Dagblaðið Vísir - DV - 08.11.1983, Blaðsíða 14

Dagblaðið Vísir - DV - 08.11.1983, Blaðsíða 14
 Nauðungaruppboð sem auglýst var í 19., 24. og 27. tölublaöi Lögbirtingablaösins 1983 á eignmni Lækjargötu 12B, Hafnarfirði, þingl. eign Ólafs Úlafssonar, fer íram eftir kröfu Gjaldheimtunnar í Reykjavík, Ingvars Björnssonar hdl. og Jóns Finnssonar hrl. á eigninni sjálfri föstudaginn 11. nóvem- ber 1983 kl. 14.30. Bæjarfógetinn í Hafnarf iröi. Nauðungaruppboð sem auglýst var í 19., 24. og 27. tölublaði Lögbirtingablaðsins 1983 á eigninni Dalsbyggö 1, Garöakaupstað, þingl. eign Oskars G. Sigurðs- sonar, fer fram eftir kröfu innheimtu ríkissjóös, Gjaldheimtunnar í Reykjavík og Veðdeildar Landsbanka íslands á eigninni sjálfri föstu- daginn 11. nóvember 1983 kl. 15.45. Bæjarfógetinn í Garðakaupstað. Nauðungaruppboð sem auglýst var í 31., 34. og 44. tölublaði Lögbirtingablaðsins 1983 á elgninni Löngumýri 1, Garðakaupstað, þingl. eign Tryggva Geirs- sonar, fer fram eftir kröfu Landsbanka íslands á eigninni sjálfri föstu- daginn 11. nóvember 1983 kl. 16.00. Bæjarfógetinn í Garðakaupstað. Nauðungaruppboð sem auglýst var í 31., 34. og 44. tölublaði Lögbirtingablaðsins 1983 á eigninni Hegranesi 23, Garðakaupstað, þingl. eign Eðvarðs Árna- sonar, fer fram eftir kröfu Útvegsbanka íslands, Brunabótafélags ís- lands og Gests Jónssonar hrl. á eigninni sjálfri föstudaginn 11. nóvem- ber 1983 kl. 16.30. Bæjarfógetinn í Garðakaupstað. Nauðungaruppboð sem auglýst var í 19., 24. og 27. tölublaði Lögbirtingablaðsins 1983 á eigninni Ægisgrund 12, Garðakaupstað, þingl. eign Örlygs Arnar Odd- geirssonar, fer fram eftir kröfu Garðakaupstaðar og Lífeyrissjóðs verslunarmanna á eigninni sjálfri föstudaginn 11. nóvember 1983 kl. 17.00. Bæjarfógetinn í Garðakaupstað. Nauðungaruppboð annað og siðasta á Grundarlandi 17, þingl. eign Svavars L. Gestssonar, fer fram eftir kröfu Gjaldheimtunnar í Reykjavik á eigninni sjálfri fimmtudaginn 10. nóvember 1983 kl. 16.15. Borgarfógetaembættið í Reykjavik. Nauðungaruppboð annað og síðasta á hluta í Espigerði 4, þingl. eign Bjarna Einarssonar o.fl., fer fram eftir kröfu Gjaldheimtunnar i Reykjavik á eigninni sjálfri fimmtudaginn 10. nóvember 1983 kl. 15.30. Borgarfógetaembættið í Reykjavik. Nauðungaruppboð sem auglýst var í 70., 72. og 74. tbl. Lögbirtingablaðs 1983 á hluta i Snorrabraut 33, þingl. eign Ingibergs D. Hraundal, fer fram eftir kröfu Gjaldheimtunnar i Reykjavík fimmtudaginn 10. nóvember 1983 kl. 14.30. Borgarfógetaembættið í Reykjavík. Nauðungaruppboð sem auglýst var i 70., 72. og 74. tbl. Lögbirtingablaðs 1983 á hluta i Hjallavegi 31, þingl. eign Grims Hjartarsonar o.fl., fer fram eftir kröfu Gjaldheimtunnar í Reykjavík á eignlnnl sjálfri fimmtudaginn 10. nóvember 1983 kl. 11.15. Borgarfógetaembættið i Reykjavík. Nauðungaruppboð annað og siðasta á hluta i Miklubraut 60, þingl. eign Bryndísar J. Þráinsdóttur, fer fram eftir kröfu Sigurmars K. Albertssonar bdl. á eigninni sjálfri fimmtudaginn 10. nóvember 1983 kl. 15.00. Borgarfógetaembættið í Reykjavík. Nauðungaruppboð annað og siðasta á hluta í Barmahlíð 8, þingl. eign Gisla G. Gunnarssonar o.fl., fer fram eftir kröfu Gjaldheimtunnar i Reykjavik á eigninni sjálfri fimmtudaginn 10. nóvember 1983 kl. 14.00. Borgarfógetaembættið i Reykjávik. DV. ÞRIÐJUDAGUR 8. NOVEMBER1983. ORKUNOTKUN FISKISKIPA OGFLEIRA Eg hóf að skrifa um orkunotkun i fiskiskipum fyrir um 30—40 árum og leyfi mér að reifa þaö mál rétt einu sinni enn. Sem áður er tilgangur minn meö þessari grein að vekja athygli á orku- notkun í fiskiskipum og fleiru. Ekki ætla ég að orðlengja þetta um of heldur bendi á meðfylgjandi töflu, sem sýnir m.a. orkuaukningu, þ.e. hestöfl miöaö við brúttólest, veiöi í kílóúm á brúttólest fiskiskipa á ýmsum tímum. I þessar töflur vantar upplýsingar um eldsneytisnotkun skipanna. Ofull- nægjandi upplýsingar um orkunotkun fiskiskipa eru í riti Orkustofnunar, því þar er aðeins skýrt frá gasoliunotkun en ekki svartolíu. Víst veit ég að ýmislegt hefur verið gert til aö lækka orkukostnað, svo sem með brennslu svartoliu og notkun orkunýtingarmæla. En hver er árangurinn? Hefur árangurínn orðið 95,5% sparnaður (miðað viö notkun 1942), eða 20% eða5%. Um endingu véla í fiskiskipum Hver er ending véla í fiskiskipum? Við athugun á örlögum véla sem settar voru í fiskiskip áriö 1967 reyndist ending þeirra vera sem hér segir miðað við stöðuna áríð 1982: I sjö ár entust 4,9%, í átta ár 1,3%, í níu ár 4,4%, í tíu ár 26%, í tólf ár 9,4%, í fjórtán ár 12,8%, í fimmtán ár 7,7% og yfir 16 ár 33,5%. Samtals rúmlega 12 þúsund hestöfl. Svo heyrir maður um að skipt sé um vélar í skuttogurum eftir 10 eða 11 ár. Þetta er auövitað í besta lagi, vegna þess hve hagnaður á rekstri skipanna er mikill! Og auðvitaö er til ótakmarkaður gjald-: eyrir! Sigurður H. Ólafsson vélaviögerðarmönnum að þeir standi sig ekki sem best. Eg vil taka það fram að margir vélstjórar og vélsmiðir eru mjög vandvirkir sem sýnir sig í lengri endingu og færri vélabilunum. 3. Utgerðarmenn fleygja vélunum þegar þeir hafa búið skipið t.d. með of stórri botnvörpu eða einfaldlega að þeir vilja fá út meiri ganghraða. En hver varð gagnhraöa aukningin hjá þeim, t.d. við tvöföldun orku? Endingartími véla er alltof skammur Framleiöendur allra véla gefa upp á- kveðna tímasetningu hvenær á að gera vélunum ýmislegt til góða, þar á meðal um allsherjar athugun á vél. Segjum aö þaö sé eftir 10 ára notkun. Eftir slika klössun ætti vélin að ganga önnur tíu ár og jafnvel tíu í viðbót? Hví að „Spyrja mætti um áhrif á vátryggingar- gjöld ef útgerðarmenn sæju til þess að viuhald og eftirlit með vélum og tækjum væri skipulegra? Hvað um samanburð á vá- tryggingargjöldum íslenskra skipa og vá- tryggingarkostnaði hjá erlendum keppi- nautum okkar?” Spumingin er þessi. Er það sjálf- sagður hlutur aö ending véla sé eins og hér á undan er skýrt frá? Hvers vegna er ástandið svona? Gæti ástæðan verið einhver eftirtalinna? 1. Lánafyrirkomulag Fiskveiðasjóðs hefur verið þannig að útgerðarmenn töldu hagkvæmara aö kaupa nýja vél og fleygja „gömlu vélinni” (í hrota- jám?). 2. Þá telja sumir útgeröarmenn aö þeir hafi þá reynslu af vélstjórum og lengja ævi vélanna? Borgar þaö sig? Fyrir útgerðina? Fyrir þjóðina? Eða? Ég tel að spara megi erlendan gjald- eyri ef fárið yrði eftir ráöleggingum vélaframleiðenda. Þá þurfum við aöeins að kaupa varahluti þá sem ekki1 standast skoðunarkröfur. Atvinnutækifæri aukast Atvinnutækifæri aukast og mér kæmi það ekki á óvart aö sú nýtingar- Menning Menning Menning EFBÖRNIN VEIKJAST Gyllonswárd, Ake og Hágglund, Ulla-Britt: BARNASJÚKDÓMAR OG SLYS. íslensk þýöing: Guösteinn Þengilsson. Reykjavflk, löunn, 1883. Ymsar handbækur eru þannig úr garði gerðar, að ekkert heimili ætti að vera eða getur verið án þeirra., Þaö á meðal annars við um oröabæk- ur og slík rit. A seinni árum hefur, sífellt meira verið gefiö út af hand-! hægum og aðgengilegum handbók- um, m.a. um heilsufræði og skyldar greinar. A síðasta ári gaf Iðunn t.d. út bókina Hverju svarar læknirinn? Þeirri bók var ætlað að svara ýmsum spurningum sem upp kunna; að koma varðandi læknisfræöileg málefni. Nú hefur sama forlag gefið út bók sem nefnd er á islensku Barnasjúk- dómar og slys. Er það handbók fyrir foreldra og aðra þá sem umgangast böm. Þeir sem eiga böm hafa áreiðanlega oft staöiö frammi fyrir ýmsum spurningum varðandi heilsu- far þeirra. Þessari bók er ætlað að veita svör við ýmsum slíkum spum- ingum. I formála bókarinnar segir þýðandinn, Guðsteinn Þengilsson, meöal annars um markmið út- gáfunnar: „Höfundar segja, að það hafi verið markmið sitt að semja auðskilda og hagnýta bók, sem væri búin góöum skýringamyndum. Þeir hafa gert sér far um að hafa mikið af stuttum og ljósum leiðbeiningum, svo að ungir og óreyndir foreldrar geti fremur áttað sig á, hvort veikt eða slasað barn þeirra sé í yfirvof- andi hættu og hvaö þau eigi helst að gera við tilteknar kringumstæður.” Bókinni er skipt niöur i 43 kafla. Kaflamii’ em stuttir og greinargóðir og lítið um málalengingar. Þar af leiðandi er bókin mjög aðgengileg og kemur reyndar fleira til í því sambandi. Bókmenntir SigurðurHelgason Bókin er sænsk og kom upphaflega út hjá Bonnier forlaginu. Oft fer ekki vel á að þýða bækur beint af erlendu máli til notkunar sem handbækur fyrir almenning. Það kallar á að viss atriði séu staðfærð og í þessari bók rakst ég ekki á neina hnökra í þeim efnum. Guðsteinn Þengilsson læknir þýddi bókina og virðist mér það starf veravel af hendi leyst. Notkun læknisfræðiorða er stillt eins mikið í hóf og nokkur kostur er í bók sem fjallar fyrst og fremst um læknisfræðileg atriði. Fyrr hefi ég nefnt sem kost við bókina að greinar allar séu stutt- orðar og gagnorðar. Þá er notkun myndefnis til fyrirmyndar og skýra myndirnar oft nánar hluti sem textinn hefur ekki vald á að skýra til fullnustu. Greint er frá öllum helstu smit- sjúkdómum sem hrella böm. Gefnar eru lýsingar á helstu einkennum þeirra og einnig ráðleggingar varðandi meðferð. Þá er og sagt til um hversu langur timi þurfi að líða þar til óhætt sé aö senda böm að nýju á dagheimili eða í skólann. Þá era sýnd skýr línurit yfir þróun sótt- hita meöan sjúkdómarnir ásækja sjúklingana. Höfundarnir gleyma ekki sálræna þættinum í tengslum við veikindi og slys. Kaflar eru um hvernig bregðast eigi við sjúkrahúsdvöl bama og einnig hvernig hentugast sé að bregðast við aöstæðum með veik börn í heimahúsum. Þá er og kafli um bömin í umferðinni og einnig er greint frá góöu og hollu mataræði. Það eru gífurlega margir kostir við bókina Barnasjúkdómar og slys. Við skoðun hefi ég reynt að finna galla og reynt að finna upp á spumingum sem mér detta í hug á þessu sviði. Ekki stóð á svörum við spumingum mínum og gailarnir eru ekki teljandi. Skýrt efnisyfirlit er framarlega i bókinni og sérstaklega eru dregin út atriði sem fólk kann aö þurfa að fá upplýsingar um í fljót-

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.