Dagblaðið Vísir - DV - 01.12.1983, Side 43

Dagblaðið Vísir - DV - 01.12.1983, Side 43
BT: 'F’ÍMMTUtJAGUR 1! DESEMBER419tó: ; 43 DÆGRADVÖL DÆGRADVÖL DÆGRADVÖL Eftir blakið fóru nokkrir kennarannm I stuttan körfubohtaleik fyrir okkur Dægradvalarmenn. Hér stekkur Guðmundur upp og skömmu síðar var boltinn i körfunni. Árið 1957 kom Guðmundur Magnús- son, rektor Háskóla íslands, heim í jólafrí frá Svíþjóð. Hann hóf strax aö spila körfubolta með Iþróttafélagi stú- denta. Þegar hann svo hélt aftur út eft- ir fríið hafði hann Reykjavíkur- meistaratitil í körfuknattleik upp á vasann. Nú, 26 árum síðar, er Guömundur enn að leika sér í körfuboltanum, spil- ar með samkennurum sinum í há- skólanum einu sinni í viku. Fleiri íþróttir æfa þeir kennararnir, því þrisvar í viku mæta þeir galvaskir í leikfimi hjá Valdimar örnólfssyni. Þegar hann er búinn að „pína” þá í smátíma taka þeir til viö blakiö. Hart barist i blakinu. Guðmundur reynir hér „smash". Þaö er Valdimar ömórisson, iþróttakennari hé- skólans, sem er tH varnar. Byrjaði í körfubotta í 3. bekk MR Við litum inn til kennaranna hjá Valdimar síöastliöinn mánudag í Iþróttahúsi Háskólans gagngert til að ræöa við Guðmund um „körfubolta- hobbíið”. ,JÉg byrjaði að æfa körfubolta í 3. bekk MR og hef haft mjög gaman af þessari íþrótt. Körfuboltinn er góð aðferðtilaðfáútrás og félagsskap.” Svo skemmtilega vill til aö Guð- mundur hefur átt þátt i stofnun tveggja körfuboltafélaga. Á mennta- skólaárunum stofnaði hann, ásamt fleiri félögum sínum, körfuknattleiks- deild Ármanns og síðar átti hann eftir að stofna félag úti í Svíþjóð, KFUM Uppsala. Atvikin höguðu því þó þannig að hann æfði með IS í hvert skipti sem hann kom heim í frí eftir að hann var farinn að læra hagfræði úti í Svíþjóð. Stofnaði körfuboftaféfagið KFUM Uppsala Guömundur sagöist hafa spilað körfubolta mikið á fyrstu fimm árun- um í Svíþjóð. „Við tókum okkur til, nokkrir stúdentar í Uppsölum, og stofnuðum körfuboltafélag, KFUM Uppsala. Það var mikið spilaö, nánast umallarhelgar.” Ekki er hægt að segja annað en Guðmundur og félagar hafi staöið sig vel. Þeir byrjuðu í 4. deildinni og unnu sig á nokkrum árum upp í 1. deildina. Og nú er KFUM Uppsala þekkt körfu- boltafélag íSvíþjóð. „Mér fannst þetta þó orðið of mikil keppni og ákvaö aö hætta í körfu- boltanum og snúa mér að tennis.” Guðmundur kom heim til Islands árið 1968 og hóf þá kennslu við háskól- ann. Hann fór fljótlega í leikfimina hjá Valdimar og á þeim árum var ekki betri mæting en það að þeir Valdimar urðu oft að grípa til þess að spila tveir badminton. Kennarar úr öttum dettdum sem koma Annað er uppi á teningnum núna. Kennaramir hafa sýnt leikfiminni sí- fellt meiri áhuga. „Það er mjög góð mæting hér. Kennarar úr öllum deild- umsem koma.” En það er ekki bara í körfubolta, leikfimi og blaki sem Guðmundur hef- ur látið til sín taka í frístundunum. Hann hefur einnig verið i bridge og skák og keppt í hvoru tveggja. Sannarlega áhugasamur maður um íþróttir hann Guðmundur Magnússon. -JGH Tilbúinn í loftið og verið að gera attt klirt. „Eg varð strax mjög heillaður þegar haun lýsti þessu fyrir mér og dreif mig á námskeið um sumarið. Eg fór síðan aftur sumariö eftir. Þetta voru 14 daga námskeið og við vomm uppi á Sand- skeiði allan tímann á meðan á nám- skeiðunum stóð.” „Ég hætti síðan í f jórtán, fimmtán ár þegar ég fór í framhaldsnám. En sumarið 1970 dreif ég mig í þetta aftur.” — En hvað er það í sviffluginu sem er svona skemmtilegt? „Það er í rauninni erfitt að lýsa þvL Þaö er einhver gífurleg útrás sem maöur fær við að svífa um. Þá finnst mér stór hluti af hobbíinu að smíða sér svifflugur.” Garðar smíðaði eina slíka með kunn- ingja sínum Birgi Johnsson. „Hún var úr áli. Við smíðuðum hana á tólf mánuðum og sumarið 1974 var hún tilbúin. Hún hefur gert það mjög gott, hefur góða flugeiginleika.” Garðar keypti síðan aðra svifflugu árið 1980. Sú er úr trefjaplasti og í henni flýgur hann mest núna. Síðastliðin sjö ár hefur Garðar verið varaformaður Svifflugfélags Islands. Við spyr jum hann út í félagslífið. „Það er gott félagslíf hjá okkur, mik- il samheldni. Menn hafa lagt ótrúlega mikla sjálfboðaliösvinnu í að koma upp góðri aðstööu á Sandskeiði. Og þú mátt geta þess aö félagiö er öllum op- ið.” „Svifflugið er líka þannig sport að það er ekki hægt aö stunda það nema með öðrum. Fá til dæmis aöstoö við að draga sig á loft og þess háttar.” — En hvemig er Island sem svif- flugland, ef þannig má að orði komast? „Landið sjálft er mjög gott, en veðr- áttan er léleg. Síöasta sumar var til dæmis stundað svifflug frá Sandskeiði íaöeins36daga.” Garðar sagði að lokum að hann hefði í hyggju á komandi sumri aö ljúka gull-C-prófi, en það er yfirlandsflug, alls þrjú hundruð kílómetrar. „Þetta er markmiðið í augnablik- inu.” -JGH Bergþóra Kristin búin að koma sér vel fyrir t oinni af sviffíugum Svrffíugfélags islands og ekkert annað eftir að gera en koma sér á loft. DV-mynd GVA. „Alin upp við þetta” — segirdóttirin, Bergþóra Kristín Er við fréttum að dóttir Garðars, Bergþóra Kristín, væri einnig í svif- fluginu fannst okkur útilokað annað en rabba örlítið við hana um þessa dægra- dvöl. „Ég fór að fara með pabba upp á Sandskeiö þegar ég var eitthvaö um 6 ára, þannig að þaö má segja að ég sé alin upp við þetta sport.” Bergþóra er 19 ára og lýkur stúdentaprófi frá Flensborgarskólan- um nú um jólin. Hún tók sólóprófið í sviffluginu 15ára. „Við voram um sjö til átta á svipuð- um aldri sem lukum prófinu á sama tíma. Kennslan byrjaði eftir vinnu á daginn og það var flogið fram eftir kvöldum.” Þótt undarlegt kunni að virðast þá sagöist Bergþóra hafa verið hrædd við þetta í upphafi. „En hræöslan hvarf smám saman og ég ákvaö að demba mérútíþetta.” Bergþóra er ein af þremur stúlkum sem hafa flogið hérlendis mest undan- farin ár. En hvers vegna svo fáar stúlkur í svifflugi? „Ætli þær haldi ekki flestar að þetta eigi ekki við þær. En mér finnst að sem flestar stúlkur ættu endilega að drífa sig í svifflugið. Þetta er geysilega skemmtilegt sport.” Svo skemmtilega vildi til aö Berg- þóra ætlaöi að „dimittera” með skóla- systkinum sínum daginn eftir að viðtahð fór f ram. Og búningamir? Jú, bekkurinn hafði ákveðið að vera klæddur sem leðurblökur. Hvort sú sem svífur um fyrir ofan Sandskeiöið á sumrin átti uppástunguna vitum við ekki. .. -JGH

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.