Dagblaðið Vísir - DV - 21.12.1983, Blaðsíða 16

Dagblaðið Vísir - DV - 21.12.1983, Blaðsíða 16
16 DV. MIÐVIKUDAGUR 21. DESEMBER1983. Spurningin Til hvers höldum viö jól? Hólmfríður A. Pálmadóttir húsmóðir: Jólin eru hátíö frelsarans. Vió höldum upp á jólin til aö minnast fæðingar Jesú Krists. Guðrún Guðbjörnsdóttir nemi: Til aö minnast frelsarans og halda hátíð. Og svo fylgir þeim góður matur og gjafir og fleira. Rafn Frankiin múrari: Til að halda upp á afmæli Jesú Krists. En þeir sem vilja græöa á þessu eru orðnir ansi stór hluti af hátíðinni. Stefania Slgurðardóttir húsmóðir: Upphaflega var haldið upp á fæðingu frelsarans. En jólin lyfta okkur upp úr drunganum í skammdeginu og eru því bráðnauðsynleg. Elisabet Sigurðardóttir nemi: Það má guð vita. Jólin eru sá ljósviti sem leiöir okkur gegnum skammdegið, týran í myrkrinu. Guðmundur Víðir Gíslason nemi: Jólin eru fæðingarhátíð freisarans. Svo er' ágætt aö fá frí í skólanum, fá pakka og, allan góöa matinn. Lesendur Lesendur Lesendur Lesendur / GREININ MISSKILIN Friðarfylking Evrópuþjóða eftir Guðjón Jensson Oröin gamalmenni eiga eingöngu við þá tvo menn, sem ráöa ríkjum i hernaðarbandalögunum tveim, segir Guðján Jensson isvari sínu vegna skrifa Gamla. Guðjón Jensson skrifar: mjög hörðum orðum og jafnvel stór- Þann 16. desember sl. birtist hér í yrðum um grein mína „Friðarfylk- blaðinu lesendabréf þar sem farið er ing Evrópuþjóða” sem birtist hér í blaðinu 13. desember sl. Fyrirsögn bréfsins „Ovild í garð eldra fólks” og ýmsar fullyrðingar í bréfinu eru að mínu mati óskiljanlegur misskiln- ingur bréfritara sem af einhverjum ástæðum vill ekki láta nafns síns get- ið en ritar undir dulnefninu „Gamli”. Eg fæ ekki skiliö hvernig í ósköpunum „Gamli” hefir farið aö að misskilja grein mína öðruvísi en að hann hafi lesiö hana af mikilli fljótfærni og alls ekki niðurlagið enda kemur þar fram mikil virðing fyrir Ufinu ásamt öllu því sem því tilheyrir. Eg vil að það komi hér skýrt fram að ég hefi ætíð borið mikla virðingu fyrir þeim sem aldnir eru að árum og hafa lagt sitt af mörkum í gegnum lífið án þess að fara í manngreinarálit. Orðin „Gamalmenni” í grein minni, sem „Gamli” hefir augljós- lega ranglega tekiö til sín, á ein- göngu við þá tvo menn sem ráða ríkj- um í þeim hernaöarbandalögum, báðum megin Atlantshafs, er nú ógna öllu lífi hér i heimi. Ef „Gamli” telur sig samt eiga um sárt að binda eftir grein mína bið ég hann velvirðingar svo og alla þá, ef einhverjir eru, sem á sama hátt kunna að hafa misskiliö skrif mín um „Friðarfylkingar Evrópuþjóða”. Kinnf iskar og örorka — nýir möguleikar í nýtingu Rúnar Gústafsson skrifar: Nú er langt liðið á desember og af- mælisdagur Jesú að renna upp. Ein- hver vafi hlýtur að vera um þessa heimsfrægu þjóðsagnapersónu því að ég fæ ekki betur séð en allt tilstand í kringum hátíðina sé í anda mammons. En eitt er víst að ekki eru allir eins vel í stakk búnir til aö halda jól nú frekar en endranær. Því aö fáir fiskar eru í sjón- um. Geysihátt raforkuverð gerir jóla- bakstur og eldamennsku svo og allt jólaljósaflóöið of dýrt fyrir megin- þorra landsmanna. Fátt er svo með öllu illt að ekki boði nokkuð gott, samanber verðbreyting- arnar hjá ATVR. I fyrsta lagi á að gera þeim sem njóta þess að drekka góð vín, óhægt um vik með því að hækka öll fínni vín. En aftur á móti þeir sem vilja sulla með glundrið fá annaðhvort umtalsverða lækkun eða verðstöðvun. Þá væri auðvitað hægt að breyta jólahaldinu lítilsháttar með fenginni fyrri vitneskju. Þannig skal bakkus dýrkaður í stað mammons. Nú eru fiskimiðin svo að segja þurr- ausin og margir spyrja hvað gæti hugs- anlega tekiö við af þessum síðustu fisk- um í sjónum. Efalítið betra líf, munu margir segja því að þá þyrfti ekki aö senda stóra hópa af fullfrískum karl- mönnum út í opinn dauðann á miðju Ballarhafi að eltast við fisk sem, ef ein- hver væri, er uppfullur af ormi þannig að vafamál er til hvorrar tegundarinn- ar hann teldist. Og þá þyrfti fólk ekki að slíta sér út á vinnu í illa lyktandi og slorugum vinnslustöðvum. En lausn mála er sára einföld, ákveðin fisktegund hefur iítið verið nýtt nema af einstaka framsýnum mönnum. Þaö eru kinnfiskar. öflun þeirrar tegundar krefst eingöngu sára- einfaldra aðferða svo sem hærri skatta, hærra vöruverös og lægri launa og annarra slíkra aögerða. I framhaldi af þessum aðgerðum myndi spretta upp gnægð orku sem til þessa hefur með öllu veriö ónýtt. Sú orka er ákjósanleg til útflutnings, til dæmis til þróunarlandanna. Þessi orka er örorka, sú orkulind sem gerði okkur að þjóð meðal þjóða. Aukum atvinnuleysi, lækkum kaup, hækkum vöruverð og skatta og lækk- um verð á áfengi svo að við getum orð- ið kinnfiskasogin, horuö og örkumla þjóð. Því segi ég; Stöndum saman, Islendingar, og hrynjum niður úr hor! ABENDING TIL RAÐAMANNA Jóhann Þórólfsson skrifar: Það er ekki lengi að skipast veður í lofti í stefnuræðum núverandi stjóm- arflokka. Þeir hafa sagt í fjölmiðlum að númer eitt hjá þeim sé að koma í veg fyrir atvinnuleysi. Nú tala þessir sömu menn um að leggja 30 togurum sem mundi þýða það að mörg hundruð manns yrðu atvinnulaus. Halda þessir menn aö það sé aðeins ein tegund af fiski í sjónum? Bara þorskurinn? Nei, K Riðamenn tala um að leggja 30 togurum, sem myndi þýða að mörg hundruð manns yrðu atvinnulaus, segir Jóhann Þórólfsson. Hagur heimamanna í hættu segirbréfritarí Sigurður Sigfússon skrifar: Eg hef starfrækt bílaleigu Horna- fjarðar í 10 ár og hafa fleiri biialeigur í eigu heimamanna veriö starfræktar hér. Hefur framboð á bílum til ieigu verið nóg eftir því sem ég best veit. Bílaleiga Akureyrar er búin að starfa hér á Höfn í um 3 ár, lengst af án til- skilinna leyfa. Þessi starfsemi Bíla- leigu Akureyrar er til þess að drepa niður smærri bílaleigur heimamanna, með undirboðum á gjaldi og fleiru. Þegar það spurðist að Flugleiöir ætl- uðu aö setja niður bílaleigur á ýmsum stööum á landinu, var sendur út um landið undirskriftalisti gegn því. Bíla- leiga Akureyrar átti frumkvæðið að þessum lista, en hvar var þjónustuhug- sjón þeirra þá? Við sem rekum smærri bílaleigur veigrum okkur við að láta skilja eftir bíla víðsvegar um landið og eiga það á hættu að sjá þá ekki aftur. Sveitarstjórn Hafnarhrepps er með- mælt því aö Bílaleiga Akureyrar hafi aðsetur hér á Höfn, vill ekki leggja stein í götu Akureyringa því það stand- ist ekki fyrir lögum. Manni finnst það skylda þeirra sem kosnir eru til stjórn- ar í sveitar- og sýslunefndum að standa traustan vörð um hag heima- manna. það væri algert brjálæöi ef 30 togurum yrði lagt. Það eru margar tegundir til af fiski í sjónum og þeir ættu heldur að rannsaka hvaöa stofn sé sterkastur og hvar hann sé helst að finna og senda togarana á þau mið. Eg ætla að benda ráðamönnum þjóðarinnar á aðeins eitt dæmi. Hvað haldið þiö að þeir sem eiga ögra og Vigra séu búnir að leggja margar milljónir í þjóðarbúið síðan þessi skip komu til landsins? Það er ekki neinn smáræðis gjaldeyrir, það er stór fúiga, fyrir utan þaö að þeir sem hafa verið svo heppnir að hafa pláss á þessum skipum hafa getaö útvegað sínum heimilum góðar tekjur. Þetta er bara eitt dæmi af mörgum. Nei, góðir hálsar, iátið ykkur ekki detta í hug að leggja 30 togurum, það eru einmitt þessi skip sem hafa staöið undir þjóðarskútunni.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.