Dagblaðið Vísir - DV - 10.04.1984, Blaðsíða 7

Dagblaðið Vísir - DV - 10.04.1984, Blaðsíða 7
DV. ÞRIÐJUDAGUR10. APRIL1984. Neytendur Neytendur Neytendur Neytendur Tvær tegundir af kartöflumjöli: Seldar í sömu umbúðunum Þaö hefur vakiö nokkra athygli neytenda aö verö á kartöflumjöli er nokkuö mismunandi. Sérstaklega er þaö athyglisvert þegar haft í huga aö hér er um nákvæmlega sömu pakkn- ingar aö ræða. En neytendur eru nú orðnir vanir þvi aö verðlag sömu vöru sé mismunandi þegar sífellt er veriö aö tala um hina höröu samkeppni á milli matvöruverslana. Ekki er allt sem sýnist En þaö er ekki allt sem sýnist eins og svo oft vill feröa. Viö höföum sam- band við Kötlu, fyrirtækið sem sér um aö pakka inn kartöflumjölinu. Þar fengum viö þær upplýsingar aö tvær tegundir væru hér á markaöinum. Onnur tegundin er frá Rússlandi og hin frá Hollandi. Sambandiö flytur inn kartöflumjöl frá Rússlandi og lætur Kötlu pakka því inn fyrir sig. Katla flytur einnig inn kartöflumjöl frá Hol- landi og pakkar því í nákvæmlega sömu umbúðirnar og kartöflumjölinu frá Rússlandi. Verð Sambandiö fær síðan kartöflumjöliö sitt til baka frá Kötlu og selur þaö í heildsölu sinni til verslana sem eru innan þess vébanda. Þar kostar þaö 23,60 kr. út úr heildsölunni, en hoUenska kartöflumjöliö, sem Katla selur til annarra verslana en þeirra sem Sambandið selur til, kostar úr heiidsöiu, eftir því sem næst verður komist, 35,50 kr. Astæðan fyrir þessum mismuni er sú aö rússneska kartöflu- mjöliö er mun ódýrara í innkaupi en það hollenska. I einni Kronverslun kostar kartöflu- mjölið 30,20 kr. og í Miklagarði kostar þaö 23,95 kr. I öðrum verslunum, þar sem hollenska kartöflumjöliö er til sölu, kostar þaö frá 39,35 kr. upp í 45 krónur. Munurinn á lægsta og hæsta veröi er því hvorki meiri né minni en 21,40 kr. Viö höfum reyndar ekki gert könnun á gæöum þessara tveggja tegunda af kartöflumjöli. Hjá Sambandinufengum viö upplýst aö þaö kæmi fyrir aó þessi vara væri stöku sinnum ekki nægilega góö. Réttmætir viðskiptahættir? Sú spuming, sem brennur á vömm okkar, er því sú hvort hér sé um rétt- mæta viöskiptahætti aö ræöa, hvort leyfilegt sé aö selja tvenns konar vöm í sömu umbúöum, hvort ekki eigi aö standa utan á pakkningunum aö hér sé um kartöflumjöl frá tveimur mismun- andi stööum aö ræöa. Þaö er einnig eðlilegt aö neytendur, sem veröa varir við þennan mikla verðmun, álíti aö þar sem veröiö sé hæst hafi viðkomandi verslun smurt ríflega á verðið. Viö höföum samband viö neytendamála- deild Verölagsstofnunar og spurðumst fyrir um þaö hvort þetta bryti í bága viö lög um viðskiptahætti. Þar fengust þau svör aö líklega væri ekkert við þetta aö athuga, svo framarlega sem um sömu gæði væri að ræöa á kartöflu- mjölinu Ætla að skipta um umbúðir Viö höföum samband viö Olaf Björnsson, formann Félags íslenskra matvörukaupmanna og spuröum hann hvaöa álit hann heföi á þessu fyrir- komulagi. Hann taldi þetta vera mjög óréttlátt gagnvart hinum almenna neytanda. Olafur haföi síðan samband við Kötlu og eftir þaö samtal var ákveöiö aö gera breytingar á þessum málum. Katla hyggst nú framvegis pakka Sambandskartöflumjölinu í sér- stakar umbúðir. En ekki er víst aö neytendur verði varir viö þá breytingu strax því aö enn eru víst miklar birgöir af þessu mjöli í birgðageymslum Sambandsins. APH Nú stendur ti! að gera jógúrtina þykkari. Jógúrtin þykkari „Viö stefnum aö því aö gera jógúrtina aöeins þykkari. Viö höfum orðið varir við aö neytendur óska eftir því aö hún veröi aðeins þykkari en hún hefur veriö fram aö þessu. Um þessar mundir er unnið aö þessum breyting- um á framleiðslunni,” sagöi Birgir Guðmundsson framleiöslustjóri Mjólkurbús Flóamanna. Ástæöan fyrir því aö haft var sam- band viö Birgi var sú aö hingað kom kona ein meö tvær 500 gramma jógúrt- dósir. Þessar tvær dósir haföi hún keypt á tveimur mismunandi stööum og var sami seinasti söludagur á þeim, 10.4. Þegar þessar dósir voru opnaöar kom í ljós aö jógúrtin var ekki eins og konan átti aö venjast. Hún var einna líkust þykkum búöingi og neitaði allt heimilisfólkiö aö boröa hana og hélt aö hér væri um stórgallaða vöru aö ræöa. Birgir sagði aö þetta væri vegna þeirra breytinga sem fyrirhugaðar væru á jógúrtinni og þennan dag hefði of þykk jógúrt verið sett á markaöinn. Þessi vara var gjörsamlega óskemmd. Þaö eina, sem var aö þessari fram- leiöslu, var aö sett haföi verið aöeins of mikiö af bindiefni út í jógúrtina. -APH Húsráð Verðlagseftirlit er nauðsynlegt Fyrir skömmu þurfti ég aö kaupa döölur. Eg var stödd í miðbænum svo ég brá mér inn í Matardeildina í Hafnarstrætinu. Þar kostaöi 500 gramma pakki 110 krónur. Mér þótti þetta vera heldur hátt verö svo ég fór yfir í verslunina Víði til aö athuga veröiö þar. Sami pakki kostaði þar 98,75 krónur svo aö ég ákvaö aö kaupa hann. Seinna um daginn var ég stödd í Hagkaupi og rakst á nákvæmlega sama pakka af döölum þar. Hann kostaöi rétt rúmar 80 krónur. Sem sagt þaö munaöi um 30 krónum á hæsta og lægsta veröi í þessum þremur verslunum. Þaö er reyndar mögulegt fyrir þá sem eru fullfrískir aö hlaupa á milli verslana þótt tímafrekt sé í dagsins önn. En ég hef áhyggjur af gamla fólkinu sem neyöist til aö versla í næstu verslun, hvaö sem varan kostar. Hvers á gamla fólkiö aö gjalda sem ekki getur fariö á milli verslana og gert verösamanburö? -APH Nýjar Ijósaperur: Orkusparandi og endingarmeiri Komnar eru á markaöinn orkusparandi perur. Þessar perur gefa sama ljósmagn og venjulegar perur en til þess þurfa þær mun minni orku. Þá er einnig endingar- tími þessara pera talinn vera mun meiri. Perur þessar, sem eru af tveimur gerðum og nefndar eru PL-perur og SL-perur, eru framleiddar af Phil- ips. Þessar perur eru nokkuð ólíkar hinum heföbundnu glóperum, bæöi í gerö og lögun. I gerö eru þær frá- brugönar glóperunum aö því leyti aö þær byggjast á flúrtækni. SL-per- urnar eru fremur stórar og eru til í fjórum mismunandi styrkleikum. Pera af þessari gerö, sem er 25 w, gefur sama ljósmagn og 100 w glópera. Endingartíminn er allt aö 5000 stundir en endingartími venju- legra glópera er um 1000 stundir. Þessar perur eru meö sama skrúfu- gangi og aðrar glóperur. PL-perumar þurfa sérstakar perustæði og straumfestur, sem er reyndar auövelt aö koma fyrir hvar sem er. 11 w pera af þessari gerð gefur sama ljósmagn og 75 w glópera og endingartíminn er sagöur vera 5- falt meiri en venjulegrar glóperu. Um síöustu helgi var haldin sýning á þessum perum og ýmsum ljósaút- búnaöi sem hægt er að nota þessar perur í. Uti í hinum stóra heimi er stööugt unnið aö því aö þróa ljós- tæknina og er talið aö perur, sem byggjast upp flúrtækni, eigi mikla framtíðfyrirsér. APH PL-perurnar eru nokkuö ólikar þeim perum sem við eigum að venjast en þurfa mun minni orku til að gefa sama Ijósmagn og aðrar perur. Vegna vinsælda þáttarins VIKAN OG TILVERAN, sem hóf göngu sina með 1. tbl. VIKUNNAR þessa árgangs, hefur verið ákveðið að efna til samkeppni um frásagnir af þessu tagi. Heitið er þrennum verðlaunum: 1. verðlaun kr. 10.000,- 2. verðlaun kr. 7.500,- og 3. verðlaun kr. 5.000,- VIKAN áskilur sér birtingarrétt að þessum frásögnum án frekari greiðslu og að velja úr öðrum frásögnum sem berast kunna og verða þá greiddar kr. 2.000 fyrir hverja birta frásögn. Eins og lesendum VIKUNNAR er kunnugt er hér um að ræða lífsreynslufrásagnir af ýmsu tagi og eru þær birtar nafnlausar. Þær geta verið af basli í daglegu lífi, mannraunum, merkilegri heppni, gleðilegum atburðum og raunalegum eða nánast hverju þvi sem hægt er að segja frá af persónutegri reynslu á læsilegan og eftirtektarverðan hátt. Heimilt er að breyta staðarnöfnum og mannanöfnum og öðru því sem nauðsynlegt er til að Ijóstra ekki upp um hver skrifar frá- sögnina eða þá sem i henni koma við sögu. Æskileg lengd er 5—8 vélritaðar síður, miðað við ca 30 linur á hverri siðu. Handrit þurfa að hafa borist VIKUNNI, pósthólf 533,121 Reykjavik, auðkennd VIKAN OG TIL- VERAN, eigi siðar en 1. mai 1984. Handrit skulu merkt með dulnefni en rétt nafn fylgi i lokuðu umslagi merktu með heiti frásagnarinnar og dulnefni höfundar. Dómnefnd mun gæta nafn- leyndar höfundanna. Dómnefnd skipa: Guðrún Birgisdóttir fjölmiðlafræðingur, sr. Jón Helgi Þórarinsson, fri- kirkjuprestur i Hafnarfirði, Sigurður Hreiðar, ritstjóri Vikunnar. Handritin verða metin á grundvelli atburðar og frásagnar en ekki sem bókmenntaverk fýíkínW

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.