Dagblaðið Vísir - DV - 10.04.1984, Blaðsíða 32

Dagblaðið Vísir - DV - 10.04.1984, Blaðsíða 32
DV. ÞRIÐJUDAGUR10. APRIL1984. Gu&jón M. Guömundsson fiskmats- maður er látinn. Hann fæddist 12. júli 1899. Foreldrar hans voru hjónin Þórunn Einarsdóttir og Guömundur Kristján Guömundsson. Eftirlifandi eiginkona hans er Guörún Pálsdóttir. Þau hjónin eignuðust þr jú börn. Lengst af stundaði Guöjón sjómennsku en síöustu árin starfaöi hann á Kefla- víkurflugvelli. Utför Guðjóns verður gerð frá Keflavíkurkirkju í dag kl. 14. Björgvin Benediktsson prentari, Skeiöarvogi 121,veröur jarðsunginn frá Fríkirkjunni í Reykjavik miöviku- daginn 11. apríl kl. 13.30. Margrét Þorkelsdóttir frá Akri við Bræðraborgarstíg verður jarösungin frá Dómkirkjunni miðvikudaginn 11. apríl kl. 13.30. Þorgeir P. Eyjólfsson, Lokastíg 24A, verður jarðsunginn frá Fossvogs- kirkju í dag, þriöjudag, kl. 15. Unnur Erlendsdóttir lést 7. apríl. Svanhildur B. Friðriksdóttir, Skúla- götu 68, er lést í Heilsuvemdarstöðinni 2. apríl sl., verður jarðsungin frá Nýju kapellunni í Fossvogi fimmtudaginn 12. apríl kl. 13.30. í gærkvöldi______ í gærkvöldi Tvíræður húmor og mannleg mynd Það var fjölbreytt og góð dagskrá í sjónvarpinu í gærkvöldi og fór batn- andi eftir þvi sem leiö á kvöldið. Iþróttaþátturinn var með fjölbreytt- asta móti en mest var þó sýnt frá Islandsmótinu í handknattleik sem eins og fram kom í þættinum er orðið. lúiö og þreytt. En FH-ingar eru vel að sigrinum komnir, lið þeirra hefur verið yfirburðalið í vetur. Asgeiri Sigurvinssyni eru eins og vanalega gerð góð skil hjá Bjarna Fel, en aftur á móti var ekki minnst á árangur badmintonliðsins í Evrópukeppni í badminton. Því þótt við séum ekki á heimsmælikvarða í þeirri íþrótt, þá hafa sigramir er- lendis í þetta sinn verið stórir og góðir. Dave Allen birtist okkur í síöasta skiptið í vetur og var þessi þáttur nokkuð nýrri en þeir sem áður hafa verið á dagskrá í vetur. Hann brást ekki frekar en endranær og fengu siöapostular aö kenna á tvíræðum bröndurum, svo vægt sé til orða tekið. Einnig útfæröi hann á sinn hátt þekkt atriöi úr frægum kvik- myndum. Vonandi meira af Dave Allennæstavetur. Breska myndin Ferðin gleymda var virkilega góö, byggð á dag- bókum og sendibréfum Alfred Russ- el Wallace, sjálfmenntaðs náttúru- fræðings sem uppi var á siðustu öld og vann að sama viðfangsefni og Darwin. Er sagt að hann hafi átt þátt í því að Darwin birti niöurstöður sínar í ritverkinu Uppruni tegund- anna. Ferðin gleymda er mjög mannleg mynd um löngu gleymdan náttúrufræðing og um leið brautryðj- anda á sviði vísinda. Hilmar Karlsson. Nauðungaruppboð annaö og síöasta á hluta í Hverfisgötu 104, þingl. eign Guðmundar Haraidssonar o.fl., fer fram eftir kröfu Sigurmars K. Albertssonar hdl., Skúia J. Pálmasonar hrl., Landsbanka íslands, Brynjólfs Kjart- anssonar hri. og Veðdeildar Landsbankans á eigninni sjálfri fimmtu- daginn 12. apríl 1984 kl. 11.30. Borgarfógetaembættiö í Reykjavík. Nauðungaruppboð sem auglýst var í 9., 12. og 15. tbi. Lögbirtingablaðs 1984 á Heiðargerði 112, þingl. eign Friðþjófs Björnssonar, fer fram eftir kröfu Ara ísberg hdl. á eigninni sjáifri fimmtudaginn 12. apríl 1984 kl. 16. Borgarfógetaembættið í Reykjavík. Nauðungaruppboð sem augiýst var í 134., 137. og 140 tbl. Lögbirtingablaðs 1983 á Skógar- gerði 5, þingl. eign Sigurðar Markússonar, fer fram eftir kröfu Sveins H. Vaidimarssonar hrl., Búnaðarbanka isiands, Hafsteins Sigurðsson- ar hrl., Guðmundar Jónssonar hdl. og Tryggingastofnunar ríkisins á eigninni sjáifri fimmtudaginn 12. apríl 1984 kl. 15.30. Borgarfógetaembættið í Rkeykjavtk. Nauðungaruppboð sem augiýst var í 134., 137. og 140 tbl. Lögbirtingablaðs 1983 á hiuta í Skálagerði 5, þingl. eign Rögnvaids Sigurðssonar, fer fram eftir kröfu Bjarna Ásgeirssonar hdl. og Útvegsbanka íslands á eigninni sjálfri fimmtudaginn 12. april 1984 kí. 15.15. Borgarfógetaembættið í Reykjavík. Nauðungaruppboð anuað og síðasta á hluta í Seljalandi 1—3, þingl. eign Gests Karls Jóns- sonar, fer fram eftir kröfu Gjaldheimtunnar í Reykjavík og Veðdeildar Landsbankans á eigninni sjáifri fimmtudaginn 12. apríl 1984 kl. 15. Borgarfógetaembættið i Reykjavík. Nauðungaruppboð annað og siðasta á Ásgarði 43, þingl. eign Rúnars Stefánssonar, fer fram eftir kröfu Gjaldheimtunnar í Reykjavík og Veðdeildar Lands- bankans á eigninni sjálfri f immtudaginn 12. april kl. 14.30. Borgarfógetaembættið í Reykjavík. Nauðungaruppboð annað og síðasta á hluta í Brautarholti 4, þingl. eign Emils Adolfssonar o.fl., fer fram eftir kröfu Gjaldheimtunnar í Reykjavík á eigninni sjáifri fimmtudaginn 12. april 1984 kl. 13.30. Borgarfógetaembættið í Reykjavík. Nauðungaruppboð sem auglýst var í 109., 112. og 114. tölubiaði Lógbirtingablaðsins 1983 á eigninni Blikanesi 13, Garðakaupstað, þingl. eign Sigrúnar Gunnars- dóttur, fer fram eftir kröfu innheimtu rikissjóðs á eigninni sjáifri föstudaginn 13. apríl 1984 kl. 17.00. Bæjarfógetinn í Garöakaupstað. Nauðungaruppboð annað og síðasta á eigninni Þrastarlundi 9, Garðakaupstað, þingl. eign Birgis Pálssonar, fer fram á eigninni sjálfri föstudaginn 13. apríl 1984 kl. 16.30. Bæjarfógetinn í Garðakaupstað. Nauðungaruppboð sem auglýst var i 103., 106. og 109. tölubiaði Logbirtingablaðsins 1983 á eigninni Hagalandi 6, Mosfellshreppi, þingl. eign Stólpa hf., fer fram eftir kröfu Tómasar Þorvaldssonar hdl., Arnar Höskuidssonar hdl. og Jóns Ingólfssonar hdl. á eigninni sjálfri föstudaginn 13. april 1984 kl. 15.15. Sýslumaðurinn í Kjósarsýslu. Július Otto Hansen andaöist 5. april á Elli- og hjúkrunarheimilinu Soltred, Birkerod Danmörku. Jarðarförin fer framl2. apríl. örn Ö. Johnsen, Melhaga 10 Reykja- vík, lést þann 7. apríl sl. Kristín Hafliðadóttir andaöist í Hrafn- istu þann 8. apríl. Hulda Þ. Guðmundsdóttir, Laugar- nesvegi 13 Reykjavík, er látin. Lilja Guðbjörg Jóhannesdóttir, Álfhólsvegi 129 Kópavogi, verður jarösungin frá Fríkirkjunni í Reykjavík miðvikudaginn 11. apríl kl. 15. Sigríður Oddleifsdóttir, Fellsmúla 5, verður jarösungin frá Dómkirkjunni fimmtudaginn 12. apríl nk. kl. 15. Björn Ölafsson fiðluleikari er látinn. Hann var fæddur 26. febrúar 1917. For- eldrar hans voru Olafur Bjömsson og Borghildur Pétursdóttir. Bjöm lauk námi í Músikakademíunni í Vín 1939. Hann gerðist kennari við Tónlistar- skólann í Reykjavík. Starfaöi hann þar síðan meöan heilsa hans leyfði og var yfirkennari strengjadeildar skólans frá 1946. Þegar Sinfóníuhljómsveit Islands tók til starfa, árið 1950, varð Bjöm konsertmeistari hennar. Eftirlif- andi kona hans er Kolbrún Jónasdóttir. Eignuðust þau eina dóttir. Utför hans verður gerð frá Dómkirkjunni í dag kl. 13.30. Brynjólfur Kristinn Friðriksson lést 1. apríi sl. Hann fæddist í Vestmanna- eyjum 2. júlí 1911, sonur hjónanna Friðriks Jónssonar og Sigurlinu Brynjólfsdóttur. Hann kvæntist önnu Einarsdóttur en hún lést áriö 1979. Þeim hjónunum varð þriggja barna auðiö. Brynjólfur rak ásamt syni sínum um árabil verslunina Jónsbúð eða allt til ársins 1964 er þeir keyptu innflutningsfyrirtækið Daníel Olafsson & co. hf. Utför Brynjólfs verður gerð frá Fossvogskapellu í dag kl. 13.30. Spilakvöld Kvenfélag Kópavogs spilar félagsvist þriöjudaginn 10. april kl. 20.30 í Félagsheimilinu. Spilakvöld í Hallgrímskirkju Spilakvold verður í félagsheimili Hallgríms- kirkju í kvöld (þriðjudag) kl. 20.30. Agóði rennur til styrktar kírkjunni. Fundir Kvennadeild Flug- björgunarsveitarinnar Félagsfundur veröur haldinn í kvennadeild Flugbjörgunarsveitarinnar miðvikudaginn 11. apríl kl. 20.30. Félagsvist. Kvennadeild Skagfirðinga- félagsins í Reykjavík heldur fund í Drangey, Síöumúla 35, miÖ- vikudaginn 11. apríl kl. 20.30. M.a. veröur rætt um fjáröflun félagsins 1. maí. Slysavarnakonur í Reykjavík Afmælisfundurinn veröur haldin 16. apríl nk. í Domus Medica kl. 20. Miöasala viö inngang- inn. Vinsamlegast látið vita í símum 66633, Helga, 19828, Andrea, 38449, Olöf. Mætiö vel og stundvíslega Stjórnin. Basarar Kökubasar Félag þingeyskra kvenna í Reykjavík og nágrenni heldur sinn árlega kökubasar að Hallveigarstöðum á Pálmasunnudag kl. 14. Tekið á móti kökum milli kl. 10 og 12. Minningarspjöld Minningarkort Flugbjörgunarsveitarinnar í Reykjavík fást hjá eftirtöldum aðilum: 15597 Bókabúð Braga, Lækjargötu. 12630 Amatör, Laugavegi82. 66620 Snerra, Mosfellssveit. 17430 Ingibjörg Vernharðsdóttir. 27800 María Bergmann. 32068 Sigurður M. Þorsteinsson. 82056 Ingvar Valdimarsson. 37407 Magnús Þórarinsson. 37392 Stefán Bjarnason. 35693 Páll Steinþórsson. 71416 Góstaf Oskarsson. 34527 Sigurður Waage. Minningarkort Landssamtaka hjartasjúklinga fást hjá eftir- töldum aðilum: Reynisbúð, Bræðraborgar- stíg 47, Bókaverslun Isafoldar, Framtíðinni, Laugavegi 45, frú Margréti Sigurðardóttur, Nesbala 7, Seltjarnarnesi, Bókabúö Böðvars, Hafnarfirði, Siguröi Olafssyni, Hvassahrauni 2, Grindavík, Alfreð G. Alfreðssyni, Holts- götu 19, Njarðvik. Týndur síðan á f immtudag Lögreglan í Hafnarfirði lýsir eftir Einari Viðar hæstaréttarlögmanni, til heimilis að Smáraflöt 48 í Garðakaupstað. Einar Viðar, sem er 58 ára gamall, fór að heiman að morgni fimmtudagsins var. Hann sást í Austurstræti í Reykjavík um hádegi sama dag en síðan hefur ekkert til hans spurst. Tapað -fundið Þessi köttur fór frá heimili sínu að Urðar- bakka 20 í Reykjavík í gærmorgun og hefur ekki sést síðan. Hún er með hálsól með heimilisfanginu merktu að innan. Ef einhver verður hennar var þá er hann vinsamlegast beðinn um að láta vita í síma 74721. 50 ára afmæli á í dag, 10. apríl, frú Kristín Guðmannsdóttir frá Tungufelli í Svarfaðar- dal, Völvufelli 46, Breiðholtshverfi. Eigin- maður hennar er Karl Sigmundsson og ætla þau að taka á móti gestum á heimili sínu eftir kl. 16 á laugardagmn kemur 14. apríl. Nú er klukkan 8.25 á úrinu mínu — 8.47 á eldhúsklukkunni og 8.53 á vekjarakiukkunni.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.