk á sig þunga öldu svo að hann hallaðist 30 til 40 gráður og strax á eftir fékk hann á sig brotsjó og sökk nokkrum andartökum síöar. Haugasjór var þegar báturinn sökk. Siglingamálastjóra veröa sendar niöurstöður sjóprófa og mun hann taka ákvörðun um hvort ástæöa er til frekari rannsóknar. Veöur hafa hamlað leit undan- fama daga og hefur ekki verið ákveðiö hvernig leit veröur háttaö áfram. -ÖEF. Dauöadansinn heitir myndverkið, en tíi hliöar viö það eru þau Ragn- hildur Stefánsdóttír sem veitt hefur veriö aðstaða i Listasmiðju Glits og Orri Vigfússon, framkvæmdastjóri Glits hf. Ragnhildur Stefánsdóttir f Listasmiðju Ragnhildur Stefánsdóttir mynd- höggvari hefur fengiö vinnuaöstööu í Listasmiðju Glits fram á vormánuöi 1984, en þá hyggst hún halda sýn- ingu á verkum sínum. Listasmiðja Glits var opnuö form- lega í marsmánuði síöastliönum af Davíö Oddssyni borgarstjóra. Þar leggur Glit hf. til vinnuaðstöðu fyrir listamenn til aö vinna að listsköpun sinni ákveðinn tíma í senn. Fyrsti listamaðurinn sem fékk Listasmiöj- una til afnota var Ragnar Kjartans- son myndhöggvari sem nýlega hélt stóra einkasýningu í Listmuna- húsinu. Ragnhildur Stefánsdóttir er 25 ára Reykvíkingur. Hún hefur lokið námi í myndmótunardeild Myndlista- og handíöaskóla Islands og stundaö nám í Myndlistaskólanum í Reykja- vík og við skóla í Bandaríkjunum. Hún hefur átt verk á nokkrum sam- sýningum hérlendis og erlendis. I Listasmiöjunni mun hún einkum fást viö höggmyndir og gerö lágmynda. -ÓEF. Enn leitað skipst jórans á Sandey II Hjálparsveit skáta og Flug- björgunarsveitin munu á næstunni ganga fjörur við Reykjavík á hverj- um degi í leit aö líki Guömundar Jónssonar, skipsstjóra á Sandey n sem fórst á Viöeyjarsundi. Jafn- framt munu félagar úr Slysavama- félagi Islands kanna eyjamar úti fyrir Reykjavík. Búið er að leita í flakinu og um helgina fór hjálmkafari niöur í flakið til að kanna það. Reynt veröur aö slæöa í nágrenni slysstaðarins næstu daga. Ekki em enn hafnar tilraunir til aö snúa flakinu á réttan kjöl þar sem þaö situr á Engeyjarrifi. 1 dag er fyrirhugað aö halda fund um hvort sú tilraun veröur gerð og þá hvemig. ÓEF. í dag mælir Dagfari í dag mælir Dagfari I dag mælir Dagfari Af landsmótum flokka Óhætt er að fullyröa að öll þjóðin hafi beöiö í ofvæni eftir fréttum af formannskjöri landsfundar Sjálf- stæðisflokksins. Sigur Þorsteins Pálssonar var stærri en almennt var búist viö því margir töldu fyrir fund- inn að úrslit mundu velta á nokkrum atkvæöum. En kosning Þorsteins og svo Friðriks Sophussonar til varafor- manns var afdráttarlaus og sýnir að á fundinum hefur náðst víðtæk sam- staða. Birgir tsleifur Gunnarsson tók ósigrinum af þeirri drenglund sem honum er eiginleg og er harla ólík- legt að úrslitin eigi eftir aö draga nokkura dilk á eftir sér. Sá mikli áhugi sem landsmenn sýndu á formannskjöri Sjálfstsðis- flokkslns sýnir best hve fólk, hvar í flokki sem það stendur, telur mikil- vsgt að þetta embætti sé vel skipað. Enda var ekki deilt um hæfni þremenninganna sem gáfu kost á sér og flestir þelrrar skoðunar aö hver þeirra sem yrði fyrir vallnu myndi skipa formannssæti meö heiðrl og sóma. I Þjóðviljanum hefur veriö reynt að halda því á lofti að þama hafl dúf- ur og haukar tekist á. Sigur Þor- steins sé sigur hinna harösnúnu leiftursóknarmanna sem ekki hiki við að grípa tll örþrifaráða tfl að þjarma að andstæðingum Sjálf- stæðisflokksins. Þessi áróður sýnir best hve Alþýðubandalagið er einræðissinnaður flokkur. Þar er valddreifingin svo litil að örfáir menn hafa þar öll völd. I Sjálfstæðis- flokknum fer öll stefnumótun hins vegar fram á mun víðari grundvelli og á þeirri stefnumótun byggir formaðurinn sitt starf og sinn mál- flutning. Hins vegar mótast áherslur Gylfasonar sem þar var primus motor. Ahugaleysi fólks á þessari flokksnefnu kemur elnnlg í ljós á þelm opnu þingflokksfundum sem Bandalagið hefur efnt til. Þeir fundir eru fásóttir og vekja enga athygli. Hinn nýi flokkurinn, Kvennalist- inn, hélt landsfund á dögunum og þar var hiö sama uppl á teningnum. Al- gjört áhugaleysl um það sem þar fór fram enda virðast þau samtök eiga mjög erfitt með að koma sér saman um einföldustu hluti. Dagheimilis- málin endast ekki tll eilif öaraóns. Stutt er í landsmótið hjá Alþýðu- bandaiaginu. Úr þeim herbúðum er það helst aö frétta að kona sæki fast aö komast í stól varaformanns. Þar er um aö ræða Álfheiöi Ingadóttur. Kjartan Ólafsson gefur ekki kost á sér enda veit hann sem er að hann fengi varla nema sitt eigið atkvæði. Alfheiður hefur hins vegar unnið ötullega aö sínu framboöi bak við tjöldin og óspart haldið því á lofti að kosning sín myndi færa flokknum at- kvæði margra kvenna sem kusu Kvennalistann síðast. Að sjálfsögöu fylgist faðir hennar, Ingi R. Helga- son, gaumgæfilega meö öilum hræringum úr hásæti sínu bak viö tjöldln. Þegar rúblurnar koma rúU- andi frá Leningrad getur aUt skeð. Ekki er hins vegar að búast vlð neinum tíðindum af formannsmálum Alþýðubandalags. Svavar telur sig sjálfkjörinn áfram og stjarna Ólafs Ragnars Grímssonar heldur áfram að faUa. En á næstu dögum má hins vegar búast við frekari fréttum af varaformannsmálum því ekkl mun því aö heUsa að Alfheiður hreppl hnossið baráttulaust. Dagfari auövitað aUtaf af því hver á heldur hverju sinni. Dagfari óskar Þorsteini tU hamingju með sigurinn og lofar stuðningi við hann tU allra góöra verka eins og stundum er sagt. Þaö hefur hins vegar lítið farið fyrir áhuga almennings á landsfundi Bandalags jafnaðarmanna. Innan við eitt hundraö manns sótti þá sam- komu og virðist aUur vindur úr þessu bandalagi eftir fráfaU Vilmundar

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.