Dagblaðið Vísir - DV - 12.04.1984, Blaðsíða 44

Dagblaðið Vísir - DV - 12.04.1984, Blaðsíða 44
44 DV. FIMMTUDAGUR12. APRIL1984. Pæmalaus VerOld Pæmalaus ’VerOld Pæmalaus ’VebQlp LEIÐARLJÓS Graðhestar hennar hátignar DæVe segir tíðindi í dag. Fyrst blaða birtir það fréttir um fyrirhugaða ferö Elísa- betar Englandsdrottningar, til Bandaríkjanna þar sem hennar hátign ætlar að líta á graðhesta, án þess svo mikið sem að heilsa upp á Reagan. Áhugi drottningar á hest- um er alkunnur, hún hefur áhugann í bióðinu líkt og, Höskuldur á Hofsstöðum en munurinn á þeim er þó sá að drottningin hefur aldrei á ís-l lenskan reiðhest komið — hvað þá graðhest. 1 Hér er kjörið tækifæri fyr- ir íslenska þjóðarbúið, is- lenskt efnahagslíf og álit þjóðarinnar út á við. Skjótum saman og send- um Elísabetu íslenskan reið- hest líkt og gert var þegar Margrét Danadrottning gekk að eiga Henrik prins af Frakklandi. Þá fékk hún sendar tvær merar með reið- tygjum, söðli og reiöa, ofan af íslandi og varð lukkuleg. Og er enn. Örlög „dönsku” meranna urðu með tvennum hætti. Strax og litlu prinsarnir, þeir Friðrik og Jóakim, uröu nógu stórir til að komast á hestbak voru þeir settir á bak. Fer ekki sögum af því nema hvað þeir hættu því fljótlega. Var þá gripiö til þess ráðs að nota aðra til undaneldis en hin fékk nýrnasjúkdóm og var ekki til neins. Reiötygin hanga aftur á móti uppi á vegg í Riddarasal danska þjóðþingsins. i Ef Elísabet Englands- drottning tæki á móti þjóðargjöf frá íslendingum, tveimur litlum hestum, er mögulegt að segja hvernig færi. Öll heimspressan fylgist með Karli, Díönu og börnum þeirra, fæddum sem ófæddum, og hvað er betri auglýsing fyrir ísland en frægustu prinsar í heimi á Blesa og Skjóna á þægilegu valhoppi í hallargarðinum í Buckingham? Sætum lagi. Sendum Blesa og Skjóna utan með fyrstu ferð. Elisabet Englandsdrottning er mikil reiðkona. . Bandaríkin: Englandsdrottning skoðar graðhesta Elísabet Englandsdrottning hyggur ó Bandaríkjaferö, einmitt þegar for- setakosningar þar í landi standa hvað hæst. „Þetta veröur einkaheimsókn drottningarinnar, ekki opinber heim- sókn,” sagöi talsmaöur hennar fjrir stuttu. Drottningin ætlar aö heimsækja kynbótastöðvar fyrir hesta í Kentucky þar sem aldir eru upp heimsins bestu kappreiöahestar. Bandarískar merar hafa gegnt mikilvægu hlutverki í bresku hrossaundaneldi og verður vafalitiö áhugavert fyrir drottninguna aö líta stööina í Kentucky eigin augum þar sem margar merar hennar hátign- ar eru einmitt í heimsókn þessa dag- ana meö þaö fyrir augum aö eiga náin samskipti viö bandaríska fola. Reagan forseti hefur fengiö tilkynn- ingu um ferðalag drottningarinnar, sem dvelja mun í Bandaríkjunum frá 8.—15. október, en óliklegt er taliö aö leiðir þjóöhöföingjanna muni skerast svona þegar bandaríska kosningabar- áttan stendur sem hæst. Samkvæmt fréttum eru einkautan- ferðir Bretadrottningar afar sjaldgæf- ar þó svo hún hafi farið i svipaöa heim- sókn til Frakklands 1967 — til aö skoða graðhesta. Elisabet drottning hefur þrívegis komiö í opinbera heimsókn til Bandaríkjanna, 1957, 1976 og svo á síöasta ári þegar hún meöal annars þáöi kaffisopa á búgaröi Reagans í Kalifomíu. \ ' • Oftast er pyntað til að hræða fólk til undirgefni, refsa þvi eða knýja fram játningar hjá pólitiskum föngum. Högg, hyðingar og „svartur þræll” — pyntingar stundaðar íþridja hverju landi Pyntingar og grimmdarverk alls konar hafa verið stunduö í þriöja hverju landi á síöustu fjórum árum, segir m.a. í ítarlegri skýrslu sem Amn- esty Intemational hefur nýverið sent frá sér. Skýrslan, sem líkist einna helst bók, nefnist „Pyntingar á níunda áratugn- um” og markar upphaf langrar bar- áttu af hálfu Amnesty International sem ætlaö er aö fletta ofan af og binda enda á notkun pyntinga sem verkfæri til aö framkvæma stjórnarstefnu. I skýrslunni er staöhæft aö pyntingar eða ómannúðleg meðferð fanga b'ökist í nær því 100 löndum þrátt fyrir að erfitt sé aö sanna eöa kanna allt slíkt til hlít- ar þar sem rítskoðun og yfirhylmingar séu oft snar þáttur í löndum þessum. I skýrslunni segir m.a.: „Oftast er pyntaö til aö hræða fólk til undirgefni, refsa því eöa knýja fram játningar hjá pólitiskum föngum. Aragrúi aöferöa er til, bæði högg, hýðingar og sérhæfö tækni eins og svonefndur „svartur þræll” (Sýrland), raftæki sem stingur hituðum málmteini inn í endaþarm fómarlambsins. Sársaukavaldandi lyf sem notuö hafa verið við ýmsa póli- tíska fanga í Sovétríkjunum eða þá sú aðferö, sem tíökuö er í fjölmörgum löndum, aö setja virk rafskaut á viö- kvæma hluta líkamans. Þessar aðferð- ir skilja ekki eftir sig spor og er því sérstaklega erfitt að færa sönnur á pyntingar eða illa meöferð. ” Amnesty Intemational hlaut friðar- verðlaun Nóbels áriö 1977 og fýrir 2 ár- um var opnuð í Kaupmannahöfn fyrsta sjúkradeildin sem sérstaklega sinnir fórnarlömbum pyntinga. Nýbók RONALD REAGAN ER SAMA UM SANNLEIKANN Nýlega er útkomin bók í Banda- ríkjunum og Þýskalandi lítil en snot- ur bók sem hefur aö geyma 250 mis- mæli og rangar fullyröingar, hafðar eftir Ronald Reagan, fertugasta for- seta Bandaríkjanna. Vissuð þiö t.d. aö 80% af loftmeng- un í Bandaríkjunum mætti rekja til trjáa? Eða þá aö ársúrgangi úr meðalstóru kjarnorkuveri mætti koma fyrir undir einu skrifboröi? Svo ekki sé minnst á að Bandaríkin hafi dregið úr fjárframlögum sínum til hermála á áttunda áratugnum? Vissulega ekki, enda er þetta allt rangt. Þó eru þetta allt saman staö- hæfingar sem Ronald Reagan notaöi í kosningabaráttunni sem aö lokum fleytti honum inn í Hvíta húsiö. I bókinni segir m.a. aö Reagan hagræöi sannleikanum eins og hon- um best henti og þegar upp kemst er hann vanur aö segja: ,,..þaö hef ég aldreisagt.” Um hinar nýju Triden-eldflaugar sagöi Reagan að litlu skipti hvort þeim yrði hleypt af eöa ekki.. „því þaö er alltaf hægt aö snúa þeim viö og kalla heim á ný. Höfundar bókar- innar segja það eitt aö vonandi reyni forsetinn ekki að hleypa þeim af því þegar þeim hafi veriö skotiö af staö á annað borð geti enginn mannlegur máttur snúið þeim viö. Þá vitnaði Reagan eitt sinn í Winston Churchill meö þeim afleið- Ronald Reagan fer sinu fram i mæltu máli. Það virðist hann einnig hafa gert i daglega tifinu hór áður fyrr ef marka skal þessa mynd. ingum að allt starfslið Hvita hússins var sett í aö reyna aö finna hvaðan tilvitnunin væri komin. Eftir mikla leit varö ljóst aö Churchill haföi aldrei sagt tiltekin orö og þá sagöi Reagan.. „Þettahef égaldreisagt.”

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.