Dagblaðið Vísir - DV - 10.04.1984, Blaðsíða 3

Dagblaðið Vísir - DV - 10.04.1984, Blaðsíða 3
DV. ÞRIÐJUDAGUR10. APRlL 1984. 3 Aðeins eitt verkfall á árínu 1983 Aöeins er vitaö um eitt verkfall á síðasta ári og stóð það í fimm klukkustundir, samkvæmt upplýs- ingum sem fram koma í nýjasta fréttabréfi kjararannsóknarnefnd- ar. Ræður þar miklu að ríkisstjórnin afnam samningsréttinn meö bráða- birgðalögum frá 1. júní 1983. Verkfall þetta var þegar 14 mjólkurfræðingar hjá Mjólkursam- sölunni lögðu niður störf í fimm klukkustundir þann 30. september. Deilunni var síðan visað til félags- dóms. Þetta jafngilti níu dögum í vinnustöðvun. A árinu 1982 var vinnustöðvun vegna verkfalla hins vegar tæplega 120 þúsund dagar. Verkföll komu þá til framkvæmda hjá 17 stéttarfélög- um. Stóöu þau samtals í 108 daga og náðu til rúmlega 40 þúsund félags- manna. ÖEF Vorvaka Kvenfélagasambands íslands var haldin um helgina í Menn- ingarmiðstöðinni við Gerðuberg. Var þar margt rætt, meðal annars um störf kvenna i áhrifastöðum i þjóðfélaginu. Einnig var farið í heim- sókn til Bessastaða i boði forseta islands. Þessi mynd Einars Ólasonar er tekin við setningu vökunnar i Gerðubergi á laugardaginn. Innbrotígolfskála: Verðlaununum varstolið Brotist var inn í golfskálann hjá Golfklúbbi Ness í Suðurnesi á Sel- tjamarnesi fyrir helgina. Skálinn, sem er nokkuö úr alfaraleið, er undir eftir- liti lögreglunnar en þjófarnir hafa komiö á milh eftirlitsferða hennar og brotið rúöu til að komast inn og aðra stærri til að komast aftur út. Þeir skemmdu töluvert í skálanum og höföu á brott með sér verðlauna- gripi sem voru þar inni og einnig golf- kylfur. Er máliö nú í höndum rann- sóknarlögreglunnar, en sett hefur ver- ið strangari gæsla um skálann og byggingar lögreglunnar sem einnig eru þarna í Suöumesi. JGH ÍSLENSKIR FLUG- MENNHL STERLING Þeir íslensku flugmenn í Lúxemborg sem misstu atvinnu sína hjá Cargolux í þrengingum þess félags, hafa nú allir verið ráðnir til danska flugfélagsins Sterling Airways. Þar munu þeir fljúga DC-8 þotum. Flugliðamir, sex flugmenn og þrír flugvélstjórar, hafa verið atvinnulaus- ir frá því í nóvember síöastliönum. Tvö árin á undan höföu þeir aöeins verið ráðnir til eins mánaðar í senn. -KMU Viðskiptaráðherra á fundi í Lúxemborg Matthias A. Mathiesen viðskipta- ráðherra situr nú sameiginlegan ráð- herrafund EFTA og EBE í Lúxem- borg. Þetta er í fyrsta sinn sem ráð- herrar frá hinum 17 aöildarrikjum EFTA og EBE koma saman til fundar. Claue Cheysson, utanrikisráöherra Frakklands, og Mats Hellström, utan- ríkisráðherra Svíþjóðar, stjórna fund- inum. Þórhallur Ásgeirsson ráðuneytis- stjóri er í för með viöskiptaráðherra. Kvartanir vegna rækju úr Hólmadrangi: OF KULDALEG FYRIR FRAKKA Franskir aöiiar, sem keypt hafa rækju af togaranum Hólma- drangi, hafa sent hingað athuga- semdir vegna vinnslu hennar um borð. Að sögn Þorsteins Ingasonar útgerðarmanns er hér um að ræöa rækju úr f yrsta túr togarans, en 30 til 40 tonn af rækju úr 100 tonna túrnum fyrir skömmu er rétt að komast til Frakklands. Þorsteinn sagði að rækjan væri ekki skemmd heldur væri meira hrím í öskjunum en Frakkar eiga að venjast. Það stafar af því að í Hólmadrangi er rækjan fryst í öskj-. um, en annars staðar er venjan að lausfrysta hana á bandi og setja síð- an i öskjur. Sagöi hann að Frökkum hefði veriö gerð grein fyrir ástæðum hrímsins og tilraunum til úrbóta, en ef þeir gætu ekki sætt sig við það yröi aö selja rækjuna annað. „Þetta voru vinsamlegar ábendingar og rækjan er óskemmd svo ég á ekki von á að fjárhagslegt tjón hljótist af,” sagði Þorsteinn. -GS Schiesser^ MERKIÐ OKKAR Létt og sterk bómull _ .. með Lycra-teygju - ‘ sem þægilegt er að vera í enda er reynslan sú að þeir sem velja Schiesser kaupaávallt Schiesser & Schiesser^ Þegar á gæöin reynir anóar AUSTURSTRÆTI 8 - SÍM114266 Lagið sem hefur fylgt Guðrúnu Á. Símonar í gegnum lífið verður henni ef til vill samferða á Litlu iðnsýninguna sem Álafossbúðin býður gluggaeigendum á dagna 9.-14. apríl. • 18 nýir ÁLAFOSS-möguleikar í gluggatjaldaefnum. • Ókeypis ÁLAFOSS-námskeið I gluggatjaldasaumi. • Byltingarkennd aðferð við hreinsun gluggatjalda. • Blómaskreytingar í glugga. í fyrsta skipti eftir 2ja ára hlé ætlar Guðrún Á. Símonar að taka lagið í Álafossbúðinni - fimmtudaginn kl. 17.00. Sannkallað GLUGGAGAMAN! Verið velkomin. ^lafossbúöin Vesturgötu 2, sími 22090.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.