Dagblaðið Vísir - DV - 12.04.1984, Blaðsíða 6

Dagblaðið Vísir - DV - 12.04.1984, Blaðsíða 6
6 DV. FIMMTUDAG UR12. APRlL 1984. Neytendur Neytendur Neytendur Neytendur Þrjár islenskar tegundir sem hér eru á markaði. Málshátturinn iNóa Sirius var „Sigandi lukka er best", i Krystal-egginu var hann „Guðspeki er gulli betri"og hjá Mónu var hann„Fyrr má nú rota en dauðrota". Verðkönnun á páskaeggjum: Kaupmenn leggja lítið á eggin Páskamir nálgast nú óöfluga og eru því páskaeggin komin á sinn staö í hillur flestra matvöruverslana. A höfuöborgarsvæðinu eru þrír aöilar sem framleiöa páskaegg, reyndar mismunandi stórir. Páskaeggin em mikilvæg í páskahaldi okkar og er varla til sú fjölskylda sem ekki festir kaup á nokkrum slíkum fyrir þessa hátíð. Þaö er því hægt aö gera sér í hugarlund aö nokkuö mörgum eggjum verður sporörennt yfir páskana. Nú hafa Svíar einnig uppgötvaö íslensku páskaeggin og í ár flytur Móna talsvert magn út til þeirra. Páskaeggin eru því oröin útflutningsvara. Eru páskaeggin dýr? Það er eins með páskaeggin og aörar árstíðabundnar vörur. Fólk rekur gjaman upp stór augu og býsnast yfir í ELDHÚSINU Fiskbuff Kona ein í Kópavogi sendi okkur uppskrift aö fiskbuffi sem blandað er með saltkjöti ásamt fleiri uppskrift- um. Viö látum fiskbuffiö koma í eld- húsinu í dag. 500 g þorsk- eöa ýsuhakk 100 g feitt saltkjöt 1—2msk. kartöflumjöl legg salt og pipar fish seasoning 1—2dlmjólk Saltkjötiö er hakkaö og sett saman við fiskhakkið, síöan kryddað og eggið hrært saman viö. Þá er mjólk og kart- öflumjöli bætt í. Búnar til flatar kökur og þeim velt upp úr raspi og hveiti. Brúnaö vel á pönnu og látið krauma í rjóma eða hollandaisesósu. Boriö fram meö soönum kartöflum og hrásalati. -ÞG. því hversu dýr eggin séu í ár. Þaö má sjálfsagt til sanns vegar færa að eggin séu dýr. En eins og flestum er líklega kunnugt um þá lifum við á styrjaldar- tímum matvörukaupmanna þar sem barist er hart um hvem og einn kúnna. Þegar friöur var milli kaupmanna og allir liföu í sátt og samlyndi var al- gengt aö kaupmenn nýttu sér hámarksálagningu á páskaeggin og fengu því þokkalegar tekjur af sölu þessara eggja. En nú er tíðin önnur. Verðstríö þeirra hefur gert þaö að verkum aö nær enginn kaupmaöur þorir aö leggja á smásöluálagningu svo nokkru nemi. Segja má aö páska- eggin séu ekki lengur sú tekjulind kaupmanna sem þau voru áöur. Nú keppast þeir um aö sýna sem lægst verðiö, en meö því er bjöminn unninn. Viðskiptavinirnir eru komnir inn fyrir dyr og kaupa ekki bara páskaegg heldur einnig aðrar nauðsynjavörur. Verðið Viö ætlum aö láta lesendum það eftir aö rýna nákvæmlega í töfluna sem hér fylgir. Við könnuðum verö páskaeggja í sex verslunum og eru í hópi þeirra okkar stærstu verslanir. SS-búöirnar em meö lægsta verðið, en þegar þessi könnun fór fram vom einungis páska- egg frá Nóa/Síríus á boðstólum þar. Kaupmenn verða aö greiða söluskatt á verð páskaeggjanna og höfum við þaö fyrir satt aö í SS-búðunum sé engin smásöluálagning á eggjunum. Þegar litið er á verð í öörum verslunum kemur í ljós aö verðið er nokkuö svipaö. Hæst er verðið í Víöi en þar er þó ekki nema 7 prósent álagning. Tíöin er sem sagt önnur í ár en hún hefur verið undanfarin ár. Kaupmenn höfðu áður heimild til að leggja allt að 43 prósent á páskaeggin ogvoru flestir sem nýttu sér þann möguleika en nú hvarflar það víst ekki að neinum. Verð eftir tegundum Framleiöendur páskaeggja verö- legg ja þau eftir þyngd. Ef miðað er viö þaö er ekki mikill munur á veröi á milli þessara þriggja tegunda. Algengasta veröiö er um 65 krónur fyrir 100 grömm, en fer þó allt niöur í 60 krónur þar sem þaö er lægst og upp undir 70 krónur þar sem það er hæst. Svo er víst ekki annað aö gera en aö fara aö huga aö kaupum páskaeggj- anna og veröa ekki eins og allir hinir sem kaupa þau á síðustu stundu fyrir lokun þegar páskamir ganga í garö. K-kaupmenn: Vilja betri sanuiinga við heildsala „Viö erum ekki meö neinar bein- ar aðgeröir í huga, en viö höfum fullan hug á því aö ná betri samningum viö heildsala. Við vilj- um ekki bara fá afslátt hjá þeim þegar um er aö ræöa k-tilboö heldur einnig á öörum vörum vegna þess hversu mikið magn við pöntun í nafni K-samtakanna,” sagði Jónas Gunnarsson, kaup- maöur og formaöur K-samtak- anna, er DV innti hann eftir því hvort kaupmenn hygöust grípa til einhverra aðgeröa vegna óánægju meö þá greiðsluskilmála sem þeir fengju hjá heildsölum. .Haft var eftir Jónasi í einu dagblaöanna fyrir skömmu að nokkur óánægja væri meöal k-kaupmanna vegna þess aö heildsalar byöu þeim upp á lakari kjör en þeir byöu stór- mörkuðunum upp á. Jónas sagöist bjartsýnn á aö þeir ættu eftir að ná betri samningum viö heildsala en veriö heföi fram aö þessu. Þegar væri búiö að ná hag- stæðum samningum við einstaka heildsala. K-kaupmennirnir og aörir smákaupmenn væru óánægöir meö þaö að heildsalar gæfu stórmörkuðunum magnaf- slátt. Stórmarkaöirnir gætu svo lagt á viðkomandi vörur sömu krónutölu og smáverslanimar en jafnframt sýnt fram á lægra vöru- verö. Jónas sagöi aö K-samtökin stækkuöu nú dag frá degi og væri mikill áhugi meöal kaupmanna aö ganga í samtökin. Á hverjum degi bættust viö 1—2 verslanir og væri f jöldi þeirra nú að nálgast 70. -APH. Sólgleraugu fylgdu flatböku — Faðir fór meö dóttur sína, fjögurra ára, í matvöruverslun en þaö er mjög algengt aö börnin fái aö vera meö þegar fariö er út aö versla. Þau taka oft þátt í innkaup- unum og venjast því snemma aö vera með í ákvarðanatöku um þau, en gera sér hins vegar ekki grein fyrir því aö nauðsynlegt er fyrir foreldrana aö haga inn- kaupum samkvæmt efnum og ástæöum. Litla telpan baö fööur sinn um pizzu, en orðiö pizza á samkvæmt nýjustu tillögu sérfræðinga um íslenskt mál aö vera „flatbaka”, en eldri tillagan var „brauðprammi”. Faöir telpunnar skildi ekkert í því aö hana langaði i pizzu en þá tók hann eftir því að barnasólgler- augu fylgdu pizzunni. Hann haföi ekki áhuga á aö kaupa pizzuna en þá laumaði sú litla einni þeirra i innkaupakörfuna. Faöirinn bar fram kvörtun til V erðlagsstofnunar og sagðist ekki vilja standa í deilum viö dóttur sína enda taldi hann ekki leyfilegt aö láta í té kaupbæti með vörum. Aðrir voru þegar búnir aö benda framleiðanda pizzunnar á að óheimilt væri að bjóöa neytendum kaupbæti. Hann hét því að láta ekki fleiri sólgleraugu fylgja pizzunum. Neytendur Umsjón: ArnarPáll Hauksson og Þórunn Gestsdóttír -APH. VERÐKÖIMNUN Á ÍSLENSKUM PÁSKAEGGJUM Tegund: Nói/Síríus: Vörumarkaðurinn Hagkaup Víðir SS-búðirnar Mikligarður JL-húsið Nr. 1 50 g 25,90 kr. 25,50 26,00 24,50 — 25,80 Nr. 2 75 g 47,90 kr. 47,20 49,00 45,50 47,40 47,85 Nr. 3 155 g 99,80 kr. 99,90 104,00 96,60 99,20 99,80 Nr. 4 250 g 164,90 kr. 163,00 169,00 157,40 164,00 164,75 Nr. 5 370 g 244,50 kr. 241,00 249,00 230,80 240,00 242,95 Nr. 6 600 g 387,00 kr. 385,00 396,00 367,50 386,00 386,45 4 stk. nr. 1. 83,90 kr. 80,55 82,30 Móna Nr. 1 20 g 17,20 18,00 — Nr. 2 115 g 75,45 79,00 74,95 75,40 Nr. 4 230 g 148,00 159,00 149,00 150,80 Nr. 6 305 g 199,50 215,00 198,00 202,80 Nr. 8 405 g 262,00 282,00 259,50 266,50 Nr. 10 610 g 397,00 421,00 395,00 397,80 3stk. nr. 1. 33,75 33,95 36,80 Krystall: 220 g 139,90 370 g 239,90 450 g 289,90 580 g 374,90 ÍOOOg 647,90

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.