Dagblaðið Vísir - DV - 10.04.1984, Blaðsíða 37

Dagblaðið Vísir - DV - 10.04.1984, Blaðsíða 37
>881JBHA 01 HÚOAGUUiTH'l . fG DV. ÞRIÐJUDAGUR10. APRIL1984. 37 Dæmalaus 'Veröld Dæmalaus V’eröld Pæmalaus Veröld ' gp Ijr-" mÉk pása Það er sjaldan hvild i sjávarútvegi en þegar hún er þá er slappað afsvo um munar. Það sést best á þessum gúmmihönskum i Rækjuvinnslunni á Blönduósi. Sumir puttarnir hafa dottið út af, aðrir eru enn stífir af þreytu en þeir munu falla áður en yfir lýkur og þá vonandi fyrir næstu törn. DV-mynd GVA ÞaO getur haft afdrifaríkar afleiOingar þeg- ar venjulegir karimenn fara aO tileinka sór starfsaOferOir JR i einkalifinu. Hjónabönd íhættu — erþað Dallas að kenna? Bandarískir hjónabandssér- fræðingar hafa áhyggjur af Dall- as: „Skilnaður hjóna verður svo auðveldur á skjánum, sársauk- inn sést hvergi og í stuttu máli er boðskapur þátta á við Dallas sá að auðveldar lausnir henti stórum vandamálum,” segir Jay Smith, hjónabandssérfræðingur m.m. Hún bætir því við að algengt sé aö hjón fái það á til- finninguna að eitthvað vanti í eigið hjónaband eftir að hafa fylgst meö glæsilífi Dallasfólks- ins í 200 vikur eða svo. Grænu inniskórnir lentu i öðru sæti. Bifró- vision ’84 Bifróvision, dægurlagakeppni Sam- vinnuskólans í Bifröst, var haldin fyrir skemmstu. Alls tóku þátt í keppninni 18 manns sem sungu 12 lög og þorði enginn að koma fram undir réttu nafni. Sigurvegarar urðu sem hér segir: 1. Frægeldingarnir. 2. Grænu inni- skórnir. 3.39kaupfélög. Sviöið var útbúið sem síldarplan og meölimir skólahljómsveitarinnar, Hrygningarstofninn, klæddir sem sölt- unarmenn. Frægeldingarnir sungu „Send Your Love". Ólafur Magnússon og Svava Helgadóttir. HEiMSLJÓS Sjómanna- kveöja Italski blaðaljósmyndarinn Rino Barillari var fluttur í hasti á slysavarðstofuna i Róm eftir að hafa beint Ijósmyndalinsu sinni aö lcikkonunni Barbra Streisand þar sem hún var að yfirgefa tískuverslun í borginni. Tveir beljakar, sem voru í fylgd með Streisand, böröu Rino í götuna, brutu vélar hans og sögðu eftir á aö þetta hefði aðeins verið léttur löðrungur. Súperstjarna kvænist Andrew Lloyd Webber, höf- undur söngieikjanna Jesus Christ Superstar, Cats, Evita o.fl., not- aði tœkifærið á 36 ára afmælis- degi sínum, kynnti nýjasta söng- leik sinn, Starlight Express, og kvæntist Söru Brightman. Sú er fyrrum dausari og var kynnt fyrir Elisabctu drottningu á frumsýningu söngleiksins fyrir viku. Travolta Olivia Newton John hreifst svo mjög af vaxtarlagi John Travolta hér á dögunum að hún pantaöi sér líkamsræktartæki á 300.000 krónur — alveg eins og Travolta á. Bameignir ogskaða■ bætur Breskir dómstólar hafa dæmt enskum hjónum skaðabætur vegna bams sem þeim fæddist, báöum til mikillar furöu. Eigin- maðurinn hafði verið gerður ófrjór fyrir nokkmm árum og svo fæddist þeim hjónum allt í einu sjöunda barnið. Maðurinn hafði gengist undir ófrjósemisaðgerð- ina vegna þess aö hann treysti sér ekki til að fæða fleiri munna. Því vom þeim hjónum dæmdar um 400 þúsund krónur í skaða- bætur. Blindur fer í ferðalag Stevie Wonder hefur ákveðið að | leggja í hljómleikaferð tii Evrópu í sumar. Þegar hafa verið skipu-1 iagðir hljómleikar i Bretiandi en óvist er hvort söngvarinn bregður | sér yfir á meginlandið i leiðinni. Nútíma- þrælahald Bandarísk hjón, búsett í Kali-J forniu, maðurinn 54 ára og konan j 35, hafa verið ákærð fyrir að hafa 1 haldið ungri stúlku nauðugri í 9 mánuði og m.a. þvingað hana til að I liafa samfarir viö 100 menn. Stúlk- j an, sem er 18 ára, hvarf á rokktón- j leikum í Kalifomíu og svo mjögj sveltu hjónin þræl sinn að hún létt- j ist um 30 kiló í vistinni.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.