Dagblaðið Vísir - DV - 21.12.1983, Blaðsíða 5

Dagblaðið Vísir - DV - 21.12.1983, Blaðsíða 5
DV. MIÐVIKUDAGUR 21. DESEMBER1983. 5 Kvótaskiptingin: „AAÐLOKA FRYSTIHÚSUM?” r —spyrAsgeir Guðbjartsson, skipstjóriá GuðbjörguB Frá Val Jónatanssyni, fréttaritara DV á Isafirði. „Þetta kvótakerfi kæmi geysilega hart niður á okkur Vestfiröingum og Norðlendingum. Eg held, að ráða- menn séu ekki búnir að hugsa þetta mál til enda. Ef við tökum Guðbjörg- ina sem dæmi, þá væri hún kannski búin að fá kvótann eftir 8 mánuði. Þá eru 4 mánuðir eftir af árinu. Á þá bara að stoppa og loka frystihúsun- um? Þeir hljóta bara að vera með eitt í huga, að bjóða öll skipin upp á sama degi. Eg trúi því ekki að sjáv- arútvegsráöherra samþykki þetta,” sagði Ásgeir Guðbjartsson, skip- stjóri á Guðbjörgu ÍS, í samtali við fréttaritara DV um framkomnar hugmyndir um kvótaskiptingu þorskaflans. Ásgeir sagðist telja að þetta kerfi kæmi til með að draga niður afla hjá betri skipstjórunum í landinu og því fylgdi algjört atvinnuleysi. „Ég á nú bara eftir að sjá hvernig í ósköpunum þeir ætla að fara að því að skipta þessum kvóta,” sagði hann. „Það eru margir,.sem lenda í ýmsum stoppum og nokkur skip eru nýbyrjuö. Hvernig á að gefa þeim kvóta? Það yröi að vera kvóti á alla báta, alveg niður í sportfiskara. Það verður að leyfa þeim mönnum að veiða, sem geta þaö, en hinir sem fá ekkert geta bara hætt.” Ásgeir sagði einnig að þetta væri stórhættulegur leikur og yrði aðeins til aö stækka bákniö í landi. — Hvað finnst þér um tölur fiski- fræðinga? „Eg er ekki trúaður á þessar tölur fiskifræðinganna. Eg hef ekki trú á því aö þeir geti sagt okkur sem erum búnir að stunda þessar veiðar í yfir 30 ár hversu mikill þorskur er í sjón- um. Það fer alfarið eftir ástandi sjávar hverju sinni. Þeir þurfa ekki að halda að fiskurinn geti bara verið kjur einhversstaöarug svo eigi bara að veiða hann, þegar hann er oröinn nógu stór. Nei, fiskurinn æöir haf- svæðanna á milli. Hann er eins og mannskepnan, hann færir sig til og er þar sem hagstæðast er að lifa hverju sinni. Guð hjálpi þeim að geta látið sér detta það í hug að segja hversu mikill þorskur er í sjónum,” sagði Ásgeir Guðbjartsson skip- stjóri. -GB Roar Kvam og fólagar úr Passíukórnum. Kórinn ætíar að fíytja Messias eftir Handei á miiiijóia og nýárs. D V-mynd JBH. Akureyrarkirkja 28. des. kl. 20.30: Passíukórinn f lytur Messías eftir Handel Passíukórinn á Akureyri flytur jóla- þáttinn úr Messíasi eftir Georg Fried- rich Handel í Akureyrarkirkju milli jóla og nýárs. Kammersveit Tónlistar- skólans annast undirleik en stjórnandi erRoarKvam. Hándel fæddist í Halle í Þýskalandi árið 1685 en flest af stærri verkum sín- um samdi hann þó eftir aö hann fluttist til Englands, þegn þess lands varö Hándel árið 1721. Oratórían Messías er kunnasta verk hans og var þaö samið árið 1741. I apríl árið eftir var það frumflutt í Dyflinni á Irlandi og fékk þar strax mjög góöar viðtökur. Messías er saminn við enskan texta biblíunnar og mun vera fyrsta óra- torían sem er samin við óbreyttan texta hennar. Er textinn tekinn jöfnum höndum úr Nýja og Gamla testament- inu. Einsöngvarar með Passíukómum verða Sigrún V. Gestsdóttir sópran, Þuríður Baldursdóttir alt og Michael JónClarkebaritón. Tónleikarnir í Akureyrarkirkju héfj- ast klukkan 20.30 þann 28. desember. JBH/Akureyri Hjartaþræðinga- tæki í fjárlög Við þriðju umræðu fjárlaga var bætt við 16 milljónum króna til kaupa á hjartaþræöingatæki fyrir Landspítal- ann. Landsamtök hjartasjúklinga höfðu hafið söfnun til kaupa á hjarta- þræöingatæki, „...en þegar við sáum hversu gífurlegt fjármagn þurfti gáfumst við upp og einbeittum okkur að kaupum á hjartasóntæki fyrir lyf ja- deild Landspítalans,” sagöi Karl Fr. Kristjánsson, stjórnarmaður í félagi hjartasjúkra. Er Láms Jónsson mælti fyrir breytingartillögum við fjárlaga- frumvarpið í gærkvöldi sagði hann að kaup á hjartaþræðingatæki bætti að- stööuna til hjartarannsókna hérlendis og myndi flýta fyrir stofnun hjarta- skurölækningadeildar við Land- spítalann. 407 milljóna lán f rá Japan — Albert Guðmundsson undirritaði lánssamninginn fyrir hönd íslenska ríkisins Hinn 15. desember sl. var undirritað- ur í Reykjavík samningur um lán tU ís- lenska ríkisins að f járhæð 10 mUljónir sterlingspunda sem er jafnvirði sem næst 407 miUjóna króna. Lániö er skuldabréfalán, en bréfin hafa þegar verið seld beint tU The Meiji Mutual Life Insurance Co. í Japan fyrir miUi- göngu Morgan Grenfell and Co. Ltd. og Mitsubishi Finance International Ltd. í London. Lániö er veitt til 10 ára og endur- greiðist í einu lagi á árinu 1994. Vextir eruuml2,3%. Gert er ráð fyrir að lánsféð renni til ýmissa framkvæmda hérlendis í sam- ræmi við fjárfestingar- og lánsfjár- áætlun ríkisstjómarinnar. Lánssamninginn undirritaöi Albert Guðmundsson fjármálaráðherra fyrir hönd íslenska ríkisins. MetsiMuhöfundurinn Heinz&Konsalik Yfir hvcrju býr Laila? EYÐIMERKURLÆKNIRINN eftir þýska metsöluhöfundinn Heinz G. Konsalik, höfund bókarinnar Hjartalœknir Mafíunnar. EYÐIMERKURLÆKNIRINN gefur henni ekkert eftir. — Lceknirinn Ralf Vandura er í miklu uppáhaldi hjá kvenþjóðinni. Ðag nokk- um er ung kona borin íyfirliði inn á stofu hans, og áðuren varir er hann grunaður um morð. Hann flýr til Mið-Austurlanda ogger- ist Ueknir hjá arabískum skœruliðasveitum. Þar hittir hann hina fögru en grimmlyndu Lailu... Kr. 548.35 AUK hf. Auglýsingastofa Kristinar 83.81 Sími 12923-19156 -EIR.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.