Dagblaðið Vísir - DV - 21.12.1983, Blaðsíða 35

Dagblaðið Vísir - DV - 21.12.1983, Blaðsíða 35
DV. MIÐVIKUDAGUR 21. ÐESEMBER1983. 35 Sandkorn Sandkorn Sandkorn I Slarfstninn Skipalyjlmnar xenda öllum \ btejarbúum bestu óskii um yleðihg jól og \ ht'ilfcngid nýtl ár, þvi kjörnrð okkar ct: „Við vinnum okkur til hita“ Slarfsmmn Skipahfturmar li.J'. || Misjafnar aðferðir Landsmálablöðin eru nú sem óöast aö koma út í sínum hátíðarbúningi og meö öllu því sem honum tilheyrir. Eitt af því er jóla- og þökkum- viöskiptin-kveöjur frá hínum ýmsu fyrirtækjum. Nokkuð er þó misjafnt í hvernig búning slíkar kveðjur eru færðar eins og glögglega má sjá á meðfylgjandi úrklippu frá Skipalyftunni hf. en orö- sendingin sú arna birtist í blaölnu „Fréttir” frá Vest- mannaeyjum. Útsjónarsemi Menn eru misjafnlega lunknir að leysa úr málum sínum, einkum þegar í algjört óefni er komiö. Á dögunum barst sandkorni smeUin saga af einu sliku tilvikí og stöndumst vér ekki mátiö aö birta hana. Það bar til hjá kaupmanni einum á Húsavík að flórsykur seldist upp í verslun hans. Þótti kaupmanninum nú illt í efni því aö sykurinn hafði selst vel og vUdi hann gjarn- an geta annað eftirspurn þar til næsta sending kæmi. Og þegar hann haföi velt málinu vandlega fyrir sér, datt honum snjallræði í hug. Hann varö sér úti um 10% afsláttar- kort frá Kaupfélagi Þing- eyinga, hélt síðan í matvöru- deild kaupfélagsins og keypti þaö magn af flórsykri, sem hann vantaöi þar tU hann fengi næstu sendingu. Þannig var málið sumsé leyst, og allir undu glaðir viö sitt. Létt ádrepa Albert Guðmundsson veitti allaböllum létta ádrepu á þingi um daginn þegar frumvarp um verslunarat- vinnu var til umræöu. Að sjálfsögöu urðu einhvérjir þingmenn til að impra á sam- vinnuhreyfingunni í því sam- hengi og létu þau orö falla að þar væri um miður golt fyrir- bæri að ræöa. Albert var lítið ánægður með þau ummæli og mótmælti því í pontu aö alþýðubandalagsmenn réðust þannig „á samvinnu- hrcyfinguna blessaöa”. „Ég er hér til að verja sam- vinnuhreyfinguna gegn þeim ásökunum sem hér koma fram í öUum málflutningi Alþýðubandalagsmanna,” sagði fjármálaráðherra. „Þetta er ljótt af ykkur. Þið eruð vondir strákar.” Samvinna Pésí lítli kom spígsporandi með hendur í vösum tU mömmusinnar: „Mamma, veistu hvað? Það er alveg rosalega suiðugt að sjá hvernig pabbi og vinnukonan fara að því að búa til appelsínusafa”. „Nú, hvernig fara þau að _ því, væni minn?” • „Vinnukonan heldur á appclsinunni og pabbi kreist- ' ir vinnukonuna.” Aðalheiður, formaður Sóknar. Langþráður aðatfundur Það þurfti mikinn þrýsting og atgang harðan til að fá stjórn rekstrarfélags Ölfus- borga til að halda aðalfund. Sá var þó haldinn fyrir skömmu eins og fram hefur komiö. Á fundinum þeim arna barst í tal meðal fuUtrúa hvernig stæði á þessari tregðu stjórnarinnar og hverjum það væri að þakka að aðalfundur hefði loks verið boðaður og haldinn. Varð niðurstaðan sú að vcrka- kvennafélagiö Sókn ætti þar ADALHEIDUR-inn. Umsjón: Jóhanna S. Sigþórsdóttir. Ódýr og góð gjöf Meö slíkan kostagrip þarftu ekki aö hafa áhyggjur af aö komast inn í bílinn þó frost sé úti. Þessi góöi lásaþíðari fæst í BB-bygginga- vörum, Suöurlandsbraut 4, og kostar aðeins 191 krónu. G/æsibæ Sími 83210 Sími28990 Jólagjöf sem alla gleður Orgelleikur Páls Kr. Pálssonar er við hæfí á jólunum. í þessu fallega en vandaða plötualbúmi eru verk eftir Friðrik Bjarnason, Björgvin Guðmundsson, Steingrím Sigfússon, Þórarin Jónsson, dr. Pál ísólfsson, Sigursvein D. Kristinsson, dr. Hallgrím Helga- son, Leif Þórarinsson ogJ.S. Bach. Vönduð gjöf og ódýr sem fæst í næstu hljómplötuverslun. Útgefendur. Bækur frá Lriftri 1983 llm heima og geima Augliti til auglits eftir dr. Þór Jakobsson. 40 þættir um starf og árangur vismdamanna og tilraunir þeirra til þess að leysa lifsgát- una. Á aðgengilegan bátt er greint frá inn- lendum og erlendum fréttum frá rannsókn- um i margvislegum fræðigreinum. Heill- andi uppgötvanir eru gerðar á hverju ári. - Bókin er skreytt 75 myndum eftir Bjarna Jónsson, listmálara. 2X2 bls. Verð: 469,00. Orð ogdæmi 25 ræðnr og Brciunr eftir dr.Finnboga Guð- Qiundsson, landsbóka- vörð. Greinamar fjalla nm forn efni, um fáein siðari tima skáld, um bækur, bókasöfn ok bókamenn, um ættir og ættfræði -- og ýmsan annan fróðleik, sem fólk kefur ánæKju af. 301 bls. Verð: kr. 599,00. NANCY 59 leyndcnnuU yomlu knipplmqonna CAROLYN KEENE FrankogJói Bókin fjallar fyrst og frcmst um það þegar konur liittast. Erum við Vesturlandabúar að spilla tiltrú þróunar- landanna. Hve djúpt ristir sú samúð, sem við hrósum okkur af? Hófundur lítur vanda- inálin frá nýjum sjóu- arhóli og af næmlcika konusálar. Höf.: Elin Bruusgaard. Sigriður Thorlacius þýddi. 231 bls. Verð: kr. 469,00. Nancy-bækurnar eru eins or binar fyrri bækur um þessa ein- stöku leynilögreglu- stúlku, skemmtilegar og spennandi frá upp- kafi til enda. Þcssar bækur eru nr. 33 og 34 i sama flokki og beita: NANCY og leyndarmál knipplinganna. NANCY og griska leynitáknið. Verð: kr. 266,00. ur. 30 og 31 i bókaflokknum uin HAEDY-bræður. Æsi- spennandi að vanda og við- burðarikar um spæjara- störf jiessara vösku stráka. Sögurnar beita: Varúlfur um nótt Lykill galdramannsins Verð: kr. 266,00. IBÆKURNAR FAST HJÁ ÖLLUM BÓKSÖLUMI

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.