Dagblaðið Vísir - DV - 21.12.1983, Blaðsíða 41

Dagblaðið Vísir - DV - 21.12.1983, Blaðsíða 41
-sae i sasMaaaa .1? auoAöuxivaiM vn DV. MIÐVIKUDAGUR 21. DESEMBER1983. 41 Sviðsljósið Sviðsljósið Sviðsljósið Gögag Gokke selja smákökur Magnús og Randver meö jeppann fullan afkökum. áíslandi Gög og Gokke hafa veri& iönir viö að selja smákökur frá Mjóikursam- sölunni í auglýsingatíma sjónvarps- ins aö undanfömu. Höfundur auglýs- ingarinnar, stjómandi og klippari er Gisli Rúnar Jónsson leikari: „Hug- myndin fæddist eftir aö ég haföi tekið eftir hversu ótrúlega líkur Magnús Olafsson, skemmtikraftur m.m., var Oliver Hardy þegar sá gállinn var á honum. Þegar hafist var handa reyndist þrautin þyngri aö finna mann í hlutverk Stan Laurel, sá sem var bestur mátti ekki leika i sjón- varpsauglýsingum vegna starfa sins, annan nefnum við ekki og sá þriðji var svo Randver Þorláksson sem komst mjög vel frá sínu eftir aö hafa stúderaö þrjár Gög ög Gokke myndir í fullri lengd.” Gísli Rúnar gerir ekki nema 2—3 auglýsingar á ári en þá yfirleitt góðar. Meðai verka hans má nefna Diletto-kaffi og Floridana, báöar löngu þjóöfrægar auglýsingar. Um þessar mundir hvílir Gisli Rúnar sig frá auglýsingunum og æfir hlutverk nasistaforingja í leikritinu Svejk eftir Bertolt Brecht sem sýnt veröur í Þjóðleikhúsinu innan skamms. I því leikriti hefur Brecht fært Svejk fram um eina heims- styrjöld svona svipaöa og Gisli Rún- ar hefur fært Gög og Gokke fram um nokkra áratugi, ljóslifandi og skýra þó þeir heiti í raun og veru Magnús og Randver. -EIR. Gög og Gokke og Glsll Rúnar ráöa réöum sínum i upptökusal. Hutton-hneyksli í Bandaríkjunum — ævisaga Barböru Hutton tekin úr umf erð Otgefendur ævisögu Barböru Hutton, sem eitt sinn var ríkasta kona Bandaríkjanna og gift leikaranum Gary Grant á fimmta áratugnum, hafa innkallað 58 þúsund eintök af ævisög- unni. Er þaö gert vegna þess aö miklar missagnir eru í bókinni og þær alvar- legastar aö lækni einum er gefiö aö sök að hafa neytt örvandi lyfjum ofan í Barvöru er hún var komin til ára sinna og selt öörum ævisagnaritara upplýsingar um lyfjanotkun hennar. Læknirinn hefur neitað þessu alfariö og segir að sjálfur hafi hann veriö 14 ára þegar þetta átti sér stað og því hafi hann ekki getað komiö þar verulega viðsögu. Otgefendur íhuga nú hvort leiðrétta eigi villurnar í bókinni og gefa hana út á ný í endurbættri útgáfu eða hætta viö alltsaman. Barbara Hutton lést árið 1979 og átti þá aðeins nokkur þúsund krónur í banka. I ævisögunni lýsir Barbara því m.a. hvernig hún fór aö því að eyða öllu fé sínu, sem var ævintýralega mik- ið, og sagan heitir reyndar: Aumingja litla ríka stúlkan. m--------------*- Barbara Hutton á efri árum.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.