Dagblaðið Vísir - DV - 12.04.1984, Blaðsíða 10

Dagblaðið Vísir - DV - 12.04.1984, Blaðsíða 10
10 DV. FIMMTUDAGUR12. APRlL 19'84.' DV-YFIRHEYRSLAN DV-YFIRHEYRSLAN DV-YFIRHEYRSLAN STEINGRÍMUR HERMANNSSON FORSÆTISRÁÐHERRA: ORDINN HUNDLEIDUR A FJARLAGAGATINU —kerfisbreyting í ríkisbúskapnum nauðsynleg — framtíðarsýn birt eftir páska — engin þörfá að kjósa á næstunni Viðtal: Herbert Guðmundsson/Ólafur E. Friðriksson Mynd: Gunnar V. Andrésson Er ríkisstjórnin aö gefast upp við að loka fjárlagagatinu? „Nei, alls ekki, gatið verður fyllt að verulegu leyti. En staðan er mjög þröng því að kaupmáttarskerðing með hækkun skatta og niðurskurði á þjón- ustu er ekki vinsæl leið. Það kann aö veröa niðurstaöan aö hluti af gatinu verði fylltur á lengri tíma eins og fjármálaráðherra hefur talað um. Eg vildi þó fyila það sem mest núna því að stærsti efnahags- vandi okkar nú er þensla. Halli á fjár- lögunum leiðir til erlendrar lántöku semhefur þensluáhrif.” Verður gatinu lokað í dag? „Þingflokkarnir fjölluöu um máliö í gær og jú, ég vona að ríkisstjórnin og stjórnarflokkarnir taki lokaafstöðu í dag, ég reikna með því. Þó gæti orðið | eftir einhver vinna við nánari skil-* 1 greiningu á einhverjum þáttum. En ég vona sannarlega að þessu ljúki sem mest í dag því að ég er satt að segja orðinn hundleiður á þessu gati.” Að hve miklu leyti verður gatinu lokað meðerlendum lánum? „Þaö liggur ekki fyrir, ég vona sem minnst. En því miður veröur það óhjákvæmilegt að einhverju marki. Sumir hafa nefnt þriðjung áður og þá væru þetta 600 miUjónir. Þaö er hugsanleg tala.” En hvað um sparnaðinn, hvar er hægt að spara? „Ríkisstjómin og einstakir ráðherr- ar hafa tekið til höndum í þeim efnum. Eg bendi sem dæmi á úttektir á Rafmagnsveitum ríkisins og Orku- stofnun og fjöhnörgum öðrum stofnun- um og rekstrarþáttum. Þessu á að halda áfram en ef lækka á ríkisútgjöldin um stærri upphæðir þyrfti að koma tU alger kerfisbreyting á flestum eða öllum sviðum. Við getum tekið heUbrigðiskerfiö sem dæmi. Nýlega yfirtók ríkið St. Jósefsspítala í Hafnarfirði en þaðan tekur aöeins 15 minútur að aka á Borgarspítalann. Bretar hafa tekiö þá stefnu aö fækka sjúkrahúsum en byggja öflugri þjón- ustu í staðinn. Þetta er meira að segja að gerast líka í Bandarík junum. Það gæti veriö skynsamlegt hér að byggja upp sterka þyrluþjónustu í tengslum við til dæmis sjúkrahúsin í Reykjavík og á Akureyri. Við höfum víða byggt upp heilbrigðiskerfið að lítt athuguðu máli og sums staðar er ekki hægt að manna sjúkrahúsin þar sem sérfræðingar fást ekki tU starfa.” Nú varst þú síðast með tillögu um 6% niðurskurð á fjárlögunum. Þegar þau voru afgreidd var þegar búið að skera rekstur nlður um 5% og laun um 2,5%. Er hægt að spara 6% i viðbót? „Já, ég tel það. Eg get tekið mitt litla ráðuneyti sem dæmi. Við höfum fylgt þessum ákvörðunum við afgreiðslu f járlaga út í æsar. Skárum launin, sem voru 5 milljónir, niður um 117 þúsund. Og nú fæ ég mánaðarlega nákvæmt yfirlit yfir hvern einasta útgjaldalið. Við gætum bætt þessum 6% sparnaöi við, ég er alveg sannfærður um þaö. Það þýddi auðvitaö eitthvað minni þjónustu, minna til Byggðasjóðs og minni umsvif í Þjóðgarðinum á Þing- völlum og hjá Húsameistara, svo ég nefni eitthvað. Það má nefna dómsmálaráöuneytið þar sem ég þekki nokkuð vel til. Partur af gatinu er 150 milljóna vanreiknaöur | kostnaöur við embætti bæjarfógeta og sýslumanna. Eg fullyrði aö þar mætti spara 40 milljónir með fullri hörku. Yfirvinna hjá lögreglu um land allt er til dæmis gegndarlaus. Þær lýsingar, sem ég hef eftir embættismönnum, sem ég nafngreini ekki hér, segja mér að þama eigi sér stað alveg yfirgengi- leg sóun. Þama og víðar gæti jafnvel þurft aö setja mann með alræðisvald til þess að fara á milli embætta og hreinlega skeraþauniður.” En væri þessi mikli viðbótarsparaaður mögulegur hjá Matthíasi Bjaraasyni sem er með hálf fjárlögin undir sínum hatti? Hann kallaði hugmyndir þinar fáránlegar. „Já. Ekkert síður en hjá mér. En Matthías misskildi þetta eitthvað. I rauninni er ég að tala um þessi 6% sem bæði beinan sparnað og hækkun á g jöldum fyrir sérþjónustu. Hann er þegar tilbúinn með tillögur um 300 milljónir. Og það er miklu meira hægt. En til þess þarf, eins og ég tók fram áðan, veigamikla kerfis- breytingu. Það á víðar viö en hjá Matthíasi. I menntakerfinu þarf einnig nýtt skipulag og þar gæti til dæmis alveg komið til greina að fjölga í bili i bekkjum og einfalda margt sem búiö er að koma í dýra flækju.” Kemur fækkun ríkisbanka til greina? „Vissulega, ég hef verið meðmæltur því að sameina Búnaðarbankann og Otvegsbankann.” Má ekki selja alla ríkisbankana? „Nei, í okkar litla þjóðfélagi verður ríkið að tryggja peningakerfið. Það verður að reka minnst einn ríkisbanka, kannski er þaö raunar nóg.” Þú hefur sagt að niðurstaða varöandi gatið hefði átt að liggja fyrir löngu fyrr. Á hverju hefur staðið? „Það tekur alltaf tíma aö fylla í svona gat. Oft áður lengri tíma en nú. Núna lagði fjármálaráöherra hins vegar fram upplýsingar um vandann á undan tillögum um úrræði. ” Er það óvenjulegt? „Það eru góð vinnubrögð að setjast niður og athuga hvert fjárlögin stefna. En eitthvað hefur verið bogið við undirbúninginn fyrst verulegur hluti af gatinu lá ekki fyrir við afgreiðslu fjár- laganna.” Nú kemur fyrir að þið ráðherrarnir sendið hver öðrum tóninn opinberlega. Er vaxandi sundurlyndi í ríkisstjóra- inni? ..Samstarfið er að mínu mati gott. En það er rétt að meira hefur verið um yfirlýsingar einstakra ráðherra í fjöl- miðlum undanfarið en til að byrja með. Þaö hafa gefist tilefni til þess eins og þegar ég lagði fram í algerum trúnaöi skriflegt álit á bandorminum svo- kallaða. Þaö birtist í Morgunblaöinu daginn eftir og það kallaöi á enn frekari yfirlýsingar.” Hver braut trúnað? ,3g veit það ekki. Eg tók þetta upp á ríkisstjórnarfundi. En hver myndi viðurkenna slíkt brot? ” Þú hafðir að viðkvæði hér áður fleyga setningu um að allt sé betra en íhaldið. I Hefur sú skoðun breyst? j-------------------------------------- „Nei, nei, það er alls staöar íhald.” j Ekki bara í Sjálfstæðisflokknum? ,,Sjálfstæðisflokkurinn er breiður og þar rúmast margvíslegar skoðanir. Sumir þar eru íhald. En ég komst að i því að það er líka íhald í Alþýðubanda- ’laginu. Eg verð svo að viðurkenna að stund- um þarf að vera íhaldssamur að vissu marki. Það gildir meðal annars í viöfangsefnum núverandi ríkis- stjómar.” Eru kosningar á næsta leiti? Eg sé enga ástæðu til þess. Það á ekki að kjósa kosninganna vegna. Á meðan okkur tekst að halda verðbólg- unni niðri og miðar í rétta átt er ástæðulaust að eyða tíma í kosningar.” Nú hefur mest verið talað um eymd og volæði í tíð rikisstjóraarinnar. Er engin áhersla iögð á að rífa þjóðfélagið uppúrslíku masi? „Þetta var góð spuming. Eg er að vísu ekki sammála því að allt hafi snúist um eymd og volæði. Það koma núna sífellt fleiri til mín með alls konar framtíðarhugmyndir. Það er fjöldinn allur af möguleikum ónotaður og það vill svo til aö einmitt núna á meðan við tölumst við bíður vinnunefnd hér frammi sem ræðir við mig á eftir um verkefni sem ég hef falið henni og kynnti í áramótaávarpinu. Það snýst um framtíðarsýn þjóðarinnar og þetta verkefni verður kynnt nánar núna eftir páskana. Það er ljóst að við veröum að fara nýjar leiðir því hér strandar allt fram- tak á því að fjármagn skortir. Menn ganga hér milli banka og sjóöa og reka sig alls staðar á vegg. Hugsanlega þurfum við að taka okkur breska íhaldið til fyrirmyndar sem leggur nú hundruðmilljóna punda í áhættuaðstoð viö nýjar atvinnuhugmyndir. Eða Norðmenn sem leggja til dæmis fram í laxeldinu 20% á móti 20% framlagi atvinnurekenda sem fá síðan afganginn lánaðan.” Liggur þá leiðin úr gatinu í laxinn? „Það vona ég, meðal annars. Við eigum gífurlega möguleika og jafnvel betri en Norömenn í laxeldi og sil-. ungseldi og raunar mörgu fleiru. Og alls konar aðra möguleika sem verður aö nota til þess að komast upp úr öllum erfiðleikum. Þeir ættu ekki að vera til ihérá Islandi.” Ætlarðu næst í framboð í Reykjavík? „Nei, ég hef engin áform um það. Eg i er í framboði á Vestf jörðum og hef ekki jhugleitt neina breytingu þar á. ”

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.