Dagblaðið Vísir - DV - 12.04.1984, Blaðsíða 16

Dagblaðið Vísir - DV - 12.04.1984, Blaðsíða 16
16 DV. FIMMTUDAGUR12. APRIL1984. Spurningin Tekurðu Ijósmyndir? Unniö af Þór Hreinssyni í starfskynn- ingu. Birgir Magnússon sölustjóri: Já, ég geri svolítiöaöþví. Guölaugur Hannesson: Nei, þaö er nú eitthvaö takmarkaö, en ég á eina imbavél. Álfheiöur Jónasdóttir verslunarmaö- ur: Já, égteká imbakassann minn. Sigríöur Tryggvadóttir húsmóðir: Já, þaö kemur f yrir. Ég á Kodakvél. Alda Jóhannsen húsmóðir: Eitthvaö geri ég nú lítiö aö því, en ég á nú samt eina litla vél. Páll Steinþórsson: Já, ég fæst lítiis- háttar við það. Eg á vél sem heitirl Practika. Lesendur Lesendur Lesendur Lesendur LÉLEGAR SAMGÖNGUR Á AUSTFJÖRDUM Valgeröur Friðriksdóttir skrifar: Eg get ekki stillt mig um að vekja athygli á hvaö viö Austfirðingar erum illa settir í samgöngumálum og þá sér- staklega á veturna. Við erum útilokaöir frá því aö nota skipin sem eru í feröum kringum landið meö viku til hálfsmánaöar milli- bili. Á þeim eru engin farrými, nema á nýju Esjunni, tvö farþegapláss sem oftast eru upptekin. Frá Vopnafiröi er ekki fært nema yfir hásumariö, mest 3—4 mánuði. Þrisvar í viku er flogið frá Egilsstöð- um til Bakkafjarðar og Vopnafjarðar. Ef Vopnfirðingar þurfa til Horna- fjaröar þurfa þeir alltaf aö gista á Egilsstöðum því þaöan er aldrei flogiö á Homaf jörö samdægurs. Væri ekki hægt að láta til dæmis Akureyrarvélina sem flýgur á Höfn koma við á Vopnafirði einu sinni í viku? Hún hefur millilent þar, en án fyrir- vara þannig aö Vopnfirðingar hafa ekki getað nýtt sér það. Ég hef þurft að gista á Egilsstööum vegna fyrrnefnds ósamræmis en ætla ekki aö gera þaö aftur og er ég raunar furöu lostin yfir aö ekki skuli vera búió aö gera mál úr þessu nú þegar. Þegar ég var á leiðinni til baka, frá Hornafirði til Egilsstaða, ætlaöi ég aö fá mér hressingu. Þegar ég kom aö kaffiteríunni var búið að loka henni og mér sagt aö hún yrði opnuö eftir fjóra' tíma. Þaö var leiöindaveöur og ég varö því aö húka þama í leiöindum og sára- svengd. Ekki var hægt að ná í leigubíl því mér var sagt að bílstjórinn væri í rúminu. Þegar klukkan var langt gengin í fimm var kaff iterían opnuö vegna þess aö vélin frá Reykja vík var aö koma. Þaö borgaöi sig sem sagt ekki aö halda kaffiteríunni opinni fyrir vesa- linga eins og okkur en um leið og stóra vélin kom þá var allt opnaö upp á gátt. Bréf ritari kvartar yfir lélegum flugsamgöngum á Austf jöröum. „Kristindómsfræðsla í Stundinni okkar" Svanhildur Oskarsdóttir hringdi: Hún vildi koma með athugasemdir varöandi kristnifræðsluna í Stundinni okkar á sunnudögum. Fræðslunni er þarna laumað inn á milli mjög vinsælla teiknimynda til aö lokka yngstu áhorfenduma að. Og ef þjóðkirkjan fær þarna aö koma sínum skoðunum um lífið á framfæri þá er spurning hvort aðrir trúarflokkar eigi ekki að fá að gera slíkt hið sama. Það er spurning hvort rétt sé að hafa þetta fyrir börnunum og mér finnst aö svo sé ekki. Kristinn Snæland heldur því fram að Bubbi verði skallapoppari. AUavega virðist vera búið að raka vel upp á koUinn. Bubbi veröur skallapoppari Kristinn Snæland skrifar: Þriðjudagi 'n 27. mars birtist bréf frá músíkáhugamanni (af hverju skrifar hann ekki undir nafni?) þar sem hann tekur fyrir svar mitt við bréfi hans sem birtist i DV mánud. 14. mars. M. byrjar á að skrifa nafnið mitt vitlaust og þó honum hafi tekist aö reita mig til reiði í fyrra bréfinu þá tókst honum það ekki með þessu óþokkabragöi. Hann byrjar á að segja að hann hafi alltaf vitaö að skallapopparar væm góðir tónUstarmenn. Málið er það að ég sagði það aldrei. Eg sagði að þeir væm góöir hljóðfæraleik- arar. Hann spyr hvort skaUapopparar séu að svala sköpunarþrá sinni með þvi að framleiða þessa tónlist. Ef- laust eru þeir margir sem eru bara að krúkka neytendur með þessum tónlistarflutningi, músík sem leggst velífólk. En svona er þetta með flestar tón- Ustarstefnur, t.d. pönkið. Johnny Rotten viðurkenndi að Sex Pistols hefði ekki verið annað en vel skipu- lagt brúöuleikhús. Þeir eru líka til sem fást við þessa músik vegna þess að þeir hafa áhuga á. SkaUapopparar eru oftast búnir að vera minnst áratug í bransanum og búnir að vera í gerjun. Þeir eru famir að róast og búnir að prófa sín- ar stefnur. Svona hefur farið með íslensku popparana og svona á Bubbi eftir að verða og kannski V onbrigði líka. Eg get tilkynnt músíkáhuga- manni það að það er mun auðveldara aö semja lög í stíl við Egó en þau sem skaUapopparar eru að setja saman með flóknum hljómsetningum. Að lokum vil ég bara benda á að mér er ekki sama hverjir koma á listahátíð. Eg á Uklega eftir aöfara á þennan konsert og DD og CC eru ekki efst á mínum óskalista. En það er tómt mál að tala um að fá einhver jar sveitir sem ekki geta trekkt að því listahátið getur ekki borið milljón króna tap frekar en aðrir. Og ef þú músíikáhugamaður vilt svara þessu þá er síminn hjá mér 35681 og er ég heima alla virka daga frá kl. 15. Eg held að það sé minna mál að hringja heldur en að vera að nota blöðin, auk þess sem mig langar tilaðtala viðþig. Séð yfir Seltjarnarnes. Bréfritari bendir á tvennt sem fara mætti betur í umferðarmálum staðarins. Tvö atriði varðandi umferðar- mál á Sel- tjarnarnesi 4968-6862 hringdi: Mig langar til að koma meö eftirfar- andi ábendingar tU bæjaryfirvalda á Seltjamarnesi vegna umferðar- öryggismála þar í bæ. 1. Á Lindarbraut er biöskylda gagn- vart Norðurströnd, en sUkt hefur ekki verið auglýst. Gaman væri aö fá upplýsingar um hvenær þaö verður gert, en biöskyldan var tekin upp í október síðastUðnum. 2. A Norðurströnd, við afleggjara Vesturstrandar, er merki um tvístefnuakstur. Slíkt merki má aöeins nota þegar tvistefnuakstur tekur við í framhaldi af einstefnu- akstri. Vonast ég eftir að þessu verði kippt í lag.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.