Dagblaðið Vísir - DV - 10.04.1984, Blaðsíða 35

Dagblaðið Vísir - DV - 10.04.1984, Blaðsíða 35
35 DV. ÞRIÐJUDAGUR10. APRtL 1984. TOLVUR - TOLVUR - TOLVUR - TOLVUR „KONURENNÞÁ í MEIRIHLUTA” — segir Ragna Sigurðardóttir Guðjohnsen sem hefur kennt „Er með frásögn af rifrildi í þinginu" — rætt við Vilborgu Norðdahl, 26 ára konu úr Keflavík, á ritvinnslunámskeiði hjá St jórnunarf élaginu ritvinnslu á þriðja ár í St jórnunarskólanum Ragna S. Guðjohnsen, kennari á ritvinnslunámskeiðum Stjórnunarféiags- ins. „Það er nokkuð um að husmæður komi hingað. Þær koma til að öðl- ast starfsmenntun og geta þar afleiðandi frekar fengið vinnu á eftir." Vilborg hlordahl, 26 ára skrifstofustúlka hjá bæjarfógetanum i Keflavik. á að fara á þetta námskeið." , Það var yfirmaður minn sem benti mér D V-mynd Bjarnleifur Bjarnleifsson „Það er fólk á öllum aldri sem kemur hingað, bæði konur og karlar, ,en ennþá eru konur í meirihluta, sagði Ragna Sigurðardóttir Guðjohnsen,- 'kennari á ritvinnslunámskeiðum Stjórnunarfélagsins. Námskeiðin eru góð byrjendanám- skeiö. Það hefst á því aö viðkomandi fær diskettu sem hefur að geyma rit- vinnsluforritið. Síöan er bara sest fyrir framan „herlegheitin”, diskettunni stungiö á sinn stað í tölvuna og þá er allt orðiðklárt. Textinn er síðan „pikkaður” inn á tölvuna, sem sér um uppsetningu hans eftir ákveðinni forskrift. „Ég hef til skamms tíma kennt hér þrjú rit- vinnslukerfi en nú kenni ég tvö. ” Ragna sagði ennfremur að á milli 15 og 20 ritvinnslukerfi væru komin með íslenskan texta. Meö námskeiðinu ætti fólk að geta áttaö sig á þessum kerfum og því væri auðveldara með vai á rit- vinnslukerfi. — Koma margar húsmæður á námskeiðið? „Já, það er nokkuö um það. Þær koma þá til aö öðlast starfsmenntun og geta þar af leiðandi frekar fengið vinnu á eftir. Það er farið aö spyrja í atvinnuumsóknum um það, hvort fólk hafi komiö nálægt tölvum. ” — Hefurðu eingöngu verið með þessi námskeið í Reykjavík? „Nei, ég hef farið út á land með þau. Og þaö er greinilegt, að þau njóta sömu vinsælda þar og í bænum. ” — Og aðsóknin er ekkert að minnka? ,,Nei, nei. Nú er komið á þriðja ár, sem ég hef kennt hér, og aðsóknin er alltaf að aukast. Og á örugglega eftir aðaukastmeira.” -JGH Ragna aðstoðar hér einn nemanda sinn á námskeiðinu. Þess má geta að ritvinnslukerfiþað sem kennt var heitir Wordstar. DV-myndir Bjarnleifur Bjarnleifsson. tsai Þaö verdur „stutt " til London frá Reykja■ vik, Stykkishólmi, Isafirði, Blönduósi. Akureyri, Egilsstóðum og Hvolsvelli þegar nýja, almenna tö/vunet Pósts og sima verður komið i gagnið um mitt næsta ár. „Það var yfirmaður minn sem benti mér á að fara á þetta ^ámskeið. Hann sagði viö ftiig að méð námskeiöinu opnuöust ákvéðnir möguleikar og því væri sniöugt fyrir mig að sækja það. ” A þessa leið svaraði hún Vilborg Norðdahl, 26 ára skrifstofustúlka hjá bæjarfógetanum í Keflavík, okkur er við litum inn á ritvinnslunámskeið hjá Stjórnunarfélaginu. Við höfðum spurt Vilborgu hvers vegna hún heföi tekið sig til og farið í höfuðborgarferð til að fara á tölvunámskeið. Vilborg hefur unnið hjá bæjarfógeta- embættinu í Keflavík í rúmlega þrjú ár. Hún sagði okkur aö þetta væri fyrsta tölvunámskeiðið sem hún sækti. — Ertu hrædd við tölvur? „Nei, það er ég ekki. Eg held að það sé engin ástæða til þess.” — Heldurðu að fólk sé almennt hrætt við að setjast fyrir framan tölvuna og tölvuskjáinn og byrja að ýta á takkana á lyklaborðinu? „Eg er ekki viss um hvort það er hræðsla. Hins vegar held ég að fólk ótt- ist að skemma eitthvað ef þaö kemur við takkana. Jafnvel að það eyðileggi forritin eða eitthvað í þeim dúr.” — Ertu orðin tölvufrík eftir þetta námskeið? „Ekki get ég sagt þaö. Áhuginn hefur þó greinilega aukist á tölvum í kjölfar þess aö maður veit aðeins meira hvað tölvan getur gert.” — Og hvaða texti er þetta sem þið æfið ykkur í? „Eg er hér með frásögn eins dag- blaðsins af rifrildi í þinginu. Það er hressilegur texti, sem mér sýnist tölvan kunna alveg ágætlega að meta.” -JGH Verðlækkun! og það á íslandi! —tölvur hafa lækkað í verði um tugþúsundir króna á síðastliðnum'tveimur mánuðum Borgar sig fy rir mig aö kaupa tölvu í dag? Tapa ég ekki viö þaö því á morgun verður tölvan orðin tugþús- undum ódýrari? Svo er komið að ís- lenski tölvumarkaöurinn býður upp á slíkan þankagang. Tökum dæmi um Neck-tölvuna, sem Benco er með umboð fyrir. I lok janúar kostaði Neck APC um 106 þúsund. 1. febrúar lækkaði hún í 85.500 og 1. apríl fór hún niður í 69.900 kr. Lækkunin nam um 36.000 kr. á um tveimur mánuðum. Þess skal getið að lækkunin 1. febrúar er til komin vegna þess að fjár- málaráðuneytið afnam tolla og sölu- skatt á sjálfvirkum gagnavinnslu- vélum. Lítum á aðra tegund af Neck, einnig APC-gerð. 1 lokjanúar kostaði hún um 142.000 kr. (með litaskerm). 1. apríl var hún komin í 99.900 kr. Lækkun um 42.000 krónur. En hvers vegna verölækkun frá verksmiðjunum? Guðmundur Hólm- steinsson, sölustjóri hjá Benco: „Við kaupum tölvurnar í gegnum London. Okkur fannst verðið vera örlítiö í hærri kantinum. Við gáfum því þeim úti upp verðin hjá samkeppnisaðilum okkar hér. I k jölfarið f engum við lækkun.” Tökum annaö dæmi, IBM PC. I lok janúarkostaðihún um 134.000 kr. Við tolllækkunina fór hún niður í um 101.000 krónur. Verksmiðjulækkun kom svo í mars. Nú kostar hún um 77.340 kr. Ovenjulegt að heyra um verðlækkan- irálslandi,ekkisatt? -JGH

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.