Dagblaðið Vísir - DV - 21.12.1983, Blaðsíða 4

Dagblaðið Vísir - DV - 21.12.1983, Blaðsíða 4
DV. MIÐVIKUDAGUR 21. DESEMBER1983. TVÖMAL STIÓRNAR- ANDSTÖDU SAMÞYKKT — og 13 milljónir í styrki til flokksblaða Alþingi var slitiö í gær aö lokinni at- kvæðagreiöslu um fjárlagafrumvarpiö og kosningu í ýmsar nefndir og ráð sem skipuð eru af Alþingi. Fjárlagafrumvarpið var samþykkt sem lög meö breytingatillögum fjár- veitinganefndar en allar breytingatil- lögur sem stjómarandstaðan lagði fram voru felldar að þremur undan- skiidum. Samþykkt var tillaga frá Svavari Gestssyni og fleirum um að hækka framlag til Blindrabókasafns úr 800 þúsund í 1 milljón króna. Samþykkt var tillaga frá Jóhönnu Sigurðardóttur og Eiöi Guðnasyni um aö ráöstafa upp- tækum hagnaði af sölu ávana- og fíkni- efna til fyrirbyggjandi aðgerða gegn frekari dreifingu slíkra efna. Á árinu 1982 nam þessi hagnaöur um 130 þúsund krónum og á yfirstandandi ári hefur hann numið svipaöri upphæð. Þriöja tillagan sem samþykkt var utan tillagna fjárveitinganefndar var borin fram sameiginlega af formönnum þingflokka Framsóknarflokks, Alþýðubandalags og Alþýðuflokks um að veita 13 milljón króna styrk til blaöanna, að fengnum tillögum stjórn- skipaörar nefndar. Krafist var nafna- kalls um þessa tillögu og var hún sam- þykkt með 33 atkvæðum gegn 24. Þing- menn fyrrgreindra þriggja flokka greiddu tillögunni atkvæði, þingmenn Kvennalista voru henni einnig sam- þykkú- utan Kristín Halldórsdóttir, sem var fjarverandi. Þingmenn Sjálf- stæöisflokks voru tillögunni andvígip utan I.árus Jónsson sem ekki greiddi atkvæði og þingmenn Bandalags jafnaðarmanna voru henni andvígir. I Flugráð voru kosnir alþingis- mennirnir Birgir ísleifur Gunnarsson, Páll Pétursson og Skúli Alexanders- son. Uthlutunamefnd listamanna- launa verður skipuð þannig: Magnús Þóröarson, Jón R. Hjálmarsson, Hall- dór Blöndal, Bessý Jóhannsdóttir, Gunnar Stefánsson, Soffía Guðmunds- dóttir og Bolli Gústafsson. Stjóm Fiskúnálasjóðs verður skipuð Má Elis- syni, Hjálmari Vilhjálmssyni, Pétri Sigurðssyni, Kristjáni Jónssyni og Karvel Páúnasyni. Yfirskoðunarmenn ríkisreikninga verða á næsta ári Hall- dór Blöndal, Jón Snæbjörnsson og BaldurOskarsson. Þá var skipuö í fyrsta sinn verð- launanefnd Gjafar Jóns Sigurðssonar og mun hún skipuð prófessorunum Sig- urði Líndal, Magnúsi Má Lárussyni og BjarnaGuönasyni. ÖEF r Iðnaðarráðherra: FOLK NOTIINN- LENDA ORKU „Þaö er ekki alveg rétt oröaö að ég ætii aö meina fólki aö nota olíu til kynd- ingar húsa sinna eins og kom fram í sjónvarpsfrétt,” sagöi Sverrir Her- mannsson iðnaðarráðherra við DV. „En ég vil að fólk sem á þess kost tengi hús sín innlendum orkugjöfum og því ætti aö svipta sHk heimiU oHustyrk.” „Já, þaö eru um tvö þúsund heimili sem nota olíu til kyndingar þótt þau eigi annars kost. Já, ég er sannfærður aö því er hægt aö breyta því aö ég ætla aö framkvæma það,” sagði ráðherra. -HÞ Myndin er tekin við atkvæðagreiðslu um fjárlagafrumvarpið á Alþingi i gær. Hér er greiniiega verið að greiða atkvæði um lið sem bæði stjórn og stjórnarandstaða hafa getað verið sammála um. Ástæðan fyrir því að Geir Hallgrimsson greiðir ekki atkvæði er ekki ágreiningur i ríkisstjórninni. Vegna utanferðar utan- rikisráðherrans var Guðmundur H. Garðarsson kallaður inn sem varamaður i hans stað. Varamaður er ekki kallaður til i skemmri tima en hálfan mánuð og þvi sátu þeir báðir siðasta dag þingsins, en utanrikis- ráðherrann án atkvæðisréttar. D V-mynd Bj. Bj. Drög að afvopnunar tillögu lágu fyrir —samkomulag var i sjónmáli um sameiginlega afvopnunartillögu Alþingis „Alþingi ályktar aö brýna nauðsyn beri til að þjóöir heims, og ekki síst kjarnorkuveldin, sameinist um raun- hæfa stefnu í afvopnunarmálum, sem leitt geti til samninga um gagnkvæma og alhliöa afvopnun þar sem fram- kvæmd verði tryggð meö alþjóölegu eftirUti.” Þannig hljóðar upphafið aö drögum að afvopnunartillögu sem reynt var að ná samkomulagi um á síðustu starfs- dögum Alþingis fyrú- jólaleyfi. Fyrir þinginu lágu þá fjórar tillögur um þetta efni en þaö var mat manna aö heppilegra væri að Alþingi stæði saman um eina tiUögu. Stjómarand- staðan lagði mikla áherslu á aö ná þessu máU fram fyrir jólaleyfi. Sam- komulag var í sjónmáli í lok síðustu viku. Markmið stjómarandstöðunnar var að knýja máUð fram áður en fram færi atkvæðagreiðsla á allsherjarþúigi Sameinuðu þjóöanna um tillögu frá Mexíkó og Svíþjóð um frystingu kjamorkuvopna. Ríkisstjómin hafði þegar ákveðiö að sitja hjá við þá at- kvæðagreiðslu í samræmi við stefnu fyrri ríkisstjóma. Eftir að atkvæða- greiðslan hafði farið fram í lok síöustu viku minnkaði þrýstingurinn á aö ná fram máUnu en þráöurinn verður væntanlega tekinn upp aftur í janúar. í drögunum sem lágu fyrir segir: „Alþingi ályktar ennfremur að fela ríkisstjórnúini að beita sér fyrir því á vettvangi Evrópuríkja að viðræður um takmörkun kjamavopna í Genf verði teknar upp aftur. Því verði lagt að Sovétríkjunum að hefja þátttöku í þeún viöræðum tafarlaust. Ennfremur verði lagt til að frekari uppsetning kjarnaflugvopna í Evrópu verði stöövuð.” Þessi síðasta málsgrein vafðist nokkuö fyrir, enda gengur hún í berhögg við tvíhliða ákvörðun Atlants- hafsbandalagsúis sem tekin var árið 1979 og studd hefur veriö af rikis- stjórnumlslands. . I drögunum segir ennfremur: „Alþingi ályktar aö skora á ríkis- stjómúia að beita sér fyrir því á alþjóðavettvangi aö Sovétríkin og Bandaríkin lýsi yfir tafarlausri fryst- ingu kjarnorkuvopna, annaðhvort með samtíma l inhliða yfirlýsingum eða með sameiginlegri yfirlýsingu. Slík yfirlýsing yrði f yrsta skref í átt að yfir- gripsmikilU afvopnunaráætlun.” Síðasta málsgreúi ályktunardrag- anna hljóöaði þannig: „Þess vegna felur Alþingi ríkisstjóm að styðja til- lögu Mexíkó og Svíþjóðar á vettvangi Sameinuðu þjóðanna um frystmgu kjarnorkuvopna.” En samkomulag náðist ekki um þessi drög áður en at- kvæðagreiðslan fór fram og þar sat Islandhjá. ÖEF I dag mælir Dagfari I dagmælir Dagfari I dag mælir Dagfari BÓKAFLÓD RITRÆPUNNAR Löngum höfum við íslendúigar státað okkur af bókmenntaáhuga. AUt frá því að óþekktir húmoristar á öldum aftur skrifuðu lygasögur í munkhausenstíl af morðóðum land- námsmönnum og fram á okkar daga hafa menn gefið út bækur og rit- smíöar af miklum móð í þessu landi. Um tíma var óttast að sjónvarp og vídeó tæki óm. kið af bókaforlögum til að hafa ofau af fyrir þjóðinni, en reynslan hefur sannað að bækur eru og verða landlægar á Fróni, og það jafnvel þótt engúin fáist tii að lesa þær. Um þessi jól rignir yfir landslýð skæðadrífu bókatitla, sem rekin eru ofan í okkur með lystilegum sjón- varpsauglýsingum og þar sem ómerkUegustu bækur verða að klass- ískum ritverkum á þrjátíu sekúnd- um. Skiptir þá ekki máli hver á í hlut. Ýmist eru þar á feröinni löngu gieymdir stjórnmálamenn, sem taka sig alvariega og vilja endilega troða æviferli sínum upp á mörlandann, án þess að nokkurn lifandi mann varði um það. Eða þá að nóboddíar úr svo- köiluðu atvinnulifi segja frá því, hvemig þeir fóm að því að verða bæði feitir og ríkir. Eða þá að ungir menn, sem varla hafa slitið bara- skónum, rekja lifsreynsiusögur af æsku súini. Eða þá að allskyns ónafn- greindir grobbgeltir segja ævintýra- sögur af sjálfum sér. Satt að segja sýnist manni að annar hver Íslendingur standi í þeim voðalega misskilnmgi að öðrum komi við hverjum hann hafi sofið hjá, unnið með, slegist gegn eða yfirhöfuð talað við. Ævisögur af þessu tagi era sjálfsagt fróðleikur fyrir annála- höfunda þegar frá líður, en verða þá frekar dæmi um sjálfsupphafningu og dómgreindarleysi okkar tima en að íslandssagan verði mikið bættari. Síðan eru það skáidsögumar og þýöingarnar. Þær eru að mestu bornar uppi af unggæðislegum rit- klaufum, sem greina frá uppáferð- um, fylliríum, hasspartíum og strákapörum góövina sinna án þess að þaö eigi sér upphaf eða endi. Lífs- leiði og vonleysi drýpur þar af hverri síðu og málfar og stafsetning komst ekki einu sinni óbrengluð í gegnum hendur prófarkalesara. Ef þá bækur em yfirleitt prófarkalesnar nú til dags. I rauninni er það alveg makalaust hvað menn geta gefið út þykkar bækur um lítið efni, enda virðist & Mmm i 1 / é : J I % i sumum vera meira kappsmál að sjá nafnið sitt á prenti heldur en hitt að hafa frá einhverju merkilegu að segja. Auðvitað eru einstaka perlur inn á milli, en þær mega sín ekki mikils í bókaflóði þar sem hver bók er metin samkvæmt auglýsingalengd í sjón- varpi. Hefur þessum dæmalausu og hálfvitalegu auglýsingum tekist að mgla þjóðina svo i ríminu að enginn gerir sér lengur grein fyrir hvað á að lesa og hvað á ekki að lesa. Merkir rithöfundar og snjaliir ungpennar drakkna á bak við bókastafla dægur- verka og ritbulls, sem ekki á eúiu sinni erindi upp í bókahillu. Hvað þá að það sé lestrarins virði. Ekki er að ef a að margur jóla- gefandinn mun falia í þá freistingu að taka mark á sjónvarpsauglýs- ingum og kaupa reyfara í viðhafnar- bandi í ösinni á Þorláksmessu. Enginn getur heldur bannað bless- aða ritræpuna þegar helftir af þjóðinni telur sig í hópi rithöfunda. Hitt væri efni í nýja skoðanakönn- un að athuga hvort ekki sé svo komið fyrir bókaþjóðinni miklu að nú séu fleiri upplifandi sem skrifi bækur heldur en þeir sem icsi þær. Dagfari.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.