Dagblaðið Vísir - DV - 08.11.1983, Blaðsíða 10
10
DV. ÞRIÐJUDAGUR 8. NOVEMBER1983.
Utlönd
Utlönd
Utlönd
Utlönd
Umsjón: Guðmundur Pétursson
Palme ætlar að þyngja
skattpíninguna enn
Olof Palme forsstlsráðherra grípur
til sömu sparnaðarráðanna, sem
hann gagnrýndi stjórn borgaraflokk-
anna fyrir, og hyggst hækka skatt-
ana enn f Sviþjóð.
Sparnaðarf járlög þau, sem ríkis-
stjórn sósíaldemókrata lagöi fyrir
sænska þingiö um mánaðamótin,
þykja æði ólik þeirri stefnu sem
flokkurinn fylgdi fyrir þingkosning-
arnar í september í fyrra, þegar
hann var í stjórnarandstöðu.
Halda borgaralegu flokkarnir þvi
frarn að þau séu ein runa talandi
dæma um kosningasvik sósialdemó-
krata — nefna þó sérstaklega til-
lögumar um lækkun ellilífeyris,
afnám nær allra niðúrgreiðsina á
matvörum og lækkun á fjárveiting-
um til aðstoðar við þróunarlönd.
IMýir skattar
Takmark rikLsstjórnarinnar er að
gæta þess að hallinn á f járlögunum
verði ekki meiri en þeir 90 milljarðar
sænskra króna sem hann er á núgild-
andi fjárlögum. En margar útgjalda-
hækkanir eru sjálfvirkar svo að
stjórnin ákvað að skera niður kostn-
aðarliði fjárlaganna um að minnsta
kosti 5 milljarða og hækka um leið
skatta um 9 milljarða.
Á hlutabréfamarkaðnum gætir
nokkurra hræringa vegna kvíöa
manna fyrir væntanlegum nýjum
sköttum. Kornið hefur til tals að
leggja 1% aðstöðugjald á hlutabréfa-
veltuna og ætti þaö að færa ríkissjóði
0,8 milljarða króna tekjur. Annar
möguleiki, sem einnig þykir til
athugunar, er að hækka skatta af
arði hlutabréfa en sósíaldemókratar
hafa til þess lagst gegn því. Þriðji
möguleikinn hefur þótt sá að halda
áfram með tekjuskattsálagninguna
hjá f yrirtækjum, sem nemur 20%.
Meðal annarra skattahækkana,
sem liggja í loftinu, er fasteigna-
skattur um 1,4% af fasteignamati, en
áætlað er að hann geti gefiö rfkis-
sjóði 1,5 milljaröa króna. Af minni
íbúðum leiðir það til 100—150 króna
útgjaldaaukningar á mánuði. —
Þessi skattur kæmi fyrst til álagn-
ingar 1985.
Þá er einnig búist við hækkun á
stóreignaskatti. Hann er i dag 1,5%
af eignum á bilinu 0,4—0,6 milljónir
sænskra króna en rætt er um að
hækka hann um 1% á hverju þrepi
þarfyrirofan.
Nýr skattur af bátum á að færa
ríkissjóði 0,2 milljarða króna og ný-
leg hækkun á áfengi og tóbaki á að
skila af sér 1 milljarði króna. Skóg-
nytjaskattur á að gefa af sér 0,2 mill-
jarða króna.
IMiðurgreiðslur og lífeyrir
Afnema á allar niðurgreiðslur af
matvöru að undanskilinni mjólk.
Það leiðir af sér að nautakjöt mun
hækka um 5,60 krónur, svinakjöt um
0,60 og osturinn hækkar um 3,20
krónur. A því mun ríkissjóður spara
um 1 miil jarð.
Með því að lækka visitölubætur á
ellilífeyri eiga að sparast 3 milljarð-
ar króna. — Sósíaldemókratar gagn-
rýndu ríkisstjórn borgaralegu flokk-
anna mjög harðlega á sínum tíma
fyrir að lækka vistitölubætur á ellilif-
eyrí. Þegar þeir nú grípa til sömu
ráða réttlæta þeir það með því að
ellilaunþegar verði að taka sinn þátt
í því að greiða gengisf ellinguna með
hærri innflutningskostnaði.
Annar sparnaður
Þá er einnig gripið til niður-
skurðar á sviði menntamála. Þannig
veröa til dæmis læknaskólinn i
Málmey og tannlæknaskólinn í
Gautaborg lagðir niöur og eiga að
sparast á því 0,6 milljaröar króna.
I aðstoöinni til þróunarlandanna á
aö spara um það bil 0,4 milljarða
króna. Þar meö hefur Sviþjóð gefist
upp við eitt prósent markið, sem
fyrst komst inn á fjárlög 1975. Það
miðaðist við að aöstoð viö þróunar-
lönd skyldi vera 1% af brúttóþjóðar-
tekjum. Nú er ætlunin að f járveiting-
ar til þessara mála verði ekki nema
0,93%. Sá niðurskurður mun fyrst og
fremst koma niöur á 'skyndihjálp
vegna náttúruhamfara því mestur
hluti f járveitinga til þróunarlanda er
bundinn við langtima framkvæmdir.
Stjórnarandstaðan
Borgaralegu flokkarnir og þá
sérstaklega „moderatarna" styðja
í grund vallaratriðum sparnað í rikis-
rekstrinum en þeir munu að likind-
um greiða atkvæði á móti flestum
þessum tillögum sósíaldemókrata. j
Búist er við að stjórnin slíti sam-
komulaginu, sem hún náði við borg-
aralegu flokkana, miðflokkinn og
„Folkpartiet", um skattalækkanir
og er búist við því að aöalátökin
sprettiútafþví. '
Samtök „friðarfólksins" á Norður-
lrlandi, sem eitt sirm vöktu vonir um
að einhvern tíma mætti binda enda á
blóðsúthellingarnar þar, eru enn við
lýði en ekki nema skugginn af þvi
sem eitt sinn var. Og samkvæmt því
sem forvígismenn samtakanna seg ja
er það einmitt eins og þeir vilja hafa
það.
Þessi hreyfing varð til 1976 eftir að
þrjú ung börn höfðu látið lífið þegar
þau urðu fyrir flóttabifreið IRA-
hryðjuverkamanna, sem orðið hafði
fyrir skothrinu frá breskum dátum.
Hún var stofnuð af Mairead Corrig-
an, móðursystur barnanna, og vin-
konu hennar, Betty Williams, ásamt
blaðmanninum Ciaran McKeown.
Þau vöktu aðrar konur til aðgerða
og kölluðu þusundir manna heima
fyrir og erlendis út á götur í kröfu-
göngur, þar sem þess var krafist að
róstunum linnti. — Hæst bar samtök-
in 1977, þegar Corrigan og Williams
var úthlutað friðarverðlaunum
Nóbels.
Upp úr þvi hófst ágreiningur innan
hreyfingarinnar um framtíðarstefn-i
una og um hvernig ver ja skyldi því fé
sem að henni streymdi úr öllum
áttum. Þær Mairead og Betty greindi
á um hvort skoða bæri nóbels-
verölaunaféð persónulega eign
þeirra sjálfra eða hvort það ætti að
renna í sjóði hreyf ingarinnar, eins og
Mairead vildi. Hjónaband Betty
Williams leystist upp. Hún var tekin
f yrir ölvun við akstur og y firgaf loks
N-lrland 1981 til þess að hefja nýtt lif
í Bandaríkjunum. En þessar uppá-
komur rýrðu samtökin trausti og sá
aimenni stuðningur, sem þau höfðu
hlotið, gufaði upp.
Fjölmiðlar, sem í byrjun höfðu
borið hreyfinguna á höndum sér,
sneru við henni baki þegar hún tók að
gagnrýna harðlega stofnanir og
frammámenn fyrir að leggja ekki
nógaðsér.
En í siðasta mánuði sýndi friðar-
fólkið að það er enn að verki, en þá
var haldið 7. ársþing samtakanna i
Belfast. Enn áréttaði það fyrri heit
um að stuðla að því að brjóta niður
múrinn milli mótmælenda og
kaþólskra. — Fundurinn, rétt eins og
flest öll önnur starfsemi samtakanna
siðustu ár, vakti litla eftirtekt enda
eru þetta orðin miklu fámennari
samtök, aðeins milli 150 og 200 virkir
meðlimir.
FRIÐARFÓLKIÐ
A N-ÍRLANDI
STARFAR ENN
Betty Williams og Mairead Corrigan viö afhendingu f riðarverðlauna Nóbels, sem þær hlutu vegna starfs þeirra að
f riði á N-Irlandi. Samtök þeirra, „Friðarf óllii ð", eru enn við lýði þótt lítið fari fyrir þeim.
„En ég held að við stöndum öflugri
og heilbrigðari núna, með fámennan
kjarna ötulla félaga, fremur en
fjöldahreyfingin var, með mislitt fé
innanborðs," segir Paul Smyth, einn
úr st jórn samtakanna.
Félagsskapurinn lætur ennfremur
minna á sér bera oröiö og foröast
sviösljósið eftir leiðindaumfjöllun
þess tima þegar mest gekk á.
Samtökin hafa einnig minna fé úr
að spila. Arsveltan, um 45 þúsundir
Bandaríkjadala, að mestu fengin
með frjálsum framlögum frá Banda-
ríkjunum. Þrír fastráðnir starfs-
menn og sex sjálfboðaliðar ganga til
daglegra verka í „Friðarhúsinu",
sem er múrsteinshús að hruni komið
í einu úthverf a Belfast.
Helstu daglegu annir liggja í því að
sjá ættmennum dæmdra fanga í
öryggisfangelsunum Maze við Bel-
fast og Magilligan hjá Londonderry
fyrir flutningi til heimsókna í fang-
elsin. Samtökin eru óflokksbundin og
gera þaö að skilyrði að mótmælendur
og kaþólikkar ferðist saman i sömu
rútunni í þessar heimsóknir. Reynsla
þeirra er sú að aöstandendur kynnist
í þessum ferðum og t.d. opnist augu
mæðra fyrir þvi að þær eigi við sömu
vandamalin að glíma i uppeldi
barna, sem eiga föður í fangelsi,
hvort sem þær tilheyri mótmælend-
um eða kaþólskum.
Samtökin gangast einnig fyrir
ýmsum barnaskemmtunum og
íþróttaleikjum barna, þar sem
blandað er saman úr beggja hópi.
Einnig gefa þau út vikuritið Friður
með friði sem borið er í hus tll sölu.
Aðaltilgangurinn með útgáfu
þessa rits er mótvægi við Lýðveldis-
fréttir, rit sem gefið er út af IRA
(Irska lýðveldishernum, hryðju-
verkasamtökum kaþólskra) til þess
að breiða út málstað hryöjuverkaafi-
anna.
Hreyfingin rekur einnig í Noregi
sumarbúðirfyrirbörn mótmælenda
og kaþólskra, en Norðmenn standa
undir kostnaðinum af þeim rekstri.
Sömuleiðis berjast samtökin fyrir
umbótum í fangelsismálum og gegn
neyðarástandslögunum, sem þau
segja stríða gegn réttlæti.
Efst á dagskrá hjá samtökunum
sem framtiðarverkefni er að koma
sér upp sveitabýli á N-Irlandi þar
sem ungt fólk geti starfað saman,
kaþólikki og mótmælandi hlið við
hlið.