Dagblaðið Vísir - DV - 12.04.1984, Blaðsíða 42

Dagblaðið Vísir - DV - 12.04.1984, Blaðsíða 42
42 DV. FIMMTUDAGUR12. APRIL1984. DÆGRADVÖL DÆGRADVÖL DÆGRADVÖL ,,Með sumardaginn fyrsta næsta fimmtudag verður næsta vika fljót að líða,” segjum við í Dvölinni á þessum hraðfleyga fimmtudegi um ieið og við látum hið þekkta máltæki okkar „Komiði sælir félagar og vinir góðir,” flakka í sumarskapi. Við fjöiium að þessu um íþróttir fatlaðra. í þeim tilgangi fórum við um síðustu helgi og fylgdumst með íslandsmóti fatlaðra. Ekki verður annað sagt en mótið hafi tekist vei. Og það sem meira var. Við kynnt- umst leik sem heitir boccia. Boccia ku vera ævaforn leikur. Hann var þekktur á tímum Júlíusar nokkurs Cesars, keisara í Rómaveldi hinu forna. Og boccia mun vera elsti leikur sem í er keppt hér á landi og víðar. Hinn ágætasti leikur. Auk boccia fjölium við um borðtennis, bogfimi, sund og lyftingar. Við ræðurn við nokkra keppendur á íslandsmóti fatlaðra. Þannig vill til að þeir eru aliir fyrrum íslandsmeistarar í sínum greinum. Og um helgina héldu þeir allir meistaratitli sínum, auðvitað. Punkturinn okkar viil blanda sér í málin. Hann kveðst líkjast boltunum í boccia en þrátt fyrir það vill hann komast á sinn stað hér á eftir með miklum hraða. Við hjálpum okkar gamla vini og spennum því auðvitaö bogann. Myndir: Einar Ólason og Óskar Örn Jónsson Texti: Jón G. Hauksson Kúlunni kastað. Keppt var í boccia á sex völlum i iþróttahúsi Álftamýrar- skólans. Alls voru þátttakendur í þessum feikivinsæla leik um áttatiu. Skvass, skvuss og busl i höllinni siðastliðið laugardagskvöld. Veitt voru afreksverðlaun i sundinu. Þau fengu: hreyfihamlaðir: Jónas Óskarsson, blindir og sjónskertir: Halldór Guðbergsson, þroskaheftir: Hrafn Logason og heyrnarlausir: Böðvar Böðvarsson. Sigurvegararnir í lyftingunum. Talið frá vinstri; Baldur Guðnason, Reynir Kristófersson og Sigurður Guðmundsson. Þess má geta að Kiwanis- klúbburinn Esja gaf öll verðlaun á mótinu. BOCCIA, BOGFIMI, SUND, LYFTINGAR OG BORDTENNIS Byrjaöi fyrir alvöru er égflutti í bæinn — rætt við Guðnýju Guðnadóttir, íslandsmeistara í borðtennis íflokki hreyfihamlaðra, sitjandi sér ekki. „Það þýddi ekkert annaö en verja titilinn,” sagði hún er við spurðum um Islandsmótiö. Guðný starfar á bæjarskrifstof- unum í Kópavogi. Hún hóf þar störf í nóvember siöastliönum. Áður vann hún hjá Vélamiðstöð Reykjavíkur- borgar. „Ætli viö séum ekki aö öllu jöfnu sex í hjólastólum sem æfum borð- tennis reglulega. Þetta er alltaf sami kjaminn sem mætir á æfingar. ” Hún sagði aö æft væri þrisvar í viku, i íþróttahúsi Hliðaskóla tvisvar ogÁrselieinusinni. En hvenær byrjaði hún að æfa borðtennis? „Það var árið 1975 sem ég byrjaöi fýrir alvöru en þaö ár flutti ég í bæinn. Bjó áður á Þórisstöðum á Hvalf jarðarströnd en þar er ég fædd oguppalin.” Guðný er 28 ára að aldri. Það var áriðl973 sem hún lenti í bílslysi með þeim afleiöingum að hún hefur verið í h jólastól síðan. Þrátt fyrir að nokkur tími fari í borðtennisæfingar hjá Guðnýju þá er borötennisinn ekki aðaláhugamálið. Hún er einstæð móðir. „Eg á tveggja ára strák og aðai- timinn fer í bamauppeldið. Strákur- inn er núna hjá pabba og mömmu i Borgarfirði. Eg gæti þetta ekki án þeirrar aöstoöar. Þau eru mér ákaf- legahjálpleg.” Þess má geta í lokin aö Guðný hefur margoft keppt erlendis fyrir Islands hönd, á mótum eins og ólympíuleikum, heimsleikum og Norðurlandamótum. -JGH. „Það var upphaflega félags- Guöný Guönadóttir, Islandsmeistari skapurinn sem ég sóttist eftir þegar í borðtennis í flokki hreyfihamlaðra, ég fór að æfa borðtennis. En síðan sitjandi, árið 1984. þróaðist þetta út í keppni,” sagði Anægja hennar með titilinn leyndi Guðný Guðnadóttir, 28 ára, einbeitt á svip i leik á nýafstöðnu íslands- móti. Hún starfar á bæjarskrifstofunum i Kópavogi. Vann áður hjá Vélamiðstöð Reykjavíkurborgar. Það var árið 1973 sem Guðný lenti i bílslysi með þeim afleiðingum að hún hefur verið í hjólastól síðan.. Þrátt fyrir að nokkur timi fari i borðtennis hjá Guðnýju þá fer aðal- tíminn i barnauppeldið. Hún á tveggja ára gamlan son. Það er vissara að svara fyrir sig i borðtennisinum með snúningi og undir- snúningi. Vel einbeitt á svipinn þessi. Skemmtileg afstöðumynd frá boccia-keppninni. Keppt var í flokki hreyfi- hamlaðra, sitjandi og standandi, u-flokki og flokki þroskaheftra. Þá sendu íþróttafélögin einnig sveitir og kepptu þær sín á milli. Sundið er vinsæl grein hjá fötl- uðum. Keppnin að þessu sinni fór fram i Sundhöll Reykjavíkur. Menn greinilega spenntir að fá rásmerkið. DV-mynd Dómgæsla i boccia getur verið mikið nákvæmnisverk. Hér er einn dómarinn að mæla fjarlægð kúln- anna frá þeirri hvitu. JC-félagar í Kópavogi og Reykjavik önnuðust dómgæslu á þessu íslandsmeist- aramóti. •ar-

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.