Dagblaðið Vísir - DV - 08.11.1983, Blaðsíða 31

Dagblaðið Vísir - DV - 08.11.1983, Blaðsíða 31
DV. ÞRIÐJUDAGUR 8. NOVEMBER1983. 31 Sandkorn Sandkörn Sandkorn Varaformaður, formaður og fyrrverandi for'maður. Valið ekki mjög vandað Margar merkar rteður voru fluttar á landsfundi sjálfstæðismanna nú um helgina. Meðai þeirra sem tóku til máls var varafor- mannsframbjóðandinn, Sig- rún Þorsteinsdóttir frá Vest- mannaeyjum. Sagði hún meðal annars í rsðu sinni: „Ég rainnist þess að þegar Ragnhildur Helgadóttir menntamálaráðherra sótti okkur Eyjaskeggja heim fyrir stuttu kom formanns- kjörið til tals. Þá sagðl Ragnhildur eitthvað á þá leið að Þorsteinn Pálsson væri að visu nokkuð ungur starfslega séð sem formaður flokkslns en það værf viss dirfska sem flokkurinn sýndi með þvi að kjósa hann og gæti virkað hvetjandi á hinn aimenna flokksmann. Auð- vitað getur eitthvað komið fyrir alla og það á lika vlð um formann Sjálfstæðls- Ekki nógu irandað vaMð t forsmtisráðherranum? flokkslns en við þurfum alltaf að vera að taka áhættu í lífinu og það þarf Ufandi stjóramálaflokkur lika að gera. Vissulega væri dirfsku- blær yfir því að kjósa mig sem varaformann og það myndi mælast vei og hressi- lega fyrir hjá hinum ai- menna flokksmanni. En hættan á því að verða for- sætisráðherra... Já, það er nú það. Það virðist nú ekki alltaf vandað mjog nákvæm- lega valið.” Nú, ekki reyndust sjálf- stæðlsmenn nógu djarfir tii að kjósa Sigrúnu sem vara- formann en spurningin er við hvað hún á með síðustu setningunni. Þetta skyldi þó ekki vera enn eln pUlan á Steingrim? Hvaðan koma peningarnir? Seðlabankamenn harðneita því að bygglng Seðlabankans, verði stöðvuð sem Uður í við- tæku aðhaldi hlns oplnbera. Þeir segjast eiga næga pen- inga tU að byggja fyrir og öðrum komi þetta ekki við. Það er einmitt lóðið. Seðla- bankinn hefur aldrei fyrr rakað saman fé á borð við það sem nú kemur lnn. Elnstaklingar, fyrirtæki og heUl atvinnuvegur, nefnttega útgerðin, hafa aldrei átt i öðrum elns vanskUum við banka og fjárfestlngarsjóði og nú. Bankar og sjóðir bafa því orðið að nýta sér afar- kosti yfirdráttarheimttda Seðlabankans sem Albert er sem óhressastur með og því eru tekjur Seðlabankans með þessum endemum. Svo greinir menn á um hvort þjóðarbúinu sé nauðsynlegra að Seðlabankinn rakl saman tekjum eða undirstöðu- atvinnuvegirair fái áfram að tóra. Geir studdi Þorstein Eftir að Þorsteinn Pálsson hafði verið kjörinn formaður Sjálfstæðisflokksins með glæsibrag á landsfundinum um helgina fékkst fyrrverandi formaður, Gelr HaUgrims- son, loks tU að staðfesta það sem aUa hafði grunað og marglr vitað, sumsé að hann hefði stutt Þorstein sem eftir- mann sinn. Nú er bara spuraingin hvað völd Þorsteins verða mikU. Hann er frekar iftt reyndur á stjóramálasviðinu og einn- egin í innanflokksmálum. Hvert á hann að snúa sér þurfi hann á ráðum að halda? Nú ttt dæmis tU fyrrverandl formanns, Gelrs HaUgríms- sonar. Þannig má gera þvi skóna að þrátt fyrir að Geir hafi dregið slg í hlé frá for- mennskunni opinberlega verði völd hans engu að síður mjög mikU innan flokksins eftirsemáður. Umsjón: Slgurður Þór Salvarsson. Kvikmyndir Kvikmyndir Kvikmyndir Regnboginn, Ævintýrí einkaspæjarans: Klaufabárður á ferli Regnboginn, Ævintýri einkaspœjarans ÍThe Adventure of The Privat-Eye): Stjórn: Stanley Long. Handrit: Michaei Armstrong. Kvikmyndun. Peter Sinclair. AAaHeikarar. Christopher Neil, Suzi KendaH, Harry H. Corbett, Fred Emney, Liz Frazer, Irene Handl, lan La Vender, Diana Dors. Tónlist: De Wotfe. Framleiöandi: Alpha Films. Það má brosa i mörgum bíóhúsum borgarinnar nú um þessar mundir, mismikið þó, enda er verið að sýna þar mis jafnar gamanmyndir að gæð- umoggleði. Ævintýri einkaspæjarans er ein þessara kvUanynda og hefur hún rat- að inn i sýningarvélar Regnbogans sem þessa dagana varpar henni á tjaldið í sínum stærsta sal. Þetta er ensk grínmynd, full gáska, en afar einföld að allri gerð. Samt fær hún áhorf andann stundum ttt að brosa. Framleiðendurnir berast ekki mik- ið á með þessari mynd. Þeir fara auðveldustu og ódýrustu leiðir við vinnslu hennar. Allt lítur meðal- mennskunni; kvikmyndun, svið- setning og leikstjórn, leikur og upp- bygging söguþráðar. Helsti ljóður myndarinnar eru þó sjálf efnistök hennar, handritið er harla lítilfjör- legt og eiginlega samsuða sem kvik- myndahúsagestir hafa barið augum áður. Bob West nefnist söguhetja myndarinnar og eftir honum er myndin reyndar nefnd. Hann er aöstoðarmaður á skrifstofu afar þekkts og virts einkaspæjara, Jud nokkurs Blake. West þessi er hreint ákaflega klaufskur og grannfærinn í ofanálag. Aldregi hefur honum auðn- ast að fá mál til rannsóknar sakir þessara ókosta sinna og er það að verða honum hin mesta hugarraun þar til Blake tekur sér f jögurra daga frí og biður hann um að gæta skrif-, stofunnar þann tíma. Þá hefst ævin- týri hrakf allabálksins með því að inn á skrifstofuna lítur kona nokkur í óskaplegum vanda og heldur hún að West sé Blake. Hann leiðist út í rann- sókn málsins og beitir viö hana ýms- um afkáralegum aðferðum sem ekki skal lýst hér. Það sem gerir út af við þessa mynd er, fyrir utan lélegt handritið, flausturslega unnin atriöi hennar og iU samsetning þeirra. Stígandi myndarinnar eða uppbygging er í molum. Leikstjóranum hefur engan veginn tekist að halda utan um þetta efnisitt.Honumtekstekki aðþræða miUiveginn í stjórn sinni þar sem eru pólamir, ögun leikara og frjálsræði Sá klaufski Bob West við rannsókn sína sem einkaspæjari. þeirra. Slíkt verður að vera vel ákvarðað þegar gera á góðar gaman- myndir. Þessi óstjóm leikstjórans hefur það í för með sér að látbragð leikar-, anna verður mjög afkáralegt og grín þeirra nær þar af leiðandi aldrei að' hitta í mark, þó svo brosa megi öðm hvom að tUtektum þeirra. Aukin- heldur era leikarar myndarinnar, alUr með tölu, afskaplega hæfileika- snauðir. Reynsla þeirra fyrir f raman myndavélina er augljóslega tak- mörkuð við það eitt að fíflast en sem gamanleikarar em þeir hvergi sann- færandi. Þannig hrópar margt á móti þess- ari mynd. Afþreyingagildi hennar verður að teljast Utið. Þegar ekki er hægt að hlæja að grínmyndum rísa þær vitaskuld ekki undir nafni. -Sigmundur Ernlr Rúnarsson. Kvikmyndir Kvikmyndir Kvikmyndir Verslun úti á landi getur tekið að sér kjóla og karlmannafatnað á markað nú fyrir jólin. Þeir sem vilja sinna þessu leggi inn nöfn og heimilisföng á afgreiðslu DV merkt: „S- Verslun”. Vantar afgreiðslumann Okkur vantar afgreiðslumann strax. Þarf að skrifa tollskýrslur og fleira. Hafa bilpróf, vera inni í músík, hafa meðmæli. Upplýsingar næstu 3 daga ( |[||l frá kl. 4—6, ekki í síma. HLJÓÐFÆRAVERSLUIMIN FRAKKASTÍG Verslunarvagn Nýinnfluttur versl- unarvagn frá Eng- landi til sölu, lengd: 3,96 m, breidd: 2,44 m, hæð: 1,83 m. Sér- stakt tækifæri. Uppl. í síma 25234 og 19155. SMELLURAMMAR (GLERRAMMAR) sérlega vandaðir, demantsslípað gler. Ath. verð mjög hagstætt, 35 mismunandi stærðir, matt gler. venjulegt gler. 13 X 18 cm* 40 X 50 cm* 10,5 x 15 cm DIN A ó< 16 X 30 cm 40 X 60 cm* 15 x 21 cm DIN A 5" 18 X 24 cm* 45 X 55 cm 21 x 29,7 cm DIN A 4' 18 X 36 cm* 46 X 66 cm* 30 X 42 cm DIN A 3' 20 X 25 cm* 50 X 60 cm* 42 X 59,4 cm DIN A 2' 20 X 28 cm* 50 X 65 cm 59,4 X 84,1 cm DIN A V 24 X 30 cm* 50 X 70 cm* 20 x 20 cm* 28 X 35 cm* 60 X 70 cm* 28 x 28 cm* 30 X 40 cm* 60 X 80 cm* 30 x 30 cm* 30 X 45 cm* 60 X 90 cm 40 x 40 cm* 30 X 60 cm 70 X 100 cm* 50 x 50 cm* 60 x 60 cm* 80 x 80 cm Heildsala — smásala. át amatör Ijósmyndavöruverslun, Laugavegi82. Simi 12630.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.