Dagblaðið Vísir - DV - 21.12.1983, Blaðsíða 12

Dagblaðið Vísir - DV - 21.12.1983, Blaðsíða 12
12 DV. MIÐVKUDAGUR 21. DESEMBER1983. Útgáfufélag: FRJÁLS FJÖLMIÐLUN HF. Stiómarformaflurogútgáfustióri: SVEINN R. EYJÓLFSSON. FramkvðEmdastjóri og útgáfustjóri: HÖRÐUR EINARSSON. Ritstjórar: JÓNAS KRISTJÁNSSON og ELLERT B. SCHRAM. . Aöstoóarritstjóri: HAUKUR HELGASON. Fróttastjórar: JÓNAS HARALDSSON ogÓSKAR MAGNÚSSON. Auglýsingastjórar: PÁLL STEFÁNSSON og INGÓLFUR P.STEINSSON. Ritstjóm: SÍÐUMÚLA 12—14. SÍMI 8M11. Auglýsingar: SÍÐUMÚLA33. SÍMI 27022. Afgreiðsla,áskriftir,smáaugtýsingar, skrifstofa: ÞVERHOLTI ll.SÍMI 27022. Sími ritstjómar: 84611. Setning, umbrot, mynda-ogplötugerö: HILMIR HF., SÍÐUMÚLA12. Prentun: Árvakur hf„ Skeifunni 19. Áskriftarverðá mánuði 250 kr. Verð í lausasölu 22 kr. Helgarblað 25 kr. Sýnd veið/ en ekki gefin Eftir dauflegan og harla tilþrifalítinn vetur hefur held- ur lifnað yfir þinghaldinu síðustu daga. Fréttir berast af hörðum og löngum deilum og fundað er fram á nætur. Allt kapp er lagt á, að þingmenn komist í jólaleyfi í tæka tíð. Aldrei er það skilið eða útskýrt til fulls, hvers vegna þingmönnum liggur svo lífið á að hætta störfum mörgum dögum fyrir jólahátíðina. Geta þeir ekki unnið eins og annað fólk fram á Þorláksmessu? Sömuleiðis gengur mörgum illa að skilja, hvað það er, sem rekur alþingis- menn til að ná afgreiðslu mála fyrir áramót. Fjárlög og þingmál í tengslum við þau verða að afgreiðast á þessu almanaksári, en að öðru leyti hvílir engin lagaskylda eða kvöð á alþingi að afgreiða frá sér frumvörp eða þings- ályktanir. Allt er þetta írafár um annir þingmanna held- ur spaugilegt, eftir langvarandi athafnaleysi fram eftir öllu hausti. Eitt meginumræðuefnið síðustu dægrin er frumvarpiö um kvótaskiptinguna í fiskveiðum. Flestir virðast sam- mála um, að nauðsyn beri til aukinnar stjórnunar á veið- unum, en efasemdir eru uppi bæði í röðum stjórnarand- stæðinga og stjórnarsinna um það vald, sem afhenda skal sjávarútvegsráðherra um úthlutun kvóta á hvert eitt skip. Er það að vonum, því aldrei hefur áður verið inn- leitt jafnmikil miðstýring í atvinnumálum sem nú, og ekki annað að sjá en með þessum aögerðum sé sjávarút- vegurinn kominn á beinu brautina í átt til niðurgreiðslna og styrkjakerfis. Þversögnin í umræðunum á þingi er sú, að meðan hægri flokkarnir í ríkisstjórn leggja þetta allsherjar- skömmtunarkerfi til, hamast vinstri flokkarnir gegn því. Einhvern tímann hefði það snúið öfugt. Fjárlög hafa verið afgreidd með nokkrum halla. Hins vegar hafa fjárlög sjaldan hækkað jafnlítið milli ára, og lögin bera þess augljós merki, að aðhalds og niðurskurð- ar hefur verið gætt til hins ýtrasta. I tengslum við fjár- lögin eru gerðar breytingar á skattalögum til að draga úr skattbyrðinni. Allt er þetta þó sýnd veiði en ekki gefin. Það á eftir að koma í ljós, hvort fjárlögin standast og hvort greiðslubyrði minnkar. Efasemdir eru uppi um hvort tveggja. Þegar litiö er yfir þinghaldið í haust, verður ekki annar dómur kveðinn upp en að ríkisstjórnin hafi ráðið ferðinni. Stuðningsmenn hafa reynst tryggir í taumi og stjórnar- andstæðingar hafa ekki náð sér á strik. Skýringin er augljós. Ríkisstjórnin hefur náð umtalsverðum árangri í höfuð- viðfangsefni sínu, baráttunni gegn verðbólgunni. Fólk finnur og skilur að það er stjórn í landinu, markviss og á stundum aðgangshörð stjórn, en stjórn samt. Jafnvel verkalýðshreyfingin þorir ekki að leggja til atlögu gegn henni, og það þrátt fyrir ógnvekjandi samdrátt í kaup- mætti launa. Meðan svo er, að almenningsálit og hags- munasamtök launafólks halda að sér höndum, er ekki við því að búast, að málflutningur stjórnarandstöðunnar fái mikinn hljómgrunn. Fólk skynjar það og að erfiðleikunum er ekki lokið. Kreppa í atvinnu- og efnahagsmálum, kreppa í sjávarút- vegi og kreppa á vinnumarkaðnum leiðir til kreppu hug- ans. Hræðslan við hið ókomna, vágest atvinnuleysis og samdrátt í fiskveiðum, grúfir sig yfir þjóðlífið. Það er í þessu andrúmslofti, sem ríkisstjómin starfar; örygginu, sem hún veitir, óttanum um það, sem framund- an er. Vonandi verður öryggiö áhyggjunum yfirsterkara. ebs Skilyrðin fyrír friöi Ótímabærar athugasemdir „Friöur á jöröu.” Þessi kristiiega hugmynd sækir á menn þegar jólin nálgast. Hvemig veröur hún aö veru- leika? Miklu máli skiptir í því viðfangi aö skilja að friðarhugtakiö er tvírætt, þaö er jákvætt eöa neikvætt, ef svo má segja. Þaö merkir í fyrsta lagi aö rétt- lætinu sé fullnægt, æskileg skipan sé á öllu, mennirnir lifi í sátt viö sjálfa sig og aðra, eðlileg hrynjandi sé í tilver- unni, jafnvægi, samræmi. Þetta er hiö jákvæöa friðarhugtak, sambærilegt viö shalom í hebresku: friöur sé með yöur. En þetta hugtak er í ööru lagi notaö um þaö að ekki sé háö stríö, mál séu leyst meö atkvæðagreiðslum eða samningum, en ekki baráttu, ofbeldi, áflogum. Þetta er hiö neikvæða friðar- hugtak og það sem einkum er um rætt í alþjóðamálum. halda? Viö látum okkur nægja nei- kvæða friöarhugtakiö ef svo er. Eða er hitt brýnna að reyna að koma því til leiðar aö heimurinn batni eins og rót- tæklingar halda? Viö leyfum okkur að nota jákvæöa friðarhugtakið ef svo er. Eg er sjálfur í hópi íhaldsmanna í alþjóöamálum. Eg hygg að viö megum þakka fyrir þaö aö hafa sloppiö við ófrið í okkar hluta heimsins í 38 ár. Hannes H. Gissurarson A ,,Skilyrðin fyrir friði eru þannig tvö: ^ öflugar varnir vestrænna lýðræðisþjóða og alþjóðlegt viðskiptafrelsi.” íhaldssemi nauðsynleg í alþjóðamálum Islendingar búa viö friö í síðar- nefnda skilningnum, hér er ekki háö borgarastríö eins og í Angólu eða E1 Salvador, ísland er ekki aö berjast viö neitt annaö ríki eins og Israel viö Sýr- land eöa Irak viö Iran. Þetta felur aö vísu ekki í sér aö viö séum friðsamari en aörar þjóðir þótt viö hælum okkur stundum af því: viö sýndum þaö í borgarastríðinu hér á sturlungaöld, meö spánverjavígunum alræmdu á sextándu öld og í þorskastríöunum svo- nefndu viö Breta á áttunda áratug þessarar aldar. En Islendingar búa sennilega ekki viö friö í fyrrnefnda skilnmgum. Spumingin er þessi: Hvort friðar- hugtakiö, hið jákvæöa eöa hið nei- kvæöa, getum viö notað? Svarið ræðst af því hvað við teljum brýnast aö gera í heimsmálum. Er brýnast aö reyna aö koma í veg fyrir þaö aö heimurinn versni eins og íhaldsmenn (Hitt er annaö mál, að ég er jafnrót- tækur í innanlandsmálum og ég er íhaldssamur í alþjóðamálum.) Varnarsinnar og friðarsinnar að svara ólikum spurningum Þessi greinarmunur á jákvæðu og neikvæðu friðarhugtaki kann að skýra hvers vegna svonefndir friöarsinnar annars vegar og vestrænir varnar- sinnar hins vegar skilja stundum ekki hverjir aöra, eiga það til aö tala til hliöar hverjir viö aðra. Skýringin er að þeir eru aö svara ólíkum spumingum, nota ólík hugtök. Við vamarsinnar emm aö reyna aö afstýra ófriði, koma í veg fyrir þaö aðheimurinn versni. En friðarsinnarnir em aö reyna aö full- nægja réttlætinu, koma því til leiöar aö heimurinn batni. Þessi greinarmunur kann og aö skýra hvers vegna svo margir klerkar em í fylkingu friöar- sinnanna: þeir þrá friö hinnar helgu bókar, shalom eöa pacem in terris, nota jákvæða friðarhugtakiö. Hvaö segjum við varnarsmnar slík- um friöarsinnum? Viö segjum þeún aö viö getum ekki fullnægt réttlætinu fyrr en við höfum náö einhverju samkomu- lagi um hvert þaö sé (nema viö séum tilbúin til aö berjast fyrir okkar rétt- læti) og aö sú'kt samkomulag sé ekki í sjónmáú í heimi sem Andropof og Jarúselskí, Pol Pot, Ghaddafi og Khomeúii, Indira Gandhí og Júúus Nýerere byggja ásamt okkur. Við segjum klerkunum aö menn geti ekki frelsað aðra fyrr en þeir hafi frelsað sjálfa sig, fundiö húm innri frið. Snúiö ykkur aö því að flytja mönnum hann og látið aðra, sem betur rata um refil- stigu stjómmálanna, um hinn y tri friö! Viö bendum þeim og öörum friðarsinn- um á óskaplega fífldirfsku þeirra: heimurinn er ranglátur eins og hann er, en sá, sem viö tekur, sé þessum heimi bylt, getur oröiö miklu rang- látari — og er satt aö segja úklegur til aðverðaþaö. öflugar varnir og viðskiptafreisi Við hljótum aö nota neikvæöa friðar- hugtakið í okkar haröa heimi. Jákvæða hugtakið á hér ekki við, enda sagöi Kristur að sitt ríki væri ekki af þessum heimi. Viö hljótum meö öömm oröum NÚ ÞARFNAST ÍSLAND ÍSLENDINGA Hefur íslenska þjóðin flutt búferl- um? Er hún horfin brott af landinu og sest aö í loftköstulum? Svo mætti halda. Oraunvemleikúin í daglegu Úfi þjóöarúinar er slíkur. Það er eins og fólkiö í landinu Úfi annaöhvort í draumi eöa í vúnu. Hrunadans Auðlindir landsins eru að þorna upp af ýmsum ástæðum. Fiskurinn er aö hverfa úr sjónum. Fiskvúinslustöðvar segja fólki í hundraöataú upp störfum og helmingur veiöiflotans er að veröa verkefnalaus. Ostjórnin í orkumálun- um hefur verið svo yfirgengileg aö raf- orkan okkar, Islands hvítagull, er ekki lengur samkeppnisfær. Stjórnleysiö í efnahagsmálum undanfarinn áratug hefur gengiö svo úr hófi aö vinir þjóöarúinar á erlendri gmnd spyrja í fyllstu alvöru hvort Islendúigar ráöi viö aö stjórna sér sjálfir. Á erlendum lánsfjármarkaöi er fariö aö nefna Islendúiga í sömu andrá og Pólverja. Viðræöuaöilar okkar um orkufrekan iönaö standa og gapa framan í ráöa- menn þjóöarinnar sem vefst tunga um tönn þegar þeir eru spurðú hvort Islendingar hugsi sér aö viröa geröa samninga. Kreditkort í þúsundavís Hverju er svo þjóöin upptekin af viö þessar aöstæöur? Af aö dreifa kredit- kortum í þúsundavís um landiö og ákveöa að landsmenn skuú eftirleiðis líka nota þau til þess að skuldsetja sig meö í útlöndum. Af aö opna risavöru- hús með fánaborgum út um aúa Reykjavík og flugeldasýnúigum. Af að hleypa af stokkunum ríkisdiskóteki fyrir 35 miújónir króna við útvarpiö svo landsmenn geti hlustað á lögúi við vinnuna sitt með hvoru eyranu. Hættur að éta kjöt Gamaú vmnufélagi minn úr blaöa- mannastétt, sem er aö berjast viö aö eignast þak yfir höfuöið, sagði mér á dögunum að hann hefði ekki haft efni á að éta kjöt á sunnudögum margar helgar í röð. Miklu fleiri eru á sama báti. Það fer húis vegar ekki mikiö fyrir vandamálum þessa fóúrs á þeúri mynd sem þjóðin kýs aö gefa af sjálfri sér. Þjóðin viú ekki vita af fátækt og erfiðleikum nema þá úti í heimi. Um örvæntúigarástand meöal eigin þegna vúja Islendingar steúiþegja. Súk um- ræöa á víst ekki erindi innan um glasa- glauminn í þeún glysfáöa gervúieimi þar sem íslendingar stíga nú sinn hrunadans. En kreditkort í þúsunda- vís, risamarkaðir meö fánaborgum og

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.