Dagblaðið Vísir - DV - 21.12.1983, Blaðsíða 15

Dagblaðið Vísir - DV - 21.12.1983, Blaðsíða 15
DV. MIÐVIKUDAGUR 21. DESEMBER1983. 15 Menning Menning Menning Menning Menning Monsjör Kíkóti. Höfundur: Graham Greene. Þýðandi: Áslaug Ragnars. Útgefandi: Almenna bókafélagið. Þessi nýjasta bók Graham Greene gerist í nútímanum en vísar í Don Kíkótí, verk Cervantesar frá 17. öld. Apelpersónurnar tvær, faöir Kíkótí, sem er gamall prestur, og Sansjó, sem er kommúnisti og fyrrverandi bæjar- stjóri, fara saman í ferðalag í bókinni og sagan segir frá ýmsum ævintýrum þeirra og ekki síst samræðum, fyndn- um og alvarlegum yfir víni og ostum um hin aöskiljanlegustu mál. Raunar dettur manni líka í huga annar prestur og annar bæjarstjóri, Don Camillo og Peppone, sem Graham Greene gæti hafa hugsaö til þegar hann dró upp þessa tvo fugla, prestinn víösýna og kommúníska bæjarstjórann. Tengsl þessarar bókar við Don Kíkóti eftir Cervantes er þaö sem er augljósast og til þeirra er miskunnar- laust vísaö út alla bókina. Sansjó er óspar í sögunni á aö vísa til fyrri afreka Kíkóta Cervantesar og draga fram samsvaranir viö prestinn. Bíll- inn sem þeir feröast um á heitir Rósínanat eins og hestur forverans og Kíkóti, sem geröur er aö monsjör snemma í sögunni, fer fyrst til að afla sér ytri tákna monsjörsnafnbótarinnar eins og Don Kíkóti varö sér úti um riddarabúning. Þessi Kíkóti er álitinn geggjaöur af lestri trúarrita eins og forverinn af lestri riddarasagna og svona mætti lengi telja. Aðalpersónur sögunnar, Kíkóti og Sansjó, eru um margt andstæður en annað hliöstæður. Kíkótahefur nýlega verið sparkaö upp metorðastigann en yngri prestur hefur leyst hann af hólmi. Sansjó hefur misst titil sinn sem bæjarstjóri. Don Kíkóti er ákaflega andlegur og veltú- óspart fyrir sér ýmsum hugmyndum á meöan Sansjó, sem þarna er töluvert gáfaðri og lesn- ari en nafni hans hjá Cervantes, er efnishyggjumaður mikill með vægan veikleika fyrir guöfræði. Báöir eiga HVAD ER RÉTT? HVAÐ ER SATT? þessir menn þó þaö sameiginlegt aö hafa elst meö lífs- eöa trúarviðhorfum sínum og sjá í gegnum mörg þau göt og sprungur sem í þeim eru. Þeir vitna í samræðum sínum til ýmissa rita sem þeir hafa lesið og hafa í farangrinum og fletta gjarnan ofan af ýmissi bullspeki eöa spauga meö hana. Þeir etja hvor sínu viðhorfi fram gegn hins og deila og ölva sig í rólegheitum. Maöur skyldi ætla aö þetta ætti h'tiö erindi viö Islending. Deilur spænsks kaþólsks prests og kommúnísks bæjarstjóra um h'fiö, trúna og hinstu rök tilverunnar. En Graham Greene tekst að gera efniö þaö forvitnilegt aö það getur orðið tilefni alls kyns pæl- inga. Segja má aö hann tefli þama hvom gegn ööm kristni og kommún- isma sem mismunandi grundvallar- viöhorfum og Kikóti segir á einum staö: „Jæja, kannski sannur kommún- isti sé nokkurs konar prestur,”(bls. 92). Utkoman úr tafli þeirra félaga er helst sú aö menn veröi að vera sannir og víðsýnir í viöhorfum sinum. Þessi bók fjallar líka um mismuninn á sannleika og lygi, staöreyndum og veruleika á vekjandi hátt. Þaö kemur skemmtilega fram í vísunum til verks Cervantesar. I sögunni segir biskup um fööur Kíkóta: „Hvemig ætti hann aö geta verið kominn af skáldsagnar- persónu?” (bls. 14). Sansjó og Kíkóti heimsækja bústað Cervantesar og Kikóti kallar Cervantes sagnfræöing (bls. 177) en ekki skáld. Undir lok Bókmenntir SigurðurG. Valgeirsson bókarinnar ræöast prófessor og munk- ur viö um uppruna Kíkótis og munkur- inn segir: „Monsjör Kíkóti frá Toboso. Afkomandi hins annálaöa Don Kíkóta sjálfs.” „Don Kíkóti átti enga afkomendur. Hvernig mætti það líka vera? Hann sem var skáldsagnapersóna.” „Þarna komum við enn aö þessu meö staöreyndir og hugarburö, prófessor. Ekki heiglum hent aögreina þarámilli.” (bls.213). Sagan öll er bæöi í gegnum vísun og atburði og orðaglímu aöalpersónanna allsherjar leit að sannleika og því sem er fast og hefur varanlegt gildi. Ef til vill má skilja sem niðurstööu Greenes lokamálsgrein í bókinni, hugsun Sansjó: „Hví skyldi þaö vera aö hatur manns — jafnvel manns á borö viö Franco — deyr um leið og hann deyr sjálfur, en kærleikurinn, sá kærleikur sem hann haföi veriö farinn að bera til fööur Kíkóta, virtist nú Ufa og dafna, þrátt fy rir hinn endanlega aöskilnaö og hina endanlegu þögn — og hversu lengi, hugsaöi hann meö nokkrum ugg, var mögulegt aö þessi kærleikur héldi áfram? Og aö hvaöa marki?” (bls. 225). Bókin er á prýðilegu íslensku máli. ORÐSENDING TIL VIOSKIPTAVINA LEIKFANGAVERS KLAPPARSTÍG 40 Þar sem verslunin hættir fljótlega eftir óramót, viljum við benda viðskiptavinum okkar á að við eigum mikið af vörum á gömlu og góðu verði. Sjón er sögu rikari. Um leið og við þökkum fyrir viðskiptin á liðnum árum óskum við ykkur gleðilegra jóla. LEIKFANGAVER 4°' Þetta er saga Glenn Hoddle, skærustu stjörnu enskrar knattspyrnu i dag. Hoddle segir frá ævi sinni, frá því hann sparkaöi fyrst í bolta niu mánaða gamall, þegar hann hreifst af Bobby Charlton í heimsmeistarakeppninni 1966 og allt til þess er hann leikur sjálfur í lokakeppni HM 1982. Hoddle kemur víða við, segir frá fjölda leikmanna og framkvæmdastjóra, hælir og gagnrýnir, frá fjölda deildaleikja, bikar-, Evrópu- og landsleikja þar á meðal á Laugardals- velli 1982, og ræðir ástæður þess hve illa honum hefur gengið að vinna sér fast sæti í enska landsliðinu. Hoddle segir frá komu Argentínumannanna í Tottenham, og hvernig Falklandseyjastríðið kom við sögu hjá fólaginu, greinir frá leynimakki við vestur-þýska útsendara á hóteli í Austurríki og lýsir jafnt björtu hliðunum sem skuggahliðunum á atvinnumennskunni. Glenn Hoddle er í dag einn eftirsóttasti knattspyrnumaöur í Evrópu, hór er tækifær- ið til aö kynnast honum frá nýju sjónarhorni. íslensk knattspyrna kemur nú út í þriðja skipti og er enn ítarlegri en áður. Sem fyrr er gangur keppnis- tímabils- ins rakinn, frá 1. janúar til október loka. Frábær frammistaða íslensku liðanna í Evrópumótunum, hörkuspennandi íslandsmót sem ekki var til lykta leitt þó síðasta leik væri lokið, frásagnir af öllum landsleikjum karla, kvenna, unglinga og drengja. Myndaopna frá afrekshelgi Atla Eðvaldssonar og úr bikarúrslitaleiknum, myndir úr leikjum og af fjölda leikmanna úr öllum deildum. Litmyndir af öllum íslandsmeisturum ársins 1983. Til viðbótar, svart/hvitar myndir af öllum liðum 1. deildar, upplýsingar um markaskorara og alla leikmenn, greint fró ferli allra fólaga sem tekið hafa þátt í íslandsmótinu í knattspyrnu í öllum deildum fyrr og síðar, greint frá öllum sem skoruðu mark i keppni 1., 2. og 3. deildar og 1. deildar kvenna og öðrum sem athygli vöktu. Jafnframt tæpar eitt hundrað tilvitnanir í orð leik- manna og þjálfara. íslensk knattspyrna er bókin sem geymir minningarnar — hún verður ómissandi í safninu — hún er besta heimild um íslenska knatt- spyrnu sem völ er á.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.