Dagblaðið Vísir - DV - 21.12.1983, Blaðsíða 25

Dagblaðið Vísir - DV - 21.12.1983, Blaðsíða 25
DV. MIÐVIKUDAGUR 21. DESEMBER1983. 25 Menning Menning Menning MEZZO KOMIN HEIM Háskólabíó: Tónleikar Mezzoforte. Menn höfðu á oröi aö Mezzoforte væri oröin pró: atvinnumannsleg upp á íslensku, og strákarnir öryggið uppmálaö á sviði. Eftir margra mánaöa feröalög útí hinum stóra heimi fjarri ættjörðinni koma strákarnir í fönkbandinu góöa og fylla Háskólabíó. Þaö er af sem áöur var þegar Mezzo lék fyrir hálftómum húsrnn árum saman og Jói bassisti vék að því í kynningu aö gaman væri að sjá svona mikinn f jölda; sjö heföu mætt á fyrstu hljómleika þeirra — að meðtöldum hl jómsveitarmönnum! En Mezzo er nú skólabókardæmi um klisjuna kunnu: enginn verður spámaöur í sínu föðurlandi. Hvað um þaö: Mezzo geröi stormandi lukku á sviðinu í Háskólabíó og iék skínandi vel, brúkaöi ljósasjó eins og útlenskar alvöruhljómsveitir, reykbombur og hvaöeina, en þaö sem heillaði þó mest var fumlaus og öruggur flutningur; tónlistin ákaflega þétt og fáguö. Mezzoforte hefur helgaö sig tónlistinni í orðsins fyilstu merkingu og þó ef til vill hefði mátt ætia aö frægöin og umstangið sem henni fylgir tæki sinn toll var augljóst á hljómleikunum á sunnudagskvöld að þaö er mikill metnaöur í Mezzoforte og víösf jarri aö þeir gangi vinsældunum á vald. Mest bar á ópusum eftir „tónskáldið ástsæla og vin minn” eins og Eyþór Gunnarssson kynnti einatt Friörik Karlsson gítarleikara en undir lokin Tónlist GunnarSalvarsson kom Garöveislan sem auöheyrilega var beöiö meö mikilli eftirvæntingu og Miönætursólin fyrra uppklöppunar- lagið. Hljómsveitin stillti sér upp á sviöinu eins og knattspymuliö; leikskipulag 3— 2—1. Framherjar; Jói, Kristinn og Friðrik, mjög hreyfanlegir og ólíkt líflegri en við höfum áður séö þá. A miöjunni; Gulli trommari og nýi liösmaðurinn, Hollendingurinn Jeron de Rijk, kiyddmeistari Mezzo og gaf tónlistinni fylltri hljóm meö ásláttar- hljóðfærum sínum margvislegum, — og fjörkálfur á sviöinu. Svíperinn, aft- asti maður í vöm, var svo Eyþór hljómborösleikari, ekki síður ástsælt tónskáld en Frissi. Á undan Mezzo léku þrjár upphitunarhljómsveitir, fyrst tvær hljómsveitir úr tónlistarskóla FlH, en til þeirrar ungu stofnunar á ágóði tónleikanna aö renna. Nemendahljóm- sveitin kom fyrst fram og var heldur losaralegur bragur á flutningi hennar, enda aðeins tvö lög framreidd. Kennarabandiö átti erfitt uppdráttar einhverra hluta vegna og komst aldrei á flug, en lærisveinar Mezzo, Iceland Seafunk Corporation, vöktu óskipta athygli. Þetta eru kornungir strákar, flestir innan viö tvítugt, en mjög efnilegir og sérstaka athygli vakti tilfinningaríkur saxófónleikur. Semsagt: góöir hljómleikar og mikil skemmtun. -Gsal. Hefur þú Þad er hœgt að gjörhreyta íbúðinni með hreyttri lýsingu. Mundu Ljós og orka lýsir upp skammdegið, komdu við og skoðaðu úrvalið. Opið laugardaga. LJÓS & ORKA Suðurlandsbraut 12 simi 84488 Póstsendum. Kreditkortaþjónusta. VFSA @jHusqvarna Stóllinn Tóta Hann hefur vakið mikla athygli, þessi sniðugi og heppilegi stóll, enda haegt að setja hann á hvaða borð sem er — hvort sem það er hjá ömmu, frænku eða dagmömmunni, að við tölum ekki um sumar- bústaðinn og heima fyrir. Tóta er sannarlega þarfa- þing á hverju barnaheim- ili. Stóllinn fæst hjá Einari Farestveit, Bergstaða- stræti lOa, s. 16995 og kost- ar 860.- krónur. Nýja Husquarna Prisma 960 velur sjálfkrafa hentugasta sauminn, rétta sporlengd, sporbreidd og lætur þig vita hvaða fót og nál skal nota. Það eina sem þú þarft að gera er að gefa vélinni upplýsingar um hvernig efni þú ætlar að sauma og hvað þú ætlar að gera. Komið við og lítið á hana. Hún er hreint ótrúleg. UMBODSMENN UM ALLT L4ND Gunnar Ásgeirsson hf. Suóurlandsbraut 16 Sími 91 35200

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.