Dagblaðið Vísir - DV - 21.12.1983, Blaðsíða 38

Dagblaðið Vísir - DV - 21.12.1983, Blaðsíða 38
38 py. MIÐVIKUDAGUR 21. DESEMBER1983. ÁRMÚLA 1a EOSTORGI11 m Vörumarkaðurinn hí. lUvo afsláttur í heilum kössum 25% verðlækkun) á gosdrykkjum í lítraumbúðum 30% verðlækkun Sanitasgosdrykkjum frottésloppur, fœst hvít- ur, gulur og grœnblár. Stœrðirnar eru S-M-L og verðið er 1.760 kr. Þetta er bara ein tegund af mörgum sloppum úr frotté sem fást í Olgmpiu. VELÚR SLOPPAR Glœsilegir bómullar- velúrsloppar, vínrauðir og bláir. Þeir eru bœði fáanlegir stuttir og síðir, ] hnepptir að framan. Stœrðir eru 38—48 og verð á stuttum sloppum 2.693 kr. og á síðum 2.966 kr. í Olympiu fást um hundrað og sjötíu mismunandi tegundir af sloppum, heimagöllum og kjólum. OLYMPIA LAUGAVEG 26 ELWOCAPO mnn Bókakynning DV JÓNAS FRIÐGÖR EKKIERJAKKI--FWKKI nema StoUR SÉ KVEÐSKAPUR Tvær Ijóða- bækur frá Fjölvaútgáfunni eftir Þóru Jónsdóttur og Jónas Friðgeir Fjölvaútgáfan bætir í ár við tveimur nýjum ljóðabókum í Ljóðasafn Fjölva. Þær eru Höfðalag og hraöbraut eftir Þóru Jónsdóttur og Ekki er frakki jakki, nema síður sé eftir Jónas Frið- geir Eliasson. Þóra Jónsdóttir er nú þegar löngu þjóökunn fyrir fyrri ljóðabækur sínar, Leit að tjaldstæði 1973, Leiðina noröur 1975 og Horft í birtuna 1978. Ljóð hennar eru hljóðlát og næm á tilveru hversdagsins. Þau snerta til- finningar lesandans í endurminningu og samkennd og oft í óvæntri hugdettu sem opnar nýja sýn. Jónas Friðgeir Elíasson er af yngstu kynslóðinni. Hann hefur áður sjálfur gefið út fyrstu tvær ljóðabækur sínar, i Mér datt það í hug 1976 og Skref í áttina 1979. Hann tilheyrir þeirri kynslóð sem dáir vísnasöngvarann Megas og kallar sig sjálfan séníið sem stælir og líkir eftir Steini Steinarr. Þótt það sé í gríni gert slær hann alveg nýjan tón sem auðvitað er rammfalskur hér og þar, stundum hrottalegur og harður og mis- kunnarlaus. Jónas Friðgeir er nú vafalaust í hópi hinna efnilegri yngri ljóöskálda, Kveð- skapur hans er oft kaldhæðinn og harð- lega gagnrýninn en nær oft sterkum tökum. Hann segist t.d. tilheyra þeirri kynslóð sem var „píndur á dögum Gunnars og Geirs og steig niður í svað- ið á þriðja ári”. 011 ljóðabók hans iðar af slikum harðneskjuhugmyndum. Endurminningar Ingólfs á Hellu síðara bindi Síðara bindi endurminninga Ingólfs Jónssonar, Ingólfur á Hellu — um- hverfi og ævistarf, sem Páll Líndal hefur skráö eftir Ingólfi og búið í bókarform segir frá einum mesta umbóta- og framfaratíma íslensku þjóðarinnar á þessari öld. Bókin hefst þar sem Ingólfur er um það bil aö verða ráðherra ööru sinni, í ráöuneyti Olafs Thors, viöreisnarstjórninni. Ingólfur var síðan landbúnaðar- og samgönguráðherra stjórnarinnar allt til þess er hún fór frá völdum árið 1971, fyrst undir forsæti Olafs Thors, þá Bjama Benediktssonar og loks Jó- hanns Hafstein. Ingólfur Jónsson er einn eftirlifandi þeirra ráðherra sjálf- stæðismanna, sem sátu í stjóminni allan tímann og hann er eini ráðherra Sjálfstæðisflokksins í viðreisnar- stjórninni sem sjálfur segir ævisögu sína. Ingólf Jónsson þarf ekki að kynna. Hann var um áratugaskeið alþingis- maður og nær allan stjómmálaferil sinn helsti forystumaður fólks á Suðurlandi og merki verka hans sjást um allt land, svo sem í uppbyggingu samgöngukerfisins og framþróun landbúnaðarins hér á landi. Ingólfur lét af þingmennsku vorið 1978 en enn em áhrif hans mikil innan Sjálfstæðisflokksins og á engan mann er hallað þótt fullyrt sé að hann er nú einn þeirra fyrrverandi leiðtoga flokksins sem mestrar virðingar njóta og nær sú viröing langt út fyrir raðir sjálfstæðismanna. Þetta síöara bindi endurminninga Ingólfs á Hellu er ekki síst merkilegt fyrir þá sök að hér segir frá sá maður sem viðstaddur var allar helstu ákvarðanir í íslenskum stjórnmálum allan sjöunda áratuginn, maöur sem bar ábyrgð ásamt öömm á öllum þessum ákvöröunum, hvort heldur var við að eiga erfiðleika í efnahags- lífi, sem þurfti að leysa, eða stefnu- mörkun fyrir framtíðina í orku- og iðnaöarmálum. Enn mun bókin þykja forvitnileg fyrir þá sök að hér segir Ingólfur á hreinskilinn hátt frá kynnum sínum af fjölda þjóökunnra manna, jafnt innan Sjálfstæðisflokks- ins sem manna í öðrum stjórnmála- flokkum eða á öörum vettvangi ís- lensks þjóðlífs. „Ingólfur á Hellu — umhverfi og ævistarf” er talsvert á fjórða hundrað blaösíður að stærð og bókin er prýdd miklum fjölda mynda. Setningu, um- brot, filmuvinnu og prentun annaðist Prentstofa Guðmundar Benediktsson- ar en bókin var bundin í Bókfelli hf. Rósa Ingólfsdóttir gerði bókarkápu. Landnám Ingólfs Nýtt safn til sögu þess Félagið Ingólfur var stofnað árið 1934 og er elsta héraðssögufélagið á Is- landi. Félagið Ingólfur hefur nú tekið til starfa á ný. Mun það sem fyrr gefa út ritið Landnám Ingólfs og er fyrsta ritið komið út. I því er að finna grein dr. Bjöms Þorsteinssonar fv. prófessors um landnám Ingólfs þar sem hann færir aö því rök að svæðið hafi verið skynsamlegasti valkostur fyrsta land- námsmannsins. Guðlaugur R. Guðmundsson cand. mag. birtir lýsingu Skildinganesjarðar í Reykja- vík og gerir grein fyrir fjölmörgum örnefnum. Steingrímur Jónsson bóka- vörður skrifar um fyrstu vitana við Faxaflóa. Björn Pálsson kennari ritar um hagsögu Kálfatjarnarsóknar á Vatnsleysuströnd á 19. öld. Haraldur Hannesson hagfræðingur býr til prentunar erindi eftir Sighvat Bjarna- son, bankastjóra Islandsbanka, um verslunarlífið í Reykjavík fyrir rúmri öld. Þórunn Valdimarsdótir sagn- fræðingur ritar um Félagið Ingólf á árunum 1934—1942. Tvær vísitasíur Sigurbjarnar Einarssonar biskups frá árinu 1971 koma hér fyrir almennings- sjónir. Fjölmargar myndir eru í ritinu og hafa margar þeirra aldrei birst áöur. Félagið Ingólfur gefur ritið út en dreifingu annast Sögubúðin, Laufás- vegi 2, sími 27144. Þeir sem óska að gerast félagsmenn vinsamlegast snúi sérþangað. Furðuheimar alkóhólismans Bókin Furðuheimar alkóhólismans er skrifuö af Steinari Guðmundssyni en þekking hans á alkóhólisma bygg- ist á meira en aldarfjóröungs afskipt- um og reynslu af drykkjuskap eftir aö hann sjálfur hætti að drekka. I bók þessari fylgir Steinar þróun- inni frá tiltölulega saklausri áfengis- meðferð yfir í illviðráðanlegt mein og er hann sannfærður um að það mein megi hemja á hvaða stigi sem er. Hann veltir sjúkdómshugtakinu á ýmsa vegu og leggur ábyrgðina af drykkjuskapnum á þann sem drykkjuskapinn stundar. I bókinni er gerö góð grein fyrir alkóhólisma og þróun hans fylgt þannig að sá sem eftir leitar á að geta áttað sig á stöðunni og gert fyrirbyggjandi ráöstafanir ef hann að athuguöu máli telur að þess sé þörf. Útgáfunefnd Styrktarfélags Sogns, Brávallagötu 22, sér um útgáfuna. Styrktarfélagið var stofnað af velunnurum meðferöarheimilisins að Sogni og er opið öllum sem styðja vilja þann tilgang félagsins að beita sér fyrir aukinni fræðslu og þekkingu á alkóhólisma. Rekstur Sogns er fjár- hagslega sjálfstæöur og styrktar- félagiö styður stofnunina með beinum framlögum. Bók þessi er enn eitt stór- átak félagsins, en í vinnslu er önnur bók. Efni hennar er hugvekjur fyrir alla daga ársins. Stefnt er að því aö sú bók komi út á næsta ári. Furðuheimar alkóhólismans á sér enga hliðstæðu í íslenskum bókakosti.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.