Dagblaðið Vísir - DV - 10.04.1984, Blaðsíða 8

Dagblaðið Vísir - DV - 10.04.1984, Blaðsíða 8
8 DV. ÞRIÐJUDAGUR10. APRIL1984. Útlönd Útlönd Útlönd Útlönd Jesse Jackson á fullri ferð í kosningabaráttunni í New York. Þar kom hann mjög á óvart með því að hljóta 25 prósent atkvæða. Ekkert bendir til að hann muni fá svo mikið fylgi í Pennsylvaníu en það er ekkert uppgjafarhljóð í honum frekar en í Hart. „Eini möguleikinn á því að þetta verði keppni tveggja manna en ekki þriggja er sá að annaðhvort Hart eða Mondale dragi sig í hlé,” sagði Jackson á dögunum og kvaðst staðráðinn í að halda baráttunni áfram alveg fram á landsfundinn eins og Hart sagði i gær. Þýðingarmiklar forkosningar í Pennsy Ivaníu f dag: EKKERT UPPGJAFAR- HUÓD ER í HART — segist halda baráttunni ótrauður áf ram, óháð því hvernig gengur í dag Gary Hart þarf mjög á því aö þeim sem verða í Pennsylvaníuríki í Walter Mondale keppni um aö hljóta halda aÖ vinna sigur í forkosningum dag ef hann á enn aÖ geta veitt útnefningu sem forsetaefni Demó- Jafntefli í 13. skákinni í Vilnius og einvíginu lokið: KARPOV MÆTIR KASPAROV — íeinvigi um heimsmeistaratitilinn Heimsmeistarinn fyrrverandi Vassily Smyslov bauð jafntefli eftir aöeins 15 leiki i 13. einvigisskákinni við Garrí Kasparov í Vilnius í gær. Kasparov var að sjálfsögðu fljótur að þiggja gott boð því að þar með tryggði hann sér sigur í einvíginu, 8 1/2 vinning gegn 4 1/2 vinningi Smy- slovs. Sigur Kasparovs var afar verðskuldaður og hann sýndi það öryggi sem nauðsynlegt er í sh'kum einvígjum. Lét sér oft vel líka jafn- tefli í heldur betri stöðu og var aldrei í taphættu. Níu skákum lauk með jafntefli en f jórar vann Kasparov — allar mjög sannfærandi. Sovéskir skákmeistarar, sem fylgdust meö einvíginu í Vilnius, höfðu á orði að skákstíll Kasparovs bæri nú vott um meiri þroska en áöur. Hann hefði greinilega tileinkað sér „einvígistaflmennsku” og lagt höfðuáherslu á aö tapa ekki skák. Nú bæri minna á glæfralegum leik- fléttum og fómum sem sett hafa mark sitt á taflmennsku hans til þessa. Hann var einnig mjög rólegur og yfirvegaður meðan hann var að tefla. Sat gjaman í hægindastól milli leikja og drakk kaffi. Og fyrir síöustu skákina var hann sigurviss: Tók sér hvíld frá skákrannsóknum og sótti tónleika öllu Pugtasóva, einnar frægustu rokk-söngkonu Sovétríkj- anna. Kasparov hefur því unnið sér rétt til þess að skora heimsmeistarann, Anatoly Karpov á hólm. Samkvæmt fregnum frá Vilnius vill Karpov hefja taflið þann 1. september en Kasparov hyggst hins vegar nýta sér heimild alþjóöaskáksambandsins sem kveður á um að ákorandinn hafi rétt á sex mánaða hvild frá því áskorendaeinvíginu lýkur og þar til heimsmeistaraeinvígiö hefst. Að öll- um líkindum munu þeir tefla í Moskvu. Síðasta skák einvígisins gekk þannigfyrir sig: Hvítt: Garrí Kasparov Svart: Vassily Smyslov Drottningarbragð. 1. d4 d5 2. Rf3 Rf6 3. c4 c6 4. Rc3 e6 5. Bg5 Rbd7 Fyrsta merki þess að Smyslov sé ekki í baráttuskapi. Annars hefði hann freistað gæfunnar i flækjunum eftir 5. —dxc4 6. e4 b5 7. e5 h6 8. Bh4 g5 9. Rxg5 hxg5 10. Rxg5 Be7! ? eins og hann lék fyrr í einvíginu. Fjögurra vinninga forskot er of mik- iö. 6. e3 Da5 7. Rd2 ömggara framhald en 7. cxd5, sem Kasparov lék síöast í 9. skákinni og vann glæsilega. Skák Jón L. Ámason 7. —Bb4 8. Dc2 0-0 9. Be2 e5 10. Bxf6 Rxf 611. dxe5 Re412. cxd5 Hvítur þarf að varast 12. Rdxe4?! dxe4 13. 0-0 Bxc3 14. Dxc3 Dxc3 15. bxc3 He816. Hadl Kf8! ogsíðan 17. - Hxe5 með betra tafli á svart. 12. —Rxc313. bxc3 Bxc314. Hcl Bxe5 15. dxc6 bxc6 Fyrsti leikurinn frá eigin brjósti! Áður hefur verið leikiö 15. —Hd8 16. Bd3 bxc6 17. 0-0 Ba6 18. Rc4 Bxc4 og hvítur hefur ívið betri stöðu. Textaleikurinn breytir ekki miklu, svartur á enn eftir að jafna taflið eftir 16. 0-0. En Smyslov bauð jafn- tefli, sem Kasparov þáði og þar með er einvíginu lokið. krataflokksins í Bandarikjunum í ár. Eftir að Mondale vann i síðustu viku þýðingarmikla sigra á Hart bæði i New York og Wisconsin hefur dregið mjög úr sigurlíkum Harts og þarf hann að rétta við mjög skjótlega ef hann ó að eiga möguleika ófram. Hart scgir þó aö hann muni halda baráttunni áfram allt fram á lands- fundinn i San Francisco í júlí, alveg óháð því hvemig honum tekst upp í kosningunum í dag. Forkosningamar era einmitt hálfnaðar nú þegar kemur að Pennsylvaníu og Hart er þeirrar skoðunar að sér muni vegna betur í „siðari hálfleik” þegar baráttan hefst i vesturrikjunum þar sem Hart er talinn eiga meira fyigi að fagna heldur en Mondale og óháðir fulltrúar hefja leit að kandídata sem sé nægUega sterkur tU að vinna sigur á Reagan forseta. „Höfuömálið í siðari hálfleik mun verða hver sé fær um að vinna sigur á Reagan og svo lengi sem skoðana- kannanir sýna að ég stend þar mun betur að vigi heldur en Mondale mun það hafa meiri áhrif á óháðu fuUtrú- ana heldur en nokkuð annað,” sagði Hart í blaðaviðtaU i gær. AUs er kosið um 172 fulltrúa í Pennsylvaníu en það er þriðji mesti þingfuUtrúafjöldi sem nokkurt ríki ræður yfir. Skoðanakannanir um fylgi frambjóðendanna í Pennsylvaniu, sem gerðar vom frá miðvikudegi og fram á síðastliðinn sunnudag, sýndu að Mondale hafði 41 prósent fylgi, Hart 39 prósent og Jackson 14 prósent. Skoðanakannanir sem framkvæmdar vom frá föstudegi og fram á sunnudag sýndu enn betri útkomu Mondales eða 41 prósent á móti 36 prósentum Harts. Mondale hefur nú tryggt sér stuðning 895 fuUtrúa eða næstum hehning þeirra 1967 fulltrúa sem þarf tU að hljóta útnefningu. Hart hefur stuðning 532 fuUtrúa og Jack- son 152 fuUtrúa. Komu upp um stóran heróín- smyglhring Komist hefur upp um meiri háttar heróínsmyglhring sem notaöi pizzu- stofur í New York og miövestur- ríkjunum tU að skýla starfsemi sinni. — Mafíuforingjar stýrðu þessu fyrir- tæki sem talið er hafa smyglaö heróíni fyrir 1,6 miUjarð doUara til Banda- ríkjanna á síðustu fimm árum. Meðal þeirra sem handteknir hafa verið er Gaetano Badalamenti mafiu- foringi, sem yfirvöld Italíu hafa mest- an hug á að hafa hendur í hárinu á . — Bandarísk yfirvöld telja hann umsvifa- mesta heróínheildsala heimsins. Badalamenti var handtekinn á sunnudaginn í Madrid, þar sem hann átti fund með frænda sinum, Petro Alfano, sem rekur pizzusölustaö í Oregon í IUionois. — Alfano var einn fimm pizzusala og ættingja Badala- menti sem gengu erinda hans við aö koma heróíninu á markað í New York í gegnum hinn 43 ára gamla Salvatore Catalano, sem notaöi bakarí og pizzu- sölu til aö fela athafnasemina. Hann stýrði Catalano-bófaflokknum í Bonnanofjölskyldunni sem er ein af fimm mafíufjöiskyldunum í New York. Samkvæmt þvi sem alrík islögreglan lét uppi í gær haföi Catalano einnig haft með höndum „þvottinn” á svörtum heróínpeningum mafíunnar og komið miUljónum dollara í umferð með fjárfestingum í gegnum virtar hlutabréfamiðlanir. Yfirvöld Sviss, Spánar, Frakklands, V-Þýskalands, Belgíu, Luxemburg og Kanada höföu samvinnu við banda- rísku fíkniefnalögregluna við að upp- lýsa málið. Catalano hefur verið úrskurðaður í gæsluvarðhald og einn liðsforingja hans, Giuseppe Ganci, eigandi pizzu- sölukeðju, verður eins og hann aö leggja fram margra miUjón dollara tryggingu ef hann ætlar að losna úr varðhaldinu. Umsjón: Guðmundur Pétursson og Gunnlaugur A. Jónsson Reagan reyndist veraaf konungs- ættum Reagan Bandaríkjaforseti er af kon- unglegum ættum á Irlandi og kann að vera fjarskyldur ýmsum konungsfjöl- skyldum í Evrópu, að því er breskir ættfræðingar upplýstu í gær. Harold Brooks-Baker, forstöðu- maður þekktrar ættfræðistofnunar í Englandi, skýrði Reutersfréttastof- unni frá því í gær að ættir Reagans hefðu verið taktar aftur til Brians Boru, írsks konungs sem uppi var á elleftu öld. Ættfræðistofnunin er nú að láta teikna upp ættartré Reagans og verður honum afhent það að gjöf þegar hann heimsækir slóðir forfeðra sinna í írska bænum Ballyporeen í júnímánuði næst- komandi. „Það sem gerðist með þessa kon- ungsfjölskyldu var það að henni var steypt af valdastóli og hún hafnaði í sárustu fátækt sem hún náði sér ekki upp úr fyrr en hún flutti til Englands og þaöan til Ameríku,” sagði Brooks- Baker ættfræðingur. Ziasegist ekki sækjast eftirfor- setastóli Zia-ul-Haq, leiðtogi herstjómarinnar í Pakistan, lýsti því yfir í gær aö hann mundi ekki sækjast eftir að verða kosinn forseti í kosningum þeim sem hann hefur heitiö aö verði haldnar í landinu fyrir mars á næsta ári. Zia sagði í ræðu í Karachi í gær að hann væri sannfærður um að þeir sem sæktust eftir völdum í landinu væru hræsnarar. Zia, sem komst til valda í landinu með valdaráni árið 1977, hefur lýst því yfir að hinn nýi forseti verði valinn af þjóðþingi og héraðsþingum sem kjósa eigi fyrir mars á næsta ári. Aðeins þeir sem herstjórnin sættir sig viö fá að bjóða sig fram til þessara þingsæta. Indira Gandhi áfundi með leið- toga PLO Indira Gandhi, Indlands, kom í gær til Túnis í sólar- hringsheimsókn og átti þá sinn fundinn með hvorum, Habib Bourguiba, forseta Túnis, og Yasser Arafat, leiðtoga Frelsissamtaka Palestínumanna, PLO. Gandhi kemur til Túnis sem for- maður samtaka óháöra ríkja í þeim til- gangi að reyna að leita leiða til að binda enda á styrjöld Iraka og Irans svo og koma á friði í Mið-Austurlönd- um. I frétt Wafa, hinnar palenstínsku fréttastofu, sagði að Gandhi heföi á fundi sínum með Arafat ítrekaö stuðn- ing Indlands við PLO. Gandhi fór heimleiðis í gærkvöldi vegna óeirða í Punjab-héraði í norðausturhluta Indlands. Átökin þar gerðu þaö að verkum að Gandhi varö að hætta við fyrirhugaðar heimsóknir sínar til Alsír og Egyptalands. forsætisráðherra

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.