Dagblaðið Vísir - DV - 12.04.1984, Blaðsíða 14

Dagblaðið Vísir - DV - 12.04.1984, Blaðsíða 14
14 DV. FIMMTUDAGUR12. APRlL 1984. ÞAÐ VITA EKKIALLIR... OG ÞÓ Úrval af frábœrum fatnaði fyrir börn og unglinga. SENDUM í PÚSTKRÚFU Glœsibœ, Álfheimum 74. Sími 33830. AÐALFUNDUR Samtaka psoriasis- og exemsjúklinga veröur haldinn fimmtu- daginn 12. apríl kl. 20.30 að Hótel Hofi v/Rauöarárstíg. Fundarefni: Venjuleg aöalfundarstörf. STJÓRNIN. Samtök psoriasis og exemsjúklinga - TÆKNITEIKNARAR Aðalfundur Félags tækniteiknara verður haldinn fimmtudag- inn 12. apríl kl. 20.30 að Hótel Loftleiöum. Dagskrá: 1. Venjuleg aðalfundarstörf. 2. Atkvæðagreiðsla um nýgerða kjarasamninga milli FRV og FTT. 3. Önnurmál. Mætum öll. STJÓRNIN. UMBOÐSMENN ÓSKAST HAFNIR Upplýsingar hjá Magnúsi B. Einarssyni. Simi 92-6958. BREIÐDALSVÍK Upplýsingar hjá Steinunni Arnardóttur, simi 97-5628. DJÚPIVOGUR Upplýsingar hjá Steinunni Jónsdóttur, simi 97-8916. Einnig eru allar upplýsingar á afgreiðslu DV Þver- holti 11, sími27022. tbúö f ræðimanns í húsi Jóns Sigurðssonar í Kaupmannahöfn er laus til afnota tímabiliö 1. september 1984 til 31. ágúst 1985. Listamenn eða vísindamenn, sem hyggjast • stunda rannsóknir eða vinna að verkefnum í Kaupmannahöfn, geta sótt um afnotarétt af íbúöinni. I íbúðinni eru fimm herbergi og fylgir þeim allur nauðsynlegasti heimilisbúnaður. Hún er látin í té endurgjaldslaust. Dvalartími í íbúðinni skal eigi vera skemmri en 3 mánuöir en lengstur 12 mánuðir, en venjulega hefur henni veriö ráðstafað til þriggja mánaöa í senn. Umsóknir um íbúðina skulu hafa borist stjórn húss Jóns Sigurðssonar, Islands Ambassade, Dantes Plads 3, 1556 Köbenhavn V, eigi síöar en 20. maí nk. Umsækjendur skulu gera grein fyrir tilgangi meö dvöl sinni í Kaupmannahöfn, svo og menntun og fyrri störfum. Þá skal tekið fram hvenær og hve lengi óskað er eftir íbúðinni, svo og fjölskyldustærð umsækjenda. Tekið skal fram aö hússtjórn ætlast til aö dvalargestir nýti úthlutaðan tíma sinn aö fullu viö störf í Kaupmannahöfn. Sérstök umsóknareyöublöö er hægt að fá á skrifstofu Alþingis í Alþingishúsinu í Reykjavík og á sendiráöinu í Kaup- mannahöfn. STJÓRN HÚSS JÓNS SIGURÐSSONAR 800790720 „En áður en menn leggja upp með gjaldeyrisforðann til nýja landsins er hyggilegt að gera sér grein fyrir hvað lífs- stíllinn kostar þar.” Ufsstaðallinn kostar þetta Singapore norðursins. Láglauna- svæði „par exellence”. Á Islandi þykir erlendum auðhringum gott að „djamma og djúsa” á kostnað inn- lendra raforkunotenda. Eitthvað á þessa leið leggur Þjóðviljinn út af oröum iönaðarráð- herra við finnska blaðamenn þegar talið berst að möguleikum útlend- inga til fjárfestingar í atvinnurekstri á Islandi. Það hefur enginn mótmælt því að Island sé láglaunaland. Það er staö- reynd sem ekki þarf að fela. En aö ærast yfir því að útlendingar fjár- festi í atvinnurekstri á Islandi gegnir beinlínis því hlutverki að halda landsmönnum föstum viö klafann innan láglaunasvæðisins. Það er borin von, að úr rætist meö ótryggt atvinnuástand og láglauna- kerfi nema til komi erlendir aöilar GEIR ANDERSEN AUGLÝSINGASTJÓRI • „Sú ríkisstjórn sem nú situr er sú allra fyrsta sem reynir að taka á málunum á raunhæfan hátt, en henni er margs varnað. Hún á eftir að svara þeirri spurningu sem er stærst allra við núverandi aðstæður. Hvað er eðlilegt?” sem sjá sér hag í að bygg ja upp fyrir- tæki hér á landi og sem nota þá orku sem hér er að finna sem uppistöðu til jafnódýrrar framleiðslu á vöru sinni og annars staðar yrði. Stóriðja er ekki endilega lausnar- orðiö um þessa framleiöslu þótt þaö orð megi nota sem aðdráttaraf 1 fyrir sumar framleiðslugreinar sem erlend stórfyrirtæki tengja helst notkun raforku. Þegar tiltekinn fjöldi stórfyrir- tækja hefur fengið reynslu við nýjar aðstæður er brautin rudd og þá leiðir það af sjálfu sér að eftirspurn skapast fyrir hvers konar framleiðslu aðra, svo sem í sam- setningariðnaði fyrir vélar, tæki og verðmætan smáiðnað. Andúðin minnkar En hingað til hefur það verið hinn landlægi ótti og andúð á hvers konar iðnaði, öðrúm en þeim er tengist sjávarútvegi, sem hefur komið í veg fyrir að hægt hafi verið aö ræða af viti um samninga við erienda aðila. Eftir því sem mönnum verður ljós- ara að hér verður ekki haldið uppi því þjóðfélagi sem við höfum byggt' upp nema meö utanaðkomandi f jár- magni mun andúðin hverfa. Hinn almenni landsmaður er ekki á móti því, að hingað sé veitt erlendu fjármagni. Það hefur þó verið eitt aðalverk nokkurra stjómmála- manna að berjast af heift gegn öllum breytingum á lífsháttum þjóðarinnar og þeim hefur orðið svo vel ágengt að meirihluti stjórnmálamanna hefur setið og staðið eins og minnihlutinn hefurfyrirskipað. Með nýrri ríkisstjóm hefur þetta verið að breytast, þótt hægt fari. Hvað er eðlilegt? Þaö neitar þvi enginn að þaö er dýrara að komast af hér á landi en annars staöar gerist í nágranna- löndunum, að ekki sé nú minnst á Bandaríkin. En er hægt aö lækka kostnaöinn? Varla ef fólk vill halda núverandi lífsstíl. Hjá þjóð sem er svo einangruð sem hún er veröa allir að sætta sig við að þurfa aö kosta miklu til ef sá háttur á að vera á aö þjóðin ætlast til opinberrar þjónustu i sama mæli og hingaö til. Opinber þjónusta er keypt dým verði, svo dýru að ef henni yrði hætt og hún færð til samræmis við það sem gengur og gerist, t.d. hjá þjóð- um Vestur-Evrópu (auövitað er bannorð að minnast á Bandaríkin einu sinni enn), þá hefðu landsmenn, skattborgararnir, mun meira til skiptanna og réðu því sjálfir hvemig þeir færu með það umframfé. En á meðan enginn vill í raun slá af þeim kröfum sem færðar hafa veriö til samræmis við þann lífsstíl sem þjóðin hefur vanist getur enginn með sanngirni kvartaö um lág laun eða lélegan kaupmátt. — Landið ber einfaldlega ekki meira álag nema utanaðkomandi aðstæður veiti við- bótarf jármagn til þjóðarbúsins. Það ástand sem við emm að sigla 'lnn í nú er einfaldlega afleiðing, og hún mjög eðlileg, þeirrar óforsjálni sem við höfum notið af hálfu stjóm- valda allt frá lýðveldistöku. En fær nokkur þjóð annars konar stjórn en húnkýssjálf? Sú ríkisstjórn sem nú situr er sú allra fyrsta sem reynir að taka á málunum á raunhæfan hátt, en henni er margs varnað. Hún á eftir að svara þeirri spurningu sem er stærst allra við núverandi aðstæður. Hvaðereðlilegt? Síðan verður fólkið að ákveða Þegar þeirri spumingu hefur verið svarað innan ríkisstjórnarinnar verður það að vera á valdi hvers einstaklings, hverrar fjölskyldu, hvort hún vill sætta sig við það ástand og þær aðstæður sem hér munu skapast að óbreyttu fyrir- komulagi. Það er kannski kaldhæðnin einskær þegar þessi ríkisstjórn, eftir allt þaö sem á undan er gengið, af- léttir átthagafjötrum af landsmönn- um og leyfir þeim sem býður svo við að horfa að taka staf sinn og hatt, selja allt sem þeir eiga og fara utan — með allt sitt, — eftir nánara sam- komulagi við g jaldey risbankana. Boðar þetta eitthvað? Er þetta bara frelsisboðun eöa ábending öðrum þræði? Ábending til fólks um að hér veröi breyting á, nú sé tæki- færi til að koma sér af stað? Fari þeirsemfaravilja. Auðvitað munu einhverjir dragast á við stjórnvöld að koma sér burtu þegar þeir merkja skilaboðin. Sumir munu ekki koma aftur, aörir slyppir og snauðir — til þess að deyja á gamla landinu. En áður en menn leggja upp með gjaldeyrisforðann til nýja landsins er hyggilegt að gera sér grein fyrir hvað lifsstíllinn kostar þar. Hér borgum við aukalega til aö hafa lífs- staöal. Svo einfalt er það.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.