Dagblaðið Vísir - DV - 12.04.1984, Blaðsíða 13

Dagblaðið Vísir - DV - 12.04.1984, Blaðsíða 13
DV. FIMMTUDAGUR12. APRIL1984. 13 Undanfarið hefur þjóðin fylgst í nokkurri forundran með því að ráð- herrar hennar hafa til skiptis gefið um það yfirlýsingar í fjölmiðlum að' þeir eigi í miklum vandræðum með að fylla í gat nokkurt. Svo frægt hef- ur þetta ráðherragat oröið í umræð- unni að nær hvert mannsbarn í land- inu kannast orðið við það, veit að þaö þýðir skort á fé til að fjárlög ríkisins standist og unnt sé að komast hjá frekari lántökum og/eða aukinni verðbólgu. Ekki líður svo vika og varla dagur að ráðherrar, meö f jár- málaráðherrann fremstan í flokki, lýsi því ekki yfir að þeir viti ekki sitt rjúkandi ráð, láta öðru hverju svo sem þeir séu nú með ansi snjallar lausnir í rassvasanum en koma svo að nokkrum dögum liðnum ráðalaus- ir eða yfirbugaðir af „hinum” í ríkis- stjórninni. Upp úr þessum skollaleik spretta gjarna kjaftasögur sem valda óróa meöal hinna almennu launþega í landinu sem vissulega eru ekki ofhaldnir um þessar mundir, enda gefa ráðherrar vissulega oft ríkulegt tilefni til slíks. Að auglýsa aulahátt Það á aö vera óþarft að benda ráð- herrum í þessari ríkisstjóm á það aö almenningur í landinu ætlast til þess að þeir stjórni í stað þess aö standa látlaust að því í fjölmiölum, með fjármálaráðherrann í fararbroddi, að auglýsa eigin aulahátt. Séu fjárlögin ófullkomin er það verk rikisstjómarinnar og fyrst og fremst fjármálaráðherrans sjálfs sem lagði fram frumvarpið og mælti fyrir því. Þaö er því þeirra mál að leysa það sem aflaga hefur farið og þýðir ekkert að setja upp skeifu fyrir framan þjóðina. Allt hjal um hrein- skilni og heiðarleg vinnubrögð fyrir opnum tjöldum er orðið aðhláturs- efni hins almenna borgara sem er ekki svo vitlaus að hann skilji ekki aö mennirnir standa einfaldlega á gati — nánar tiltekið á eigin gati. Raunar er öll tilurð þessa máls með undarlegum hætti. Þegar rikis- stjórnin nötraði og skalf eftir björg- unaræfingar fjármálaráðherra með einkavini sínum Guðmundi J. steig hann allt i einu i ræðustól á Alþingi og lýsti yfir því að fjármál ríkisins væru í mesta ólestri þótt nýbúið væri að samþykkja aldeilis fyrirmyndar- fjárlög á Alþingi. Viö umræður um Hann veit mætavel aö einstakir ráð- herrar hafa ekki sýnt þá viðleitni til spamaðar sem nauðsynleg var til þess að forsendur stæðust. Hann veit líka mætavel að hafi forsendur fyrir tekjuöflun reynst rangar þá eru það forsendur manna sem ráðherrarnir bera alla ábyrgð á. Yfir því þýðir ekkert að vera bera sig illa á víða- vangi. Almenningur veit líka mætavel að það er ekkert nýtt þó að ekki hafi allt staðist sem i fjárlögum stóð. Fyrrver- andi fjármálaráðherrar hafa meira aö segja lýst því yfir aö margt hafi þurft að endurskoða i þeirra tið. „Það er skoðun min að vaðall ráðherranna um þessi mál hafi rýrt traust stjórnarinnar meðal almennings." Að standa á eigin gati Kjallari á fimmtudegi þau haföi stjómarandstaöan raunar vefengt margt í þeim og haldiö því fram að ekki væri allt sem sýndist, hvort tveggja væri hæpið að takast myndi að afla alls þess fjár sem ráð var fyrir gert og einnig að takast myndi aö spara það fé sem áætlaö var. Aðeins rúmlega tveim mánuð- um síðar varð ríkisstjóminni þetta einnig ljóst og síðan hefur vandræða- ganginum ekki linnt. Eg held að ég hafi aldrei vitað nokkum ráðamann eins ákafan í að baða sig í sviðsljósinu vegna eigin vanmáttar og núverandi fjármála- ráðherra í þessu máli. Það er auðvit- að hans mál, en mér óskiljanlegt og áreiðanlega ekki ríkisstjóminni til framdráttar. Gárungar eru raunar búnir að finna á þessu skýringu. Segja þeir aö þetta allt sé nauðsynlegt eftir aö Dallas-þættimir hættu í sjónvarpinu. Aðstandendur þeirra þátta hafa skýrt vinsældir þeirra að hluta með því að hinn efnaminni almenni borg- ari njóti þess að sjá að veílauöugt, fólk eigi í samskonar persónuiegum erfiðleikum og hann sjálfur. Segja’ þeir að nú þegar litli maðurinn meði bogna bakið sé að tauta um það undir svefninn að hann viti ekki hvernig hann eigi að eiga fyrir grautnum út mánuöinn hressi kella hans hann meö því að hann þurfi nú ekki að sifra þetta, litiö sé hans gat miöað við gatiö vir.ar hans í ríkisstjóminni. Hverfi þá honum allur kviði og sofni með bros á vör. Og svei mér þá ef MAGNÚS BJARNFREÐSSON • „Alít hjal um hreinskilni og heiðarleg vinnubrögð fyrir opnum tjöldum er orðið aðhlátursefni hins almenna borgara sem er ekki svo vitlaus að hann skilji ekki að menn- irnir standa einfaldlega á gati — nánar tiltekið á eigin gati.” þetta er ekki eina skynsamlega skýr- ingin sem ég hef heyrt! Vaðall veldur vantrausti Það er min skoðun að vaðall ráö- herranna um þessi mál hafi rýrt traust stjómarinnar meðal almenn- ings. Hann veit mætavel að fjárlög erú fram sett af ríkisstjóminni. Hann kærir sig ekkert um ruglandi yfirlýsingar í kross um að þetta eða hitt verði líklega gert. Hann vill bara fá að vita hvað stjórnin ætlast fyrir og er reiöubúinn til þess að dæma hana fyrir það eins og önnur verk hennar. Það var til að mynda aldeilis frá- leitt að vera að fimbulfamba um það dögum saman að skella ætti sölu- skatti á flestar neysluvörur lands- manna. Ráðherra er búinn að bera sig afskaplega aumlega yfir öllum undanþágunum frá söluskatti, sem yfirleitt koma hinum almenna borg- ara til góða, samanber söluskattleysi á matvöru. Það er eins og að slá launþega utanundir með blautri tusku, nú eftir aö þeir hafa gert hóf- lega kjarasamninga, að ætla að skella söluskatti á helstu nauösynjar hans. Hjal um að ekki sé ætlunin að ríkissjóður auðgist kemur honum ekkert viö. Það sem honum kemur einfaldlega viö er það hvað brýnustu lífsnauðsynjar hans hækka og ef þær eiga að hækka um tuttugu prósent getur þessi rikisstjóm etið þaö sem úti frýs hans vegna. Hann tekur ekk- ert gilt á móti þótt eitthvað annað lækki um fáein prósentustig og ríkis- sjóöur sé jafnnær. Vonandi verður eldti frekar á þetta minnst, umtalið er þegar búið að valda nægum skaöa og nægri tortryggni. Þar á ofan trúir almenningur því ekki að innheimta söluskatts verði allt í einu í lagi þótt einhverjar undanþágur verði af- numdar. Það er gömul saga og ný aö þjófar bregðast fyrr eða síöar við varúðarráðstöfunum og taka upp sina fyrri iðju. Miklu harðara eftirlit og fýrst og fremst stórþyngdar refs- ingar sem ganga yfir án manngrein- arálits eru í huga almennings miklu raunhæfari aðferðir til að innheimta söluskatt en stóraukin skattlagning helstu lífsnauðsynja hans. Mál að linni Þessi ríkisstjórn hefur margt gott gert og hún hefur sýnt bæði kjark og snarræði í verkum sinum. Þess vegna hefur þessi endemis vand- ræðagangur út af fjárlagagatinu hleypt illu blóði í marga, ekki síst okkur sem höfum reynt að verja óvinsælar aðgerðir í þeirri trú að þær muni um síðir leiða til betri tíðar meö blóm í haga. Okkur finnst satt að segja mál að linni og rfldsstjómin vinni sjálfa sig út úr vandanum eins og hún er búin að klifa á aö þjóðin eigi að gera síðan hún tók til starfa. Þess vegna skal þessari grein lokið með þeirri áskorun og bón til ráð- herranna að þeir setjist nú niður og stoppi í sitt eigið gat — steinþegj- andi. ÞEGAR LEIÐTOGAR BERA SAMAN BJÓR. MAGNYL OG MORFÍN I kjölfar skoðanakönnunar um áfengt öl urðu nokkrir alþingismenn fyrir slíkum áhrifum að þeir töldu sig hafa himin höndum tekið og báru fram tillögu til þingsályktunar um almenna atkvæöagreiöslu um heim- ild til bruggunar og sölu meðalsterks áfengs öls. Nú hefur þessu verið fylgt eftir af einum flutningsmanna í DV 23. mars sl. Þar er talið aö það sé í „takt” við núverandi áfengislöggjöf að þjóðar- atkvæði fari fram um mikilvægar breytingaráhenni. Sá sem skrifar er Friðrik Sophus- son, varaformaður Sjálfstæðis- flokksins. „Taktur" áfengislaganna En hver er „taktur” áfengislag- anna? Hann kemur fram í 1. gr. ,,að vinna gegn misnotkun áfengis í land- inu og útrýma því böli, sem henni er samfara”. Þjóöaratkvæðagreiðsla hefur farið fram um áfengismál hér á landi eins og greinarhöfundur réttilega bendir á. En hvers vegna? Það er ekki af ást þingmanna á þjóðaratkvæða- greiðslu. Ástæðan er miklu fremur manndómsleysi alþingismanna við að takast á viö þann vanda sem af á- fengisneyslunni hlýst. Þeir vita um tjónið en þeir vilja vera stikkfri í umræðu um það í kosningum, geta borið kápuna á báðum öxlum og umfram allt komið af sér ábyrgöinni og skotiö sér á bak við þjóðat- atkvæðagreiðslu. Þó er það Ijóst að um gífurlega hagsmuni er að ræða fyrir þá sem selja áfengi. Þeir geta því lagt ómælt fjármagn í slíka atkvæðagreiðslu sér til framdráttar. En á móti standa fjármagnslitlir hugsjónamenn sem aöeins geta beitt mjög takmörkuðum áróðri. Það yrði því ekki um lýöræðislega kosningu að ræða. Mörg önnur mál betur fallin til þjóöar- atkvæðagreiðslu Fyrst varaformaðurinn er svo hrif- inn af þjóðaratkvæöagreiöslu um áfengismál þá hlýtur hann að hafa áhuga á aö gefa almenningi kost á þjóðaratkvæðagreiðslu í ýmsum öðr- um málum. Má þar t ,d. taka mál eins og fjölgun alþingismanna, það er ein- falt mál. Við getum haft atkvæða- greiöslu um það h vort alþingismaður eigi jafnframt aö vera ráðherra og taka tvöföld laun, við getum kosið um það hvað ríkið megi taka mikið af þjóðartekjunum til sín í sköttum og f jölmargt fleira mætti telja. Hins vegar er ég almennt andvígur þjóðaratkvæðagreiðslum og tel að sú ein þjóðaratkvæðagreiðsla, sem hafi verið réttlætanleg, og ég man eftir, hafi verið í sambandi við lýðveldis- stofnunina. Við kjósum alþingis- menn, minnst á fjögurra ára fresti, til þess að stjórna og þaö eiga þeir að PÁLLV. DANÍELSSON, FORM. FRÆÐSLURÁÐS HAFNARFJARÐAR gera, en til þess að þeir verði ábyrgir gjörða sinna þarf að lagfæra kosn- ingalögin þannig að það sé einfalt aö losna við þá hafi þeir brugðist fólk- inu, hvort sem það er í áfengismál- um eöa öðrum málum. Þannig næst bestur lýðræðislegur árangur að minnihyggju. Ný framboð Fari svo að alþingi samþykki þjóð- aratkvæðagreiöslu um áfenga öliö eiga þeir sem á móti standa ekki margra kosta völ. Þaö er nánast tvær leiðir um að velja. Onnur er sú að damla á móti með takmörkuðum áróðri í fjölmiðlum • og með funda- höldum. En fari jafnframt fram póli- tískar kosningar, en reikna má með í flestum tilvikum að frambjóöendur flokkanna komi sér hjá því að gefa hrein svör um afstöðu sína til bjór- málsins, þá getur farið svo aö sami kjósandi greiði atkvæði gegn ölinu og kjósi jafnframt' mann á þing sem verði með ölinu þegar á þing er kom- ið. Að búa til slíkan skollaleik er lit- ilsvirðing viö hinn almenna kjós- anda. önnur leið, sem völ er á en miklu viðameiri, er að stofna til framboöa og fá þannig umræðu beint inn á póli- tíska vettvanginn og þá mundu flokk- amir ekki komast hjá því að taka af- stöðu til áf engismálsins. Er sú leið fær? Astæða er til þess að velta því fyrir sér hvort sérstök framboð í þessum efnum geti borið árangur. Það er ekki skynsamlegt að bjóða fram í kosningum um sérstök mál þvert í gegnum ólík flokkssjónarmið. En baráttan gegn áfengisbölinu á sam- leið með öilum þebn málum sem snerta daglega velferð hins almenna manns. Það væri því hægt að byggja upp markvissa stefnuskrá fyrir slíkt framboð. Þó em viss mál sem skilja fólk að og þá eru það einkum utan- ríkismál og hvort opinber afskipti eigi að vera meiri eða minni sem skipta fólki í grundvallaratriðum í hægri og vinstri fylkingar. Til þess að leysa það mál er hægt að mynda tvenn samtök og bjóða fram bæði á hægri væng stjórnmálanna og vinstri væng þótt hvorutveggju samtökin legðu áherslu á að vinna gegn því böli sem af áfengis- og annarri vímu- efnaneyslu leiðir. Er enginn vafi á því að slík framboð mundu hafa af- gerandi áhrif í kosningum og fram- bjóöendur núverandi stjórnmála- flokka mundu ekki lengur treystast til þess að bera kápuna á báðum öxl- um í áfengismálunum, sem eru ein stærstu vandamálin félagslega, heilsufarslega og fjárhagslega. Er leitt til þess aö vita aö þeir sem til forystu hafa valist í íslensku þjóölifi skuli, hvað sem öllum stefnumótandi samþykktum liður, standa svo fast með seljendum áfengis að fólkinu sé nauðugur einn kostur að rísa upp sér og bömum sínum til varnar. • „En baráttan gegn áfengisbölinu á samleið með öllutn þeim málum sem snerta daglega velferð hins almenna manns.”

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.