Dagblaðið Vísir - DV - 12.04.1984, Blaðsíða 9

Dagblaðið Vísir - DV - 12.04.1984, Blaðsíða 9
DV. FIMMTUDAGUR12. APRIL1984. Útlönd Útlönd Útlönd Útlönd Gorbasjef stakk upp á Tsjemenko Æösta ráöið (þing Sovétríkjanna) kaus í gær Konstantin Tsjernenko for- seta Sovétríkjanna og staðfesti viðtek- inn hátt frá valdaárum Brezhnevs að leiðtogi kommúnistaflokksins hafi for- setaembættiö um leið á hendi. Það var Mikhail Gorbasjef sem stakk upp á Tsjemenko en flestir höföu talið Gorbasjef aðalkeppinaut Tsjern- enkos og þann sem Andropov heföi helst kosið fyrir eftirmann sinn. Gerðu við bilaða gervi- hnöttinn Geimförunum um borð í Áskorand- anum tókst að gera við bilaða gervi- hnöttinn Solar Max og er ætlunin að senda hann aftur á sporbraut sína i dag. George Nelson og James van Hoften voru í meir en sex klukkustundir utan skutlunnar í gær til þess að vinna að viðgerðinni, sem fór þó að mestu fram í opnu flutningarými skutlunnar. Þessi áfangi i notkun skutlunnar til þess að sækja biluð geimför eða gera við þau þykir mjög mikilvægur. Það hefði kostað 235 milljónir dollara að senda upp annan gervihnött í staðinn fyrir Solar Max. Áhöfn skutlunnar mun síðan í dag búa sig undir ferðina aftur niður til jarðar á morgun. Veðurhorfur á Flór- ída þykja tvísýnar, svo að hugsanlega mun Áskorandinn lenda á Edwards- herflugvellinum í Kaliforníu þar sem skutlurnar hafa oftsinnis lent. Uppljóstrarinn fékk 150 þúsund dollara laun Eitt aðalvitni saksóknarans í mála- ferlunum gegn bílaframleiðandanum John de Lorean vegna kókaínsmygls hefur fengið greiddar 150 þúsundir dollara úr sjóðum þess opinbera. Vitni þetta er uppljóstrarinn, James Hoffman, sem ákæruvaldið segir að hafi átt samræður um fíkniefnasmygl og heildsölu við de Lorean. Sækjandinn í málinu upplýsti í réttinum í gær að Hoffman heföu verið greiddliir 100 þúsund dollarar i kostnað og 50 þúsund fyrir útlagðan kostnað við rannsóknina á máli de Lorean og öðrum málum. — „Hann á konu og börn og hefur orðið að flytja sjö sinn- um til þess að geta komið réttvísinni að gagni.” De Lorean, sem stofnaöi og rak um hríð sportbílaverksmiðju í Belfast á N- Irlandi, er gefið að sök að hafa átt hlut í samsæri um að flytja inn til Bandaríkjanna 100 kg af kókaíni en söluverðmæti þess á svörtum markaði er metið til 24 milljóna dollara. Yfir- vofandi gjaldþrot bilaverksmiðjunnar átti að hafa knúið hann til þess. —sem varkjörínn forsetiSovétríkjanna I fréttum APN-fréttastofunnar kemur fram að Gorbasjef hafi verið kosinn formaður utanrikismálanefnd- ar. — Það er virðingarstaða sem hug- myndafræðingur flokksins hefur venjulega skipað en sá þykir ganga næst leiðtoga flokksins að völdum. Gorbasjef er aöeins 53 ára að aldri og er í hópi yngri valdamanna í Kreml. Nikolai Tikhonov var endurkjörinn forsætisráðherra og mun greina frá skipan stjórnar sinnar í dag en ekki er búist við neinum ráðherraskiptum. Öll teikn benda til þess að hinir umbótasinnuðu fylgismenn Andropovs haldi flestir stöðum sínum áfram og muni eiga mikinn þátt í stjórnun lands- ins. A undirbúningsfundi miðstjórnar fyrir fund æðsta ráðsins hafði Tsjern- enko í ræðu lýst yfir að hann mundi fylgja áfram umbótasinnaðri stefnu (sem Andropov markaði) og áréttaöi enn í ræðu sinni í æðsta ráöinu í gær, þar sem hann þakkaði traustið, að þörf væri mikils og skipulegs starfs til þess að auka afköst efnahagslífsins. V Tsjeroenko, hinn nýi forseti Sovét- rikjanna, í ræðustól. Umsjón: Guðmundur Pétursson og Gunnlaugur A. Jónsson Fundur æðsta ráðsins, sem hófst í gær og stendur áfram f dag og á morgun, er haldinn í byggingunni með íhvolf a þakinu og fánanum að baki Kremlarkastala. Akurcyri: Verslunin Kompan. Akranes: Verslunin Amor. ísafjörður: Húsgagnaverslun ísaQarðar. Keflavík: Verslunin Róm. Sauðárkrókur: Hátún Vestmannaeyjar: Verslunin Eijó. ÖLL PÁSKAEGGIN Á TILBOÐSVERÐI VERSLUNUM

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.