Dagblaðið Vísir - DV - 08.11.1983, Blaðsíða 18

Dagblaðið Vísir - DV - 08.11.1983, Blaðsíða 18
Tíðarandinn Tíðarandinn Tíðarandinn morgunveröi og hádegismat og kolvetnisauöugum kvöldmat. Daginn þar ó eftir neytir maöur eins litillar fæöu og manni er fram- Flugferðir Baldur Hermannsson ast unnt, og þá aöeins fæöu sem er snauö af kolvetnum og hitaeiningum. Daginn fyrir ferðina snýr maöur blaöinu aftur við og ryöur í sig allt hvaö af tekur, en þegar svo ferða- dagurinn langþráöi loksins rennur upp gerist maður spameytinn á nýjan leik og dregur mjög við sig fæðuna. DV. ÞRIÐJUDAGUR 8. NOVEMBER1983. ÞJÓÐRÁÐ GEGN ÞOTUSLENI öfugsnúin er veröldin, aö það skuli taka mann jafnlangan tíma aö skæl- ast í morgunsáriö ofan úr Breiðholti, niður á Bifreiöastöö Islands, þaðan meö rútu suður á Keflavíkurflugvöll og flugferðin sjálf yfir Atlantshafiö — og þar á maöur svo fyrir höndum aö biða mislangan tíma eftir farangrinum og koma sér síðan heilum á húfi á áfangastaöinn. En svona er þetta nú samt. Þaö er allt kapp lagt á aö stytta sjálfan flugtímann, þó aö undirbúningurinn og eftirleikurinn taki samanlagt lengri tíma, og þaö er spuming hvort feröahraöinn sé ekki oröinn ónauðsynlega mikill þegar á heildina I erlitiö. Einn er sá annmarki flugferða nútímans, sem flestir Islendingar kannast við af eigin raun, en þaö er j þotuslenið illræmda — sú þreyta og doöi sem hrjáir ferðalanginn dögum saman eftir að hann hefur þeyst á þotuvængjum þvert yfir regindjúp Atiantshafsins. A enskri tungu kallast þotuslenið „jet lag”, og margir hugvitssamir feröamenn og gáfnaljós hafa lagt heila sina rækilega í bleyti til þess aö ráöa bót á þessu argvítuga meini samtimans. Dan Baum er einn slikur maöur nefndur, og hann fjallar um þessa hluti í Wall Street Journal alveg fyrir' skemmstu. Hann getur þess aö loksins sé búiö aö finna sæmilega lausn á vandanum og þykir mér tilvaliö að greina frá henni hér í örstuttu máli, ef ske kynni að þaö kæmi sér vel fyrir einhvem feröafúsan lesanda DV þegar stundir líöa. Lausn vandans er i þvi fólgin aö breyta mataræöi sinu siöustu dagana fyrir feröaiagiö. Maöur gerir sér þá fyrst grein fyrir því, hvenær árbítur er snæddur í landi því sem maður ætlar aö heim- sækja, og fjórum dögum fyrir ferð- ina hefst maður handa svo að um munar, ryður í sig eggjahvíturíkum þátt í þotusleni margra farþega. Ymis stórfyrirtæki beggja vegna Atlantshafsins hafa þá reglu aö banna fulltrúum sínum að skrifa upp á skjöl og samninga, fyrr en hæfileg- ur tími er liðinn eftir ferðalagið svo aö likami og sál nái að hrista af sér þotuslenið. Þaö er eins gott að stjómmála- menn valdamiklir hafi samskonar hátt á, og það er sagt um farand- ráöherrann fyrrverandi, hann Henry gamla Kissinger, aö hann hafi hrein- lega gefist upp á því aö laga sig stöö- ugt að nýjum og nýjum sólartíma, heldur hagaö sér alltaf og alls staðar samkvæmt þeim bandaríska sólar- tíma sem hann var vanur heima fyrir. Hann svaf á daginn ef þvi var aö skipta og vakti um nætur og lagði á ráöin um skipan heimsmálanna ef þörfin krafði, og kannski er aðferöin hans Kissingers miklu heppilegri en aðferð Dan Baums, þó aö vafalaust séu þeir heldur fáir sem kæmust upp með að lifa samkvæmt henni. Farandráðherrann fyrrverandi, hann Henry gamli Kissinger, hafði ráð undir rifi til þess að sigrast á þotusieninu. Steingrimur Sigurðsson listamaður lenti snemma í ferðalögum og fyrir viku var hann á leið til ættjarðarinnar með líf sbók merkilegrar konu í farteskinu. _______________________ Mynd: BH. „Ég er svo hrifinn af flugtakinu” — segir Stemgrímur Sigurðsson listamaður, sem lenti ungur í f erðalögum „Oskaplega er hann líkur honum Steingrími Sigurðssyni,” hvíslaði þrýstin og velhaldin tignarkona á besta aldursskeiði í eyra flugfreyj- unnar og benti kankvíslega fram eft- ir Flugleiöavélinni, þangað sem grillti óljóst í listamannslegan hnakkasvip og úlfgráar yrjur í föngulegu skeggi. „Það er nú vegna þess að þetta er hann Steingrímur,” sagði flugfreyj- anogbrostihýrlega. Steingrímur Sigurðsson er alltaf aö ferðast. Ungur lenti hann í ferða- lögum, eins og sagt var um bónda nokkum í frægri sögu, og síðan hefur hann haldið uppteknum hætti. Einu sinni var hann að flækjast vestur á fjörðum og lenti í einhverj- um kröggum, en þá birtist honum hamingjudisin í líki merkilegrar konu — Brynhildur hét hún þá en nú ber hún nafniö Brynhildur Björnsson Borger. Forlögin höfðu reyndar ætlað þeim tveimur meira en eina stund til hjals og viöræöna, því Steingrímur var einmitt á leið heim til Islands meö lífsbók Brynhildar í farteski sínu, þegar ég rakst á hann þama í Flug- leiðavélinni fyrir viku. Brynhildur er nefnilega af farfuglakyni, rétt eins og Steingrimur, og þessa stundina er hún búsett í Flensborg í Slésvík Hol- stein, sem forðum daga var dönsk sýsla, en er nú talin þýskari en allt sem þýskt má telja. Karlmennska og hugrekki — Er ekki óttalegt basl aö vera svona alltaf á ferðalögum, Steingrímur? „Uss nei, þetta er bara spuming um vana. Maður venst öllum fjand- anum. Svo er ég hrifinn af flugtakinu — þessumn ógnarkrafti og heljartök- um sem hef ja þotuna á loft. Fyrrum var einhver beygur í mér aö fljúga, en nú er ég farinn aö sjá karlmennsk- una og hugrekkiö í þessu. Þaö er nefnilega enduryngjandi aö ferðast — ég er nú orðinn 58 ára gamall en ég skynja ekki aldurinn fyrir tvo aura; ég er fullfær í allan sjó, heilsubetri en áöur, á vissan hátt skynsamari en skaphitinn nákvæmlega só sami.” — En laumast ekki óttinn að þér á stundum, sérstaklega þegar illt er í lofti og flugvélin kastast til eins og leiksoppur vindanna ? „Nei, nei, nei. Eg hef lifað vel og lengi og hressilega og eitt sinn skal hver deyja. Eg er löngu vaxinn upp úr því aö vera hræddur viö að ferð- así. Ég stilti mig inn á það aö hafa gaman af feröinni; ég hleypi í mig feröahug og nýt þess sem fyrir mig ber, því aö hver Ðugferð hefur sín sérstöku einkenni; þaö er misgóð stemmningin eins og gengur, jafnt meöal áhafnar og farþeganna í þot- unum og þaö er alltaf eitthvaö nýtt aðgerast.” — Nú finnst sumum erfitt að iaga sig í hvelli aö þeim aðstæðum og sólartíma sem ríkja á hverjum staö. „Ég hef þaö fyrir reglu að laga mig sem fyrst að þeim háttum sem ríkja þar sem ég er niður kominn. Þegar ég var í Þýskalandi aö vinna þessa bók um hana Brynhildi, þá snæddi ég í fyrstu öðruvisi morgun- verð en Þjóöverjamir, en svo sá ég aö það var tóm vitleysa. Ég fór að boröa þettá brauð þeirra, át þessa hindberjasultu og marmelaöi, eitt harösoðið egg og fimm bolla af kaffi og mér varö ekki meint af því. Ég bara vandist þessu — when in Rome, do as the Romans do. En allt er þetta spuming um brjóstvit. Maður á að nota brjóstvitið sem allra mest; læknisfræði, lögfræöi, keyra bíl og sofa hjá konu — þetta byggist allt á brjóstviti,” sagði listamaöurinn lífs- glaöi og í þeim svifum baö flugfreyj- an menn um að slökkva í rettunum og spenna sætisólarnar, því nú var ei til Keflavíkur leiðin löng. Þeir sem hyggjast fljúga vestur um haf ættu aö drekka kaffi, te og aöra koffein-drykki aöeins aö morgni dags allan þennan undirbúnings- tima, en þeir sem eru á leiöinni til Evrópu ættu að neyta slíkra drykkja aöeins milii kl. 6 og 11 aö kvöldi. Nú þykir mér heldur líklegt að mörgum lesanda finnist öllu væn- legra aö láta þessar fióknu ráölegg- ingar eins og vind um vængi þjóta, og halda bara sínu striki eins og alltaf áður, og viö því er auövitað ekkert aö segja. Sumir líta þannig á aö veigar guðanna séu sú ein bót allra vanda- mála sem þeir kæri sig um, en þar er Dan Baum á ööru máli og þeir spekingar sem hann vitnar til í grein sinni. Staöreyndin mun nefnilega vera sú, aö fátt er jafnvel til þess fallið aö auka þotuslenið illræmda og áfengis- neysla um borð og reyndar telja margir alvanir feröalangar aö réttir og siéttir timburmenn eigi' drjúgan

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.