Dagblaðið Vísir - DV - 08.11.1983, Blaðsíða 35

Dagblaðið Vísir - DV - 08.11.1983, Blaðsíða 35
DV.“ÞRIÐJUDÁGÚR 8. NÖVEMBER1983. 35 DÆGRADVÖL DÆGRADVÖL DÆGRADVOL Asta, hér í peysufötum með Hrafnhildi sem er i upphlut. Hvort tveggja saumaö af Ástu. Kom á óvart í Broadway Magnús kom verulega á óvart þegar hann vann titilinn í Broadway í fyrra. Hann haföi þá stundað vaxtarræktina í aöeins þrjá mánuði er hann dreif sig í keppnina. „Mér fannst fyrst þegar ég byrjaöi í þessu eiginlega fráleitt að koma svona fram og sýna líkamann í keppni. En eftir að ég náði góðum árangri í íþróttinni á fyrstu mánuðunum, ákvaö ég að taka þátt i keppninni í Broadway.” Magnús sagðist almennt æfa fjórum sinnum í viku þegar hann væri að byggja sig upp en sex sinnum í viku þegar hann væri að „tálga sig niður”, ná af sér fitunni. Hver æfing tekur um tvær klukkustundir. Þá hleypur Magnús nokkuð reglulega, fimm til sex kílómetra í hvert skipti. Um sjötíu stunda vaxtarrækt sem keppnisgrein „Ég hef aldrei haft betra úthald en eftir að ég fór aö stunda likamsrækt- ina og það kom mér dálitiö á óvart. ” Um 70 manns stunda nú vaxtar- rækt á Islandi sem keppnisgrein en þeir skipta þúsundum sem fara í líkamsræktarstöðvar reglulega. — En hvemig er, Magnús, að koma fram fyrir f jölda áhorfenda og keppa? , JÉg er nokkuð feiminn að eðlisfari en finn þó ekki fyrir því þegar ég keppi. Ég loka mig af frá áhorfend- um, ef svo má segja.” Eru vaxtarræktarmenn fallegri? Nú finnst mörgum vaxtarræktin vera ein af öfgunum og nota jafnvel orð eins og ógeðslegt, alveg agalegt, og þess háttar. Finnst þér vaxtar- ræktarmenn vera með fallegri líkama en aðrir? tlJá, mér finnst menn sem stunda líkamsrækt líta betur út en þeir sem lítið hrey fa sig og ekki eru stæltir. ” — Hvað um konumar, finnst þér þær vera fallegri sem stunda vaxtar- rækt? „Mér finnst mjög æskilegt að þær stundi almenna likamsrækt en er þó á þeirri skoðun að það fari þeim ekki eins vel og karlmönnunum að vera meðmikla vöðva.” Mataræði Magnúsar — Hvemig er mataræöi þínu háttað, nú þegar þú ert aö búa þig undir Noröurlandamótiö? ,jEg boröa aðallega fitulitinn og hitaeiningalítinn mat eins og skyr, undanrennu, grænmeti og ávexti.” Æfingar Magnúsar þessa dagana eru þannig að hann er með tveggja daga dagskrá. Fyrri daginn fer hann yfir brjóstkassann, bakið og kviöinn en seinni daginn æfir hann axlirnar, handleggi ogfætur. Magnús keppir ásamt tveimur Akureyringum á Norðurlandamót- inu í Svíþjóð fyrir Islands hönd og óskum viö þeim alls hins besta í keppninni. -JGH Ásta á heimili sinu með faldbúninginn glæsilega sem hún lauk viö að sauma síðastliðið vor. Það tók hana ár að sauma hann. ,,Ég var heltekin af honum." DV-mynd: Bjarnleifur. „Þekkingin má ekki glatast” — dægradvölin hennar Ástu Sveinbjörnsdóttur er að sauma þjóðbúninga Dægradvölin hennar Ástu Svein- björnsdóttur hlýtur óneitanlega aö telj- ast nokkuð sjaldgæf. Hún fæst nefni- lega við að sauma þjóðbúninga í frí- stundum sínum. Og einn afar sjaldgæf- an, faldbúning, lauk hún við að sauma síðastliðið vor. „Eg á eiginlega dóttur minni það að þakka að ég fór út í þetta,” sagöi Ásta er við heimsóttum hana og spurðum út í þessa óvenjulegu dægradvöl. „Hún hafði sem stúlka átt þjóðbún- inga og klæðst þeim við stórhátíðir. Þegar hún svo var komin á unglings- árin saknaöi hún þess aö eiga ekki þjóðbúning. Við vorum því nokkuð snöggar til þegar við rákumst á auglýsingu frá Is- lenskum heimilisiðnaöi, fyrir um fimm árum, þar sem boðið var upp á nám- skeið í gerð þjóðbúninga. Við skelltum okkur á námskeiðiö, hún sem módel.” Það er gaman að hlusta á Astu þegar hún segir frá þessu áhugamáli sínu, svo greinilegur er áhugi hennar. Ásta sagði að námskeiðiö heföi strax gripið sig og hún fengiö mikinn áhugá. „Þaö tilheyrir líka þessu áhugamáli aö þekkja ýmsar hefðir sem voru í kring- um búningana og þannig lærir maður heilmikið í sögunni í leiðinni.” ,,Að mínu mati er fatnaðurinn stór þáttur í menningu okkar, ekkert síður en torfbæir og mataræðið í gegnum árin,” bætti hún við. Eftir að Ásta fór á námskeiðiö fyrir fimm árum byrjaði hún á að sauma upphlut á dóttur sína, síðan saumaöi hún peysuföt. Hún fór svo aftur á námskeiö hjá Is- lenskum heimilisiðnaði og þá fékk hún áhugann á aö sauma faldbúninginn sjaldgæfa. „Eg var svo heltekin af honum, að það tók mig ekki nema um ár að sauma hann. Það fór allur minn timi í hann, allar frístundirnar. ” — Hvað finnst þér um nútimabún- ingana, Ásta? „Það getur verið svolítiö sorglegt að sjá þegar konur átta sig ekki á hvaöa hefðir tengjast búningunum. Þannig eru svartir sokkar og skór fastur punktur í þessu en ég hef séð margar konur ganga í ljósumsokkum.” Ásta minntist einnig á peysufatadag- inn i Verslunarskólanum í þessu sam- bandi. ,,Mér finnst aö stúlkumar ættu að fá einhvem til að leiðbeina sér um þessi mál þvi þaö er hálfleiðinlegt aö sjá hvernig þær br jóta þessar reglur.” Talandi um peysufatadaginn, finnst þér áhugi ungra stúlkna á þjóöbúning- umveraaðaukast? „Já, þaö virðist vera að vakna áhugi. Til dæmis kom hingað stúlka til mín eingöngu til að fá að sjá fald- búninginn því hún ætlaði að sauma sams konar búning.” „Annars er nokkuð erfitt aö fá ýmis efni i búningana eins og til dæmis gull- og silfurþræði til að baldera.” — Hefurðu getað lesið þér eitthvað til í þessu áhugamáli þínu? „Já, en þaö Hún tekur sig óneitanlega vel út i faldbúningnum hún Hrafnhildur Guðmundsdóttir, dóttir Ástu. „Ég á eiginlega dóttur minni það að þakka að ég fór út i þetta." er ekki mjög mikið. Mín biblía í þessu öllu saman hefur verið bókin þjóð- búningar eftir Elsu Guöjónsson.” Ásta sagði að lokum að varla væri hægt að minnast á þetta áhugamál sitt án þess að fram kæmi hve miklar þakkir þær hjá Islenskum heimilisiðn- aöi ættu skildar fyrir að halda nám- skeiðin og viðhalda þannig þekking- unniumþessimál. „Hún má alls ekki glatast. -JGH

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.