Dagblaðið Vísir - DV - 21.12.1983, Blaðsíða 34

Dagblaðið Vísir - DV - 21.12.1983, Blaðsíða 34
34 DV. MIÐVKUDAGUR 21. DESEMBER1983. Æskunnar í ár eru: • Kári litli og Lappi - Hin sígilda barnabók Stefáns Júlíussonar. • Poppbókin - í fyrsta sæti - Fróðlega skemmtibókin með umtöluðu viðtölunum við Bubba, Ragnhildi, Egil Ólafsson, o.fl. skráð af Jens Kr. Guðmundssyni. • Við klettótta strönd - Mannlífsþættir undan Jökli - Stórbrotin viðtalsbók eftir Eðvarð Ingólfsson. • Olympíuleikaraðfornu og nýju - eftir Dr.lngimar Jónsson. • Sara - Falleg litmyndabók. • Frú Pigalopp og jólapósturinn - Litskrúðug ævintýrabók. • Margs konar dagar - Skopleg barna- og unglingabók. • Við erum Samar - Skemmtileg litmyndabók um Sama. • Til fundar við Jesú frá Nasaret- Fyrsta bókin í bókaflokki um fólk sem haft hefur mikil áhrif á aðra. • Lassi í baráttu - Hressileg unglingabók. Æskan Laugavegi 56 Sími 17336 Nú geta allir notiö þeinar ánœgju aö horía á stœrri mynd í sjónvarpinu. Sérsíakur skermur sem settur er íyrir íraman sjónvarpiö og stœkkar myndina verulega. Petta gerir t.d. sjóndöpru íólki auöveldara aö íylgjast meö mynd og texta. Beamscope er til í þremur mismunandi stcerðum. Komiö og kynnist þessari frá- bœm nýjúng írá Japan. Útsölustaöir um landiö: Póllina ísafirði Studioval, Akranesi Húsið, Stykkishólmi Raíeind, Vestmannaeyjum Hljómver, Akureyri Raísjá, Sauðárkróki Húsprýði, Borgarnesi Versl. Sigurðar Pálmasonar Ennco, Neskaupstað Hvammstanga Studio, Keílavík Versl. Sveins Guðmundssonar Egilsstöðum Grímur og Árni, Húsavík Heiðurslaun til sautján listamanna Menntamálanefndir Alþingis hafa ákveöiö aö fjölga í heiðurslauna- flokki listamanna um tvo þannig að á tiæsta ári hljóta 17 manns heiðurs- laun í staö 15 eins og var á yfirstand- andi ári. Þrír þiggjendur heiðurslauna létust á þessu ári, Sigurjón Olafsson, Kristmann Guðmundsson og Tómas Guðmundsson. Því munu fimm lista- menn hljóta heiðurslaun á næsta ári í fyrsta sinn, Nefndirnar komu sér saman um að Jóhann Briem list- málari, Jón Nordal tónskáld, Matthías Jóhannessen skáld, Hannes Pétursson skáld og Jón Helgason prófessor í Kaupmannahöfn muni nú bætast í heiðurslaunaflokkinn. Heiðurslaunin munu nema 100’ þúsund krónum á næsta ári. Aðrir sem nú hljóta heiðurslaun listamanna eru Finnur Jónsson, Guðmundur Daníelsson, Guðmundur G. Hagalín, Halldór Laxness, Indriði G. Þorsteinsson, María Markan, Olafur Jóhann Sigurðsson, Snorri Hjartarson, Stefán Islandi, Svavar Guðnason, Valur Gíslason og Þorvaldur Skúlason. OEF PÖNTUNARFÉLAG ESKIFJARÐAR 50 ARA Frá Emii Thorarensen, fréttaritara DV á Eskifirði. Pöntunarfélag Eskfirðinga hélt upp á 50 ára afmæli sitt 6. desember sl. Af því tilefni efndi stjórn félagsins til hátíðahalda í félagsheimilinu Valhöll og fóru þau hið besta fram. Helgi Hálfdánarson, stjórnar- formaður P.E., setti samkomuna og bauð veislugesti velkomna. Þorsteinn Sæmundsson kaupfélagsstjóri flutti því næst hátíöarræðu og rakti sögu félagsins frá stofnun til þessa dags. Ávörp fluttu Valur Arnþórsson, kaup- félagsstjóri á Akureyri og stjórnarfor- maður SlS, Arnþór Jensson, fyrrver- andi kaupfélagsstjóri P.E., og Gísli Jónatansson, kaupfélagsstjóri á Fáskrúðsfiröi. Arnþór rif jaði upp atriði frá 44 ára starfi hans hjá P.E. og kom m.a. inn á þá miklu erfiðleika er við var að etja á kreppuárunum. Þess má geta að Arnþór er faðir Vals og hóf Valur því að vinna hjá Pönt- unarfélaginu ungur að árum. Má með sanni segja að Arnþór hafi strax og tækifæri gafst miðlað syni sínum af þeirri miklu og dýrmætu reynslu sem hann bjó yfir og nýtur Valur þess eflaust nú í dag í ábyrgöarmiklu starfi hjá Sambandinu. Valur færði P.E. málverk aö gjöf fyrir hönd SIS og er það eftir fyrrver- andi Eskfiröing, Einar Helgason, og er af Strúti í Borgarfiröi. Stjórnin bauð öllum núlifandi stofn- endum félagsins til hátíðahaldanna en því miður gátu ekki aliir séð sér fært að mæta. Slysavarnafélagskonur á Eskifirði sáu um veitingar og tókst mjög vel til með þær eins og búast mátti við. Hjónin Hjálmtýr Hjálm- týsson og Margrét Matthíasdóttir skemmtu með söng við mikinn fögnuð veislugesta. Ekki gleymdi stjórnin ungu kynslóð- inni því börnum staðarins var öllum boðið á bíó á sunnudeginum og fengu þau auk þess hressingu í hléinu. Pöntunarfélagið er langstærsti verslunaraðilinn á Eskifirði og rekur verslun á f jórum stöðum sem spannar yfir matvæli, vefnaðar- og byggingar- vörur. Þá rekur það söluskála og slát- urhús, auk þess sem það hefur ýmis umboð með höndum, s.s. fyrir Ríkis- skip og Flugleiðir. —GB MEÐAL EFIMIS: • Sa/ome Þorke/sdóttir Samtal við forseta efri deildar Alþingis • Ljósmyndir frá prestsvígslu í Landakotí • Jó/apistíar fréttarítara um aUt land • Jólasaga • Álfaspjall • Jólafæði grænmetísætunnar • Brígitte Bardot og hangikjötíð • Skagfirskir hrossatenórar I SENDUMÍ [hIheklahf £ pQSTKRÖFU 170*172 Sími 2*1240

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.