Dagblaðið Vísir - DV - 10.04.1984, Blaðsíða 21

Dagblaðið Vísir - DV - 10.04.1984, Blaðsíða 21
DV. ÞRIÐJUDAGUR10. APRIL1984.. 21 !|KÓttír íþrótti íþróttir íþróttir - markaskorarinn mikli: snillingur” rdun/’ sagði Udo Latteck, þjálfari Bayern Miinchen Ásgeir vann einvígið Gerd „Bomber" Muller. þaö fáránlegt aö tala um söluna á „Siggi” sem algjör mistök. Þaö gera aðeins þeir sem þekkja ekki baksviðið, eins og Udo Latteck,” sagði Breitner. Blaðamenn voru þá fljótir að spyrja hann um baksviðið. — „Þegar Siggi” var keyptur til Bayem samþykkti hann að leika á vinstri vængnum. Þeg- ar hann svo kom til okkar var hann ekki ánægður með þá stöðu. Hann vildi helst stjórna spilinu hjá Bayern. Það var ekki pláss fyrir tvo stjómendur — í sama liðinu og þess vegna skildu leiðir,” sagði Breitner, sem stjómaði leik Bayem þegar Ásgeir var hjá félaginu. Blöð hér í Miinchen eru full af frá- sögnum um Ásgeir sem átti snilldar- leik — og þá má geta þess að öll blöð í V-Þýskalandi völdu hann í lið vikunnar, hann var maður dagsins hjá flestum þeirra og þá skoraði hann einnig mark dagsins — með þrumuskoti af 20 m færi — jöfnunar- mark Stuttgart 2—2. —HO/-SOS. Auðvelt hjá Fram Fram sigraði Ármann örugglega í Reykjavikurmótinu í knattspyrau i leik sem fram fór á Melavellinum i gærkvöldi. Staðan i leikhléi var 2—0 og það var Guðmundur Torfason sem skoraði bæði mörk Fram. Næsti leikur fer fram í kvöld og leika þá Fylkir og Vikingur og hefst leikurinn kl. 18.30 á Melavelli. _SK. NDSMET Dn hefur sett 25 íslandsmet /erslun okkar að Laugavegi 69 iginn 10. apríl frá kl. 14-18 og jóð ráð í sambandi við val á og skóm. Fitness, stærðir 5-111/2, kr. 1.170,- Frá Hilmari Oddssyni — fréttamanni DV í Miinchen: — Asgeir Sigurvinsson átti snilldar- leik með Stuttgart hér gegn Bayera og vann hann einvígið við danska leikmanninn Sören Lerby sem stenst ekki samanburð við Ásgeir. Blöð hér segja að Lerby, sem var keyptur tfl að taka stöðu Paul Breitner hjá Bayera, komist ekki með tærnar þar sem Ásgeir hefur bælana. Ásgeir var spurður um hvort leikurinn gegn Bayem hefði ekki verið sæt hefnd. Ásgeir sem er mjög hógvær og látlaus í öllum viötölum — vill greinilega ekki ýfa upp gömul sár þó aö hann sé eflaust sár og beiskur yfir hvemig var farið með hann hjá Bayern, sagði að hann neitaði því ekki að það hefði verið ánægjulegt að skora jöfnunarmarkið 2—2 gegn Bayern. — Eg hugsa ekki um það mark sem hefnd. Ef hægt cr að tala um befnd, þá átti hún sér stað fyrr í vetur i Stuttgart þar sem við uunum Bayern 1—0, sagði Ásgeir, sem er litið fyrir að básúna sitt á- gæti í blööum. Hann hefur hingað til sýnt sina getu á leikvellinum en ekki barið bumbur í biöðum. Já, látleysi Ásgeirs hefur gert hann enn vínsælli hér í V- Þýskalandi — hann er manngerð sem V- Þjéðverjar kunna að meta. -HO/-SOf^j| Asgeir Sigurvinsson - talinn besti stjórnandinn / v-þýsku knatt- spymunni. „Niðurstaða lyfja- prófsins neikvæð” segja Gyffi og Garðar Gíslasynir um lyfjapróf ið sem þeir fóru í í Svíþjóð DV hefur borist eftirfarandi bréf frá lyftingamönnunum Gylfa og Garðari Gíslasonum frá Ákureyri vegna greinar þar sem rætt var við Alfreð Þorsteinsson, formann lyfjanefndar ÍSÍ. Þar var haft eftir Alfreð að þeir bræður hefðu verið kallaðir öðru sinni i lyfjapróf vegna gruns um að annar bróðirinn hefði gefið þvagsýni fyrir báða. Bréf þeirra bræðra fer hér á eftir: ,,Síöan að við komum til Svíþjóðar í september 1983 höfum við keppt á tveimur lyftingamótum þar sem lyf ja- próf hafa farið fram. Fyrst á Norður- landameistaramóti unglinga í nóvem- ber 1983 og síðan á Sweden Cup 26. febrúar sl. Síðamefnt mót var hugsað sem nokkurs konar úrtökumót fyrir væntanlega Olympíukandidata Islands í lyftingum, en úr því varð ekki þar sem bræðumir Baldur og Birgir Borg- þórssynir vom meiddir á þeim tíma. Islenska lyfjanefndin stóð fyrir lyfja- prófi á íslensku keppendunum á þessu AstonVilla með nýjaauglýsingu Áston Vilia befur gert auglýsingasamning við japanska skriivélafyrirtækið Mita’s og fær Villa 250 þás. sterlingspund fyrir samnínginn. Féiagið hyggst nota þá pcninga til að endurnýja samning einn sinna bestu leikmanna Gary Shaw sem mörg félög hafa haft augastað á — eins og Juventus og Real Madrid. -SOS móti og í það fómm við bræöur ásamt Haraldi Olafssyni, eins og fyrir okkur var lagt. Stóðu yfir okkur tveir læknar (annar kona) og horfðu á okkur pissa i glösin. Nú fyrir nokkm var hafin mikil lyfjaeftirlitsherferð meöal sænskra íþróttamanna og var sagt í blöðunum að á næstu dögum yrðu 700 íþrótta- menn kallaðir í próf. Við vorum boðaðir til lyfjaprófs ásamt 3 öðrum lyftingarmönnum úr okkar klúbb auk fjölda annarra íþróttamanna. Við spurðum af hverju við væmm kallaðir fyrir og fengum þau svör að við kepptum og æfðum með sænkum klúbbi og teldumst því sænskir íþrótta- menn. Okkur var sagt að niðurstaða prófsins eftir Sweden Cup mótið væri neikvæð (neikvæð niðurstaða í lyfja- prófi merkir að ekkert sé athugavert, innskot blm.) og lyfjanefnd ISI fengi senda skriflega niöurstöðu. Utkoman úr síöara prófinu sem við vorum kallaðir í verður að sjálfsögöu neikvæð eins og alltaf þegar við förum í lyfja- próf. Ummæli Alfreðs Þorsteinssonar í DV þykja okkur hlægileg og hörmum við þennan misskilning og sendum honum og öðrum íslenskum íþrótta- mönnum íþróttakveðjur. Gylf i Gíslason Garðar Gislason ^nniv^juivg Jl ef innihald bréfs þeirra bræðra er á rökum reistsegir Alf reð Þorsteinsson, form. lyfjanefndar ÍSÍ I„Þessar upplýsingar sem ég fékk frá Sviþjóð komu f rá yf irumsjónar- Imönnum lyfjaeftirlitsmála lí Svíþjóð,” sagði Alfreð Þorsteins- Ison, formaður lyf janefndar ÍSÍ, er við bárum undir hann innihald Ibréfsins frá þeim Gylfa og Garðari Gislasonum. I„Ef þetta er rétt sem þeir segja í bréfi þessu lýsi ég fyrstur manna yfir ánægju minni með það. Þá eru það gleðitíðindi. Við í lyfjanefnd erum alls ekki að vona að einhverj- ir íþróttamenn noti lyf samfara iþróttaiðkun. En ég vil taka það skýrt fram aö enn höfum við ekki fengið niðurstöður frá Sviþjóð og á meðan svo er getum viö ekki fuUyrt neitt í þessu máli,” sagði Alfreð Þorsteinsson. -SK. Sveinn erúr leik 3 3 1 Sveinn Bragason, hinn lúnkni leik- maður íslandsmeistara FH í handknatt- leik, endaði keppnistimabilið á heldur dapurlegan bátt. I ieik FH og Vals á laugardag tognaði bann illa og getur ekki leikið með FH-liðinu í síðustu leikj- um þess um næstu helgi. -SK. Ásgeir varð eftir í Miinchen — Frá Hilmari Oddssyni — frétta- manni DV í Miinchen: — Þegar leikmenn Stuttgart lögðu á stað heim á leið frá Miinchen stóð einn leikmaður eftir og kvaddi þá. Það var ts- lendingurinn Ásgeir Sigurvinsson, fyrr- um leikmaður Bayera Miinchen. Ásgeir var eftir þar sem hann ætlaði að eyða kvöldstund með fyrrum félögum sínum hjá Bayern sem hann hefur regiuiega samband við. Tveir bestu félagar hans í Miinchen — landsliðsmennirair Klaus Augenthaler og Woifgang Dremler, höfðu samband við Ásgeir í sl. viku og buðu honum að vera eftir i Miinchen. Ásgeir dvaldist heima hjá Augenthaler. -HO/-SOS Valsmenn í IHF-keppnina FH-ingar leika í Evrópukeppni meistaraliða næsta keppnistimabil þar sem þeir báru sigur úr býtum í úrslita- keppninni um íslandsmeistaratitilinn. Það verða Valsmenn sem keppa í IHF- bikarkeppninni þar sem þeir urðu í öðru sæti í 1. deildarkeppninni — á eftir FH- ingum. -SOS Bilbaotapaði Spánarmeistararair Atletico Bilbao máttu þola tap 0—2 í Sevilia — fyrir Real Betis. Argentínumaðurinn Gabriel Caldero var hetja Betis, skoraði eitt mark og lagði upp hitt. Real Madrid lagði Real Murcia að velli 3—2 í Madrid. Það var Juanito sem skoraði sigurmarkið úr vítaspymu en Santillana og Ricardo Gallego skoruðu hin mörkin. Barcelona lagði Real Zaragoza að velli 1—0. Carrasco skoraði markið eftir að Vitaller, markvörður Zaragoza hafði ekki náð að halda föstum skalla frá Diego Maradona. Bilbao og Real Madrid eru með 43 stig, Barcelona 42 og Atletico Madrid 40. -SOS Jafntef li á Goodison Park Everton og Arsenal gerður jafntefli 0—0 á Goodison Park í gærkvöldi í ensku 1. deildarkeppninni. Tveir leikir fóru fram i 3. deild. Bouraemouth vann Buraley 1—0 og Port Vale lagði Orient að velli 2—0. -SOS Hoddle undir hnífinn Glenn Hoddle — enski landsliðs- maðurinn hjá Tottenham, var skorinn upp við meiðslum á hásin á sjúkrahúsi í London í gær. Meiðsli á hásin hafa háð honum tvö sl. ár. Hoddle mun þvi ekki leika meira með Tottenham í vetur en reiknað er með að hann verði orðinn góður í júní og geti farið með enska landsliðinu i keppnisferð til S-Ameríku. -SOS íþróttir íþróttir

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.