Dagblaðið Vísir - DV - 21.12.1983, Blaðsíða 2

Dagblaðið Vísir - DV - 21.12.1983, Blaðsíða 2
2 DV. MIÐVIKUDAGUR 21. DESEMBER1983. EKKIRETT AÐHRINGLA TIL STAFSETNINGUNNI —segir menntamálaráðherra um setu-hugmyndirSverris Hermannssonar „Honum er vitanlega velkomiö aö taia viö mig. Eg hef mikinn áhuga á íslensku máli,” sagði Ragnhildur Helgadóttir menntamálaráðherra í framhaldi af ummælum Sverris Her- mannssonar iönaöarráöherra í. Morgunblaöinu í gær um staf- setningu. Þar kom fram aö Sverrir heföi fyrirskipað ritun bókstafsins z í iön- aöarráöuneytinu. Ennfremur aö nafn ráöuneytisins yrði ritað með stórum staf. Sagöist Sverrir ætla aö ræöa viö Ragnhildi Helgadóttur um þessi mál þegar hægðist um í þing- hléinu. Sagöist hann hafa tilbúna málamiölun fyrir menntamála- ráöherra. „Ég tel ekki rétt aö hringla til staf- setningunni. En ég skrifa sjálf alltaf setu, eftir þeim reglum sem ég læröi í barnaskóla,” sagði Ragnhildur Helgadóttir. Um málamiðlun sína sagöi Sverrir Hermannsson í samtali viö DV í gær að hún gengi i þá átt aö fara ekki eins langt meö setuna og gömlu reglurnar segöu til um. Sverrir sagöist hafa ákveönar reglur tilbúnar sem hann ætlaöi að leggja fyrir menntamálaráöherra. Taldi hann of flókið mál að útlista þær auk þess sem hann vildi aö menntamálaráöherra sæi hugmynd- irsínar fyrst. „Málamiölun mín er aö sníöa aöeins af gömlu reglunum þaö sem ungum börnum hefur reynst einna öröugast að læra” sagði Sverrir. Sagðist hann leggja höfuöáherslu á aö setan héldist í stofni orða, til dæmis oröinu verslun. -KMU. Fyrstu verðlaun í Jólagetraun DV, stórglæsileg APPLE II tölva frá Radió- búðinni i Skipholti. Hún kostar 22 þúsund krónur. Skilaf restur í jólagetraun DV 30. desember: Stubbur bíður með verðlaunin DV minnir lesendur sína á aö bíöa ekki of lengi meö aö senda rnn úr- lausnir sínar í jólagetraun blaösins sem lauk fyrir skömmu. Eins og kunn- ugt er var getraunin í 10 hlutum, Stubbur félagi okkar fór meö okkur í iangt og mikið ferðalag þar sem heim- sótt voru helstu tónskáld sögunnar og síöan var þrautin sú aö þekkja snilling- ana og verk þeirra. á þrettándanum Stubbur er nú kominn í bæinn aftur og bíöur hér uppi í Síðumúla meö verö- launagripina sem ekki eru af verri endanum: 1. verölaun: APPLE-tölva aö verömæti 22 þúsund krónur. 2—3. verðlaun: Takkasímar meö 10 númera minni. 4—6. verölaun: Clairol líkamsnudd- tæki sem enginn veröur þreyttur á eins og þeir segja í sjónvarpinu. Stubbur segir þaö orö aö sönnu. Safniö öllum úrlausnarseölunum saman, setjið í umslag og sendið til: DV, jólagetraun, Síðumúla 14, Reykja- vík. Skilafrestur er til 30. desember. Stubbur dregur svo úr réttum lausnum á þrettándanum, 6. janúar. BókBjöms Th. Bjömssonar um Þorvald Skúlason: Biömlh , lQ POBVW-DOB um óunideilanlegan brai sanitímalistar Saga Þorvalds Skúlasonar í máli og myndum. Björn Th. Björnsson rekur söguna á sinn Ijósa og læsilega hátt. Fjöldi teikninga Þorvalds og 85 stórar litprentanir af málverkum hans auk Ijósmynda. Marktækari og glæsilegri listaverkabók hefur vart verið gefin út hér á landi. Eigulegur gripur - góð gjöf. if t

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.